Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 53
Fyrir rúmum mánuði lét Bergur
afi vita að nú færi hann að fara.
Hann var tilbúinn að kveðja.
Fyrstu æviár okkar bjuggu hann
og Stebba amma á Borgarfirði
eystra, þá hittum við þau ekki
oft. En eftir að þau fluttu suður
í Sandgerði urðu heimsóknirnar
tíðari. En það sem við munum þó
helst eftir eru heimsóknir afa upp
á Akranes. Hann kom næstum því
á hveiju sumri og var þá tvær til
þijár vikur í einu. Það brást ekki
að alltaf kom hann með sælgæti
handa okkur krökkunum, sem
okkur fannst mjög gott að fá.
Reynt var að haga heimsóknum
þannig að hann gæti farið á völl-
inn á meðan hann dvaldi, því fót-
bolti var hans aðal áhugamál og
fylgdist hann með honum allt til
dauðadags. Á sínum yngri árum
og reyndar fram eftir aldri var
hann mjög góður knattspyrnumað-
ur og eftir að hann hætti að spila
þjálfaði hann aðra og dæmd leiki.
Uppi á Skaga hafði afi nægan tíma
til að spila á spil við okkur og er
þar eitt atvik okkur minnisstæð-
ast, við hlógum að því lengi á eft-
ir. I miðju spili þurfti einn spilafé-
laginn að bregða sér frá, þá tók
afi sér það leyfi að kíkja á spilin
hans og sagði brosandi: „Hún hlýt-
ur að gera þetta,“ og gerði fyrir
þann sem skrapp frá. Hinir sátu
þegjandi með glott á vör. En eftir
þetta hafa allir reynt að leika sama
leikinn, en enginn fengið það.
Kannski leyfist einhveijum það
þegar hann er orðinn gamall og
orðinn amma eða afi.
í 90 ára afmæli sinu fyrir rúm-
um tveimur árum var afí mjög
hress og óskaplega glaður yfir því
að hitta allt fólkið sitt. Þar kom
t.d. gamall sveitungi hans sem
hann hafði ekki hitt í um 50 ár
og hafði hann mjög gaman af að
ræða við hann. En afi var vel ern
og mjög skemmtilegt að ræða við
hann um áhugamál hans. Þótt
skemmtilegt væri í afmælinu vildi
afi ólmur komast aftur heim á
Garðvang, hann hélt því fram að
ef hann kæmi ekki heim fyrir
klukkan tíu yrði hann læstur úti.
Á Garðvangi hefur Bergur afi átt
heimili sitt síðustu níu árin. Þar
var afskaplega vel hugsað um
hann og átti hann góðar vinkonur
í starfsmannahópnum. Miðað við
þá umhyggju og alúð sem honum
var sýnd á Garðvangi þurfum við
sem yngri erum ekki að kvíða því
að eldast og fara á hjúkrunarheim-
ili. Með þessum orðum viljum við
kverðja afa okkar, en minningin
um hann mun lifa í huga okkar.
Berglind, Hallvarður
og Aðalheiður.
Mörg brot minninga hlaðast upp
þegar hugsað er til afa. Hann lifði
langan lífdag og ýmislegt gerist á
langri lífsleið. Af allri hans lífsleið
þekkjum við barnabörnin aðeins
brotabrot, sem er samt mjög stórt
og dýrmætt. Þær eru margar góð-
ar minningarnar um afa. Þau voru
mörg jólin sem hann eyddi með
okkur og þá gafst tækifæri til að
kynnast honum betur. Og það er
skemmtilegt að hugsa til þess hve
afi var alltaf ákveðinn á sínu, hann
var ekkert að láta aðra hafa áhrif
á sig eða segja sér fyrir verkum.
Hann vildi fá að stjórna sínum
hlutum sjálfur og halda sjálfstæði
sínu og gat hann því oft virkað
sem hálfgerður uppreisnarseggur
þegar við hin reyndum að segja
honum fyrir verkum. Auðvitað
vissi hann best sjálfur hvernig
hann vildi hafa hlutina. Um leið
var hann blíður í viðmóti og gam-
an að spjalla við hann. Og okkur
þykir vænt um þá minningu hve
hann klappaði hundinum okkar
alltaf rösklega og kallaði hann
Putta sinn. Hann var alltaf hann
sjálfur - heill í gegn, alla tíð. Og
þannig mun hann lifa áfram í
hjörtum okkar það sem eftir er.
Eins og segir á einum stað: „Það
sem hverfur, hverfur aldrei fyrr
en það gleymist." (Kaldaljós.)
Kæri afi, takk fyrir samleiðina
og allar samverustundirnar sem
eru nú dýrmætar minningarperlur.
Guð blessi þig og megir þú hvíla
sæll í friði í faðmi Guðs. (Jóh.
11,25-26.)
Bjarney og Sigtryggur.
Mál er nú að spyija um dauðann.
Og hann sagði:
„Þú leitar að leyndardómi dauð-
ans.
En hvemig ættir þú að finna
hann, ef þú leitar hans ekki í æða-
slögum lífsins? Uglan sem sér í
myrkri, en blindast af dagsbirt-
unni, ræður ekki gátu ljóssins.
Leitaðu að sál dauðans í líkama
lífsins, því að líf og dauði er eitt
eins og fljótið og særinn.
í djúpi vona þinna og langana
felst hin þögla þekking á hinu yfir-
skilvitlega og eins og fræin, sem
dreymir undir snjónum, dreymir
hjarta þitt vorið. Trúðu á draum
þinn, því hann er hlið eilífðarinnar.
Óttinn við dauðann er aðeins ótti
smaladrengsins við konung, sem
vill slá hann til riddara.
Er smalinn ekki glaður í hjarta
sínu þrátt fyrir ótta sinn við að
bera merki konungsins? Og finnur
hann þó ekki mest til óttans?
Því hvað er það að deyja annað
en standa nakinn í blænum og
hverfa inn í sólskinið?
Og hvað er að hætta að draga
andann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo að
hann geti risið upp í mætti sínum
og ófjötraður leitað á fund guðs
síns?
Aðeins sá, sem drekkur af vatni
þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng. Og þegar þú hefur náð
ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja
fjallgönguna.
Og þegar jörðin krefst líkama
þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.
(Kahlil Gibran.)“
Elsku afi og langafi, hinsta
kveðja.
íris Ægisdóttir og Silja Yr.
Elsku afi. Við vitum að núna líð-
ur þér alveg ofboðslega vel, vitum
að þið amma eruð aftur saman.
Þrátt fyrir það söknum við þín al-
veg óskaplega mikið og það verður
sárt þegar maður keyrir um í Garð-
inum vitandi það að þú ert ekki
lengur staddur í herberginu þinu á
Garðvangi og að geta ekki komið
í heimsókn.
En nú ertu farinn og við sitjum
eftir með minningarnar um þig. 'V'
Þær eru allar góðar. Við minnumst
allra Þorláksmessanna og jólanna
þú varst hjá okkur og það verður
örugglega mjög einmanalegt hjá
okkur núna þegar þig vantar. En
þú verður ætíð í huga okkar. Við
minnumst þeirra stunda þegar mað-
ur rölti í heimsókn til ykkar ömmu
á Brekkustíginn í Sandgerði. Hvað
maður gat setið stundunum saman
og spilað við þig. Þú varst alltaf
tilbúinn að eyða stundunum með
manni. Elsku afi, við þökkum þér
fyrir samfylgdina í gegnum lífið, .
þú hefur kennt okkur margt.
Við eigum eftir að hittast aftur.
Hvenær það verður mun tíminn
leiða í ljós. En þangað til verðið þið
amma í hugum okkar allra.
Kveðja,
Bergný Jóna, Harpa Sif
og Guðrún Elísa.
ARNBERGUR
GÍSLASON
+ Arnbergur
Gíslason, bóndi
og verkamaður frá
Vinaminni á Borg-
arfirði eystra,
fæddist á Mýnesi í
Eiðaþinghá 25. jan-
úar 1905. Hann lést
á hjúkrunarheimil-
inu Garðvangi í
Garði hinn 30. apríl
síðastliðinn. Hann
ólst upp á Mýnesi,
Eyvindará og
Finnsstöðum. For-
eldrar hans voru __________
Gísli Björnsson
bóndi og Margrét Finnboga-
dóttir húsfreyja. Bróðir Arn-
bergs var Finnbogi, f. 1907, d.
1992, bæjarstarfsmaður á Seyð-
isfirði. Eiginkona Arnbergs var
Jóna Stefanía Ágústsdóttir,
húsfreyja, f. 24.11. 1915, d.
25.6. 1986. Hún var dóttir Ág-
ústs Ólafssonsar, sjómanns á
Borgarfirði eystra og k.h.
Margrétar Stefánsdóttur hús-
móður. Börn Arnbergs og Stef-
aníu eru: 1) Guðný Sigríður, f.
14.6. 1936, verslunarmaður í
Hafnarfirði, gift Ægi Bessasyni
kaupmanni og eiga þau fimm
dætur. 2) Margrét Lilja, f. 4.5.
1939, fiskvinnslukona í Breiðd-
al, gift Sigurði Magnússyni vö-
rubílstjóra og eiga þau fimm
börn. 3) Grétar Guðröður, f.
4.12. 1942, vinnuvélastjóri á
Flateyri, kvæntur Salome Jóns-
dóttur fiskvinnslukonu og eiga
þau eina dóttur. 4) Gísli, f. 23.3.
1946, skipstjóri í Sandgerði,
kvæntur Lovísu Þórðardóttur
skrifstofumanni og
eiga þau tvö börn.
5) Jóhanna, f. 18.12
1947, bankastarfs-
maður á Akranesi,
gift Jóni S. Hall-
varðssyni vélvirkja
og eiga þau þijú
börn. 6) Friðbjörg
Ósk, f. 1.2. 1954,
húsmóðir í Sand-
gerði, gift Sævari
Ölafssyni skipstjóra
og eiga þau þijár
dætur. 7) Rúnar
Ágúst, f. 7.8. 1959,
sjómaður í Sand-
gerði, kvæntur Ragnheiði Sig-
uijónsdóttur, starfsstúlku á
leikskóla og eiga þau þijú
börn.
Hann stundaði nám við Alþýðu-
skólann á Eiðum 1925-27. Um
skeið var hann bústjóri hjá
Páli Hermannssyni alþm. Hann
var í Jórvík í Hjaltastaðarþing-
há 1936-37 en hóf sjálfur bú-
skap í Vinaminni 1937 og var
þar bóndi til 1975. Auk þess fór
hann á margar vertíðir í Vest-
mannaeyjum. Arnbergur sat í
hreppsnefnd um árabil, starf-
aði mikið að verkalýðsmálum á
Austfjörðum og sat fjölda ASI-
þinga. Þá var hann um árabil
knattspyrnuþjálfari hjá UÍA
víða á Austurlandi. Árið 1975
flutti hann í Sandgerði þar sem
hann stundaði fiskvinnslu í
nokkur ár.
Útför Arnbergs fer fram frá
Hvalsneskirkju, á morgun,
föstudaginn 9. maí, og hefst
athöfnin klukkan 14.
BiAÐAUKI
BRUÐKAUP
í blíðu & stríðu
Vel skipulagður undirbúningur cr forsenda vel 1
brúðkaups og ánægjulegra minningá, en um
einstaklingar ganga árlega í lijónaband hér á 1
L:
í blaðaukanum BRÚÐKA.UP
í bKðn & stríðu verður íjallaö
um undirbúninginn fyrir
bntðlíaupið og vedsluiia, svo sem
boðskortin, hringaralið,
brúðaivendi og aðrar
brúðlíaupsslrre\1ingar.
Vikið verður að tísku í
brúðarfatnaði og hárgreiðslu-
meistarar gela línuna í
brúðaigreiðsliun ársins.
Birtar verða gimilegar
iqipskrifiir að pinnamat, tertum
og ýmsum lieituni réttmn.
Rætt verður \ið verðandi
brúðhjón og hjón sem haíaverið
gifttilQölda ára, aukviðtala við
fólk aflandsbyggðinni og víðar.
Pá verða brúðkaupsferðir
slcoðaðar, innanlands sem utan.
Suimudaginu 18. maí
Sldlaírestur aiiglv’shigajiaiiíaua er til ld. 12.00 mánudagimi
12. niaí.
Allar nánarl upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar
í sima 569 1111 eða í bréfasíma 569 1110.
■ kjarni málsins!