Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 65 BRÉF TIL BLAÐSIINIS Erfitt próf o g ósanngjarnt MESSURI DAG Frá Hörpu Hrund Berndsen og Herborgu Drífu Jónasdóttur: VIÐ ERUM í hópi þeirra fjölmörgu unglinga sem þreytti samræmnt próf í stærðfræði mánudaginn 28. apríl síðastliðinn. Eins og fram hefur komið var prófið mun lengra en á síðustu árum. Prófið var samtals 28 blað- síður og höfðum við þijár klukku- stundir til umráða. Dæmi eru um það að margir nemendur hafí ekki náð að ljúka prófínu á tilteknum tíma og erum við í hópi þeirra. Við getum fullyrt að meirihluti nem- enda í okkar skóla er óánægður með þetta próf og eru dæmi um það að fólk hafi setið grátandi yfir prófinu áður en próftíma lauk og jafnvel þurft að skilja eftir allt upp i sex óunnar blaðsíður. Við spyijum: „Er það eðlilegt?" Ekki nóg með það að fólk sé búið að leggja hart að sér í allan vetur til þess að ná góðri einkunn á þessu prófi heldur bitnaði þetta líka á enskuprófinu sem var daginn eftir, þvi margir voru svo miður sín yfir stærðfræði- prófinu að þeiri gátu ekki einbeitt sér nóg til að læra undir enskupróf- ið. Frá Marjatta ísberg í SUNNUDAGSBLAÐI Morgun- blaðsins (4. maí) reyna semjendur samræmdra prófa í stærðfræði að bera af sér sakirnar með því að skella skuldinni á stærðfræðikenn- arana sjálfa. Þeir spyija: „Er kannski tímabært fyrir stærðfræði- kennara að líta í eigin barm og skoða í hvaða farvegi stærðfræði- kennslan er? Er e.t.v. of mikil áhersla lögð á þjálfun tækniatriða, í stað þess að efla skilning á við- fangsefninu?" Mér finnst þetta sýna vanda ís- lenska kerfisins í hnotskum: Eng- inn virðist vita, hvað hinir gera. Og eiga börnin að gjalda þess? Próf- semjendur virðast vilja prófa í því, sem þeir telja að eigi að kenna í grunnskóla, ekki í því sem í raun og veru er kennt. Það er sem sé algjört sambandsleysi milli skóla- stiga. Hvernig á slíkt góðri lukku að stýra? Mín skoðun er sú, að próf sem sett eru fyrir nemendum í lok 10. bekkjar eigi að endurspegla inni- hald kennslunnar — ekki það sem prófsemjendur vilji að sé innihald Frá Unnsteini Jónssyni GREIN þessa skrifa ég vegna bréfs sem mér barst í dag frá skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra. Þar er það lagt fyrir mig að leggja fram kvittanir vegna lána, sem fram koma á eyðublaði vegna vaxta- gjalda með skattframtali mínu 1997. Það er vandalaust að leggja fram umbeðnar kvittanir. Það sem undrar mig mest er að starfsmenn skattstjóra þurfi og eyði tíma sín- um í að biðja um svona gögn. Aður en kom að því að fylla út skattframtal 1997 kom yfirlit frá Landsbanka íslands og Húsnæðis- stofnun ríkisins yfir þau húsnæðis- lán sem ég greiddi af á síðasta ári. Við útfyllingu skattframtals þurfti síðan að handfæra allar upp- lýsingar af þessu yfirliti yfir á eyðublað vegna vaxtagjalda, en Fjöldi krakka er búinn að eyða offjár í aukatíma í stærðfræði og náð sér jafnvel upp í ágætis ein- kunn sem er síðan fokin út í veður og vind vegna þess að þeir sem sömdu prófið gerðu mistök. í grein sem Morgunblaðið birti sl. sunnudag, þ.e. 4. maí, reyna höfundar prófsins að svara fyrir sig og þar kemur einnig fram að þess- ir sömu aðilar sömdu prófið í fyrra. Við höfum verið að fara yfir og vinna próf síðastliðinna ára og að okkar mati er þetta próf ekki sam- bærilegt þeim sem við höfum skoð- að. Þar sem þessir sömu aðilar sömdu bæði prófið í ár og í fyrra hljóta þeir að sjá verulegan mun á lengd þessara tveggja prófa og verða að gera sér grein fyrir því að ef prófið er lengt verður tíminn að vera í samræmi við það. Við vitum fyrir víst að við tölum örugglega fyrir flesta jafnaldra okkar og skaðinn er skeður og þetta verður aldrei bætt að fullu, en við vonumst til þess að eitthvað rót- tækt verði gert í þessu máli. HARPA HRUND BERNDSEN, HERBORG DRÍFA JÓNASDÓTTIR. Nemendur 10. bekkjar Hagaskóla. kennlunnar. Annað er algjört virð- ingarleysi gagnvart þeim þúsundum nemenda, sem þreyta prófin. Eða getur virkilega einhver heilvita maður hugsað, að annað gæti verið réttlætanlegt? Ef menn greinir á um hvað og á hvaða hátt eigi að kenna í grunn- skóla, þá á að leysa þann ágreining fyrr. Það fer ekki á milli mála, að samræmdu prófin í stærðfræði á þessu ári voru of löng, miðað við úrlausnartímann. Mér er sama, hvort orsökin sé í vitlausu innihaldi kennslunnar eða hjá prófsemjend- um. Það bitnar alveg nákvæmlega eins á nemendum. Og það er aldrei hægt að bæta nemendum þetta að fullu, hvaða reikningsaðferð sem er notuð. Það eina sem ég vona er að menn læri af reynslunni — og tali saman og samræmi aðgerðirn- ar. Ef við höldum bara áfram að hártogast getum við aldrei náð sömu færni og Singapúre-menn, drögumst enn meira aftur úr. MARJATTA ÍSBERG, móðir barns í 10. bekk; kennari við Holtaskóla í Keflavík. það eyðublað þarf að fylgja skatt- framtali. Það sem undrar mig hvað mest í þessu öllu er að það þurfi að vinna hlutina svona í því tölvuvædda þjóðfélagi sem við búum í í dag. Af hveiju er yfirlit yfir greiðslur húsnæðislána ekki líka sent til við- komandi skattstjóra? Þá væri t.d. nóg fyrir framteljanda að merkja við í reit á skattframtali að yfirlit sé rétt, ef yfirlit væri ekki rétt eða vantaði á það t.d. lántökukostnað þá þyrfti framteljandi að fylla út eyðublað vegna vaxtagjalda. Mín skoðun er sú að það hljóti að vera hægt að nota tölvukerfin við að safna saraan svona upplýs- ingum og nota mannaflann frekar til að reyna að finna þá sem svíkja undan skatti. UNNSTEINN JÓNSSON, Smárahlíð 5L, Akureyri. Guðspjall dagsins: Ég er hinn sanni'vínviður. (Jóh. 15) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Bjarni Arason syngur einsöng. Að guðsþjónustu lokinni býður Safnaðarfélag Ásprestakalls eldri borgurum til samsætis í safnaðarheimili Áskirkju. Ein- söngur, kór og almennur söng- ur. Kirkjubíllinn ekur. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Ræðumaður frú Áslaug Friðriksdóttir. Sýning á munum úr starfi aldraðra. Kirkju- kaffi. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson, fyrr- verandi sóknarprestur í Hvera- gerði, prédikar. Sr. Hjalti Guð- mundsson þjónar fyrir altari. Signý Sæmundsdóttir óperu- söngkona syngur einsöng. Dómkórinn syngur. Organleikari Bjarni Jónatansson. Eftir messu er kirkjugestum boðið til kaffi- drykkju á Hótel Borg, þar sem Signý Sæmundsdóttir syngur fyrir gesti. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 14. Prestursr. HalldórS. Grönd- al. Sóknarnefnd býður veitingar í safnaðarheimilinu eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11 á degi aldraðra. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Ferð með öldr- uðum eftir messu. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 14. Kvöldvökukórin syngur undir stjórn Jónu Kristínar Bjarnadótt- ur. Organisti Pavel Manasek. Veitingar í safnaðarheimilinu eftir messu. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjón- usta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. OrganistiJón Stefánsson. Eldri borgarar flytja hugvekju, syngja einsöng og leiða almennan söng. Kaffi í boði Kvenfélagsins eftir messu fyrir aldraða í sókninni og Bæjar- leiðabílstjóra. LAUGARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Eldri þorgurum sérstaklega boðið. Kór Laugar- neskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Kirkjukaffi að lokinni guðsþjónustu. Kór Laugarneskirkju lýkur vetrar- starfi sínu með tónleikum í kirkj- unni kl. 16. Á tónleikunum koma fram auk kórsins, einsöngvar- arnir Þorvaldur Halldórsson, Jó- hanna Linnet og Bára Kjartans- dóttir. í gospellögunum leikur djasskvartett undir stjórn Gunn- ars sem leikur á píanó en aðrir meðlimir hans eru Sigurður Flosason á saxófón, Tómas R. Einarsson á kontrabassa og Matthías M.D. Hemstock sem leikur á trommur. Aðgangur er ókeypis. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Frank M. Halldórs- son. Djákni Kristín Bogeskov. Litli kórinn syngur. Stjórnandi Inga J. Backman. Organisti Reynir Jónasson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 14. Klemens Jónsson leikari prédikar. Organisti Vera Manasek. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Eftir messu verður veislukaffi í safnaðarheimilinu. Börn úrTón- listarskóla Seltjarnarness leika á hljóðfæri og leikið á harmoníku undir almennum söng. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Páll Gíslason læknir flytur stólræðu, en prestar Ár- bæjarsafnaðar þjóna fyrir altari. Organleikari Kristín G. Jónsdótt- ir. Barnakór Árbæjarkirkju syng- ur auk kirkjukórsins, stjórnandi Margrét Dannheim. Halla Jónas- dóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja tvísöng. Samvera eldra fólks í safnaðarheimilinu eftir Dagnr aldraðra guðsþjónustuna. Dagskrá og kaffiveitingar í þoði Soroptomis- félags Árbæjar. Sýning á handa- vinnu sem eldra fólk hefur unnið í Opnu húsi í vetur. DIGRANESKIRKJA: Sameigin- leg guðsþjónusta Digranes- og Hjallasafnaðar kl. 14. (ath. breyttan messutíma). Sr. Gunn- ar Sigurjónsson, sr. Kristján Ein- ar Þorvarðarson, sr. íris Kristj- ánsdóttir og sr. Magnús Guð- jónsson þjóna. Söngvinir syngja. Kaffi eftir guðsþjónustuna. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson prédikar. Guðlaug Ragnarsdóttir les ritningar- lestra. Sr. Hreinn Hjartarson og sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjóna fyrir altari. Gerðuberg- skórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar. Organisti Lenka Mátéová. Einsöngur: Ragnheið- ur Guðmundsdóttir. Kaffiveit- ingar í lok guðsþjónustunnar. GRAFARVOGSKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Ræðumað- urdr. Sigurbjörn Einarsson bisk- up. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Harðar Bragasonar organista. Unglingakór kirkjunn- ar syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Kaffisamsæti eftir guðsþjónustu í boði safnað- arfélagsins og sóknarnefndar. Kórarnir flytja dagskrá. HJALLAKIRKJA: Sameiginleg guðsþjónusta Hjalla- og Digra- nessafnaðar verður í Digranes- kirkju kl. 14. Prestar safnaðanna þjóna ásamt sr. Magnúsi Guð- jónssyni. Kaffi í safnaðarheimili Digraneskirkju eftir guðsþjón- ustuna. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Elín Jónsdóttir og Valdimar Lárusson lesa ritn- ingarlestra. Sr. Stefán Lárusson þjónar fyrir altari ásamt sóknar- presti. Kirkjukór Kópavogskirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Kaffi í safnaðarheimilinu Borg- um eftir guðsþjónustuna í boði Vinafélags Kópavogskirkju. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Árni Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur, prédikar. Kirkju- kaffi eftir guðsþjónustuna. FRÍKIRKJAN, Rvík: Messa kl. 14. Fermd verða: Borgný Har- aldsdóttir, Smárarima 14 og Helga Dagbjört Kristjánsdóttir, Kleppsvegi 66. Organisti Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðar- prests. KAÞÓLSKA KIRKJAN: KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur í dag kl. 10.30 og kl. 14. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa í dag kl. 18.30. GARÐABÆR, Holtsbúð 87: Messa í dag kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa í dag 10.30. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa í dag kl. 8.30. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa í dag kl. 10. KLETTURINN: Kristið samfélag, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Samkoma sunnudag kl. 16.30. Jón Þór Eyjólfsson prédikar. Barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauð- arárstíg 26, Reykjavík. Guðs- þjónusta í kvöld kl. 20. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnars- son. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ásmundur Magnússon. Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Finnskur stúlknakór syngur við guðsþjónustuna. Aldraðir sérstaklega boðnir vel- komnir. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Öldruðum sérstaklega boðið í kirkju og til kaffisamsætis í Gaflinum. Prest- ur sr. Þórhildur Ólafs. Organisti Natalía Chow. Veislustjóri í Gafl- inum: Sveinn Guðbjartsson. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sigurður Ragnars- son, guðfræðinemi prédikar. Kór eldri borgara „Vorboðamir" koma í heimsókn og syngja nokkur lög undir stjórn Páls Helgasonar. Jón Þorsteinsson. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Félags aldraðra á Suðurnesjum syngur undir stjórn Agotu Joó. Kleinur og kaffisopi í safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Aldraðir sér- staklega boðnir velkomnir. Bald- ur Rafn Sigurðsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 14. Altarisganga. Helgistund á Garðvangi kl. 15.30. Sóknarprestur. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 11 á Heilsu- stofnun NLFÍ. Susuki nemendur Tónskóla Sigursveins leika í at- höfninni. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. Eldriborgarar í Garðabæ koma í heimsókn. Kaffiveitingar að lok- inni messu. Sóknarprestur. ODDAPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Oddakirkju kl. 14 á vegum ellimálanefndar Rangár- vallaprófastsdæmis. Séra Sváfnir Sveinbjarnarson pró- fastur prédikar. Eldri borgarar í prófastsdæminu sérstaklega boðnir velkomnir. Að guðsþjón- ustu lokinni býður héraðsnefnd Rangárvallaprófastsdæmis kirkjugestum til kaffidrykkju og skemmtidagskrár í Hellubíói. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Guðsþjónusta kl. 14. Eldri borg- arar lesa texta og bænir en ung- menni úr Tónlistarskóla Vest- mannaeyja leika á hljóðfæri. Að messu lokinni býður Kvenfélag Landakirkju eldri borgurum í messukaffi í safnaðarheimilinu. Boðið upp á akstur frá Hraun- búðum. HVAMMSTANGAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Eldri borg- arar aðstoða við helgihaldið með upplestri úr Ritningunni. Kirkjukór Hvammstanga syngur undir stjórn Helga S. Olafsonar, organista. Guðsþjónusta á Sjúkrahúsinu kl. 15.15. Sr. Ág- úst Sigurðsson messar. Söng- fólk úr kór Víðidalstungukirkju syngur undir stjórn Guðmundar St. Sigurðssonar, organista. Kristján Björnsson. TJARNARKIRKJA: Almenn guðsþjónusta kl. 17. Sameigin- leg með Vesturhópshóla- og Breiðabólsstaðarsóknum. Sér- staklega beðið fyrir vorkomunni. Kristján Björnsson. AKRANESKIRKJA: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukaffi í safnaðarheimili eftir messu. Aldraðir sérstaklega boðnir vel- komnir. Björn Jónsson. Ferming 8. maí Ferming í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Fermdar verða: Borgný Haraldsdóttir, Smárarima 14. Helga Dagbjört Kristjánsdóttir, Kleppsvegi 66. Ferming í Torfastaðakirkju i Skálholtsprestakalli kl. 11. Prest- ur sr. Guðmundur Óli Ólafsson Fermdur verður: Rúnar Bjarnason, Brautarhóli, Biskupstungum. Eru bæði stærðfræði- kennarar og prófsemj- endur á villigötum? Nútíma skattkerfi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.