Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 6 FRETTIR JENNÝ LOVÍSA EIN ARSDÓTTIR Elskuleg tengdamóðir mín verður áttatíu og fimm ára á morgun, 9. maí. Af því tilefni vil ég senda þér af- mæliskveðju, í blaðinu þínu - Morgunblaðinu —, úr farfuglasöngn- um í sveitinni. Jenný Lovísa Ein- arsdóttir, fæddist 9. maí 1912 á Grund í Miðneshreppi, dóttir Einars Jónssonar frá Ysta-Skála undan Eyjafjöllum og konu hans Önnu Soffíu Jósafatsdóttur frá Litlu-Asgeirsá í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún ólst upp með systrum sínum þeim Þor- björgu, f. 5.8. 1894, d. 12.7. 1960, og Jóhönnu f. 13.8. 1917, d. 20.1. 1997. Þær systur lifðu ungar sorg- ina er bróðir þeirra Jóhann Kristinn dó aðeins 12 ára gamall. Jenný kynntist því strax í æsku hvernig baráttan var háð fyrir lífinu í sjáv- arþorpi og í því þjóðfélagi sem þá var bændaþjóð. En hún hefur einn- ig fengið að lifa þá tíð er brotist var úr torfkofum í steinhús, vegir lagðir, ár brúaðar, hafnir byggðar, sjá vélknúin skip sigla að landi í stað kúttera, bifreiða- og flugsög- una alla. Jenný fæddist inn í vorið - vorið í íslensku þjóðlífi þegar þjóðin end- urheimti sjálfstæði sitt á Þingvöll- um og fékk að finna til er Miðnes- heiðin varð miðstöð hers á íslandi. Utsýnið til hafsins var dagleg sjón stúlkubarnsins og unglingsins sem snemma kynntist því ógnar- afli sem hafið býr yfir og þeir ein- ir skilja og þekkja sem við það eru aldir upp. Jenný gekk ung í hjónaband með Einari Hauki Jónssyni, og reistu þau sér heimili í Hvammi í Sandgerði. Þar lifðu þau saman og eignuðust fjögur börn, Jónu i Margréti, f. 21. 10. 1930, d. 23. 3. 1931, Önnu Margréti, f. 28.4. 1932, Einarínu Sigurveigu, f. 29.4 | 1934, og Hauk, f. 16.8. 1935. En lífið er ekki alltaf dans á rósum. Einar Haukur fellur frá um aldur fram 23.3.1935 ogeftirsiturekkj- an unga með þrjú börn á framfæri. Ungur skipstjóramenntaður Garðbúi Árni Þorsteinsson, f. 14.11 1908, d. 10.3. 1986, kemur inn í líf Jennýjar og ástin blómstr- í ar. í eigið hús á Suðurgötu 16 í < Keflavík er flutt í desember 1942. , Þar bætast við systkinahópinn I Guðný Helga, f. 1.11. 1937, Þor- björg Ágústa, f. 1.11. 1937, d. ^auléttar * SplendestO < seiðenSticker b 1 ú s s u r Öduntu, TÍSKUVERLSUN v/Nesveg. Seltj.. s. 561 1680 10.4. 1955, Inga Ey- gló, f. 27. 12 1938, Þorsteinn, f. 16. 9. 1940, Brynja, f. 17.10. 1944, Guðrún, f. 26. 10. 1948, og Árni, f. 30.8. 1957. Og ekki er að sökum spyrja barnabörnin orðin 28 og barnabarnabörnin 40., Á meðan Árni dró björg í bú stóð eigin- konan ein og með sinn stóra barnahóp að fæða, klæða og annast uppeldisskyldur heim- ilisins. Langar fjarvistir eigin- mannsins hafa ekki aðeins verið honum erfiðar heldur og konu hans og börnum. Þannig hefur líf sjómannafjölskyldna verið og mun enn verða svo lengi sem land okk- ar verður byggt. Oft hefur sá sem þetta ritar verið héralegur um ævina, en þá hvað mest er við Guðný kona mín komum til Jennýjar og Árna að tilkynna trúlofun okkar. Sunnu- dagur var og okkur boðið til stofu í hádegisverð. Orðræður urðu ekki miklar yfir sunnudagssteikinni og gæti ég ímyndað mér að húsmóðir- in hafi haldið að Guðný sín hefði lofast daufdumbi. Ferðum mínum fjölgaði í kjallarann á Suðurgötu 16 og ég fékk smám saman málið. Ein er sú stund mér minnisstæð- ari en aðrar. Ég kom í hádegi, hafði skroppið til Reykjavíkur árla dags að kaupa nýjustu bók Hall- dórs Laxness, Gerplu. Jenný var að sjóða salta grásleppu og við settumst tvö að snæðingi. Ég í fyrsta sinn að bragða á þessu lost- æti, sem alltaf síðan hefur verið einn af eftirlætisréttum mínum. Eftir að hafa lokið við að borða tók ég upp bókina og var þá sem álagahamur færi af tengdamóður minni tilvonandi, því svo áköf varð hún í að líta í bókina að án henn- ar fór ég út úr húsinu, en hún las hana í einni striklotu sem eftir var dagsins. Ný og áður óþekkt hlið á tengdamóður minni kom í ljós mér til mikillar ánægju. Það ætla ég að flestum finnist auðvelt fyrir þann sem tekur sér penna í hönd á merkum tímamót- um tengdamóður sinnar að hripa til hennar nokkrar línur og lýsa manngerð hennar. Eftir 40 ára hjúskap með dóttur hennar sýnist undirrituðum að Jenný búi yfir þeim mannkostum sem eftirsóttir ættu að vera hverri manneskju. Hún elskar heimilið sitt og kærir sig ekki um breytingar. Hún vill fá að vera í friði enda treður hún ekki öðrum um tær. Tryggð og hollustu hennar við fjölskylduna og vini er viðbrugðið. Kjarkurinn í baráttu við örlögin kallar ekki fram tár eða sjálfsvorkunn. Þolin- mæðin og styrkurinn eins og tíminn sjálfur, sem minnir á djúpt og dimmblátt hafið sem hún hefur haft fyrir augum sér allt frá æsku- árunum. Jenný mín, hafðu kærar þakkir fyrir samfylgd liðinna ára og megi góður Guð gefa þér að dagurinn í dag verði þér bjartur og fagur og reisn þín öll með sama hætti áfram sem hingað til. Höskuldur Goði. NEMENDUR Suðurhlíðarskóla með fernur undan mjólk og ávaxtasafa. Suðurhlíðarskóli orð- inn vistvænn skóli NEMENDUR Suðurhlíðarskóla hafa í vetur reynt að stuðla að framhalds- lífí mjólkurferna eins og landsmenn voru hvattir til að gera. Komið var fyrir kassa og skærum í hverri stofu og nemendur opnuðu síðan sínar femur og skoluðu áður en þeir komu þeim fyrir í kassanum. Reynt var að láta sem minnst fara fyrir fernunum og þegar kassinn var síðan orðinn fullur var innihaldið látið í plastpoka. Öllum endurvinnanlegum pappír var síðan safnað í annan kassa. Hluti af pappírnum verður notaður til pappírsgerðar í skólanum en hinu ALÞÝÐUBANDALAG, Alþýðu- flokkur, Kvennalisti og Þjóðvaki standa fyrir sameiginlegri ráð- stefnu laugardaginn 10. maí í Borg- artúni 6 undir yfirskriftinni ísland á næstu öld. í nóvember 1996 skipuðu flokk- arnir fulltrúa í nefnd sem ætlað var að kanna möguleika á nánara sam- starfi og samvinnu flokkanna innan sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar og á Alþingi. Undanfarna mánuði hefur nefnd- in unnið að því að skipuleggja ráð- BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands í sam- vinnu við Ferðafélag íslands stend- ur fyrir námskeiði fyrir almenning um notkun áttavita og landakorta dagana 12. og 13. maí nk. Námskeiðið fer fram I húsi Ferðafélagsins, Mörkinni 6, og hefst kl. 20 báða dagana. Námið er bæði bóklegt og verklegt. „Allir þeir sem ferðast um há- lendið að sumri eða vetri til eru hvattir til að mæta því kunnátta í UPPSTIGNINGARDAGUR, fimmtu- dagurinn 8. maí, er dagur aldraðra í kirkjum landsins. í Bústaðakirkju verður dagurinn með hefðbundnu sniði. Guðsþjónusta verður kl. 14 og þar predikar frú Áslaug Friðriksdótt- ir. Lestrar verða í umsjón Áslaugar Gísladóttur en hún hefur leitt starf aldraðra í Bústaðakirkju frá upphafi. verður skilað til Sorpu með mjólkur- fernunum. Þetta framtak hefur gengið mjög vel og nemendur yfirleitt verið mjög jákvæðir gagnvart því. Stefnt er að því að koma upp safnkössum fyrir matarúrgang þannig að hægt verði að sýna börn- unum hvernig unnt er að nýta af- gangana og gera úr þeim næringar- ríkan jarðveg. Suðurhlíðarskóli er grunnskóli aðventista í Reykjavík og í vetur er þar 51 nemandi í fyrsta til níunda bekk. stefnu um velferðarkerfið þar sem horft yrði til framtíðar. Nefndin hefur kallað til fólk sem skoðað hefur þau mál frá ólíkum hliðum, til að flytja erindi sem síðan verður spurt út úr. Undir Iok ráðstefnunnar munu forystumenn flokkanna ásamt full- trúa frá Kvennalista svara spurn- ingum ráðstefnugesta undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar fréttamanns. Ráðstefnan hefst kl. 9 og lýkur kl. 17. Ráðstefnugjald er 500 kr. notkun áttavita og landakorta er grundvallaratriði í öruggri ferða- mennsku, hérna gefst mönnum tækifæri til að læra byrjunaratriðin og/eða að rifja upp þau atriði sem þeir eru farnir að ryðga í,“ segir í fréttatilkynningu. Þátttökugjald er 1.800 kr. og er fræðslurit um notkun áttavita inni- falið í þátttökugjaldinu. Menn skrái sig á skrifstofu Ferðafélagsins í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 12. maí. Starfínu sinnir hún í sjálfboðavinnu ásamt tíu konum sem annast alla umgjörð starfsins. Eftir guðsþjónustuna verður handavinnusýning þar sem fólki gefst kostur á að sjá margt fagurra manna sem unnir hafa verið í starfinu í vet- ur. Þá verður boðið upp á kaffiveit- ingar. Fuglaskoð- unarferð á Suðurnes HIN árlega fuglaskoðunarferð Hiní íslenska náttúrufræðifélags og Ferðafélags íslands suður á Garð skaga og víðar um Reykjanesskagí verður farin laugardaginn 10. ma nk. Nú eru hánorrænu farfuglarnii á ferðinni frá vetrarstöðvum sínum í Evrópu til varpstöðvanna í Græn- landi og Kanada: Rauðbrystingur, tildra, sanderla, margæs o.fl. Auk þess eru íslenskir far- og staðfuglai þarna á sveimi svipað og venjulega. Leiðsögumenn verða að vanda þeir fuglafræðingar Gunnlaugur Péturs- son og Gunnlaugur Þráinsson. Lagt verður upp frá Umferðar- miðstöðinni, austanverði, Mörkinn 6, kl. 10 en stefnt er að endurkomu fyrir kvöldmat. Þátttaka í ferðinn er öllum opin, en skráning fer fran við brottför. Venjulegir gönguskói eiga að duga í ferðina en fólk ei minnt á að hafa með sér sjónauka, nesti og skjólföt, því að ennþá er árla vors. ÁRTÚNSSKÓLI Afmælis- hátíð Artúnsskóla Í TILEFNI af tíu ára afmæli Ár- túnsskóla verður afmælishátíð hald- in í skólanum fimmtudaginn 8. maí. Skólinn verður opinn frá kl. 10-16 þar sem nemendur sýna verk frá liðnum vetri. Einnig munu nemendur koma fram með stutt atriði, leikrit og söng. Seldar verða veitingar og grillað ef veður leyfir. Fræðsla um ofvirk börn NÁMSKEIÐ fyrir foreldra á vegum barna- og unglingageðdeildar Landspítalans og Foreldrafélags misþroska barna verður á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Dalbraut 12, laugardaginn 10. maí frá kl. 8.50-16.25 og sunnudaginn 11. maí kl. 9.30-13. Flutt verða erindi og einnig verð- ur hópvinna. Skráning hjá Guðríði Guðbjartsdóttur, barna- og ungl- ingageðdeild Landspítalans. LEIÐRÉTT Röng föðurnöfn í fréttatilkynningu í Mbl. í gær var sagt frá hátíð harmonikunnar sem haldin verður í Glæsibæ á laugar- dagskvöld. Harmonikuleikararnir Jóna Einarsdóttir var sögð Guð- mundsdóttir og Matthías Kormáks- son var sagður Þormóðsson. Ráðstefna um Island á næstu öld Námskeið í notkun áttavita Dagur aldraðra í Bústaðakirkju 800 Fiölmörg fvrir- TÆKI OG VERSLANIR FERDJR TIL ÚTLANDA bjóða þér að hringja ókeypis og panta eða spyrjast fyrir um vörur og þjónustu. Nýttu þér þá þjónustu sem býðst í gegnum 8oo númerin. PÓSTUR OG SÚVIIHF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.