Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 37 Fólk á flótta setur traust sitt á okkur ALÞJÓÐADAGUR Rauða krossins er í dag og af því tilefni vekur þessi stærsta mannúð- arhreyfing heims at- hygli á ýmsum málefn- um sem snerta hag þeirra sem minna mega sín. Rauði kross íslands heldur þennan dag í heiðri eins og systurfé- lögin um allan heim og að þessu sinni vekjum við sérstaka athygli á málefnum þeirra fimm- tíu milljóna karla, kvenna og bama sem era á flótta vegna stríðsátaka og náttúru- hamfara og þurfa á liðsinni okkar að halda. Alþjóðadagur Rauða krossins er fæðingardagur Svisslendingsins Henry Dunant sem átti framkvæði að stofnun Rauða krossins árið 1863. Þegar Dunant upplifði hörmungar stríðsins í orrastu við Solferino á Ítalíu árið 1859 varð honum ljóst að koma varð á fót sveitum hlutlausra sjálfboðaliða til þess að lina þjáning- ar hinna stríðssærðu. Dunant hlaut friðarverðlaun Nobels fyrir þátt sinn í stofnun Rauða krossins enda hefur framkvæði hans orðið til þess að lina þjáningar fólks í ótal styijöldum síð- an í lok síðustu aldar. Óbreyttir borgarar Á okkar tímum beinist starf Rauða kross hreyfingarinnar mest að því að hjálpa óbreyttum borgur- um sem verða fyrir barðinu á stríðsátökum. Fólki sem neyðist til þess að yfirgefa heimkynni sín og leitar skjóls í nálægum löndum eða lendir á vergangi í eigin landi. Rauði kross Islands tekur virkan þátt í þessu hjálparstarfi með fjár- framlögum og ekki síst starfskröft- um sendifulltrúa sem vinna fórn- fúst starf við erfiðar aðstæður. Við erum sannfærð um að starf okkar skilar árangri. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka þann stuðning sem íslenskur almenning- ur hefur sýnt okkur í þeirri við- leitni að bæta hag fólks sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín, at- vinnu, skóla og hvaðeina sem er hluti af daglegu lífi. Margir hafa orðið viðskila við og jafnvel misst ættingja sína og vini. Kynni mín af aðstæðum flótta- fólks í Júgóslavíu í desember síðast- liðnum sannfærðu mig enn frekar en áður um að aðstoð okkar skiptir þetta fólk miklu máli. Ég hef held- ur ekki kynnst öðru eins þakklæti og því sem flóttafólkið sem ég hitti í Júgóslavíu ber í bijósti til þeirra sem láta sig örlög þess nokkru skipta. Þetta fólk verður um stundarsak- ir að setja traust sitt á okkur sem betur megum okkar. Við skulum ekki bregðast því trausti. Sjálfboðið hjálparstarf Rauði kross íslands nýtur starfs- krafta mikils fjölda sjálfboðaliða um allt land í starfi sínu að neyðarvörn- um, sjúkraflutningum, fangaheim- sóknum, sjúkravinaþjónustu, öldr- unarstarfi og aðstoð við flóttamenn. Enn má nefna að sjálfboðaliðar styðja við starf Rauðakrosshússins, neyðarathvarfs fyrir börn og ungl- inga, og Vinjar, athvarfs Rauða kross Islands fyrir geðfatlaða. Hundruð sjálfboðaliða vinna samfé- laginu og samborgurum sínum mik- ið gagn með óeigingjörnu starfi í anda grandvallarmarkmiða Rauða krossins um mannúð, óhlutdrægni, hlutleysi, sjálfstæði, sjálfboðna þjónustu, einingu og alheimshreyfingu. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með því þegar tugir sjálfboðaliða á ísafirði og nágrenni lögðu fram mikla vinnu við undir- búning komu 30 flótta- manna frá fyrrum Júgóslavíu til ísafjarð- ar síðastliðið sumar. Flóttamennimir hafa síðan notið aðstoðar sjálfboðaliðanna við að aðlagast nýjum heim- kynnum og nýjum að- stæðum og myndað við þá góð tengsl. Hin frá- bæra viðbrögð ísfirðinga við því þegar leitað var eftir sjálfboðaliðum vegna komu flóttamannanna sýna Kynni mín af aðstæðum flóttafólks í Júgóslavíu sannfærðu mig enn frekar en áður, segir Anna Þrúður Þorkelsdóttir, um að aðstoð okkar skiptir þetta fólk miklu máli. að mínu mati hug alls þorra íslend- inga til fólks á flótta. Við Íslending- ar era gestrisið fólk og höfum ráð á að taka vel á móti fólki sem þarf á skjóli að halda þegar þvi er ekki iengur kleift að vera þar sem það vildi helst vera, í sínum eigin heim- kynnum. Rauði kross íslands efnir í dag til ráðstefnu um málefni fólks á flótta í Norræna húsinu. Jafnframt verður opið hús í Rauðakrosshúsinu og Vin og hjá deildum víða um land. Um leið og ég óska öllum sjálfboða- liðum okkar og öðram stuðnings- mönnum til hamingju með daginn leyfí ég mér að vona að sem flestir leggi leið sína í Norræna húsið, Rauðakrosshúsið og Vin til þess að samfagna okkur og sýna stuðning sinn við starf Rauða kross íslands í þágu þeirra sem minna mega sín. Höfundur er formaður Rauða kross Islands. Stúdentamyndir Passamyndir PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍO LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 Anna Þrúður Þorkelsdóttir VIÐ skulum bara kalla hann Karl, en Karl þessi ólst upp á rótgrónu efnishyggju- heimili í Mið-Evrópu. Hann átti vin sem al- ist hafði upp á heimili þar sem kristin trú- rækni var við höfð. Honum fannst gott að koma á það heimili. Hann þráði kærleika, trúrækni og nær- gætni. En það var eins og enginn gæti full- nægt andlegu hungri hans. Jafnvel prestur- inn í kirkjunni hans, sem annars var ágæt- is náungi, hafði engan tíma fyrir hann. Hann hafði stundum leitað til hans, en hann hafði svo mikið að gera að hann gat bara því miður ekkert hjálpað honum. Karl reyndi að gleyma sér við lestur bóka, honum gekk vel í skóla og lauk doktorsnámi við viðurkennd- an háskóla. Honum gekk síðan vel í starfi og varð brátt eigna- maður mikill og gat lagt fyrir stór- ar upphæðir fjár. Líf hans virtist skipulagt og farsælt a.m.k. hið ytra. Enn var hann þó að leita svara við andlegum spurningum. Hann lagði stund á heimspeki í frístund- um og nam heimsbókmenntir eftir tökum. Hann fór að kynna sér austræn trúarbrögð og hellti sér út í þau um tíma. Þessar rannsóknir leiddu til þess að hann eyddi nú öllum sínum tíma og veraldarauði til að koma á fót stofnun sem átti að sameina trúar- brögð og vísindi. Hann var afar stolt- ur af þessari stofnun sinni enda gekk hún vel, alla vega í fyrstu. En síðan kom að því að stofnunin brást og missti hann nú ekki einungis allar sínar eigur heldur og allt sjálfstraust. Allt sem hann hafði upp úr krafsinu var tómleiki, kvíði og hugsanir um sjúkdóma og dauða, sem sóttu svo herfi- lega á hann að það varð honum loks óbærilegt. Hann varð svo heltekinn að það þurfti að leggja hann inn á sjúkrahús. Lestur Biblíunnar er í raun, segir Sigur- björn Þorkelsson, bæn til Guðs. Á sjúkrahúsinu komst hann af tilviljun í litla bók, sem líktist helst orðabók, en reyndist vera Nýja testamentið. Hann hafði aldrei les- ið í Biblíunni, reyndar aldrei lagt í það, hann var alltaf eins og hálf hræddur við hana. Nú var engu að tapa og hóf hann nú að lesa í Nýja testament- inu. Dagarnir liðu hratt og átti hann ánægjulegar stundir við lest- ur bókarinnar. Eftir því sem hann las meira því hugfangnari varð hann af orðum bókarinnar. Á næstu vikum las hann Nýja testa- mentið allt, fram og aftur. Hann gleymdi brátt öllum heimspeki- þönkum og vanlíðan var frá honum tekin með tímanum og gekk honum all vel að lifa við það sem á undan hafði gengið. Nú hafði hann loks fundið svar- ið við því sem hann hafði verið að leita að allt frá því í æsku. Friður tók að færast yfír hann og hann fór að tala við Guð. Hann bað hann að fyrirgefa sér syndir sínar og bað Guð að leiða sig á hinum eina sanna lífsins vegi, sem er Jes- ús Kristur. Nú hvílir Karl í fyrir- heitum og kærleika Guðs. Hann er viss um trú sína á Krist og gengur með honum. Bæn til Guðs Lestur í Biblíunni er í raun ekk- ert annað en bæn til Guðs. Við leitum til hans með óskir okkar og hann svarar okkur með orðum sínum í Biblíunni. Það er vilji Guðs að orðið hans fái að verða sem lampi fóta hvers manns og ljós á lífsleið okkar. Friður Guðs „Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú.“ (Fil. 4:7.) Hofundur er framkvæmdasljóri Gídeonféla/rsins á íslandi. - kjarni málsins! Leitið og þér munuð finna Sigurbjörn Þorkelsson Þú munt ekki trúa þínum eigin augum! Nýtt frá ESTÉE LAUDER: Pure Velvet Dramatic Volume Mascara Augnahárin virðast lengri og þéttari en samt eðlileg, ekki eins og þú hafir notað stífan maskara. Virknin er tvöföld, því með einni góðri stroku verða augnhárin 36% þéttari, en samt aðskilin og mjúklega sveigð upp á við á augabragði. Flauelsmjúkur liturinn dofnar ekki eða klessist, heldur helst jafn og eðlilegur frá morgni til kvölds meðan innbyggð rakagjöf nœrir og verndar augnhárin. *Verð kr. 1.460. ‘30 ml. af Gentle Eye makeup remover laugnfarðahreinsirl og Lash Primer (augnháranœring) fylgja öllum möskurum frá Estée Lauder. Estée Lauder verslanir: Snyrtivöruverslunin Glœsibœ, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Hygea Austurstraeti, Sara Bankastrœti, Brá Laugavegi, Snyrtistofan W\aja Laugavegi, Gullbrá Nóatúni, Snyrtistofan Hrund Grcenatúni, Apótek Kefiavíkur, Amaró Akureyri, Ninja Vestmannaeyjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.