Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Hliðarstýrum hjá Flugleiðum breytt í haust Varðskips- menn und- irbúa köfun aðÆsu VARÐSKIPIÐ Óðinn kom um há- degi í gær að þeim stað í Arnarfirði sem skelfískbáturinn Æsa sökk í fyrrasumar með tvo menn innan- borðs. Sex breskir kafarar munu kafa niður að skipinu og gera þar ýmsar athuganir, en það reyndist ekki unnt í gær vegna veðurs. Þá voru um fimm vindstig á þessum slóðum og þungur straumur. Varðskipið lagðist að bryggju í Bíldudal og funduðu varðskipsmenn og fulltrúar Siglingastofnunar og sjóslysanefndar með sýslumanni á Patreksfirði í gær. Reyna átti síðdegis að leggja baujur til að merkja þann stað sem kafað verður á og ganga frá öðrum undirbúningi. Var vonast til að fyrsta köfun færi fram um mið- nætti í gær, en fullur fyrirvari var hafður á þeirri áætlun. Brottför skipsins frá Reykjavík seinkaði um sólarhring vegna bilun- ar í köfunarbúnaði, en skipið átti upphaflega að leggja úr höfn síðdeg- is á mánudag. Á mánudag kom í ljós bilun í búnaði þeim sem breskir kafarar höfðu meðferðis til landsins. Reiknað er með að verkinu verði fyrst lokið á sunnudag eða mánu- dag. FLUGLEIÐIR láta lagfæra búnað í hliðar- stýrum Boeing 737 véla sinna í haust og stefnir félagið að því að verða í hópi fyrstu flugfélaga í heimi sem gerir þessar breytingar á Boeing 737 flota sín- um. Bandaríska flug- málastjórnin hefur gefið út fyrirmæli um að búnaður þessi verði lagfærður í kjölfar til- mæla sérfræðinga sem endurskoð- uðu hönnun 737 flugvélanna í framhaldi af tveimur slysum sem urðu í Bandaríkjunum. Einar Sigurðsson, aðstoðarmað- ur forstjóra Flugleiða, segir að ekki sé búið að hanna breytingarn- ar ailar og flugfélögin hafi frest frá október árið 1998 til október árið 2000 til þess að breyta búnað- inum. „Við gerum ráð fyrir því að hrinda þessu í framkvæmd um leið og hönnun breytinganna liggur fyrir. Það fer eftir gerðum hve mikið þarf að gera. Við gerum ráð fyrir því að fyrstu breytingarnar hjá okkur verði gerðar í næstu stórskoðun á 737 vélum okkar næsta haust. Þar er um fjórar vél- ar að ræða. Við verðum í hópi fyrstu flugfélaga sem ganga í þess- ar breytingar," sagði Einar. Flugleiðir gera ráð fyrir því að kostnaður vegna breytinganna lendi að mestu á framleiðenda flug- vélanna en óvíst er hver greiðir kostnað vegna vinnunnar. Beðið eftir sæti í Þjóðar- bókhlöðu MANNGRÚI mætir að Þjóðar- bókhlöðu fyrir opnun hennar klukkan 8.15 á hverjum morgni um þessar mundir, þegar próf standa sem hæst í menntaskólum og Háskóla íslands. Lestrarsalir bygging- arinnar rúma um 600 manns á tveimur hæðum en svo mik- il er aðsóknin á þessum tíma árs að_þeir duga varla, að sögn Ónnu Jensdóttur hjá upplýsingaþjónustu safnsins. „Aldurstakmarkið er 17 ár og við höfum snúið unglingum frá, en þeir vita nú orðið hvernig reglurnar eru og koma því ekki margir. Við tökum frá ákveðinn fjölda borða fyrir háskólanema því þetta er Háskólabókasafn, auk þess sem þeir hafa ýmsa fleiri staði til að lesa á. Hins vegar geta ekki allir komist að og ég býst við að fleiri vildu geta sest þar niður. Hér er að minnsta kosti fullt af fólki en svo sem enginn hasar,“ segir Anna. Morgunblaðið/Þorkell 1 f 1" lljb ’ 1 • 11» i 1 Kærunefnd jafnréttismála úrskurðar í kærumáli vegna ráðningar Ekki lögbrot að taka vél- virkja fram yfir lögfræðing KÆRUNEFND jafnréttismála telur að jafnrétt- islög hafí ekki verið brotin þegar héraðsnefnd Þingeyinga réð í stöðu framkvæmdastjóra karl með vélvirkjamenntun, 160 stunda skrifstofu- nám og víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmál- um og setu í stjóm fyrirtækis en hafnaði konu sem er lögfræðimenntaður sýslumannsfulltrúi með sérmenntun á sviði sveitarstjórnarlaga. Lögfræðingurinn var eina konan í hópi átta umsækjenda en karlinn sem ráðinn var hafði auk framangreinds starfað sem oddviti og sveit- arstjóri Skútustaðahrepps, setið í stjóm Kísiliðj- unnar og verið þar stjórnarformaður um tíma. Auk þess hafði hann setið í umdæmanefnd um sameiningu sveitarfélaga í Norðurlandi eystra, í stjóm dvalarheimilis, byggingafulltrúaembætt- is og verið formaður undirbúningsnefndar um stofnun Sorpsamlags Þingeyinga, auk þess að sitja í héraðsnefnd S-Þingeyinga um sex ára skeið, þar af sem formaður í tvö ár. Engar menntunarkröfur vom gerðar til um- sækjenda þegar starfið var auglýst. Ráðningin var ákveðin án sérstaks rökstuðnings en með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundi héraðsnefnd- arinnar þar sem karlinn fékk 9 atkvæði, konan fjögur en aðrir umsækjendur færri. Konan taldi sig hæfari en manninn og vísaði til menntunar sinnar, lögfræðiprófs og sérhæf- ingar í sveitarstjómarrétti og umhverfísrétti hér- lendis og í Danmörku, auk starfsreynslu hjá sýslumannsembættum. í niðurstöðum kærunefndarinnar segir að menntun konunnar sé ótvírætt meiri en manns- ins en maðurinn hafi hins vegar verið oddviti og sveitarstjóri í tæp 7 ár auk starfa hjá Kísil- iðjunni. „Þá hefur hann starfað í ýmsum nefnd- um á sviði sveitarstjórnarmála, þ.á m. veitt hér- aðsnefnd Suður-Þingeyjarsýslu forstöðu frá 1994. í því starfí vann hann að sameiningu héraðsnefnda Norður- og Suður-Þingeyjar- sýslna. Kærunefnd fellst á þau rök [héraðs- nefndar Þingeyinga] að þessi starfsreynsla [karlsins] hafi beina þýðingu fyrir umrætt starf. Verður í því sambandi að horfa til þess að um er að ræða nýtt starf. Það er mat nefndarinnar að líta megi svo á, að víðtæk þekking hans á aðstæðum og virk þátttaka í undirbúningi að stofnun hinnar nýju héraðsnefndar, geti talist sérstakir hæfileikar sem réttlæti að gengið var fram hjá umsækjanda með meiri menntun," segir í áliti kærunefndar jafnréttismála. Deila RSÍ og Pósts og síma í hnút Viðræðu- slit og auk- in harka EKKERT hefur miðað í sam- komulagsátt í kjaradeilu Raf- iðnaðarsambandsins og Pósts og síma hf. Síðdegis í gær slitnaði upp úr viðræðum deiluaðila hjá sáttasemjara eftir rúmlega sex tíma sátta- fund. Óvíst er hvenær reynt verður að boða deiluaðila til fonnlegs fundar á ný. Verkfall rafíðnaðarmanna hjá Pósti og síma hefur nú staðið yfir í tæpar tvær vikur og hefur verkfallsnefnd raf- iðnaðarmanna ákveðið að veita eingöngu undanþágur í algerum neyðartilvikum, að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, formanns RSÍ. Aukin harka er komin í deiluna en ágreiningurinn snýst um röðun símsmiða í launaflokka. Guðmundur seg- ir að rafiðnaðarmenn átti sig ekki á hvað viðsemjandinn sé að fara með þeim hugmynd- um að lausn sem settar hafa verið fram. „Kostnaðurinn sem verið er að deila um er svo lítill að það er óskiljanlegt ábyrgðarleysi sem fyrirtækið sýnir,“ sagði hann. Losun lausra hluta í Víkartindi hafin BYRJAÐ er að losa lausa hluti úr Víkartindi sem strandaði í fjörunni skammt sunnan Þykkvabæjar í marsmánuði. í gær var ljósavél úr skipinu tekin á land og frammastrið og unnið er að því að losa síðustu gámana úr afturlest skipsins. Enn eru um sextán gámar í skipinu í öftustu lestinni. Gámarnir eru á kafi í sandi sem hefur gengið inn í lestina og var í fyrradag reynt að losa um gámana. Farið var með gröfu sjávarmegin við skipið og reynt að moka ofan af gámunum. Ekki er talið að gott ástand sé á vamingn- um sem í gámunum er því talið er að sjór, olía og sandur hafi komist í þá. Búið er að taka hluta af frammastri skipsins á land, bátapall, krana, vindur og spil. Segir lögreglan á Hvols- velli að svo virðist sem undir- búningur sé hafinn fyrir að brytja skipið niður í fjörunni. Garðar Briem, lögmaður útgerðar og tryggingafélags skipsins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvaða aðilar verði fengnir til þess að hluta skipið í sundur. Nokkrir hafi lýst yfir vilja sín- um til að taka verkið að sér. Hann bindur vonir við að málið skýrist betur í næstu viku. Morgunblaðið kemur næst út laugardaginn 10. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.