Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA, ekkert ojbarasta nú eig-a allir að taka lýsið sitt. Hvað eru þið mörg? Lægstu tilboð undir kostnaðaráætlun KRÓKSVERK ehf. á Sauðárkróki átti lægsta tilboð í efnisvinnslu fyr- ir Vegagerðina á Norðurlandi vestra þegar í útboði en tilboð voru opnuð í vikunni. Hljóðaði tilboðið upp á tæpar 35,6 milijónir kr. en kostnað- aráætlun verkkaupa var 47,7 millj. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í verkið og voru tilboð þeirra öll undir kostn- aðaráætlun. Einnig voru opnuð tilboð í fjóra verkþætti við viðhald á slitlagi vega í Reykjanesumdæmi. Kostnaðar- áætlun einstakra verkefna var frá 24 millj. til rúmlega 32 millj. kr. Loftorka hf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í I. og II. verkhluta eða um 22,5 millj. kr. og 27 millj. kr. sem var nokkuð undir kostnaðaráætlun í báðum tilvikum. Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas í Hafnarfírði átti lægsta boð í III. verkþáttinn en boð þess hljóðaði upp á um 28,1 millj. kr. og átti það einnig frávikstilboð að upphæð rúmlega 26,9 millj. Til- boðin voru undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. SEES ehf. í Njarð- vík átti iægsta boð í IV. verkþáttinn og bauð rúmar 23,9 millj. kr., sem var einnig undir kostnaðaráætlun. y GRIP SHIR skiplar Fjallahjólabúdin Threshold 97 bemsuða , . G.A.PETURSSON ehf Afsláttur allt að 20% af 1936 árgerðinni. Faxafeni 14 • Sími 568 5580 SHIMANO bremsur/gírar MIKID ÚRVAL FYLGIHLUTA DPIÐ FRÁKL. 9-18 LAU. 10 - 1B RAÐGREIÐSLUR Kaup á listaverkum Mikilvægt að fá sér fræðiráðgj öf David Battie LISTAVERKA- FALSANIR hafa verið stundaðar frá örófi alda, dæmi eru um falsaðar papýrusrullur í Egyptalandi tvö þúsund árum fyrir Krists burð. Ráðið sem Battie gefur fólki er að versla fyrst og fremst við viðurkennd fyr- irtæki þegar keypt eru listaverk og antikmunir. Dýra hluti á ekki að kaupa af ókunnum eða lítt þekkt- um seljanda án þess að fá sérfræðing til að skoða umræddan hlut. Einnig er mikilvægt að fá kvittun frá sölumanni og láta þar tilgreina hver bjó hlutinn til, hvenær það var gert, úr hveiju gripurinn er og í hvemig ástandi. „Við höfum hitt hér fólk sem fór til útlanda og keypti eitthvað, vonaði hið besta en veit nú að það gerði mistök. Svona er þetta um allan heim,“ segir Battie. „Tii Sotheby’s kemur oft fólk í von um að það sé með dýrmæti í höndunum en þá kemur í ljós að um eftirlíkingu er að ræða.“ - Hvers vegna er fólk svona hrekklaust? „Þetta er undarlegt en oft er það svo að fólk fer í utanlandsferð og rekst á eitthvað spennandi, grip sem það vill eiga til minja. Fólk er í leyfi og er að njóta lífs- ins, því líður vel og mótstöðuaflið er minna en ella. Sölumennirnir á staðnum vefja því um fíngur sér. Bretar kaupa oft teppi á Indlandi eða í Mið-Austurlöndum á verði sem er helmingi hærra en greitt er fyrir sömu vöru í breskum stór- mörkuðum. Jafnframt er þetta mun hærra verð en það þyrfti að greiða fyrir antikteppi sem auk þess fellur ekki í verði.“ - Nú eru oft miklir fjármunir í húfi þegar fjallað er um listaverk. Er eitthvað gert á alþjóðavett- vangi gegn Iistaverkafölsunum? „Það er ekkert hægt að gera. Það eru engin alþjóðalög gegn fölsunum enda ekkert rangt við það í sjálfu sér að búa til falsað verk. Vandræðin byija ekki fyrr en einhver reynir að telja fólki trú um að verkið sé ósvikið, þá er um lagabrot að ræða. Þetta er á hinn bóginn sjaldan það sem gerist. í gær kom til mín maður með innrammað mál- verk með risastórum merkimiða, á honum var nafn Renoir. Þetta var velþekkt verk eftir hann. Maðurinn hafði keypt þetta í Danmörku fyrir sem svarar 10.000 krónur íslenskar, minnir mig, og þegar ég skoðaði það komst ég að raun um að þetta var ekki annað en venjuleg eftirprentun. Eg er viss að kaupmaðurinn sagði alls ekki að þetta væri málverk eftir Renoir, þetta er svo augljóst. Hélt fólkið virkilega að það væri að kaupa ósvikið Renoir- málverk fyrir 10.000 krónur? Vísvitandi falsanir eru afar sjaidgæfar, oftast eru það eftirlík- ingar og eftirprentanir sem vaida erfiðleikum þótt ekki hafí verið ætlunin að blekkja neinn. Smíðað- ur er stóll í 18. aldar stíl, ofið teppi þar sem líkt er eftir 19. ald- ar vefnaði, máluð mynd í anda Viktoríutímans. Sérfræðingur sér yfírleitt hvað er um að vera eða lætur að minnsta kosti ekki blekkjast til lengdar. Það eru gefín út alþjóðleg vott- orð sem fylgja viðurkenndum listaverkum á uppboðum og þá þ- Bretinn David Battie sótti Island heim í liðinni viku en hann hefur unnið í þrjá áratugi hjá uppboðsfyrirtækinu Sothe- by’s og er sérfræðingur í post- ulínsgripum og glerlist. Hann er vel þekktur í Bretlandi fyrir þátttöku sína í vinsælum sjón- varpsþáttum BBC þar sem fólk getur fengið sérfræðinga til að meta antikmuni og önnur listaverk. Battie er kvæntur, á þrjár dætur og varð nýlega afi. Aðalstarf Batties núna er að flytja fyrirlestra þar sem hann ræðir m.a. hvernig fólk geti reynt að komast hjá því að kaupa köttinn í sekknum, einn- ig hefur hann ritað um þessi efni. Falsanir á listaverkum hafa verið mjög til umræðu undanfarin ár og fullyrt hefur verið að málverk sem sögð eru eftir þekkta, íslenska listmál- ara séu í reynd falsanir. hefur ferill verksins verið vand- lega rakinn." - Hvað nota sérfræðingar eink- um til að ganga úr skugga um að verk sé ósvikið? „Það er mjög sjaldgæft að nota þurfi einhvers konar tæknilegar greiningar eða prófanir á efni í listaverkum. Það eru fyrst og fremst augu sérfræðingsins og önnur skilningarvit ásamt reynslu sem koma að gagni. Þetta á enn frekar við þegar meta skal húsgögn. Þá er einnig mikilvægt að taka vel eftir öllum vísbendingum og smáatriðum, t.d. öllum merkjum um slit. Tökum sem dæmi 18. aldar hægindastól. Fólk hvílir handleggina á örmunum og þeir slitna, það á að vera hægt að sjá örlítil merki neðst þar sem fólk hefur rekið hælana í stólinn. Það er í reynd ekki hægt að falsa þessi ummerki." - Getur ekki verið að sumir vilji lifa áfram í sælli fáfræði, halda áfram að trúa því að gripur sé ósvikinn og mikils virði? „Það er sennilega rétt en mann- skepnan er svo furðuleg, hún vill vita sannleikann hvað sem það kostar. Ég verð að viðurkenna að við gerum mikið af því að valda fólki vonbrigðum. Fjölskylda get- ur staðið í þeirri trú að gripur sé allt að 200 ára gamall. Þá bendi ég á að það stendur „Made in England” á botninum, merkingar- aðferð sem var fyrst notuð 1902. Það er huggun harmi gegn að við gleðjum stundum fólk þegar í ljós kemur að það á verðmætari hluti en það gerði ráð fyrir.“ Gerum miksð af því að valda vonbrigðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.