Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 33 Sönghátíð Hrunamanna SÖNGHÁTÍÐ Hruna- manna verðurí Félags- heimilinu á Flúðum í Bisk- upstungum í kvöld klukk- an 21.. Koma þar fram bæði kórar, einsöngvarar og hljóðfæraleikarar. Ed- ith Molnár hefur haft veg og vanda af að æfa mörg þau atriði sem þarna eru á dagskrá. Hún stjórnar nú mörgum kórum, svo sem Vörðukórnum, ný- stofnuðum karlakór, barnakór og kór aldraðra og koma fjórir ólíkir kórar sem hún stjórnar fram á sönghátíðinni. Undirleik- ari er Míklós Dalamay. Eiríkur Ágústsson er í þremur af fyrmefndum kóram. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði mest lítið sinnt kórstarfi þar til nú, síðan hann söng í ýmsum skóla- kórum á námsárum sínum. Hann ólst upp við ríka tónlistarhefð í Birt- ingarholti, en afi hans var Sigurður Ágústsson. Lög eftir Sigurð verða m.a. sungin á sönghátíðinni og einnig lög eftir Loft Lofts- son sem lengi var tónlist- arkennari þar eystra. Ei- ríkur Ágústsson er rækt- unarstjóri hjá Flúðasvepp- um, en sinnir kórstarfinu þtjú kvöld í viku og starf- ar auk þess að margvís- legum félagsmálum í sinni sveit. Um hundrað manns eru í kórstarfi í Hrana- mannahreppi og nágrenni og hefur sönglífið í sveit- inni tekið mikinn ijörkipp á undanförnum tveimur árum. Að sögn Eiríks eru nokkuð margir í mörgum kórum og hefur fólkið haft hina mestu ánægju af þessu starfi þótt flest af þessu fólki hafi lítið eða ekkert lært í tónlist. Guð- mundur Gils Einarsson í Auðsholti hefur samið marga af þeim textum sem sungnir eru við erlend lög á hátíðinni. Sönghátíð Hruna- manna var haldin í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast svo vel að ástæða væri til að hafa sönghátíð líka í ár. Eiríkur Ágústsson Edith Molnár Slæðudag- ar í Sneglu listhúsi ÁRLEGIR slæðudagar i Sneglu listhúsi verða 2.-23. maí. Þarna verður til sýnis og sölu það nýj- asta í hönnun á silkislæðum og sjölum eftir sjö textíllistakonur listhússins. Listakonurnar eru Björk Magnúsdóttir, Erna Guðm- arsdóttir, Helga Pálína Brynj- ólfsdóttir, Hrafnhildur Sigurðar- dóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Jóna Sigríður Jónsdóttir og Þur- íður Dan Jónsdóttir. Snegla er opin virka daga frá kl. 12-18 og kl. 10-14 á laugar- dögum. SLÆÐUR og sjöl verða til sýnis í Sneglu listhús. Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Pálmadóttir segist vilja veita Kvennakór Reykjavíkur frelsi, hann sé kominn á legg og því sé kominn tími til að hún dragi sig í hlé. KVENNAKÓR Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholts- kirkju á morgun, föstudag, kl. 20.30 og á laugardaginn og sunnudaginn kl. 17. Þetta er í fimmta skipti sem kórinn heldur vortónleika og hefur Margrét Pálmadóttir, sem er stofnandi kórsins, verið stjórnandi á öllum þeirra. Þetta er hins vegar í síð- asta sinn sem Margrét stjórnar kórnum að sinni en hún hyggst draga sig í hlé frá starfsemi hans. „Mitt viðhorf er það að stofn- andi fyrirbæris eins og kórs eigi ekki að starfa lengur með honum en í fjögur til sex ár; þá er hann búinn að gera það sem hann get- ur og á að leyfa öðrum að kom- ast að. Maður verður eiginlega of ráðandi eftir svona mörg ár og kórinn verður að fá tækifæri til að þroskast áfram. Það er kominn tími til að veita kórnum frelsi, hann er kominn á Iegg og því tími til kominn að ég dragi mig í hlé. Það mun því önnur kona taka við kórstjórninni næsta vetur, Sigrún Þorgeirs- dóttir, söngkona og eðlisfræðing- ur. Hún er yngri en ég og mennt- uð í öðrum heimshluta líka, það Síðustu tónleikar Margrétar að sinni er í Bandaríkjunum, og mun því væntanlega koma með nýja strauma inn í kórstarfið. En þótt ég sé að draga mig í hlé vona ég auðvitað að kórinn muni kalla á mig aftur við eitthvert tæki- færi.“ Margrét segist munu sakna Kvennakórs Reykjavíkur. „Það verður að segjast eins og er að þessi kór hefur hlotið langmesta athygli allra kvennakóra hér á íslandi fyrr og síðar. Samt var hann ekki sá fyrsti, það var til Kvennakór Slysavarnafélagsins og Suðurnesja og fleiri áður en við fórum af stað. Kvennakópr Reykjavíkur hefur verið sérstak- ur, til dæmis að því leyti að í honum hafa aldrei verið færri en 120 konur á hverjum tíma og þess má geta að á tónleikunum um helgina koma fram á fjórða hundrað kvenna. Þetta hefur því verið mjög skemmtilegur tími.“ Margrét segist vitanlega ekki vera hætt að starfa í tónlist eða með kórum. „Ég segi ekki alveg skilið við Kvennakór Reykjavík- ur því ég mun halda áfram að stjórna litlum hópum á hans veg- um og einnig einbeita mér að barnastarfi. Ég mun svo halda áfram að starfa með konum í kórum, bæði með formlegum kórum og óformlegum hópum. Næsta vetur mun ég starfa með Vox Feminae sem ég stofnaði reyndar samtímis Kvennakór- Reykjavíkur en hans bíða mörg og spennandi verkefni." Einsöngvarar tónleikanna um helgina vera Björk Jónsdóttir, Jóhanna Linnet, Jóhanna Þór- hallsdóttir og Signý Sæmunds- dóttir. Gestir tónleikanna eru aðrir sönghópar sem starfa und- ir merki Kvennakórs Reykjavík- ur; Léttsveit Kvennakórs Reykja- víkur, Vox Feminae, Senjorítur, Kórskóli Kvennakórs Reykjavík- ur og Stúlknakór Reykjavík- Eldað að ítölskum hætti KVIKMYNDIR Kringlubíó VEISLAN MIKLA (BIG NIGHT) ★ ★ ★ Leikstjóri Stanley Tucci og Camp- bell Scott. Handrit Joseph Tropiano og Stanley Tucci. Kvikmyndatöku- stjóri Ken Kelsch. Tónlist Gary Di Michaele. Aðaileikendur Stanley Tucci, Tony Shalhoub, Isabella Ross- elini, lan Holm, Minnnie Driver, Campell Scott. 107 mín. Bandarísk. The Samuel Goldwyn Company 1996. ‘ SÚ ÁNÆGJULEGA staðreynd að Veislan mikla er sýnd á almenn- um sýningum er enn ein staðfest- ingin á því að við erum kvikmynda- þjóð. Er þess fullvis að þessi litla en athyglisverða smámynd hefur hvergi komist inná jafnlítinn mark- að og hér og efa það reyndar stór- lega að hún hafi verið keypt til dreifingar á almennum sýningum víðast hvar utan Bandaríkjanna. Innkaupastjórar íslenskra kvik- myndahúsa hafa margoft sannað að þeir eru með á nótunum og okkur, gestunum, sé treystandi. Sjálfsagt fá þeir launað fyrir áhættuna í mörgum tilvikum og vonandi verður raunin sú hvað snertir Veisluna miklu. Umfjöllunarefnið er listrænn metnaður og mannleg samskipti. Bræðurnir Secondo (Stanley Tucci) og Primo (Tony Shalhoub)_ eru veitingamenn sem flytja frá Ítalíu til New Jersy til að kynna Band- ríkjamönnum það besta í elda- mennsku síns heimalands. Það hefur ekki gengið eftir. Primo er listamaður í eldhúsinu og vill ekk- ert slá af kröfum matargerðarlist- arinnar sem viðskiptavinir hans bera ekki minnsta skynbragð á - en vilja sitt skyndijukk. Bróðir hans, þjónninn Secondo, reynir að fá hann til að opna augun fyrir þessum augljósu staðreyndum, því ekki þarf annað en að líta yfir götuna, þar sem landi þeirra, Pasc- al (Ian Holm), rekur veitingastað sem jafnan er troðfullur útúr dyr- um. Munurinn er sá að Pascal eld- ar það sem fólkið viil (og Primo kallar óæti) en Primo það sem hann vill að fólkið borði. Áð undir- lagi Pascals halda þeir svo mikla sælkeraveislu, hún er síðasta tromp bræðranna í baráttunni um viðskiptavininn. Það leynir sér ekki hvers vegna þessi dvergvaxna mynd náði ótrú- Íegum og óvæntum vinsældum í heimalandinu. Að hætti ítalskra matargerðar er myndin búin til úr fyrsta flokks hráefni, er metnaðar- full, listræn, rómantísk, ástríðu- full, holl og góð og síðast en ekki síst, bragðið einkar ánægjulegt og skilur eftir góðar minningar. Á yfirborðinu snýst allt um mat og matargerðarlist, Veislan mikla fjallar þó engu að síður um þjóða- reinkenni, hefðir, uppeldi og lífs- stíl. Primo vill engu breyta. Sec- ondo er maður tækifæranna, sér þau í nýju umhverfi og vili virkja þau. Báðir eru þeir frábærlega vel leiknir, en leikurinn er eitt aðals- merki þessarar hlýju og skemmti- iegu myndar. Það hefur verið gam- an að fylgjast með Tucci, eftir að maður kom fyrst auga á hann í smáhiutverki í gamanmyndinni góðu Small Change. Ekki alls fyrir löngu átti hann svo stjörnuleik í The Kiss of Death, annarri gæða- mynd. Um þessar mundir fer hann með hlutverk í nýjustu gamanmynd Woody Allens og fyrstu mynd Danny (Trainspotting) Boyle í Bandaríkjunum, sem sagt á grænni grein. Hann stendur sig ekkert síð- ur í handritshöfundar- og leik- stjórnarhlutverkinu, þar sem hann nýtur hjálpar Campbelis Scott, son- ar George C. Myndin er afar vel mönnuð hvort sem er framan eða aftan við tökuvélarnar og það er mikið gaman að sitja til borðs með þessum úrvalsmannskap. Sæbjörn Valdimarsson Prentvilla ? \ \ ■■ ■ Aldeilis ekki og nú bjóðum við enn betri verð í BT. Tölvum Pentium 133 megariða HP 400 litaprentari Athugið, takmarkað magn ! HP 690 iitaprentari Athugið, takmarkað magn ! Frábær eins hylkja litaprentari 600 x 600 pát i svörtu 600 x 300 pát í lit Prentar 4 bls á mín í svörtu Prentar 2 blf Nettur og fyrirfBrðariitill Tilbað á föstudag 10.990 kr HtQiV/wwwJmoluitrJs B.T. Tölvur 16 mb innra minni 2 mb skjaknrt 12 hraða geisladrif 25 watta hátalarar Lyklabarð og mús 5 frabærir islenskir leikir Windnws 55 fylgir með Frábær tvaggja hylkja litaprentari 600 x 600 pát í svörtu 600 x 300 pát i lit Prentar 5 bls á min í svörtu Prentar 2.5 bls á min i lit Tekur Ijósmyndahylld GransásvBgur 3 -108 Reykjavík Sími: 588 5900 - Fax : 588 5305 Opnunartími virka daga : 10:00 -19:00 Opnunartími laugardaga : 10:00 -18:00 133 mhz Intel örgjörvi Intel Tritan II430VX kubbas. PT2006 FIC móðurbarð 1280 mb harður diskur 16 bita hljóðknrt 14' hágæða litaskjár 99.990 kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.