Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.12.1996, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fallegnr jólasöngnr FRÁ flutningi Jólaóratóríu Bachs í Akureyrarkirkju. Morgunblaðið/KHstján Jólaóratórían á Akureyri - vel heppnað framtak TÓNIIST Langholtskirkja KÓRSÖNGUR Kór Langholtskirkju og Graduale- kórinn, undir stjórn Jóns Stefánsson- ar, flutti íslensk og erlend jólalög. Einsöngvarar: Ásdis Kristinsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Eirík- ur Hreinn Helgason. Laugardagur- inn 21. desember, 1996. EITT af því sem er einkennilegt við fornan íslenskan kirkjusöng, er að hann varð í raun aldrei hrein lútherskur við siðaskiptin. Grallar- inn, sem var fyrst gefinn út 1594, var tilraun til að hreinsa sönginn en í síðari útgáfum hans var gamli lat- ínusöngurinn aftur tekinn upp og það var í raun ekki fyrr en Magnús Stephensen hreinsar burtu katólsku áhrifin í kringum 1800, að íslensk kirkjutónlist verður hrein lúthersk. Fram að þeim tíma voru gömlu kirkjutóntegundimar mjög ráðandi, tónfræðin frá katólskum tíma, þó hún væri fyrst prentuð aftan við 6. útgáfu Grallarans og söngmátinn allur bæði kveðinn og í tónlesstílj eins og Magnús lýsir _ honum. I sálmabók Magnúsar sjá íslendingar í fyrsta sinn nútímanótur og hefur þá öll tónlistarþróun Evrópu, frá því um 1300 til um það bil 1850, ekki snert við neinum hér á landi og vantar því ríflega 550 ár, eða jafn- vel meira, sé miðað við stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík 1930 og að ekki sé talað um lögformlega stofnun Sinfóníuhljómsveitar Is- lands. Auðvitað tók það tíma að hreinsa burtu katólsku áhrifín, sem gætti jafnvel nokkuð eftir 1800. Sú stefna, sem tekin var upp fyrir nokkrum árum, að endurvekja gamla kirkju- sönginn, með raddsetningum og þýð- ingum á latínutextanum, er góðra gjald verð, því um er að ræða góða tónlist og vel hefur oft tekist til með þýðingarnar. Jólatónleikar Lang- holtskirkjukórsins hófust á forn- kirkjulegum messusöng, Barn er oss fætt, sem er hrein katólskur að gerð og annar söngur, fornt andstef, Kom þú, kom vor Immanuel, er enn notað sem inngöngustef páfans í Róm. Annað lag, Hátíð fer að höndum ein, er líklega mjög gamalt og senni- lega að uppruna til danslag, því til eru forn viðlög í sama bragarhætti, eins og t.d. Held ég mér í hurðar- hring, ættað úr þjóðsögunum og enn eldra viðlag, Uti ert þú við eyjar blár, auk þess sem háttur lagsins er þrískiptur. Báðir kórarnir sungu þessi lög mjög fallega og Hátíð fer að höndum ein, var uppfært sem víxlsöngur, þar sem Graduale barna- kórinn söng raddsetningu eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur, á móti radd- setningu undirritaðs fyrir blandaðan kór. Aður en þessum hluta efnis- skrár lauk með almennum scng, fluttu báðir kórarnir af glæsibrag hið fræga vögguljóð Berliozar úr verkinu Bernska Krists. Annar hluti efnisskrár var fluttur af Gradualekórnum og þar mátti heyra hefðbundin barnalög en í einu þeirra, Kemur hvað mælt var, söng Ásdís Kristinsdóttir einsöng og gerði það mjög fallega. Jól, Jórunnar Við- ar við kvæði Stefáns frá Hvítadal, er að verða klassík og var hér mjög vel flutt með undirleik, þar sem flautan gegnir stóru hlutverki. Þess- um þætti lauk einnig með almennum söng. Þriðjj þáttur tónleikanna var einsöngur Ólafar Kolbrúnar Harðar- dóttur í lögunum Nóttin var sú ágæt ein, Ave María,_ bæði eftir Sigvalda Kaldalóns og Ó, helga nótt, eftir Adolphe Adam (ekki Adams). Bæði kór og hljóðfæraleikarar og þá ekki síst Olöf Kolbrún, t.d. í Ave María og jólalaginu fallega eftir Adam, fluttu þessi ágætu tónverk af mikl- um innileik. Það hefur færst í vöxt, að breyta ýmsu varðandi flutning gamalla söngverka og getur það oft verið til bóta en eitt mætti hafa í huga, að tónskáld eiga sinn rétt, þó látin séu og Ave Marían eftir Kalda- lóns er heilstætt listaverk og óþarfi að hnika þar nokkru til, þó í litlu sé. Eftir hlé voru sungin jólalög í útsetningum eftir Anders Öhrwall, sumar ágætlega unnar, aðrar horn- skakkar á við hefðbundnar útfærsl- ur, eins og t.d. Hljóða nótt (Heims um ból), sem er sérlega einfalt í hljómbyggingu, fyrst og fremst vegna lagferlisins og þegar reynt er að sveigja að laginu aðra hljóma, missir lagferlið sitt eðlilega streymi. Lögin voru mjög fallega flutt og í þremur, Nú ljóma aftur ljósin skær, Fögur er foldin og í Hljóða nótt, söng Eiríkur Hreinn Helgason ein- söng og gerði það mjög smekklega og á látlausan máta, er hæfír þess- um fallegu sálmalögum. Tónleikun- um lauk svo með almennum söng, þar sem sungið var Heims um ból. I heild voru þetta einstaklega falleg- ir tónleikar, vel vandað til verkefna- vals og flutningur mjög fallega mótaður. Báðir kórarnir, einsöngv- arar og hljóðfæraleikarar, sem voru Bernhard Wilkinson, Hallfríður Ól- afsdóttir, Monika Abendroth, Jón Sigursson og Gústaf Jóhannesson, áttu þar ekki lítinn hlut, undir stjórn Jóns Stefánssonar orgelleikara Langholtskirkju. Jón Ásgeirsson TÓNLIST Akureyrarkirkja JÓLAÓRATÓRÍAN EFTIR J.S. Bach Kór Tónlistarskólans á Akureyri ásamt hljómsveit í Akureyrarkirlqu laugardaginn 21. des. kl. 17. Ein- söngvarar: Gunnar Guðbjörnsson, Hildur Tryggvadóttir, Michael Jón Clarke.Sigríður Elliðadóttir, Þór- hildur Orvarsdóttir. Orgelleikari: Dóróthea Dagný Tómasdóttir. Stjómandi: Michael Jón Clarke. NORÐLENDINGAR urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að hlýða á flutning Jólaóratóríunnar eftir meist- arann mikla J.S. Bach síðastliðinn laugardag, þetta einstaka verk sem í raun samanstendur af sex kantötum er innblásið af anda jólaguðspjalls- ins, anda fagnaðar og friðar. Og víst á boðskapur englanna á Betlehem- svöllum um frelsarann, sem fæddist við heldur bágbomar aðstæður í þennan heim til þess að við mættum lifa með Guði um eiiífð, erindi við okkur í dag og kannski aldrei meir en einmitt nú. Það er skemmst frá því að segja að frumflutningur verksins á Akur- eyri, þ.e.a.s. þess hluta þess sem oftast er fluttur í heild sinni á einum tónleikum, tókst vel og staðfestir enn einu sinni hvað hægt er að gera ef áræði og vilji eru fyrir hendi. Tónlist Bachs er hvorutveggja í senn stór- kostleg og einlæg og gerir miklar kröfur til flytjenda. Hitann og þungann af þessum tónleikum bar Michael Jón Clarke sem gerði sér lítið fyrir og söng bassahlutverkið í verkinu auk þess að stjórna kór og hljómsveit. Þvílíkur fengur fyrir bæjarfélag eins og Akur- eyri að njóta krafta slíks afbragðs- tónlistarmanns! Michael hefur lengi verið í hópi okkar bestu baríton- söngvara og gerði margt mjög vel á þessum tónleikum má þar nefna tón- les (resitatífið) í 3. hluta óratóríunn- ar, Er hat sein Volk ertröstet. Stóra bassaarían, Grosser Herr und starker König, liggur hins vegar betur hrein- ræktaðri bassarödd. Gunnar Guðbjörnsson fór með hlutverk guðspjallamannsins og gerði af slíkri snilld að vart verður eftir leikið. Raddlega er hlutverkið afar erfitt; að mestu borið uppi af tónlesi en einnig má þar fínna hina undurfögru aríu, Frohe Hirten. Rödd Gunnars býr yfir einstakri fegurð og þegar við bætist gríðargóð söng- tækni og músíkalítet þá þarf engan að undra viðbrögð áheyrenda sem stóðu upp sem einn maður í lok tón- leikanna til að hylla þennan unga og glæsilega tenór. Það er fullljóst að betri guðspjallamaður verður tæp- lega fundinn. Sigríður Elliðadóttir altsöngkona gegndi einnig veigamiklu hlutverki í óratóríunni en það verður að segjast eins og er að nokkuð skorti á að hún ylli því. Röddin er að vísu falleg en hún liggur alltof aftarlega og nær þarafleiðandi ekki að berast. Osam- ræmi milli söngkonunnar og hljóm- sveitar truflaði dálítið í fyrstu ar- íunni sem jafnframt er sú þekktasta, Bereite dich Zion, en í hinum síðari tveimur náði Sigríður sér betur á strik. Tvær ungar og afar efnilegar söngkonur komu lítillega við sögu; Þórhildur Örvarsdóttir var yndislegur engill og Hildur Tryggvadóttir söng ágætlega dúett með Michael Jóni þrátt fyrir lítils háttar óöryggi á stöku stað. Hljómsveitin var að stórum hluta skipuð hljóðfæraleikurum sem enn eru í námi og leið einna mest fyrir skort á sjálfstrausti. Leikur hennar var á köflum óhreinn og þá sérstak- lega hjá blásurum, en hún stóð sig líka með prýði og studdi vel við söngvarana, ekki síst í kórköflunum. Sem dæmi má nefna sálminn Brich an, o schönes Morgenlicht. Sinfónían eða hjarðljóðið í upphafi annars hluta var einnig vel flutt og sýnir að ástæða er til að vænta góðra hluta frá hljómsveitinni. Orgelleikari var Dóróthea Dagný Tómasdóttir og skil- aði sínum þætti með sóma. Síðast en ekki síst ber að nefna nýstofnaðan Kór Tónlistarskólans á Akureyri sem söng af miklu öryggi allt frá fyrstu hljómunum í upphafs- kórnum til loka verksins. Hér er enn eitt dæmi um vinnu Michaels sem skilað hefur miklum árangri. Hljóm- ur kórsins er tær og sérlega fallegur og greinilegt að þar eru engir viðvan- ingar á ferð enda hafa margir söngv- aranna stundað söngnám við Tónlist- arskólann á Akureyri. Sópraninn hefur áberandi fallegan blæ og söng- ur hans í hæðinni oft hrífandi. Það er óhætt að fullyrða að þáttur kórs- ins í fiutningi Jólaóratóríunnar hafi verið einn af hápunktum kvöldsins og gleðin í söng þeirra gerði tónleik- ana jafn hátíðlega og raun bar vitni. Sem sagt; ánægjulegir tónleikar seint á jólaföstu og ástæða tii að hvetja Reykvíkinga að fjölmenna á Jólaóratóríuna þegar hún verður flutt af Mótettukór Hallgrímskirkju, Gunnari Guðbjörnssyni o.fl. milli jóla og nýárs. Við norðanmenn þökkum fyrir okkur og væntum þess að við fáum að heyra verkið aftur á sama tíma að ári og svo öll komandi ár!! Rósa Kristín Baldursdóttir Sálumessa TÓNLIST Illjómdiskar MAURICE DURUFLÉ Requiem Op. 9, Suite Op. 5. Hallgrímskirkja Motet Choir. Hörður Áskelsson. Klais organ of Hallgrímskirkja Reykjavík. Hannfried Lucke. Rannveig Braga (mezzo-sópran). Mic- hael Jón Clarke (bariton). Inga Rósa Ingólfs- dóttír (selló). Mótettukór Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson, sljómandi. Hannfried Lucke, orgel. Upptaka: Bjami Rúnar Bjama- son. Tæknimaður: Vigfús Ingvarsson. THO- ROFON Classics CTH 2339 MAURICE Duruflé (1902-1986) var einn af merkustu organistum og tónskáld- um Frakklands á þessari öld. Hann var mjög gagnrýninn á eigin tónsmíðar, sem kann að skýra hversu fá tónverk liggja eftir hann. Eftir þeim verkum að dæma sem hér eru til umfjöllunar er hann stór- merkilegt tónskáld, enginn framúrstefnu- maður - nánast impressionisti, einsog margir samlandar hans. Það fer heldur ekki leynt að hann hefur verið mikill org- anisti. Sálumessuna op. 9 samdi Duruflé 1947, en sú útgáfa sem hér heyrist er síðari endurgerð, þar sem orgel er komið í stað hljómsveitar. í þessu verki er ekki að frnna „Dies irae“ né ógn og bræði illra afla (frek- ar en hjá Fauré). Hér gefst hvorki rúm né tóm til ítarlegrar umfjöllunar um tón- skáldið og þó einkum tónsmíðarnar á hljómdiskinum. Sálumessan er mjög áhrifaríkt verk við fyrstu heyrn (hún bíð- ur frekari könnunar). Bæði tónverkin bera vott um mikla innstæðu, kunnáttu og aga. Án efa mega þau kallast meistara- verk. Flutningur Mótettukórs Hallgríms- kirkju á sálumessunni undir stjórn Harðar Áskelssonar er í einu orði sagt frábær. Sama má segja um einsöngvara og fram- úrskarandi orgelleik Hannfrieds Luckes, sem blómstrar heldur betur í svítunni. Þetta verður víst að nægja að sinni, en missið ekki af þessum hljómdiski! I draumi sér- hvers manns TÓNMST Illjómdiskar ÍSLANDSTÓNAR í útsetningum fyrir panflautu, flautu og gít- ar. Efni m.a.: Hvert örstutt spor (Jón Nor- dal), Systkinin (Torfi Ólafsson), Sofðu unga ástin mín (íslenskt þjóðlag), Nóttín var sú ágæt ein (Sigvaldi Kaldalóns), í draumi sér- hvers manns (Torfi Ólafsson). Martial Narde- au: flauta. Tryggvi Hubner: gítar. Þórir Úlaf- arsson: hljómborð, forritun, útsetningar pan- flautu. Utgefandi: Lag og (jóð, Torfi Ólafs- son. Dreifing: Spor hf. Nýbýlav. 4, Kóp. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson. 1996. L&L 002 CD. I DRAUMI sérhvers manns blunda ýms- ar langanir, svosem einsog að semja tónlist og jafnvel leika hana líka. Stundum rætist draumurinn og stundum bara til hálfs og varla það eða bara alls ekki. Þetta er bara eins og með alla drauma. Stundum ná menn þeim tilgangi sem stofnað var til, hver svo sem hann kann að vera, og ekk- ert nema gott um það að segja. Eða það held ég. Nú held ég að tilgangur Torfa Ólafsson- ar með hljómdiskinum íslands tónar, sem inniheldur hugljúf lög (þekkt og/eða frum- samin af T.O.) og útsett eru fyrir pan- flautu, flautu, gítar og hljómborð, sé fyrst og fremst að veita hlustandanum notalega stund með ljúfum hljómum. Það vill nú hins vegar svo til að flest laganna öðlast fyrst tilgang og þokka fyrir tilstilli textans, ann- ars verða þau lítið meira en þægilegt „sánd“ — svosem einsog á þessum hljómdiski. Ef það var tilgangurinn þá hefur hann náðst; þetta eru ljúf lög, laglega leikin og kannski bara ágætlega. Panflautan hljómar einsog panflauta, einsog við var að búast, og hvorki hún né hin hljóðfærin hafa neitt sérstakt að gera með „íslands tóna“ — jafnvel þó lögin séu alíslensk. Vera má að þetta höfði til meirihlutans, sem hefur alltaf rétt fyrir sér. Allt í góðu lagi með upptöku og hljóðvinnslu. Hér höfum við sumsé lagið, en ekki ljóðið. Oddur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.