Morgunblaðið - 08.05.1997, Síða 76

Morgunblaðið - 08.05.1997, Síða 76
76 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Nr. | var Log Flytjondi 1. : (1) Brazen Skunk anansie 2. i (2) From disco to disco Whirlpool productions 3. i (9) Why is everybody always pickin on me Bloodhound gang 4. i (5) The sweotest thing Refugee camp allstars 5. ! (6) The saint Orbital 6. ! (3) Around the world Daft punk 7. i (7) Hypnotize Notorious B.I.G. 8. i (4) Block rockin' beats Chemical brothers 9. ! (12) You showed me Lightning seeds 10. i (21) Sunday morning No doubt 11. i (13) Alright Jomiroquai 12. i (14) Richord III Supergrass 13.! (15) Sometimes Brand new heavies 14.! (8) Pöddur Botnleðja 15.; (16) Talk show host Radiohead 16.; (18) Going out of my head Fatboy Slim 17. i (19) Fyrirmynd Soðin fiðla 18.i (10) It's no good Depeche mode 19. i (-) Susan's house Eels 20.! (20) All that 1 got is you Ghostface Killah 21.: (-) Blood on the dancefloor Michael Jackson 22.: (17) Switchstance Qaurashi 23. i (27) Step into a world KRS one 24.; (-) Spybreak Propellerheodz 25. i (29) Freok Silverchoir 26. i (-) Super bon bon Soul coughing '27. i (11) Eye Smashing Pumpkins 28. i (24) Shady lane Pavement 29.: (-) Bellissima D. J. Quicksilver 30.: (-) North country boy Charlatons Raunverulegir Sher locc Holmes-menn Fimm millj- arða króna helgi AÐSÓKN fór fram úr almennum væntingum kvikmyndasérfræð- inga vestan hafs um siðustu helgi. Réð þar mestu styrkleiki tveggja efstu myndanna, „Break- down“ og „Austin Powers: Int- ernational Man of Mystery". Tekjur af sýningu 60 efstu mynd- anna námu 67,9 milljónum doll- ara eða tæplega fimm milljörðum króna. „Breakdown" er nýjasta has- armynd leikarans Kurts Russells og var velgengni hennar fyrirsjá- anleg. Óvæntustu frammistöðu helgarinnar átti hins vegar myndin „Austin Powers“ með grínistann Mike Myers og leik- konuna Elizabeth Hurley í farar- broddi. Mikið var lagt í kynningn á myndinni, en auk venjulegra auglýsinga voru gerðir smáþætt- ir um aðalpersónuna sem voru sýndir á sjónvarpsstöðinni MTV. KVIKMYNDAFYRIRTÆKI Dann- ys DeVitos, Jersey Films, hefur kaupt réttinn til að segja sögu The Vidocq Society. í félagi þessu eru mikilsmetnir glæpasérfræðingar sem taka að sér mál sem virðast óleysanleg. Félagið er skýrt eftir franska rannsóknarmanninum Francois Vidocq sem var uppi á síðustu öld og er talinn upphafsmaður nútíma- legrar réttarlæknisfræði. Interpol, FBI og Scotland Yard eiga öll aðild að félagsskapnum. í innsta kjarna eru sérfræðingar í DNA-greiningu, lygamælingum, sálfræðilegri per- sónuleikagreiningu, og í réttar- læknisfræði. Félagarnir hittast einu sinni í mánuði í The Downtown Club í Philadelphia og fara yfir mál sem yfirvöld nafa strandað á. Oft senda ættingar fólks, sem hefur horfið eða verið myrt, mál til félagsins og biðja um aðstoð. Ef félagsskapurinn tek- ur mál að sér senda þeir sérfræðing- ana á staðinn til þess að fara í gegnum skjöl pg sönnunargögn. Hefur The Vidocq Society tekist að leysa mörg mál sem aðrir höfðu gefist upp á. DeVito hefur ekki í hyggju að gera sannsögulega kvikmynd um félagsskapinn heldur ætlar hann að nota sögu hans til þess að skapa skáldskaparpersónur sem verða kjarninn í sakamálamynd. DANNY DeVito ætlar að gera sakamálamynd byggða á starfsemi The Vidocq Society. AÐSOKN iaríkjunum BiOAÐSOKN f Bandaríkjunum BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum I BIOAÐS í Bandarf Titill Síðasta vika Alls 1. (-.) Breakdown 873,8 m.kr. 12,3 m.$ 12,3 m.$ 2. (-.) Austin Powers 677,9 m.kr. 9,5 m.$ 9,5 m.$ 9.(1.) Volcano 846,1 m.kr. 9,1 m.$ 27,4 m.$ 4. (4.) LiarLiar 415,9 m.kr. 5,9 m.$ 151,5 m.$ 5. (2.) Romy and Michele's High School Reunion 378,2m.kr. 5,3 m.S 14,9 m.$ 6. (3.) Anaconda 335,1 m.kr. 4,7 m.$ 49,5 m.$ 7. (-.) Warriors of Virtue 232,7m.kr. 3,3 m.$ 3,3 m.$ 9.(5.) TheSaint 217,3 m.kr. 3,1 m.$ 52,5 m.$ 9. (6.) Murder at 1600 202,0 m.kr. 2,8 m.$ 19,6 m.$ 10. (7.) Grosse Pointe Blank_______145,6 m.kr. 2,1 m.$ 21,1 m.$ FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANIMA Sjónvarpið ►22.55 Eyjarskeggjar sem eiga í höggi við sæskrímsli eru söguhetjur Peters Benchley í Skrímslið (The Beast, 1996), tveggja hiuta sjónvarpsmynd sem umsagnir liggja ekki fyrir um. En leikstjórinn Jeff Bleckner er reyndur fagmaður og leikararnir William Petersen og Karen Sillas eru það líka. Gæti verið afþreying í rúmu meðallagi. Stöð 2^13.00 og 00.45 Ekki bara skákidjótar gætu haft ánægju af fyrsta leikstjómarverkefni Stevens Zaillian, sem frægastur er fyrir að hafa skrifað handritið að Lista Schindlers. Leitin að Bobby Fischer (Innocent Moves, öðru nafni Searching For Bobby Fischer, 1993) er að sönnu um ungan skáksnilling í gleði og sorg, ósigrum rétt eins og sigurgöngu, en hún fjallar líka með dramatískum hætti um mannleg samskipti, lærisvein og lærimeistara á breytilegum forsendum. Fyrirtaks ieikur Max Pomeranc, sem ersjálfur úrvals skákmaður, Joe Mantegna, Joan Allen og Laurence Fishburne. ★ ★ ★ Stöð 2^21.00 Ágætur leikhópur - Beau Bridges, Stockard Channing, Robert Sean Leonard, Mary Stuart Masterson, Cybill Shepherd, Ron Silver - fer með hlutverk þriggja og ólíkra para sem kynnast gegnum böm sín í Svona er lífið (Married to It, 1993), dramatískri gaman- mynd sem er hvorki nógu dramatísk né gamansöm. Ekki alslæm þó. Leik- stjóri Arthur Hiller. ★ ★ Stöð 2 ►22.55 - Sjá umfjöllun til hliðar Sýn ►21.00 - Sjá umljöllun til hlið- ar Sýn ► 23.55 - Sjá umfjöllun til hliðar Árni Þórarinsson með glæponunum sem Gabriel Byrne og Albert Finney leika. Skemmti- legri er Arzona yngri (Raising Arz- ona, 1987) sem Sýn sýnir á sunnu- dagskvöld. Hið góða og hið illa ★ ★ Ví Næturklúbburinn kk'A Svikráð ★★'/2 en tvær og hálf stjarna hjá þessum gaurum er yfirleitt meira virði en þijár og hálf hjá formúluiðnaðinum. Þrír óþekkir STÖÐ 2 og Sýn hafa á dagskrám sínum í kvöld myndir eftir þrjá af þeim leikstjórum Bandaríkjanna sem yfirleitt taka minnst mið af formúlu- iðnaðinum í Hollywood þótt þeir vinni stundum þar í borg. Þetta eru þeir Alan Rudolph, Francis Ford Coppola og Joel Coen. Alan Rudolph er ekki eins þekkt nafn meðal almennings og starfs- bræður hans fyrrnefndir en kvik- myndaáhugamenn hafa fylgst með afurðum hans allt frá því hann að- stoðaði guðfóður sinn Robert Altman við leikstjórn og handritsgerð sem aftur aðstoðaði Rudolph við fram- leiðslu fyrstu leikstjórnarverkefna hans, Welcome To L.A. (1977) og Remember My Name (1978). Ru- dolph er að sumu leyti lærisveinn Altmans, bæði hvað varðar áhuga á hinum sérviskulegu blæbrigðum mannlífsins og óheðfbundinn frá- sagnarstíl. Engin mynda hans hefur slegið í gegn en þótt þær séu nokk- uð misjafnar að gæðum eru þær ævinlega áhugaverðar. Mynd Stöðv- ar 2 Hið góða og hið illa (Equinox, 1993, 22.55) erekki íhópi þeirra bestu en hlykkjótt sagan af tvíbur- um, sem eru algjörar andstæður en lifa í sömu borg án vitneskju hvor um annan, heldur samt athygli. Matthew Modine er í tvöföldu aðal- hlutverkinu. Francis Coppola, hinn mistæki Hollywoodsnillingur, er flestum kunnur og mynd hans Næturklúb- burinn (The Cotton Club, 1984, Sýn, 21.00) hefur verið flokkuð með mis- tökunum. Ekki vantar stílsnilldina ogtónlistarauðinn í þessa hyllingu glæpona og nátthrafna á músíkbúll- um Harlem fyrr á öldinni en sagan og persónusköpunin eru hins vegar naumt skömmtuð. Richard Gere er heldur hvimleiður í aðalhlutverkinu þótt hann kunni að spila á trompet. Joel Coen og bróðir hans Ethan eru einhveijir alskemmtilegustu kvik- myndagerðarmenn Bandaríkjanna og standa nú á hátindi ferils síns eftir Fargo. Mynd þeirra Svikráð (Miller’s Crossing, 1990, Sýn, 23.55) státar af hinu óvænta og þróttmikla myndmáli bræðranna en erfítt er að fá viðvarandi áhuga á og samúð Alan Rudolph fer sínar eigin leiðir þótt fáir fylgi hon- um eftir. ► Francis Ford ola kampakátur enda væntanlega búinn að borga reikningana fyrir Næturklúbbinn sem nán- ast setti hann á hausinn einu sinni sem oftar. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Staðgengillinn (The Substitute)k 'h Lækjargata (River Street)* k 'h Svarti sauðurinn (Black Sheep)'k k Snertaf hinu illa (Touch by Evil)k 'h Undur og stórmerki (Phcnomcnon)-k k 'h Einstirni (Lone Star)-k kkk Skemmdarverk (Sabotage)-k 'h Einleikur (Solo)k'h Aðferð Antoniu (Antonia’s Line)k k k 'h í morðhug (The Limbic Region)k Framandi þjóð (Alien Nation) Keðjuverkun (Chain Reaction)k k Beint í mark (Dead Ahead)k k Jarðarförin (The Funeral)k k Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit (Gold Diggers: The Secret of Bear Mountain)k k 'h Sú fyrrverandi (TheEx)k Lokaráð (Last Resort)'h Varðeldasögur (Campfire Tales)k k Vörðurinn (The Keeper)k Voðalegt vændishús (Bordello of Blood)k k

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.