Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 80
<o> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda vidskiptatölvan í dag <Ö> NYHf RJí MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVIK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hlutabréfamarkaðurinn Dæmi um 164% ^ ávöxtun ÁVÖXTUN hlutabréfa í fimm hluta- félögum sem skráð eru á Verðbréfa- þingi og Opna tilboðsmarkaðnum er orðin meira en 100% frá áramótum og gengi margra annarra félaga hef- ur hækkað verulega. Þannig nemur ávöxtun hlutabréfa Fiskmarkaðs Suðurnesja tæplega 164%, SR-mjöls hf. 149% og Marels 141%, sam- kvæmt útreikningum Landsbréfa hf. Hefur þá verið tekið tillit til út- gáfu jöfnunarhlutabréfa og arð- greiðslna viðkomandi fyrirtækja. Jafnframt mikilli hækkun hluta- bréfa undanfama mánuði hafa við- skipti með þau á Verðbréfaþingi ís- lands og Öpna tilboðsmarkaðnum •* margfaldast og náðu þvi í gær að vera orðin yfir sjö milljarðar króna það sem af er árinu. Þetta er meira en fjórfóldun á veltunni með hluta- bréf frá sama tímabili í fyrra og stefnir veltan það sem af er árinu í að ná allri ársveltunni í fyrra á næstu vikum. ■ Hlutabréf/Bl ■V erðhækkanir/B8 Uppvíst um tilraun til að smygla 3.000 skömmtum af LSD til landsins Stærsta sending af LSD sem hefur fundist TÆPLEGA 3.000 skammtar af LSD fundust í bréfi sem sent var hingað til lands á tollstofu póst- hússins í Armúla 2. maí síðastliðinn. „Þetta er mjög mikið magn og sennilega stærsta sending af LSD sem fundist hefur, að minnsta kosti í mínu minni,“ segir Einar Karl Kristjánsson starfandi fulltrúi í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Bréfið var póstlagt í Belgíu og er hver skammtur af efninu talinn seldur neytendum á 1.000 til 1.800 krónur og er því áætlað verðmæti þess efnis sem lagt var hald á þrjár til fimm og hálf milljón króna. Árvekni tollvarða þakkarverð Einar Karl staðfesti í samtali við Morgunblaðið að tollverðir hefðu LSD er sett á arkir og eru mis- margir skammtar á hverri örk. fundið 2.998 skammta af LSD og er málið í rannsókn hjá fíkniefnadeild- inni. Bréfið var stílað á viðtakanda í Reykjavík en einstakling með því nafni er ekki að finna á því heimil- isfangi sem fylgir. Að sögn Einars Karls er rannsókn á frumstigi og fer eftir hefðbundnum leiðum. Með- al annars hafa verið gerðar fyrir- spumir ytra. „Þessi fundur var ekki samkvæmt ábendingum þannig að þakka má tollvörðunum í tollpóst- stofunni fyrir árvekni þeirra. Þetta er mjög hættulegt efni og þeir eiga heiður skilið," segir hann. LSD er sett á arkir og eru mis- margir skammtar á hverri örk. Efnið þykir eitt hættulegasta fíkni- efni sem í boði er í heiminum en það veldur sterkum ofskynjunaráhrif- um. Fyrst fór að bera á því á 7. ára- tugnum, upphaflega sem tilrauna- lyfi í geðlækningum, og eru þekkt dæmi þess að það valdi geðveiki og fósturskaða. „Fyrir um þremur árum fór að bera á þessu efni að nýju eftir tals- vert langt hlé. LSD hefur verið við- loðandi markaðinn með öðrum fíkniefnum en núna virðist neysla þess og framboð vera að aukast verulega. Því miður er það svo að fá efni er auðveldara að fela og þar af leiðandi er auðvelt að flytja það inn. Þó svo að fólk hafi þetta undir höndum þar sem við gerum húsleit- ir eða höfum önnur afskipti, fer ekkert fyrir efninu og því erfitt að finna það,“ segir Einar Karl. Þrefalt meira en seinustu ár Þótt tölur um hversu mikið af fíkniefnum er lagt hald á séu ekki taldar gefa örugga vísbendingu um neyslu eða hversu mikið af viðkom- andi efni er í umferð hverju sinni, er þó ljóst að þetta magn LSD gef- ur til kynna aukna eftirspum. Á seinasta ári lagði lögregla hald á 261 skammt af LSD, en alls hefur verið lagt hald á 812 skammta frá 1991 til 1996. Það sem fannst nú er því meira en þrefalt meira magn en fundist hefur samtals seinustu fimm ár. ***■ rv'Li. j. 3 Hafís fyrir Norðurlanái 7. máí 1997 /' Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SÝN, fór í eftirlitsflug um miðin úti fyrir Austfjörðum í gær. Á leiðinni sást ís í ratsjá á svæði við Kolbeinsey, næst landi um 29 sjómílur undan Rifstanga. ísröndin sást aðeins í ratsjá og kann staðsetning hennar því að vera ónákvæm. Morgunblaðið/Rax HREINDÝRSKÁLFURINN fékk nafnið Hryðja fljótlega eftir fæðingu í gærmorgun, enda borinn í hríð þrátt fyrir að maímánuður sé kominn vel á veg. Hryðja HREINDÝRSKÁLFUR kom í heiminn í Húsdýragarðinum í gærmorgun og var kálfinum, sem er kvíga, geflð nafnið Hryðja vegna þess hríðarveðurs sem hrelldi höfuðborgarbúa um svipað leyti. Foreldrar þeirrar stuttu heita Snotra og Draupnir, en hann er eini fullorðni tarfurinn í garðinum og fæddur þar. Draupnir er einn um þrjár kýr sem báru allar kálfi í fyrra, en komin í aðeins einn lifði. Óráðið er hvað gera á við ungtarfinn næsta haust, þegar hann verð- ur kynþroska, að sögn Margrét- ar Daggar Halldórsdóttur í Húsdýragarðinum. Fylgst vel með mæðgum Burður gekk vel í gærmorg- un að hennar sögn og urðu starfsmenn garðsins einskis varir fyrr en allt var um garð gengið. Mæðgumar vora tekn- heiminn ar í hús í gær og heilsast með ágætum að sögn Margrétar. „Fyrsta skrefið er að sjá hvernig Hryðju reiðir af og við munum sérstaklega fylgjast vel með því hvort hún tekur spena hjá móður sinni. Þeim verður þó eflaust sleppt út aftur í dag. Framhaldið er hins vegar óráð- ið í ljósi ættartengsla hreindýr- anna í garðinum. Ekki kemur til greina að sleppa henni Iausri,“ segir Margrét. Ákvörðun um hval- veiðar eftir samráð við önnur ríki RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að fallast á tillögur starfshóps um hval- veiðar, sem leggur til að leitað verði eftir pólitískri samstöðu um að af- greiða á Alþingi ályktun um að hefja skuli nýtingu hvalastofna hér við land hið fyrsta. Ríkisstjórnin samþykkti jafn- framt að ákvörðun um framlagn- ingu þingsályktunartillögu yrði ekki tekin fyrr en að lokinni kynningu á stöðu málsins í öðrum ríkjum og formlegu samráði allra þingflokka um framgang málsins. Því starfi hafa ekki verið sett tímamörk, að sögn Þorsteins Pálssonar sjávarút- vegsráðheiTa. Hvalveiðar verða því varla hafnar í sumar, enda skammt til þingloka. Leita þarf samkomulags við andstæðinga hvalveiða í tillögum starfshópsins kemur m.a. fram að náið samráð og sam- starf verði að hafa við öll ríki, sem hlynnt séu hvalveiðum. Þá verði teknar upp viðræður við stjórnvöld ríkja, sem lagzt hafi gegn hvalveið- um, til þess að kynna málstað Is- lands og leita samkomulags við þau um framkvæmd þeirrar stefnu að hefja á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. I áliti hópsins kemur jafnframt fram að óljóst sé hvort forsendur verði fyrir útflutningi hvalaafurða og þar með hvalveiðum í líkingu við þær, sem áður voru stundaðar frá Islandi. Þorsteinn Pálsson segist líta á til- lögur starfshópsins og samþykkt ríkisstjórnarinnar sem „skynsam- legt skref fram á við í málinu.“ Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir hins vegar að þetta sé „bara sama þvælan og verið hefur.“ Kynning og samráð/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.