Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 28
OP -» 28 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚŒípiff er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpw er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA Bæjarskrifstofur Garðabæjar ö Bæjarskrifstofur Garðabæjar hafa opnað í nýju húsnæði við Garðatorg. A hinum nýju skrifstofum sameinast öll stjómsýsla bæjarins, en þar er um að ræða eftirfarandi meginsvið: Félags- og heilbrigðissvið Fjármála- og stjómsýslusvið Fræðslu- og menningarsvið Tækni- og umhverfissvið Vegna verkfalls símvirkja hjá Pósti og síma hf. ma fyrst um sinn búast við að það getí verið erfiðleikum háð að ná símasambandi við skrifstofuna. Bæjarstjóri LISTIR__ Operuvandi í Madríd TEATRO Real í Madríd, sem átti að opna að nýju sem óperuhús í haust, 72 árum eftir að það gegndi því hlutverki síðast, stendur nú frammi fyrir enn einum vandanum í kjölfar uppsagnar listræns stjórn- anda þess, Stéphane Lissners. Hann hafði aðeins starfað i nokkra mán- uði en hafði gert samning við húsið út árið 2002. Lissner var um átta ára skeið stjórnandi Théatre du Chatelet í París og hefur hann neit- að að gefa upp ástæður brottfarar sinnar. Þegar Lissner tók við Teatro Real í september sl. var ætlunin að endurreisa húsið sem eitt af bestu óperuhúsum heims. Áætlun hans hljóðaði upp á níutíu sýningar á fyrsta sýningartímabilinu, þar á meðal uppsetningu á Parsifal, sem Placido Domingo hefur verið ráðinn til að synguja aðalhlutverkið í. Auk þess má nefnda Porgy og Bess eft- ir Gerswin, La vida breve eftir Falla og Peter Grimes eftir Britten. Undanfarin átta ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu og er gert ráð fyrir að það kosti um 10 milljarða ísl. króna en árlegir ríkisstyrkir munu nema um 1 millj- arði ísl. króna. Hins vegar kom bakslag í seglin þegar í ljós kom upp úr áramótum að ekki höfðu verið gerðar neinar ráðstafanir til að ráða hljómsveit til hússins. Þá höfðu margir áhyggjur af áætlun- um Lissners um að setja upp nú- tímaverk og þvarr traust manna á Lissner. Hann lét sig hverfa, skýr- ingarlaust og í kjölfarið hafa fylgt margir þeirra sem hann hafði ráðið til að koma fram á fyrsta leikárinu, m.a. Lorin Maazel, Réne Jacobs og Eva Wagner. Domingo hyggst hins vegar standa við samning sinn. Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson. JOHANN P. Tannen, útgáfustjóri Die Horen, f.v. og Wolfgang Schiffer þýðandi. Býr íslending- ur hér? gefin út í Þýskalandi Hannover. Morgunblaðið SAGA fanga númer 68138 er saga bjartsýnismannsins sem hélt út í heim til að afla sér þekkingar en lenti í klónum á grimmum Gestapo-mönnum. Saga mannsins sem hataði Þýskaland svo mikið að hann gat ekki einu sinni hugsað sér að heyra ljóð lesin á þýsku hefur nú verið þýdd á það mál. Sagan er byggð á minningum Leifs Miillers kaupmannssonar frá Reykjavík og ber titilinn Býr ís- lendingur hér (Wohnt hier ein Islánder?). Garðar Sverrisson skráði söguna sem kom út hjá Ið- unni árið 1988. Franz Gíslason og Wolfgang Schiffer þýddu á þýsku. Útgáfufyrrtækið Edition die Horen gefur söguna út innbundna og var þýðingin kynnt á sérstakri bókar- kynningu á fundi Þýsk-íslenska verslunarráðsins sem fram fór í Bremerhaven 24. apríl. Nákvæmlega tveimur árum áð- ur, 24. apríl 1995, var leikverk byggt á sögunni sett upp í Gorki- leikhúsinu í Berlín. Sviðsverkið vakti athygli almennings sem og blaðamanna en á því ári voru liðin 50 ár frá stríðslokum. Leifur Miiller var leystur úr haldi 15. mars 1945 eftir fræga björgunar- aðgerð sænska Rauða krossins. Ingimundur Sigfússon sendiherra í Bonn sagði m.a. við frumsýningu Ieikverksins og ítrekaði orð sín við útkomu bókarinnar: „Það sem ger- ir ævisögu Leifs Mullers svo áhrifa- mikla er ekki aðeins frásögnin af verunni í fangabúðunum Sachsen- hausen, heldur einnig viðbrögð ís- lendinga er hann snéri aftur heim þegar friður komst á.“ Ingimundur sagði einnig að „bilið á milli sið- menningar og siðleysis er stutt ... Með minningum getum við komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig, einvern tímann, einhvers staðar.“ Auk þess að gefa út bækur stendur útgáfufyrirtækið Die Hor- en aðallega að útgáfu samnefnds tímarits um bókmenntir og listir og er í mörgu sambærilegt við Tímarit Máls og menningar. Fyrir- tækið leggur aðallega áherslu á að gefa út erlendar bókmenntir og verk lítið þekktra eða gleymdra þýskra höfunda. Tímartið De Hor- en nýtur mikillar virðingar og það sem birtist á síðum þess vekur jafn- an mikla athygli. Nýjasta útgáfa tímaritsins fjallar um norrænan samtímaskáldskap og er þar m.a. að finna ljóð og aðra texta eftir Gyrði Elíasson, Steinunni Sigurð- ardóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Diddu og Einar Má Guðmundsson. Þá var ein útgáfa af Die Horen tileinkuð bókmenntum frá Íslandi, en hún er nú uppseld í annað sinn og eru uppi bollaleggingar um þriðju prentun útgáfunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.