Morgunblaðið - 24.12.1996, Side 13

Morgunblaðið - 24.12.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 24. DESEMBER 1996 13 Lögreglan á Akureyri Útiljós við Glerárskóla skemmd •• Okumaður sleginn í andlitið SKEMMDIR voru unnar á Ijósum við Glerárskóla um helgina, en þar höfðu einhveijir gert sér að leik að skemma útiljós við skólann sem eru að verðmæti um 60 þúsund krónur. í odda skarst með ökumanni bif- reiðar og gangandi vegfaranda á laugardagskvöld. Ökumaðurinn hafði lagt bifreið sinni að hluta til upp á gangstétt og sá gangandi, sem var mikið ölvaður, lét þá fætur og hendur ganga á bifreiðinni. Þeg- ar ökumaður steig út til að mót- mælta þessari hegðun sló sá gang- andi hann í andlitið. Tveir á slysadeild Harður árekstur varð á þjóðvegi 1, við Hlíðarbæ, þar sem tvær bif- reiðar sem komu úr gagnstæðri átt skullu saman og mun hálka hafa átt mestan þátt í því hvernig fór. Tveir farþegar úr annarri bifreið- inni voru fluttir á slysadeild til skoð- unar. Báðar bifreiðarnar skemmd- ust mikið, þær voru báðar nýjar, önnur aðeins búin að vera einn dag á götunni. Einn maður var tekinn grunaður um ölvun við akstur og telur lög- regla það gott miðað við mikið framboð samkvæma með jólaglöggi og tilheyrandi um þessar mundir. Þrír voru kærðir fyrir að hnupla varningi úr búðum, en með auknu eftirliti í verslunum hafa allmargir verið teknir við þá iðju nú fyrir jól- in. Oftast er um smávægilega hluti að ræða. ------♦ ♦ ♦ Kvartað undan akstri vélsleða MARGAR kvartanir hafa borist til lögreglu síðustu daga undan akstri vélsleða í bænum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu er þessum ökutækjum ekið á opnum svæðum og jafnvel götum á mikilli ferð og af tillitsleysi, jafn- framt því sem þau valda hávaða og ónæði, ekki síst á kvöldin. Lögregla bendir á að samkvæmt 21. grein lögreglusamþykktar Ak- ureyrar er akstur vélsleða í bænum bannaður. Undantekningar eru akstur að og frá heimili og skal þá farin stysta leið og gildir það sama um töku eldsneytis. Þá brýn- ir lögregia fyrir forráðamönnum unglinga, sem í meirihluta eru ökumenn þessara tækja, að sjá til þess að farið sé eftir settum regl- um. Einn var í vikunni sem leið tek- inn fyrir að aka vélsleða án rétt- iinda. ------♦ ♦ ♦----- Opið í Hlíð- arfjalli SKÍÐASVÆÐI Akureyringa í Hlíð- arfjalli hefur verið opið síðustu daga og verða tvær lyftur, í Hóla- og Hjallabraut, opnar um næstu helgi, dagana 27. til 30. desember. Ivar Sigmundsson forstöðumað- ur sagði að ótrúlega vel hefði geng- ið að halda skíðasvæðinu opnu síð- •ustu vikur og þónokkuð af fólki hefði sótt svæðið. Veður og aðstæð- ur hefðu verið eins og best verður á kosið, frost og stillur. Morgunblaðið/Margrét Þóra Embla gefur mæðra- styrksnefnd matarkassa KONUR úr Kiwanisklúbbnum Emblu á Akureyri færðu for- svarsmönnum Mæðrastyrks- nefndar matarkassa nú nýlega. Er þetta fjórða árið í röð sem kiwaniskonur gefa nefndinni mat fyrir jólin. Þórhildur Svanbergsdóttir, kjörforseti Emblu, sagði að klúbb- urinn aflaði fjár m.a. með sölu jólaskreytinga og einnig með jóla- basar. Þannig hefðu bæjarbúar lagt þeim lið við að afla pening- anna. í kössunum er m.a. kjöt, grænmeti, ávextir, sælgæti og gos- drykkir. Matarkössunum verður útdeilt til þeirra sem mest vanhag- ar um þá. Um 110 fjölskyldur hafa leitað eftir aðstoð Mæðrastyrks- nefndar nú fyrir jólin. A myndinni eru þær Jóhanna Júlíusdóttir, féhirðir Emblu, og Hekla Geirdal, gjaldkeri Mæðra- styrksnefndar, með matarkassa, en að baki þeim (f.v.) standa Þór- hildur Svanbergsdóttir, kjörfor- seti Emblu, Sveinbjörg Rósants- dóttir, Helga Stefánsdóttir, Lauf- ey Arnadóttir, allar í mæðra- styrksnefnd, og Li(ja Sigurjóns- dóttir, gjaldkeri Emblu og í mæðrastyrksnefnd. góðir frá Mercedes- Sprinter Sendibíll ársins 1995 í Evrópu! Benz Bíll, sem fengið hefur frábærar viðtökur á íslandi. Fæst í mörgum stærðum og gerðum með eða án glugga, sem grind til yfirbyggingar eða pallbíll með vinnuflokka- eða einföldu húsi. Má einnig breyta í hópferðabifreið fyrir allt að 18 manns. Verð frá kr. ánVSK, með VSK kr. 2.306 þús. Sendibíll ársins 1996 í Evrópu! Nýr sendi- eða fjölnotabíll, sem hlotið hefur afburða góða dóma. Fæst með eða án glugga og sem fólksbifreið fyrir allt að 8 manns. ur THE YEAR 1996 Hafið samband við sölumenn okkar, sem veita fúslega allar nánari upplýsingar. Opið laugardaga frá kl. 12 -16 Verð frá kr. án VSK, með VSK kr. 2.160 þús. Örfáir bílar til afgreiðslu strax.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.