Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 57 skólanema, til sumarafleysinga í rannsóknarlögreglunni í Hafnar- firði. Ég man hvað mér fannst þetta óvenjulegur vinnustaður, aðeins þrír starfsmenn með slíkan fjölda verkefna að engu var saman að jafna. Lögregluumdæmið náði upp í Hvalfjarðarbotn og suður fyrir Straum. Þrátt fyrir mikið vinnuálag og harðneskjuleg verkefni áttu við starfsmennirnir góðar stundir. Þarna var einfaldlega gott að vera og það varð lán mitt að kynnast þeim þremenningum. Þegar ég lauk störfum sex árum síðar tóku við vináttusambönd. Við Sveinn tengd- umst smám saman með árunum nánum böndum og þroskuðum vin- áttuna. Það var einkum sameigin- legur listáhugi sem tengdi okkur. Þrátt fyrir tæplega þriggja áratuga aldursmun urðum við góðir vinir, varð aldrei sundurorða, umgengust hvorn annan að sumu leyti eins og feðgar og að öðru leyti sem félag- ar. Sveinn Björnsson var einn af áhrifamönnum í lífi mínu. Veikindi Sveins höfðu varað í nokkur ár. Hann var lengst af ágætlega hress og sló lítið af í dag- legum störfum sínum. Hann gerði lítið úr veikindum sínum, leit vel út og var brúnn og sællegur. Og það blekkti. Það var ekki fyrr en í haust að merkja mátti afturför. Sveinn vissi að hveiju stefndi en hagaði sér þó í engu samræmi við það. Hann hélt sínu striki og gerði áætlanir mörg ár fram í tímann og lét sem að sjúkdómurinn væri í rén- un. Hann ætlaði sér ekki að heltast úr lestinni. Aðeins nokkrum dögum fyrir andlát sitt hringdi hann í mig og boðaði hann komu sína til mín. Ætlunin var að skoða mynd sem hann hafði ekki séð, að venju rifja upp gamla tíma og segja frá upp- hafsárum sínum við rannsóknarlög- regluna. Af þeirri heimsókn varð ekki, Sveinn átti fyrir höndum aðra og lengri ferð. Krýsuvík fyrir sunnan Kleifar- vatn er magnþrunginn staður. Heit- ir hverir, landslag hijóstrugt, birtan öðruvísi, heimkynni huldufólks og álfa sagði einhver. Á þessum stað gerði Sveinn Björnsson sér afdrep. Afdrep listamannsins en ekki síður afdrep einfarans. Einvera í Krýsu- vík átti vel við Svein Björnsson, þá málaði hann sínar bestu myndir og gat hugleitt orðið. Hann fann ekki fyrir myrkfælni eða hræðslu þótt hann skynjaði verur af öðrum heimi í návist sinni. Á síðari árum varð Krýsuvík Sveini ekki aðeins afdrep heldur einnig uppspretta hugmynda og listsköpunar. Þeir sem heimsóttu hann þangað urðu fyrir sérstökum hughrifum. Lyktin þar er engu lík, sambland af hverum, oh'umálningu og gróðri. Og til Krýsuvíkur mun Sveinn fara í hinstu ferðina, og þar mun jarðneskur líkami hans hvíla. Meira að segja í dauða sínum er hann engum líkur. Frá sálnahliðinu í litla kirkjugarðinum í Krýsuvík er aðeins spölkorn til húss meistar- ans. Fegurðin er oft á tíðum bund- in minningum. í Krýsuvík átti Sveinn góðar minningar, þar urðu til ekki bara málverk heldur ódauð- leg listaverk, honum þótti það því fallegur staður, þar undi hann sér og þar mun hann dvelja. Sveinn Björnsson var einstakur maður. Hann var hamhleypa til verka, óþreyjufullur og starfsamur. Hann var óvenju hreinskiptinn og kjarnyrtur, kom til dyranna eins og hann var klæddur án nokkurrar til- gerðar. Hann var trygglyndur og hjálpsamur maður sem greiddi úr vanda þeirra sem til hans leituðu. Hann fór sínar eigin leiðir og var afar sjálfstæður. Hann var sjálfs- gagnrýninn bæði í list sinni og öðr- um störfum. Hann var gæddur miklum persónutöfrum, sérstaklega gamansamur og skemmtilegur maður, einfaldlega engum líkur. Hann var drengur góður, sem öllum þeim er fengu að kynnast honum þótti vænt um. Bróðir er horfinn til austursins eilífa. Megi hæsti höfuðsmiður blessa hann og styrkja og leiða hann inn á veg ljóssins. Sonum Sveins, þeim Erlendi, Þórði og Sveini, fjölskyldum þeirra og lífs- förunaut Sveins hin síðari ár, Birg- ittu Engilberts, votta ég mína inni- legustu samúð og bið þeim blessun- ar. Skúli Eggert Þórðarson. Það er erfitt að setjast niður og ætla sér að rita minningu eins besta vinar síns og samstarfsmanns. Manns sem ég hef verið með svo til daglega sl. 33 ár. Þegar ég nú sest niður og læt hugann reika, koma upp svo margar minningar að ekki verður það rifjað upp nema í stórri bók. Minning um slíkan mann sem Sveinn Björnsson, list- málari og rannsóknarlögreglumður var, er mér svo dýrmæt að hún verður ætíð greypt í huga minn meðan ég lifi. Kynni okkar Sveins hófust á vor- dögum árið 1962 en þá hóf ég starf sem lögreglumaður í Hafnarfirði. Sveinn var þá almennur lögreglu- maður í liðinu. Það tókst strax með okkur Sveini góður vinskapur sem entist alla tíð og bar þar aldrei skugga á. Á þeim dögum þegar ég hóf störf í lögreglunni var lögreglu- liðið í Hafnarfirði fámennt og á næturvöktum voru aðeins tveir menn saman á vakt. Næturnar voru oft langar og komust menn þá gjarnan nær hver öðrum en nú gerist. Ég man eftir því að með því fyrsta sem Sveinn trúði mér fyrir var að hann færi bráðlega að hætta í lögreglunni því hann væri ákveð- inn í því að snúa sér alfarið að list- inni en það duldist engum að listin átti mjög sterk ítök í honum. Þrátt fyrir þetta entist samstarf okkar í lögreglunni í 33 ár eða þar til Sveinn hætti störfum_ vegna aldurs, þá 70 ára gamall. Ég held að það hafi farið vel á því að Sveinn helgaði sig lögreglustarfinu samhliða lista- starfinu því hann var svo atorku- samur maður að hvorugt starfið hefði dugað honum eitt. Fljótlega eftir að ég kynntist Sveini var hann gerður að varð- stjóra í lögregluliðinu og kom þá gjarnan í hans hlut að taka að sér rannsóknir ýmissa mála. Hann var mjög duglegur maður, ákveðinn og virtist hafa einhvern sérstakan hæfileika til að bera sem varð til þess að mál gengu gjarnan upp á farsælan hátt, réttlætinu var full- nægt. Sveinn fékk töluverðan áhuga á rannsóknum sakamála og þegar fram liðu stundir, eða árið 1967, var stofnuð við lögregluliðið sérstök deild sem sá eingöngu um rannsóknir mála. Sveinn var þá gerður að forstöðumanni þeirrar deildar og gerður að yfirlögreglu- þjóni Rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði sem svo var hans staða þar til hann lét af störfum. Sveinn réð mig til starfa við rann- sóknardeildina árið 1970 og eftir það urðu kynni okkar enn nánari. Margt er það sem við höfum brallað saman og oft unnum við langan vinnudag en það var metnaður Sveins að sem flest mál sem rann- sóknarlögreglan hafði til meðferðar gengju upp. Var oft mikið á sig lagt til að svo mætti verða. Vinnu- svæðið var stórt og erfitt, Hafnar- fjörður, Garðabær, Bessastaða- hreppur, Seltjarnarnes, Kjalarnes, Kjós og öll Suðurnesin nema Kefla- víkurkaupstaður. Þegar litið er til þessa tíma, finnst manni með ólík- indum hversu oft mál gengu upp hjá Rannsóknarlögreglunni í Hafn- arfirði. Sveinn var ávallt tilbúinn að skoða alla möguleika og þegar við samstarfsmenn hans komum með einhveija uppástungur varðandi aðferðir við rannsóknir var það allt- af skoðað og síðan framkvæmt ef það þótti ráðlegt. Hann dró aldrei úr manni, heldur hvatti. Hann var mjög hvetjandi, sjálfur svo duglegur að manni þótti atorka hans oft und- rum sæta. Hann var mjög ósérhlíf- inn við vinnu og einhverntíma var haft eftir honum að henn nennti ekki að vera latur. Þetta snjalla orðatiltæki hans var oft notað eftir það. Það kom fyrir að Sveinn treysti á drauma sína varðandi rannsóknir, sérstaklega þegar erfið mál voru til meðferðar. Hann mætti til vinnu að morgni, hafði dreymt þannig að hann gat ráðið drauminn í þá veru að hann tengdist málinu sem hann eða við vorum að vinna að en það var regla hjá okkur sem unnum við deildina að vinna allir saman að erfiðum málum. Stundum leiddu draumar Sveins til þess að mál upplýstust. Ef lýsa á Sveini Björnssyni í fáum orðum, myndi ég gera það á þennan hátt. Hann var eldhugi, duglegur og áræðinn. Gekk ákveðinn að öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Sveinn var harður í horn að taka ef á þurfti að halda en fyrst og fremst var hann ljúfur drengur sem aldrei mátti sjá neitt aumt og ætíð sá hann það góða í öllu. Hann sagði meiningu sína hvort sem það kom sér vel eða illa. Hann gat aldrei sagt neitt á móti sannfæringu sinni. Það sem hann sagði, vissi maður að kom frá hjartanu. Það kom að sjálfsögðu fyrir að Sveinn varð að beita hörku til framgangs þeirra rannsókna sem hann fékkst við í sumum tilvikum en ég veit að hann vorkenndi þeim mönnum sem hann varð að beita hörku. Sveinn kom þessari hörku þannig fram að við- komandi virti hann fyrir og fullyrði ég að þegar Sveinn hætti störfum í lögreglunni átti hann engan óvin í hópi þeirra fjölmörgu manna sem hann varð að meðhöndla á starfs- ferli sínum. Þvert á móti, margir af þessum mönnum voru góðir vin- ir hans og varð ég oft var við það að þeir voru að senda honum kveðj- ur, bæði jólakveðjur og eins ef þeir voru staddir erlendis á ferðalögum. Það er sagt að maður komi í manns stað. Það má vel vera að einhver komi í stað Sveins sem rannsóknarlögreglumaður og kannski sem listamaður en það er alveg víst að það kemur aldrei neinn Sveinn Björnsson aftur. Það lék stöðugt um Svein ferskur blær og einhvern veginn fannst manni að hann ætlaði aldrei að verða gamall. Hann fylgdi ætíð eft- ir ungu mönnunum í lögreglunni. Hann var alltaf með í öllu sem gert var. Þegar farið var út að skemmta sér var hann þar fremstur í flokki. Hann var með í fótboltanum fram á það síðasta en hann var frum- kvöðull að því að koma á íþrótta- keppni milli lögregluliða í landinu sem nú er orðinn fastur og mjög skemmtilegur liður í íþróttalífi lög- reglunnar á íslandi. Það get ég sagt með vissu og veit að ég mæli fyrir munn margra lögreglumanna að þegar Sveinn hætti starfi hjá lögreglunni í Hafn- arfirði slokknaði skært ljós í húsinu að Flatahrauni 11 en það ljós var þó oft tendrað þegar hann kom í heimsókn, fékk sér kaffisopa og spjallaði, en þrátt fyrir það að hann hafði mikið að gera eftir að hann hætti gaf hann sér tíma til þess að líta inn til vina sinna og spjalla. Þá varð kátt í höllinni og gamli blærinn lék aftur um húsið. Nokkru áður en Sveinn hætti störfum greindist hann með erfiðan sjúkdóm og fljótlega eftir það gerði maður sér grein fyrir því að hann vissi að þar átti hann við erfiðan andstæð- ing að etja. Hann háði síðan bar- áttu við þennan andstæðing og tókst lengi að halda í við hann. Að lokum þraut krafta hans eftir hetju- lega baráttu. Hann hélt reisn sinni til hins síðasta og erfitt var fyrir ókunna að átta sig á því hversu sjúkur hann var. Kæri vinur, Sveinn Björnsson. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig að sinni. Við hjónin vottum ættingjum þínum og íjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Megi góður guð blessa allt sem þú skild- ir eftir þig hér. Eðvar Ólafsson. Sveinn skildi þörf ungra manna fyrir að geta talað við eldra fólk um annað en veðrið og gæftaleysi. Innan um málverk snillinga á Köldukinn og í Krýsuvík birtist Sveinn okkur í öllu sínu hispurs- leysi. Tilfinningin var aldrei önnur en að þar mættust jafningjar sem t Ástkær móðir okkar, ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, lést að morgni miðvikudagsins 7. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Tómas Sigurðsson, Ásmundur Sigurðsson, Sævar Sigurðsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VILBORG SVEINSDÓTTIR, Lönguhlíð 19, Reykjavík, sem lést 2. maí sl., verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam- legast bent á ABC hjálparstarf. María Sigmundsdóttir, Gianpiero Venditto, Sigfríður Védís Ásbjörnsdóttir, Jón Gunnar Kristinsson, Svavar Knútur Kristinsson, Vilmundur Torfi Kristinsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MIKAEL ÞORSTEINSSON, Aðalstræti 82a, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Sabína Sigurðardóttir, Unnar Mikaelsson, Sævar Mikaelsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Guðrún Mikaelsdóttir, Ólafur Jónasson, Sigríður Mikaelsdóttir, Halldór Benjamínsson, Björk Mikaelsdóttir, Óskar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR, Miðvangi 22, Egilsstöðum, áður til heimilis í Odda, Reyðarfirði, sem andaðist fimmtudaginn 1. maí sl., verður jarðsungin frá Reyðarfjarðarkirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Þórunn Magnúsdóttir, Kristján Gissurarson, Yngvi Magnússon, Helgi Magnússon, Harpa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Gunnþóra Guðmundsdóttir, t Föðurbróðir okkar og mágur, JÓNAS TEITUR GUÐLAUGSSON, Grettisgötu 66, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 9. maí kl. 15.00. Guðlaugur Tr. Óskarsson, Baldvin Páll Óskarsson, Sigurlín Rósa Óskarsdóttir, Óskar Jósef Óskarsson, Anna Elín Óskarsdóttir, Dýrleif J. Tryggvadóttir. t Elskuleg fósturmóðir mín, GUÐRÚN DÝRLEIF ÞORKELSDÓTTIR verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 9. maí kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna. Unnur Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.