Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 33
____________________MEIMiMTUIM
Námstefna í tilefni af Ári símenntunar
Menntun fæst víð-
ar en í skólum
FRÁ námstefnu Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands. Randver
Fleckenstein fræðslustjóri Islandsbanka flytur erindi sitt.
RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Há-
skóla íslands (Rþj) gekkst fyrir
námstefnu sl. föstudag um símennt-
un. Að sögn Ingibjargar Gísladóttur
deildarstjóra hjá Rþj þótti vert að
halda námstefnuna í tilefni þess að
Ár símenntunar er að baki, en vekja
jafnframt athygli á að símenntun
eigi stöðugt erindi við þá sem vilja
vera samkeppnishæfír, hvort sem
eru einstaklingar, atvinnurekendur
eða þjóðfélagið í heild.
Að sögn Ingibjargar kynntu
menn hugmyndir, möguleika og
aðgerðir til að efla símenntun eink-
um innan fyrirtækja. Einnig var
kynning á verkefnum sem unnin
hafa verið á árinu og styrkt voru
af Evrópusambandinu.
Fjárfest í fólki
Ingi Bogi Bogason frá Samtökum
iðnaðarins gerði grein fyrir mennta-
og gæðakerfi, sem hefur það að
markmiði að efla hæfni atvinnulífs-
ins og nefnist „Fjárfest í fólki“
(FÍF). Hefur áætlunin hlotið viður-
kenningu breskra yfirvalda, at-
vinnurekendasamtaka og launþega-
hreyfingarinnar.
Áætlunin felur í sér að sjálfstætt
reknar skrifstofur taka að sér verk-
efni á sviði menntunar fyrir at-
vinnulífið, skilgreina þarfir þess,
setja saman og taka út mennta-
og starfsþjálfunaráætlanir. Fyrir-
tækjunum er þannig sett markmið
og er litið á starfsfólk sem lykilinn
að því að fyrirtækin nái markmiðum
sínum.
Sagði Ingi Bogi að ávinningur
FÍF-áætlunarinnar væri m.a. sá, að
starfsfólk teldi þörfum sínum um
endurmenntun fullnægt, fyrirtækj-
um héldist betur á fólki, veikinda-
dögum fækkaði, stjórnendur skildu
betur að þeir væru hluti af hóp og
samkeppnishæfni fyrirtækja ykist.
Starfsmat
Bretinn Peter N. Bowyer gerði
grein fyrir kerfi, sem hann starfar
við í Bretlandi, National Vocational
Qualifícations (NVQ) og General
National Vocational Qualifications
(GNVQ). Veitir það fólki skírteini
fyrir ákveðna kunnáttu og er viður-
kennt af skólum og atvinnurekend-
um um allt landið.
„Megininntak erindis Bowyers
fjallaði um að prófgráða ein út af
fyrir sig segi ekki allt heldur þurfi
einnig að meta reynslu manna úr
atvinnulífinu og lífinu sjálfu. Þetta
kerfí sem hann ræddi um gefur
fólki í Bretlandi möguleika, til dæm-
is þegar það vill skipta um starf
að taka próf í því sem það telur
að það kunni. Áherslan er því frem-
ur lögð á raunverulega hæfni og
kunnáttu í stað þess að telja upp
prófgráður og námskeið. Einnig
aðstoðar stofnunin einstaklinga við
að leita leita að menntunarmark-
miðum,“ sagði Ingibjörg.
Hæfni starfsfólks
Randver Fleckenstein fræðslu-
stjóri íslandsbanka sagði frá nýjum
stjórnunaraðferðum, sem hann
nefndi Stjórnun á grundvelli hæfni
starfsmanna. Hann kom inn á
hvernig starf fræðslustjóra fyrir-
tækja er að breytast frá því að
vera stöðugt að búa til námskeið í
það að vera í auknum mæli ráð-
gjafi við stjórnendur.
Sagði hann að Stjórnun á grund-
velli hæfni starfsmanna væri fyrst
og fremst kerfi til að bera saman
æskilega hæfni og kunnáttu starfs-
manna við raunverulega kunnáttu
og hæfni þeirra. „Því fljótari sem
við erum að brúa bilið á milli núver-
andi kunnáttu og æskilegs kunn-
áttustigs, því betur erum við í stakk
búin fyrir samkeppnina," sagði
hann.
Hann tók fram að skilgreina yrði
hvaða þætti starfsmaðurinn þyrfti
að leggja áherslu á í eigin þróun,
svo að viðskiptamarkmið fyrirtæk-
isins næðust.
Með þessu kerfi sagði Randver
að vænta mætti persónubundnari
þróunar og meiri framleiðslu. „Betri
nýting á starfsfólki er úrslitaatriði
fyrir fyrirtæki sem ætla að auka
framleiðni," sagði hann.
Samvinna KHÍ og
sveitarfélaga
Félagsvísindadeild Háskóla íslands
Samstarf við atvinnu-
lífið um rannsóknir
Fjöldi
námskeiða
úti á landi
TVÖFÖLDUN verður á framboði
námskeiða fyrir grunnskólakennara
á vegum Kennaraháskóla íslands
(KHÍ) á þessu ári miðað við í fyrra.
Að sögn Guðrúnar Kristinsdóttur
endurmenntunarstjóra KHÍ er meg-
inástæðan aukið samstarf við sveit-
arfélögin, sem leggja fram hluta
kostnaðar. Munar einna mest um
Reykjavík, sem heldur 16 námskeið
í samvinnu við KHÍ.
Sú breyting verður einnig á að
nú verða fjölmörg námskeið haldin
úti á landi, s.s. á Blönduósi, Vest-
mannaeyjum og Laugarvatni. Þá
hafa nokkur smærri sveitarfélög
tekið sig saman um námskeiðahald.
T.d. verður efnt til þriggja nám-
skeiða á Norðurlandi vestra í sam-
starfí við Skólaskrifstofu Skagfirð-
inga, Siglfirðinga og Húnvetninga.
Alls verða 75 námskeið í boði í
stað 39 í fyrra og verður sérstök
áhersla lögð á notkun tölvu- og upp-
lýsingatækni í skólastarfí auk raun-
greina. „Við munum þó sem fyrr
leggja áherslu á í'jölbreytni. T.d.
verður boðið upp á námskeið í prófa-
gerð, námsmati o.fl.,“ sagði Guðrún.
ATVINNUMÁLANEFND félagsvís-
indadeildar Háskóla íslands hefur
gert samstarfssamning í formi vilja-
yfirlýsingar við nokkur fyrirtæki og
stofnanir um að nemendur vinni af-
mörkuð verkefni í þágu atvinnulífs-
ins. Um er að ræða öll svið sem
kennd eru við deildina. Nú þegar
hefur eitt verkefni, sem snýr að
starfsmannamálum, verið unnið fyr-
ir Flugleiðir hf.
Fleiri verkefni eru í undirbúningi,
sem snúa að starfsmannamálum,
mannfræði, athugunum á ýmsum
þáttum íþrótta o.fl., að sögn Daða
Einarssonar nemanda í stjórnmála-
fræði og frumkvöðuls nefndarinnar.
„Þetta er ávinningur fyrir alla sem
hlut eiga að máli. Nemandinn fær
reynslu og kynnist því hvernig hann
getur nýtt þekkingu sína úti í at-
vinnulífinu, deildin skilar af sér
hæfara fólki og atvinnulífíð fær
ódýran starfskraft, sem jafnframt
hefur aðgang að sérfræðiþekkingu
á viðkomandi sviði innan skólans."
Frumkvæðið frá báðum
Yfirleitt er miðað við að verkefnin
taki ekki meira en tvær vikur en það
fer þó eftir umfangi þeirra. Upphaf
verkefna er þannig að annaðhvort
lýsir samstarfsaðili yfir áhuga á að
ákveðið viðfangsefni sé skoðað eða
nemendur eða kennarar innan deild-
arinnar óska þess. „Kennari tekur
að sér að vera faglega ábyrgur og
það er hans mat hveiju sinni hvort
nemandi búi yfír þeirri færni að
geta leyst viðkomandi verkefni.
Þetta er því ekki endilega bundið
við lokaáfanga í BA-náminu,“ sagði
Daði.
Nýr vettvangur um samvinnu
Jón Torfi Jónasson, forseti félags-
vísindadeildar, lýsir yfir ánægju með
þetta frumkvæði nemenda og segir
hér kominn vettvang fyrir deildina
og fyrirtæki/stofnanir um samvinnu.
„Það sem hefur komið mér mest á
óvart er hversu áhuginn er mikill
hjá þeim sem við höfum rætt við
um að koma þessu starfí á.“
Hann segir að miðað við þær við-
ræður sem fulltrúar deildarinnar
hafi átt við fyrirtækin sé ekki tilefni
til að ætla að samstarfið nýtist einu
námi betur en öðru. Hann bendir
jafnframt á að svipað samstarf sé
milli nokkurra annarra deilda há-
skólans og atvinnulífsins.
Tímarit
skólar/námskeið
______ýmislegt___
• FIMMTI árgangur Uppeldis og
menntunar er komið út. Sigrún
Aðalbjarnardóttir og Kristjana
Blöndal skýra frá niðurstöðum
rannsókna á tóbaks- og hassneyslu
unglinga. I tveimur greinum er fjall-
að um hugtökin
gæðamat og
gæðastjórnun.
Þá eru birtar nið-
urstöður rann-
sókna Lofts
Guttormssonar
á tengslum heim-
ila og skóla í
sögulegu ljósi.
Einnig fjalla
nokkrar greinar um málefni sem
tengjast kennslu með beinum hætti,
s.s. Sérkennsla og umbætur í skóla-
starfí eftir Trausta Þorsteinsson,
Kynferði, jafnrétti og þroski barna
eftir Ragnhildi Bjarnadóttur, Að
greina Mozart frá Mendelssohn eftir
Þóri Þórisson og Um bækur og
námsefni eftir Sigurð Konráðsson.
Ritstjóri Uppeldis og menntunar
er Ragnhildur Bjarnadóttir. Tímarit-
ið kemur út einu sinni á ári og fæst
í stærri bókaverslunum og hjá Rann-
sóknarstofnun KHÍ.
Brúdkaupsmyndir
PÉTUR PÉTURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624
■ Fullorðinsfræöslan
matshæft eininganám
Fornáms og framhaldsskólastig.
Prófáfangar og námskeið.
Skólanám og fjamám.
ENS, DAN, SÆN, NOR, ÞÝS, SPÆ,
HOLT, STÆ, EÐL, EFN, ÍSL, ARAB,
ICELANDIC og námseið f. atvinnulausa
og f. samræmdu prófin.
Námsaðstoð. S. 557 1155.
lulloröinsfræOslan
Sími 557 1155 1]
Gerðubergi 1
S. 557 1155.
tölvur
■ Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn,
Hólshrauni 2, Hafnarfirði
sími 555 4980
Mörg námskeið að byija:
Auglýsingagerð (CorelDraw/7)
Upplýsingatækni - 72 kennslust.
Skrifst. & upplýsingatækni.
Windows 95
Word 97
Excel 97
# Öllnámsgögn innifalin.
• Fyrsta flokks aðstaða.
Nýi tölvu- og viðskiptaskolinn,
sími 555 4980.
■ Námskeið - starfsmenntun
64 klst. tölvunám.
84 klst. bókhaldstækni.
■ Stutt námskeið:
Windows 95.
PC grunnnámskeið.
Word grunnur og framhald.
Excel grunnur og ffamhald.
Access grunnur.
PowerPoint.
PageMaker.
Bamanám.
Unglinganám í Windows.
Unglinganám í forritun.
Intemet námskeið.
hagstætt verð og afar veglegar kennslu-
bækur fylgja með námskeiðum.
Skráning í síma 562 6699,
netfang tolskrvik@treknet.is,
veffang www.trknet.is/tr.
Tolvuskóli Reykiavíkur
B Borgartúni 28, simi 91 -616699
Myndaupphengi
15% afsláttur til páska
MIÐSTOÐIN
Sóltúni 10 (Sigtún 10) sími 511 1616