Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ gátu feimnislaust látið gamminn geisa um allt það sem kemur við kvikuna. Krýsuvík var vettvangur góðra stunda þar sem Sveinn leiddi okkur í sannleikann um málverkið og Jón Leifs, samspil lita og tóna. Þar gátum við í friði skoðað verk eins ástsælasta listmálara þjóðarinnar undir styrkri leiðsögn höfundar. Við komum allir á opnunardegi síðustu einkasýningar Sveins í Gerðarsafni. Þar virtum við fýrir okkur málverkin sem við þekktum í listasafni sem hæfir slíkum lifs- kúnstner sem Sveinn var. Sveinn lét sér fátt óviðkomandi. Hann smitaði okkur með mannbæt- andi lífsspeki sem okkur tekst von- andi að varðveita og miðla síðar til yngri manna. Kæru vinir, Dúddi, Lilja, Sveinn Andri og fjölskylda, við vottum okkar dýpstu samúð vegna fráfalls Sveins Björnssonar listmálara. Ari Edwald, Elfar Rúnarsson, Guðmundur B. Óiafsson, Helgi Jóhannesson, Jóhannes Albert Sævarsson, Smári Hilmarsson, Tómas Jónsson. Kæri vinur. Þá erum við einum færri í Út- lagaflokknum. Þú ert farinn heim. Nú er skarð fyrir skildi, þegar flokksmaður fellur frá í 13 manna skátaflokki. Minningarnar hrannast upp, enda engin furða eftir rúma 60 ára vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við vorum ekki nærri alltaf sam- mála en það bara styrkti vináttuna. Þú komst til Eyja 8 ára gamall með fjölskyldu þinni frá Skálum á Langanesi og upp frá því hófst vin- átta okkar. Við gengum saman í skátafélag- ið Faxa 1939, ég 13 og þú 14 ára. Það undum við okkur vel við leik og störf. En það var ekki til setunn- ar boðið á þessum árum, lífsbarátt- an var hörð og þú valdir að fara til sjós. Þú sigldir milli Eyja og Englands lengstan hluta af stríðsár- unum á 60 tonna báti, Skaftfell- ingi, og það hefur ekki verið alltaf dans á rósum fýrir ykkur áhöfnina í þessum ferðum í misjöfnum veð- rum og á einu mesta hættusvæði á styijaldarárunum, en harkan og viljastyrkurinn var fyrir hendi. Við fluttum svo samtímis úr Eyjum til Reykjavíkur 1945, þú til að fara í Stýrimannaskólann og ég í Loft- skeytaskólann. Um haustið gengum við svo saman í Útlaga og störfuð- um þar alla tíð síðan. Síðasti fundur okkar í flokknum var núna 15. apríl, en þá var greini- lega mikið af þér dregið. Fljótt kom í ljós hjá þér list- hneigð, þú teiknaðir og litaðir margar fallegar myndir á barna- skólaárum okkar, en þú lagðir þessa iðkun af um tíma en byijaðir aftur að mála upp úr 1950 og varst óhræddur að prófa nýjar leiðir. Við ræddum oft um list og lista- stefnur og fyrir mörgum árum ságði ég við þig að mér hefði líkað betur hvernig þú málaðir áður en þú gerð- ir nú. En þá sagðir þú. „Ég skal segja þér, Bebbi, ég mála eins og mér sýnist,“ og það hefur þú svo sannarlega gert. Þú hefur engan látið hafa áhrif á þig og verið einn í þinni leit á listabrautinni. Það kvöldar, Svenni, þú ert kominn heim í örugga höfn á undan áætlun og ég er þess full- viss að hinn hæsti höfuðsmiður hefur tekið vel á móti þér og hefur ekkert við það að athuga, þótt þú haldir áfram að mála eins og þér sýnist. Vertu margblessaður, vinur. Þinn, Berent. Húsið í Krýsuvík, Sveinn á tröpp- unum, skúlptúrar hans í garðinum, Sveinn við eldhúsborðið, reykjandi pípuna, hugsandi á svip. Að kvöldi sama dags, að lokinni máltíð hjá okkur Ingibjörgu, Sveinn sitjandi í stofunni með stelpumar í fanginu, *Ama Hrönn tortryggin en fann hlýju og traust þegar á leið. Hún og Bjösson urðu mestu mátar og höfðu hvort gaman af öðru. Ljósmyndir liggja fyrir framan mig og rifja upp dagpart sem við Sveinn Bjömsson áttum saman fýrir tæpum tveimur mánuðum. Við fór- um í Krýsuvík að líta eftir húsinu, þá hafði lengi verið ófært þangað og Sveinn orðinn óþolinmóður vegna þess. Átti von á að mýs væru í gild- mm hans en svo var ekki. Við létum okkur hafa það að fara lengri leiðina og fómm meðfram Hlíðarvatni. Það- an á Sveinn góðar minningar. Um kvöldið þáði Sveinn matarboð og sat síðan hinn rólegasti hjá okkur vel frameftir kvöldi. Þegar hér var komið, duldist eng- um þeim sem næst stóðu Sveini að hann var fársjúkur en þetta kvöld sá ég það blik í augum hans sem fékk mig til að trúa því að hann myndi sigrast á erfiðleikunum og við ættum eftir að eiga fleiri slíkar stundir saman. En í þetta sinn var Sveinn að glíma við andstæðing sem var ofjarl hans og var í fyrsta sinn yfirbugaður. Það hafði svosem fyrr verið reynt en ekki tekist. Fleiri myndbrot með Sveini koma fram í hugann, spjall yfir kaffíbolla á lögreglustöðinni, ýmislegt rætt, skoðanir skýrar og hvergi slegið af, ilmur af pípureyk. Golf á Hval- eyri með þeim bræðrum, Sveini og Sæmundi, stundum þjarkað um höggafjölda, sögð saga af holu í Grindavík sem slegin var í einu höggi. Fótboltaæfingar, lítið spáð í vörnina en þeim mun meira í að skora, kvartað yfir því að ekki væri gefið á hann þótt hann væri frír, ferð til Vestmannaeyja 1989 til að spila í landsmóti lögreglu- manna í fótbolta, ógleymanleg öll- um sem þar voru. Málningarvinna með Agli í Krýsuvík, þarf að klá- rast áður en fer að rigna, kjötsúpa að hætti Sveins í kvöldmat, kaffí og vindill á eftir. Loks síðasta minn- ingin, undirbúningur málverkasýn- ingar í Gerðarsafni og innilegt faðmlag við opnun hennar. Ég átti því láni að fagna að eiga samleið með Sveini Björnssyni um 10 ára skeið. Við vorum vinnufélag- ar og vinir og svo sannarlega sýndi hann mér vinsemd. Vissi líka að hann gat leitað til mín ef á þurfti að halda. Sveini fannst reyndar erf- itt að biðja um aðstoð, vildi ekki vera upp á aðra kominn. Öðrum en mér fer betur að lýsa uppvexti Sveins, lífshlaupi hans og afrekum á listasviðinu. Persónu- töfrar hans og mannkostir hans voru miklir, ég læt nægja að nefna þann kost sem mér líkaði best í fari Sveins, hann sagði sína mein- ingu við hvern sem var, hátt settan sem lágt og gekk hreint til verks. Sagði oft það sem aðrir vildu sagt hafa en höfðu ekki kjark til. Við Ingibjörg, Ásta Björk og Arna Hrönn þökkum Sveini sam- fylgdina og sendum ástvinum hans samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Sveins Bjömssonar. Árni Sigmundsson. Það var á sólríkum morgni í maí fyrir nær 40 árum að fundum okk- ar Sveins bar fyrst saman og það er aftur á sólríkum morgni í maí að ég skrifa þessi kveðjuorð til þess að þakka fyrir vináttu og samfylgd. Með Sveini Bjömssyni er genginn einn merkasti myndlistarmaður síð- ustu áratuga á ísiandi. Hann náði því sem flestir myndlistarmenn keppa að, en fáum tekst að höndla, en það er að ávinna sér persónuleg- an stíl, sem alltaf þekkist og geng- ur eins og rauður þráður gegnum lífsverkið þótt viðfangsefnin séu af ýmsum toga; jafnvel alveg ab- strakt. Að sjáifsögðu átti Sveinn sína áhrifavalda, einkum danska málara sem hann kynntist á náms- tíma sínum í „Akademíinu" í Kaup- mannahöfn. En úr þessum áhrifum tókst honum að vinna á þann hátt, að þau urðu honum fremur styrkur en íjötur. Myndheimur Sveins, hvort sem hann var innan ramma fantasíunnar eða byggður á endur- minningum frá sjómennsku fyrr á árum, var þar að auki alltaf reistur meira á innsæi og tiifinningu bams- ins en því lærða. Þetta sjálfsprottna og innilega, sem í raun og veru er andstæða við lærðar útlistanir, er það sem gefur myndum Sveins Björnssonar gildi. Honum tókst í myndlist sinni að varðveita í sér barnið og það er sjaldgæft; samt er fráleitt að myndir hans flokkist undir næva myndlist, sem svo er nefnd. í beztu myndum Sveins er eitthvað sem er og verður eilíft undrunar- og aðdáunarefni. Ég hygg að Listasafn íslands hafi ekki áttað sig á, eða borið gæfu til að koma auga á, list Sveins Bjömssonar svo sem vert hefði ver- ið. Aftur á móti er gleðilegt að sjá ýmsar stórfenglegar myndir Sveins í bönkum og fyrirtækjum. Fátt held ég þó að hafi angrað Svein minna en það, hvort einhvetjir fræðingar kunnu að meta hann. Honum var myndlistin ástríða; til hins síðasta talaði hann um hvað það væri gam- an að mála. Afköstin vom raunar kapítuli út af fyrir sig og vitnuðu bæði um ástríðuna og óvenjulegt þrek. Fyrir um áratugi taldi hann sig eiga um 1.500 myndir og þetta tókst Sveini með fullri vinnu, enda vildi hann fremur sjá sér og sínum farborða þannig og hafa fullkomið frelsi til þess að gera eins og hugur hans og ástríða kaus í listinni. Að selja mikið eða eignast peninga var honum ekki keppikefli og dæmigert þegar hann seldi eina og eina mynd, að þá fór hann með andvirðið og keypti eitthvað af öðrum málurum. Á þann hátt tókst Sveini að koma sér upp fjölbreyttu safni, sem sum- part var á veggjunum heima hjá honum í Köldukinninni og sumpart í húsinu í Krýsuvík, sem var í raun- inni annað heimili hans og vinnu- staður. í hlutverki lögreglumannsins kynntist ég Sveini ekki, en mikið orð fór af árangri hans þar og tök- um hans á því að upplýsa mál. Fljótt á litið mætti ætla að það hlutverk hæfði illa viðkvæmum listamanni og viðkvæmnin var vissulega fyrir hendi, því án hennar nær enginn árangri í neinni list. Saga sem Sveinn sagði mér sjálfur, lýsir hon- um vel í þessu hlutverki. Afar erfið- ur ungur maður hafði brotið af sér og kostaði það Svein töluvert harð- fylgi að fá hann til að játa. Jafn- framt gerðist það, sem kannski kemur undarlega fyrir sjónir, að ungi maðurinn fékk mikið traust á rannsóknarmanninum. Að lokinni afplánun á Litla Hrauni fór hann beina leið á fund Sveins til að ráð- færa sig við hann. Taldi hann sig eiga möguleika á vinnu á Akur- eyri, en hann ætti ekki einu sinni fyrir farinu norður. Skemmst er frá því að segja að Sveinn borgaði úr eigin vasa fargjaldið og lét hann þar að auki hafa upphæð sem átti að geta enst honum út mánuðinn. Bað hann svo bara að borga sér þetta þegar hann væri búinn að koma undir sig fótunum. Skemmst er frá því að segja, að nokkrum mánuðum síðar borgaði maðurinn skuld sína, kominn í fasta vinnu og að öllu leyti á græna grein. Þriðja hlutverk Sveins var sjó- mennska á togurum fyrr á ævinni. Það varð honum verðmætt í mynd- listinni síðar meir; þegar hann gat ausið úr brunni persónulegrar reynslu í mörgum og mögnuðum myndum af sjónum. Hann fjarlægð- ist þó hlutveruleikann með aldrinum og hélt fyrst inn á lendur skáldskap- arins í myndlistinni, þar sem Kiýsu- víkurmadonna horfír með alltsjáandi augum sínum á físka sem fljúga og báta sem eru ekki af þessum heimi. Það skáldskaparlega í myndlist Sveins náði að mínu mati hæst í myndröð með handskrifuðum ljóðum Matthíasar Johannessen; margar þeirra eru hreinar perlur. Öll þekkj- anleg fyrirbæri voru hinsvegar á bak og burt í myndum síðustu ára og í þá veru voru málverkin á síðustu sýningu Sveins í Gerðarsafni. Hann var heillaður af áhrifamætti litanna og lét þá kallast á sterklega; þróttur- inn í áferðinni hélzt til hinstu mynd- ar, þótt kraftar og úthald hefðu dvínað. Það hafði verið markmið Sveins að koma þessari sýningu upp, enda þótt hann væri dauðsjúk- ur. Þar stóð hann eins lengi og stætt var í anda þeirra garpa úr fornum sögum, sem aldrei bognuðu og helzt vildu deyja standandi. Að jafnaði er talið að menn hafi lokið hlutverki sínu 72 ára. Um Svein Björnsson má aftur á móti segja, að það er stór skaði fyrir íslenzka myndlist, að hann er allur. Miðað við kraft hans og ástríðuna sem aldrei kulnaði, hefði hann get- að átt verðmætan áratug eftir við listsköpun sína. Mikil eftirsjá er og í því að geta ekki notið samfylgdar hans og hressandi nærveru. Um árabil hafði Sveinn alið með sér þann draum að fá lóð uppi á hæð- inni ofan við kirkjugarðinn í Hafn- arfirði og byggja þar stóran skála yfír eitthvað af þeim fjölda mynda sinna sem varðveittar eru í geymsl- um og enginn sér. Hann var tilbú- inn til þess að selja húsið sitt og fórna öllu tiltæku fyrir þessa hug- sjón. Vonandi bera Hafnfirðingar gæfu til að hrinda henni í fram- kvæmd þótt síðar verði. Við Jóhanna þökkum fyrir ánægjulegar stundir með Sveini og Birgittu hér heima, á Kanaríeyjum og í Krýsuvík. Gísli Sigurðsson. Þá hefur lífsbók Sveins Björns- sonar verið lokað en í hugum þeirra sem áttu Svein að vini og vinnufé- laga lifir mynd af manni sem verð- ur okkur afar hugstæð. Sveinn var sérstakur maður um margt. Við fyrstu kynni var hann hijúfur en undir þessu yfirbragði bjó við- kvæmni og hlýja. Sveinn var ófeim- inn við að setja fram sínar skoðan- ir þó þær féllu ekki ávallt í góðan jarðveg og var þá sama hvort hann var að ræða um málefni sem voru honum hugleikin, málaralistina, lögreglumál eða önnur mál sem voru efst á baugi á hveijum tíma. Sveinn lagði mikla áherslu á það að hlúa vel að barninu í sjálfum sér og sagðist sækja þangað hugmynd- ir að ýmsu í sinni list. Sveinn fór ekki varhluta af því í sínu uppeldi að iifa við þröngan kost og vitnaði oft til þess hversu mikla virðingu hann bar fyrir móður sinni sem ól hann upp ásamt systkinum hans, fyrst á Skálum á Langanesi og síð- an í Vestmannaeyjum. Ekki er að efa að lífsbarátta þess tíma hafi sett mark á Svein. Sveinn var sjómaður á sínum yngri árum og tók stýrimannapróf frá Sjómannaskólanum en mesta hluta sinnar starfsævi eyddi hann í lögreglunni í Hafnarfirði eða í rúm 40 ár. Lengst af þeim tíma starfaði hann sem rannsóknarlögreglumaður og sem yfirlögregluþjónn. Margar skondnar sögur eru til af Sveini úr starfinu sem ekki verða sagðar hér, en munu lifa með vinnufélögum um ókomin ár. Hann gat verið hnyttinn í tilsvörum og átti það til að gefa mönnum sem höfðu lent af braut réttvísinnar föðurlegar ábendingar með tilvitnunum til bókmennta. Sveinn var áhugasamur um það að lögreglumenn iðkuðu holla og góða hreyfíngu og var frumkvöðull þess að lögreglumenn færu að etja kappi í íþróttum. Hann var mikill áhugamaður um knattspyrnu og stóð fyrir fyrsta innanhússmóti lög- reglumanna í þeirri íþróttagrein og var það haldið í Hafnarfirði. Hann var sjálfur þátttakandi langt fram eftir sjötugsaldrinum og minnast menn hans létts á velli með háum hnjályftum eftir að hann hafði sett mark hjá andstæðingunum, þótt einhveijum áratugum væru yngri en kempan. Gjarnan féllu þá léttar athugasemdir til viðstaddra um feg- urð marksins. Daginn sem Sveinn er jarðsettur verður sett innanhúss- mót lögreglumanna í knattspyrnu og bið ég lögreglumenn að minnast þessa fallna félaga með þeim létt- leika og skemmtun sem hann hafði af þátttöku í þessum mótum. Sveinn hafði ánægju af fleiri íþróttum og á seinni árum var hann virkur þátttakandi í golfi. Gaman var að heyra hann segja frá keppni við einstaka vinnufélaga og bræður slna. Skemmtileg saga er til af Sveini þegar hann var að hefja þátttöku í þessari íþrótt. Eitthvað hafði hann villst af leið eins og oft kemur fyr- ir nýliða og var búinn að stilla upp og ætlaði að slá. Þá segir einhver: „Sveinn, þú átt ekki að slá í þessa átt.“ Ekki stóð á svari hjá Sveini: „Ég slæ eins og mér sýnist." Sveinn stundaði málaralistina af miklum eldmóð og setti upp sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi 5. apríl síðastliðinn. Sveinn var allur daginn eftir að sýningunni lauk. Sveinn Björnsson var einstakur í sinni list- sköpun. Hann fór ekki troðnar slóð- ir og var þar eins og á öðrum vett- vangi ófeiminn að birta sínar hug- smíðar og hirti ekki um hvað gagn- rýnendur eða aðrir höfðu að segja um verkin. Hann taldi það ekki sjálfstæði í listinni að hlusta á ein- hveija krítikera þegar listamenn væru að skapa eigin hugsmíðar. Hann neitaði því að listamenn ættu að vinna verk sín eftir pönt- un. Á sýningunni í Gerðarsafni kom hann fólki á óvart eins og oft áður. Hann var ávallt að leita eftir ein- hveiju nýju og þar sýndi hann á sér nýja hlið og þróun sem hann hafði unnið að undanfarin misseri. Hugverk Sveins Bjömssonar munu lifa um ókomin ár. Sveinn sagði að menn hefðu oft undrast það hvað hann væri að gera í lögreglunni og um leið að fást við listina og hvers vegna hann snéri sér ekki alfarið að listagyðj- unni. Hann taldi það ekki skynsam- legt, vinnan fjörgaði ímyndunarafl- ið og verkin yrðu margbreytilegri. í Krýsuvík hafði Sveinn aðstöðu í rúmlega tvo áratugi. Þar er sá staður sem var honum mjög kær. Þar dvaldi hann langdvölum, sagð- ist koma I bæinn til að kaupa í matinn og skreppa í sund. í Krýsu- vík hef ég átt margar ánægjustund- ir með Sveini og þar kynntist ég honum fyrst. Þau kynni urðu síðan upphaf að kunningsskap og vináttu sem ég tel hafa verið forréttindi að njóta. Ég veit að Sveinn mat það mikils að honum var gert kleift að dvelja í Krýsuvík. Þegar ég kynntist Sveini, hafði hann misst eiginkonu sína, Sólveigu Erlendsdóttur, langt um aldur fram. Veikindi hennar höfðu sett mark á Svein. Sveinn ræddi veikindi sín en á honum var aldrei að heyra nokkra uppgjöf og hann var með áætlanir langt fram í tímann. Síðastliðin ár var Birgitta Engil- berts samferða Sveini í gegn um lífið. Ég vil fyrir hönd lögreglunnar og sýslumannsembættisins í Hafn- arfirði þakka Sveini Björnssyni þjónustu I rúm 40 ár og vináttu og tryggð sem hann hefur sýnt í gegn- um árin. Ástvinum Sveins Björnssonar eru sendar samúðarkveðjur. Ég og fjölskylda mín sendum ástvinum Sveins Björnssonar sam- úðarkveðjur og þökkum honum vin- áttu og hlýhug. Far í friði, kæri vinur. Egill Bjarnason. Málaranum Sveini Björnssyni var annt um harðsoðna ímynd sína, hann hafði gaman af að tala stór- karlalega um sjómennskuna, marg- háttuð afskipti af ýmsum delíkvent- um, og vankanta á þjóðfélaginu, sendi blöðunum iðulega ýmsar brýningar þar að lútandi. Sömuleið- is voru málverk hans mikil fyrir sér, ágeng, á stundum allt að því hranaleg. En engum þeim sem dvaldist með Sveini part úr degi í Krýsuvík duld- ist viðkvæm og elskuleg lund þess sem þar hafði tekið sér bólfestu í bláu húsi gegnt rauðum og kísilgul- um fjallsrana. Þar birtist mönnum náttúrubarn með augun uppfuli af himinblárri spurn, þar var skimað eftir ýmsum dyntum birtunnar í fjöllunum I kring, árstíðabundnum breytingum á grösum jarðar og hreyfingu á fuglum. Og í Krýsuvík varð gesturinn þess áskynja að allt að því ójarðneskir litimir í málverk- um Sveins og undarlegar verurnar sem birtust þar voru ekki einskær hugarburður, heldur aðeins að hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.