Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýjar bækur Þar sem sagan andar Morgunblaðið/Halldór SIGRÚN Eldjárn á sýningunni í Sjónarhóli þar sem tveir menningarheimar mætast. SAGAN segir að bræðurnir Rómúlus og Remus hafi stofnað Rómaborg árið 753 f.Kr. Allar götur síðan hef- ur borgin verið vettvangur sögulegra atburða og veitt mönnum, ekki síst listamönnum, innblástur. Meðal þeirra sem sótt hafa yrkisefni sitt þangað suðureftir er Sigrún Eldjárn myndlistarmaður sem sýnir þessa dagana ný olíumálverk á Sjónarhóli, Hverfisgötu 12. Sigrún dvaldist um skeið í Róm síðastliðið vor, reikaði þar um götur og torg og drakk í sig allt sem hún sá í þessari öldnu borg, þar sem sagan andar, svo sem hún upplýsir. „Maður kemst ekki hjá að skynja nið aldanna og finna fyrir einhveij- um óútskýranlegum tengslum. Þarna er listasagan og latínan og fleira sem á undan er gengið.“ Því fer þó fjarri að heimsborgin sé einráð á sýningunni. Latneskar áletranir og hiti suðursins eru vissu- lega áberandi en gegn þeim er teflt bláma íslands með þúfum, fjöllum, himni og hafi ásamt rúnum og tré- ristum. „Þarna mætast tveir menn- ingarheimar," segir Sigrún, „and- stæður - en um leið greinar á sama meiði. Við sækjum nefnilega margt til rómverskrar menningar.“ „Það er því óhætt að segja að sýn- ingin sé framhald á því sem ég hef verið að gera, þótt þessi nýi þáttur sé kominn til skjalanna," heldur Sig- rún áfram og bendir máli sínu til stuðnings á mannfólkið sem stendur í röðum á myndunum, að því er virð- ist hugsi, eilítið undrandi og bíður átekta. Eftir hveiju er ekki gott að segja - ef til vill framtíðinni? „Þessu fólki hefur frekar fjölgað en fækkað í verkum mínum í seinni tíð,“ segir listakonan en verst fimlega þegar uppruni þess berst í tal. „Þetta eru ekki persónur, heldur form, sem hver og einn getur túlkað á sinn hátt.“ Innbyggður merkingarheimur Auður Ólafsdóttir tekur í svipaðan streng í sýningarskrá: „Það kann að vera að sá háttur listakonunnar að skipa fólki í einfalda, lárétta röð, ekki ósvipað bókstöfum í línu sem menn reki sig eftir frá vinstri til hægri, kalli á tilraun til úrlestrar, að menn leiti sögu í verkunum með upphafi, hápunkti og endi. Þeir sem leita frásagnarlegs inntaks mynda- sögunnar í verkum Sigrúnar munu þó vísast ekki finna það. Sérhvert myndlistarverk býr sér til sinn eigin innbyggða merkingarheim og því er öll frásögn í myndlist gervifrásögn í bókmenntalegum skilningi. Tungu- mál myndlistar er myndmál, ekki bókmál og hugsun hennar mynd- hugsun. Sömu sögu er að segja um texta í myndlist. Hlutverk hans í samtímamyndlist er margþætt og samband texta og myndar síður en svo alltaf rökrétt. Málaður bókstafur á striga þarf ekki að þýða merking- arbært stafatákn sem gerir verk læsilegra, heldur getur hann haft svipað gildi og skúfur eða handlegg- ur, verið form á meðal forma í ímynduðu rými, gervifrásögn." Og áfram heldur Auður: „Þótt samlíkingin milli persóna Sigrúnar og stafa sé ekki út í bláinn hafa persónur hennar þá sérstöðu að þær halda áfram út fyrir spássíuna og raunar má deila um gildi rammans þar sem láréttur frásagnartíminn heldur augljóslega áfram í hið óend- anlega." Sýning Sigrúnar stendur til 25. maí en Sjónarhóll er opinn fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14-18. • ÚT ER komið fimmta ráð- stefnurit Vísindafélags íslendinga, og fjallar það um landnám á Is- landi. Ritstjóri bókarinnar er Guð- rún Ása Gnmsdóttir, fræðimaður á Stofnun Árna Magnússonar. Haustið 1990 efndi Vísindafé- lagið til ráðstefnu um landnámið og fékk til liðs við sig 17 fræði- menn á ýmsum sviðum. Flutt voru 15 erindi og eru 14 þeirra prentuð í hinu nýútkomna riti. Mennta- málaráðuneytið og Rannsóknarráð íslands styrktu útgáfuna. Höfundar einstakra erinda hafa hver með sínum hætti endurskoðað erindi sín og samræmt niðurstöður nýrri rannsóknum. í erindunum er fjallað um málið og menninguna, ritaðar heimildir um landnámið, vitnisburð fornleifafræðmnar um landnámið, um uppruna íslend- inga, viðhorf íslendinga til landn- ámsins, erfðamörk og erfðasjúk- dóma, uppruna íslenskra húsdýra, gjóskutímatal og gjóskulög, ald- ursgreiningar með geislakoli, um ískjarna sem skuggjá liðinna alda, fijókorn sem heimild um landnám- ið, landið við landnám, nýtingu lands og áhrif búsetu á það. „Erindin gefa gott yfirlit um stöðu rannsókna á landnáminu, en einkum má nefna merkilegar rann- sóknir Árnýjar E. Sveinbjörnsdótt- ur og Sigfúsar J. Johnsens á ískjarna úr Grænlandsjökli og Guð- rúnar Larsen á gjóskutímatali og gjóskulögum frá tíma landnáms- ins,“ segir í kynningu. Bókin ergefin útísamvinnu við Háskólaútgáfuna, er200 bls. að stærð, og í henni eru margar skýringarmyndir. Hún kostarkr. 2.590 ogfæstíöllum stærri bóka- verslunum. ALÞJOÐADAGUR RAOÐA KROSSINS 8. maí er alþjóðadagur Rauða krossins og fæðingardagur stofnanda hreyfingarinnar, Svisslendingsins Henry Dunant. Sjdlfboðaliðar ogaðrir velunnarar Rauða krossins um allan heimfagna þessum degi meðýmsum hœtti. FÖLKÁFLÖTTA ráðstefna í Norrœna húsinu Rdðstefna um málefni fólks áflótta verður í Norrœna húsinu í dag kl. 14.00. Á vörp: Hans Thoolen, forstöðumaður UNHCR í Stokkhólmi Páll Pétursson félagsmálaráðherra Sigrún Arnadóttir, framkvœmdastjóri Rauða kross íslands Zeljka Popovic, úr hópi flóttamannanna á ísafirði. Ráðstefnustjóri verður Björn Friðfinnsson. Bogi Ágústsson fréttastjóri stjórnar pallborði meðþátttöku fulltrúa þingflokkanna. Áður en ráðstefinan hefit afhendir forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, styrki úr Minningarsjóði Sveins Björnssonar. Allir velkomnirl Opið hús Almenningi er boðið að heimsdtkja Rauðakrosshúsið, neyðarathvarffyrir börn og unglinga, og Vin, athvarffyrir geðfatlaða, kl. 14-17. Opið hús verður einnig hjá deildum víða um land. Rauðakrosshúsið, Tjarnargötu 35, Reykjavík Vin, Hverfisgötu 47, Reykjavík RAUÐI KROSS ISLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.