Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 18.03.1997, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ plnrgawWaliilí STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HVERJIR EIGA PENINGANA? UPPHLAUP forystumanna verkalýðsfélaganna um helgina og stjórnarandstöðunnar á Alþingi í gær er eitt af því fáránlegasta, sem hér hefur gerzt í langan tíma. Talsmenn þessara aðila halda því fram, að með hugmynd- um, sem uppi eru um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sé verið að „skerða lífeyrisrétt“ launþega. Ekkert er fjarri sanni. Það er þvert á móti verið að auka rétt félagsmanna lífeyrissjóðanna til þess að hafa eitthvað að segja um meðferð eigin fjármuna. Eins og lífeyrissjóðakerfið er byggt upp og hefur verið í áratugi greiðir launþegi 4% af launum sínum í lífeyris- sjóð og vinnuveitandi hans borgar 6%. Út á þessi 6% eiga vinnuveitendur fulltrúa í stjórnum lífeyrissjóða og út á 4% launþegans tilnefna verkalýðsfélög fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða. Auðvitað eru 6%, sem vinnuveitendur borga hluti af heildarkjörum launþegans og þess vegna eru þau 10%, sem ganga til lífeyrissjóðsins hans fé en ekki annarra. Þær hugmyndir, sem ríkisstjórnin hefur bersýnilega verið að fjalla um er að launþegar hafi eitthvað um það að segja, hvernig þeirra eigin fjármunum er ráðstafað. Þeim er nú skylt að vera í lífeyrissjóði, sem um hefur verið samið á milli vinnuveitanda þeirra og þess verkalýðs- félags, sem þeim er einnig skylt að vera í. Ríkisstjórnin treystir sér greinilega ekki til þess að ganga svo langt að leggja fram frumvarp á Alþingi, sem afnemur í eitt skipti fyrir öll þessa skylduaðild launþega að einum til- teknum lífeyrissjóði. Hins vegar virðist hún vilja veita launþeganum rétt til þess að ákveða að hluta til hvert hans eigin fjármunum er ráðstafað. Það eru ósköp einfaldlega ósannindi að halda því fram að með slíkum hugmyndum sé verið að skerða lífeyrisrétt launþega. Það er verið að veita launþegum rétt til þess að hafa eitthvað um það að segja, hvernig og hvar lífeyris- sparnaður þeirra er ávaxtaður. Það er m.ö.o. verið að gera tilraun til að draga úr forsjárhyggju vinnuveitenda og verkalýðssamtaka í málefnum launþega. Og þar er að sjálfsögðu komin ástæðan fyrir upphlaupi verkalýðsforystunnar um helgina. Það er verið að draga úr ráðstöfunarrétti verkalýðsforingjanna á annarra manna fé. Það er löngu tímabært að það sé gert og lofsvert fram- tak af hálfu ríkisstjórnarinnar, ef hún stendur við það. Það er reyndar líka verið að draga úr afskiptum vinnuveit- enda af því, hvernig launþegar ráðstafa fjármunum sínum. Á síðari árum er ljóst, að það gætir tilhneigingar hjá vinnu- veitendum til þess að nota aðstöðu sína í stjórnum lífeyris- sjóða til að beita þeim í því viðskiptastríði, sem hér stend- ur nánast linnulaust yfir á milli einstakra blokka í atvinnu- lífinu. Það er þess vegna einber hræsni, þegar því er haldið fram, að með slíkum ráðstöfunum sé verið að skerða lífeyr- isrétt fólks. Þegar verkalýðsforingjarnir gengu út úr húsa- kynnum sáttasemjara um helgina til þess að mótmæla líf- eyrissjóðafrumvarpi ríkisstjórnarinnar voru þeir ekki að mótmæla réttindaskerðingu launþega, sem var engin, þvert á móti, heldur voru þeir að mótmæla því að dregið væri úr völdum þeirra sjálfra yfir Qármunum annars fólks. Og undir þetta rugl taka talsmenn stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Eins og Morgunblaðið hefur margítrekað bent á undan- farna mánuði og misseri eiga félagsmenn lífeyrissjóðanna þá fjármuni, sem í þeim eru. Þeir eiga sjálfir að kjósa sér trúnaðarmenn til þess að fara með málefni sjóðanna. Þeir eru fullfærir um það. Það eru engin rök fyrir því lengur að samtryggingarkerfi vinnuveitenda og verkalýðsfor- ingja, sem augljóslega er til staðar í lífeyrissjóðakerfinu sitji yfir fjármunum, sem þeir eiga ekkert í. Ef verkalýðsforingjarnir ýta félagsmönnum verkalýðs- félaganna út í verkfall til þess að berjast fyrir óbreyttu ástandi í lífeyrissjóðakerfinu, eru þeir að nota þetta fólk til þess að berjast gegn eigin hagsmunum en fyrir þröng- um sérhagsmunum verkalýðsforingja og vinnuveitenda. Og það væri yfirgengileg misnotkun aðstöðu. Ef ríkisstjórnin gefst upp fyrir hótunum verkalýðsfor- ingja út af þessu máli er ljóst, að það er tímabært að félagsmenn lífeyrissjóðanna um land allt stofni eigin sam- tök til þess að veija hagsmuni sína gegn sérhagsmunabar- áttu samtryggingarkerfis verkjalýðsforingja og vinnuveit- enda og knýja fram nauðsynlegar lagabreytingar á Alþingi. TilgangTirinn að efl; málaþjónustu ban] Samningaviðræður um kaup Landsbankans á helmingshlut Bruna- bótafélagsins í VÍS tóku aðeins örfáa daga, en málið allt á þó miklu lengrí aðdrag- anda. Kristinn Briem hefur kynnt sér sjónar- mið Landsbankans í þessu efni og veigamik- il atriði í kaupsamningi þessara aðila. BANKASTJÓRARNIR Halldór Guðbjarnason og Sverrir Hermannssor bankaráðs, Hilmar Pálsson, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Brunal mundarson, bankastjóri, undirrita samning um kaup Landsbankans á KAUP Landsbanka íslands á helmingshlut. í Vátrygg- ingafélagi íslands hf. komu íslenska fjármála- heiminum gjörsamlega í opna skjöldu þegar tilkynnt var um þau á föstu- dag. Þar áttu menn von á því að rík- ið myndi innan skamms hefja undir- búning að því að selja hlutabréf sín í bankanum, en voru því algjörlega óviðbúnir að bankinn réðist sjálfur í ein stærstu einstöku hlutabréfakaup sem gerð hafa verið hérlendis. Um helgina hafa bæði stjómendur annarra fjármálastofnana, lögfræð- ingar og endurskoðendur velt því fyr- ir sér hvemig bankinn hafí bolmagn til kaupanna, ekki síst þar sem hann þurfti fyrir fáum ámm að taka víkj- andi lán til að styrkja eiginfjárstöðu sína. í því sambandi hafa menn bent á að kaupverðið, 3,4 milljarðar króna, svari til um helmings alls eigin fjár Landsbankans. Hefur því m.a. verið haldið fram að með kaupunum sé bankinn að brjóta lög. Viðskiptin hafa einnig vakið upp gremju hjá ýmsum aðilum, t.d. meðal forráðamanna ann- arra tryggingarfélaga og banka, þar sem þau þykja í fullkominni andstöðu við áform ríkisstjómarinnar í einka- væðingu. Kaupin eiga sér skamman aðdrag- anda, eins og fram hefur komið, því gengið var frá samningum á einungis sex dögum. Það er hins vegar miklu lengra síðan Landsbankinn tók þá ákvörðun að kanna möguleika á því að hefja starfsemi á sviði líf- og lífeyr- istrygginga. Bankinn hefur allt frá árinu 1993 verið að kynna sér rekstur banka á þessu sviði í Evrópu. Þannig hefur Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri á undanförnum ámm heimsótt ijölmarga evrópska banka sem bjóða viðskiptavinum sínum tryggingarþjónustu samhliða hefð- bundinni bankaþjónustu. í þessu sambandi er einnig rifjað upp að fyrir rúmum 3 ámm eða svo, hafi farið fram viðræður á milli eig- enda líftryggingafélagsins Samlífs hf. um möguleg kaup Landsbankans á helmingshlut í því félagi. Ekki hafi náðst samkomulag um viðskipti, þar sem Landsbankanum hafi einungis staðið til boða að kaupa 10% hlut í félaginu, sem var ekki nægjanleg hlutdeild, að mati forráðamanna Landsbankans. Viðræður áttu sér einnig stað á síðasta ári við eigendur Alþjóða líf- tryggingafélagsins um kaup á félag- inu. Eigendur þess félags voru hins vegar á sama tíma í viðræðum við sparisjóðina sem virðast hafa boðið betur. Sérstakur vinnuhópur þjálfaður í Bretlandi Síðustu mánuði hefur farið fram mikil vinna innan Landsbankans við að skoða ýmsa möguleika á trygging- arsviðinu. Þannig hefur t.d. verið starfandi þar sérstakur vinnuhópur um tryggingar undanfarna mánuði, en hópurinn er þessa dagana í þjálf- un í Bretlandi. Þá var vinna langt komin við að undirbúa samstarf við erlenda aðila, en í því sambandi var rætt um ýmsa möguleika, þ.á m. stofnun sérstaks fyrirtækis eða sam- starf með öðrum hætti. Væntanlega verður ekkert af slíku samstarfi, en fyrirætlanir eru uppi innan bankans um að kynna tryggingatengd sparn- aðarform í nafni Landsbankans fyrir sumarið. Áhugi Landsbankans á lífeyris- sparnaði landsmanna fór ekki fram hjá neinum sem fylgdist með árs- fundi bankans nú í byrjun mánaðar- ins. Þar lýsti Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs, því yfir að ef stjórnvöld teldu það einhvers virði að hafa í framtíðinni sterka og öfluga banka á íslandi, væri augljóst að skapa þyrfti þeim grundvöll til að taka með eðlilegum hætti þátt í líf- eyrissparnaði landsmanna. Kjartan hvatti til þess að heildarendurskoðun færi fram á allri löggjöfinni um líf- eyrissjóði og málefni þeirra með það fyrir augum að nýjungum á þessu sviði yrði veitt eðlilegt svigrúm og öllum sem hefðu heimildir til að taka að sér ávöxtun Ijármuna fyrir al- menning yrði gefinn jafn kostur á því að ávaxta þetta fé eins og annað fé. „Hlutirnir gengu hratt“ Erfitt er að tímasetja nákvæmlega hvenær alvarlegar þreifíngar hófust um kaupin á hlutabréfunum í VÍS. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins mun hugmyndin að kaupun- um fyrst hafa kviknað hjá þeim Landsbankamönnum við lestur frétt- ar á viðskiptasíðu Morgunblaðsins þann 11. janúar sl. um að þreifingar hefðu átt sér stað um sölu á hlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélags- ins í VÍS. Þar kom fram að samtöl hefðu átt sér stað við Lífeyrissjóð verslunarmanna um það mál. Liðlega hálfur mánuður er síðan bankastjórar Landsbankans, þeir Björgvin Vilmundarson, Sverrir Her- mannsson og Halldór Guðbjarnarson, áttu fund með Axel Gíslasyni, for- stjóra VÍS, og Hilmari Pálssyni, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfé- lags Brunabótafélagsins. Axel hafði, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins, átt frumkvæði að þessum fundi, þar sem hann mun hafa talið að kanna bæri hvort möguleiki væri á samstarfi á milli VÍS og Lands- bankans á sviði lífeyrissparnaðar og trygginga. Engin ákveðin niðurstaða varð af þessum fundi. Um svipað leyti hófust síðan þreif- ingar gagnvart Eignarhaldsfélagi Brunabótafélagsins og þann 4. mars sl. hafði starfandi lögmaður sam- band við Hilmar Pálsson, forstjóra félagsins, fyrir hönd bankans til að kanna möguleika á kaupum bréf- anna. Viðræðurnar við Brunabótafé- lagið voru síðan komnar í gang und- ir lok þeirrar viku eða 6.-7. mars. Til marks um þá leynd sem hvíldi yfir málinu má nefna að Axel Gísla- son, forstjóri VÍS, fékk ekkert að vita fyrr en á mánudag í síðustu viku. Má með sanni segja að hlutirn- ir hafi gengið hratt fyrir sig, því fimmtudaginn 13. mars var sam- komulag um kaupin svo gott sem í höfn. Þann dag var það kynnt í bank- aráði Landsbankans og stjórn Eign- arhaldsfélags Brunabótafélagsins, en einnig borið undir bankaeftirlit, Vátryggingaeftirlit, Samkeppnis- stofnun o.fl. aðila. Samningurinn var síðan undirritaður föstudaginn 14. mars, um kl. 16.00. Hart sótt að bankakerfinu Ljóst þykir að ný þekking innan bankans á tryggingamarkaðnum hafi gert kleift að ganga jafnhratt tii verks og raun bar vitni. Þá er nokkuð augljóst að eftir því sem fleiri hefðu fengið vitneskju um viðræð- urnar hefði málið byijað að kvisast út og orðið allt miklu þyngra í vöf- um. Brýn nauðsyn var því á að ljúka málinu á fáum dögum eins og í öðr- um viðskiptum af þessum toga. Tilgangurinn með kaupunum er að efla fjármálaþjónustu bankans, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, í samræmi við þróunina í nágranna- löndunum. Þar hafa bankar sótt mjög inn á tryggingamarkað og haf- ið sölu á hvers kyns tryggingum. Franskir bankar hafa gengið hvað lengst í þessu efni og hafa náð hárri hlutdeild í líftryggingum. Á hinn bóginn má einnig benda á að tryggingafélög, ekki síst hér á landi, hafa mjög sótt inn á lánamark- aðinn og verið mjög virk á þeim markaði. Raunar hefur verið sótt að bankakerfinu úr fleiri áttum á fjár- magnsmarkaðnum á síðustu árum og hlutur þess verið að minnka í öllu íslenska lánakerfinu. Þar vegur þyngst hraðvaxandi vægi lífeyris- sjóðanna og húsnæðiskerfisins með- an hlutdeild bankanna hefur minnk- að að sama skapi. Með samstarfi sín á milli geta Landsbankinn og Vátryggingafélag- ið samtvinnað sína þjónustu. Við blasa miklir möguleikar til að bjóða fjölbreyttari þjónustu en áður og lækka kostnað, en á það ber að líta að bæði bankinn og tryggingafélagið hafa víðfeðmt dreifinet um landið. í því efni eykur tæknin enn á mögu- leikana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.