Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens B6 V&&AP <StæA etrr- HVAÐÍþl/l! Grettir Ljóska Smáfólk D0 ME A FAVOR..60 A5K ,*PiGPEN"U)l4‘t' ME D0E5M'T WEAR A BA5EBALL CAP.. TWE MANAGER WANT5 TO KNOW U)HV VOU DON'T WEAR A CAP.. ic HE 5AID HE D0E5N'T UJANT • TO MU55 UP HIS HAIR.. Gerðu mér greiða ... farðu og Stjórinn vill fá að vita af hverju Hann sagðist ekki vilja rugla hár- spyrðu „Sóða“ hvers vegna hann þú ert ekki með húfu. inu. sé ekki með hornaboltahúfu. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hverjir náðu í Maísljörnuna? Seinasti apríl. HEYKIÐ J. GHUNO'S .tlirl. Mraika i.Ul.iUI. *»0 a*THCMUI UUO . M> ki. 1*1 •,■„ 1, : NAFTA^ 1 NAFTA 30 nuru : ULsrJORARi nToom VBUII •louirim »10 NAFTA KFNALAUOIN OUESIR FhhI ( ölliiin vrr/.limiiin. Frá Arna Björnssyni: FRÓÐLEGT var að lesa frásögn Péturs Péturssonar 1. maí af heim- sókn hans til Halldórs Laxness í Gljúfrasteini vorið 1987 til að spyrja hann um tilurð kvæðisins Maí- stjörnunnar. Áður en Hús skáldsins var sýnt í Þjóðleikhúsinu veturinn 1981-82 með sönglögum Jóns Ásgeirssonar var ljóðið langt frá því öllum kunn- ugt og auk þess misvel þokkað eft- ir stjórnmálaskoðunum manna. En á seinasta hálfum öðrum áratug hefur það orðið alþjóðareign. Ýmsir hafa gaman af að vita sem gerst um tildrög þekktra ljóða. Mig lang- ar því að bæta við nokkrum molum um þetta sama kvæði sem mér tókst að tína saman vorið 1984, sama árið og Halldór Lax- ness gaf út sein- ustu bók sína, Og árin líða. Veturinn 1983-1984 ann- aðist ég á hálfs- mánaðar fresti þátt í útvarpinu sem hét Fyrir minnihlutann. Hinn síðasti þeirra var 5. maí og snerist að miklu leyti um áðurnefnt ljóð og þau lög sem þá höfðu mér vitanlega verið samin við það og voru eftir Jakob Hallgrímsson, Árna Johnsen, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. I samtali sínu við Pétur ítrekar Halldór að hann muni hvorki hvaða maður hafi beðið sig um kvæðið né sótt það til sín, og þarf svosem engan að undra. Nú vildi svo til að mörgum árum áður en ég undirbjó fyrrnefndan þátt hafði Gunnar Öss- urarson (1912-1988) trésmiður frá Kollsvík sagt mér frá því, að hann hefði verið þar að verki ásamt Ás- geiri Blöndal Magnússyni (1909- 1987), síðar ritstjóra Orðabókar Háskóia íslands. Báðir voru þeir árið 1936 í Sam- bandi ungra kommúnista og Ásgeir í forystu. Gunnar var sendur til Halldórs á Vesturgötuna til að reyna að fá hjá honum eitthvert meira efni í 1. maí-blað Rauða fán- ans sem ungkommar gáfu út á þessum árum. Halldór kvaðst vera önnum kafinn upp fyrir haus, hann væri að skrifa hundrað bækur. „En eitthvað verð ég að gera fyrir ykk- ur,“ sagði hann samt, og með það fór Gunnar. Nú leið tíminn fram undir sein- asta apríl. Þá loks hringdi Halldór í Ásgeir og sagðist vera búinn að setja saman kvæði sem brúka mætti í blaðið. En þá var þegar búið að prenta allt blaðið nema kápusíðurn- ar. Ljóðinu var því á síðustu stundu holað niður innan á aftari kápusíðu ofan við auglýsingar um Grunos píputóbak, Nafta-bensín og efna- L*n6 eru crflAlr liiimr. Verzlið við þá sem auglýsa I Rauða fánanum MAÍSTJARNAN sem upphaflega var birt í Rauða fánanum. laugina Glæsi. Og í flýtinum láðist að setja nafn skáldsins undir það. Þegar ég hafði viðað að mér þessum upplýsingum með aðstoð Gunnars og Ásgeirs herti ég upp hugann og hringdi til skáldsins í Gljúfrasteini til að bera málið undir hann. Hann var hinn ljúfasti og kvað allt geta staðist, þótt hann hefði ekki lagt atburðarásina sérstaklega á minnið. „Um þetta leyti hugsaði ég ekki um annað en Ólaf Kárason. Og satt best að segja var skáldskapurinn ekki alltaf burðugur hjá honum Magnúsi blessuðum [Hjaltasyni], svo maður þurfti ss:_____________ svolítið að hjálpa honum til.“ Síðan fór Halldór að spyija um lögin sem ég ætlaði að nota og sagði í því samhengi: „Það er nú helst þessi frá ísafírði, sem kemst eitt- hvað nálægt þessu.“ Eg reyndi að leyna fávisku minni, því ég hafði ekki fyrr áttað mig á því að Jón Ás- geirsson væri frá fsafírði. Ég fór því að tala um lag Atla Heimis, sem mér sjálfum þótti skemmtilegt, en það kannaðist Hall- dór ekki við, enda hafði það þá ekki enn verið sungið í útvarpi. En í fram- haldi af þessu segir Halldór: „Þeim finnst víst ekki upphaflega lagið nógu merkilegt?" „Hvað lag er nú það?“ spurði ég dolfallinn. „Það var alkunnur slagari á fjórða áratugnum sem ég var með í huganum,“ segir hann og raulaði lagið strax fyrir mig í símann. Mikið þótti mér þá slæmt að hafa ekki segulband tengt við símtólið, og ekki kunni ég við að biðja skáldið að endurtaka söng- inn. Örð þau sem höfð eru eftir Halldóri hér að framan eru því eftir hvikulu minni. Sem betur fer bjarg- aði Pétur Pétursson söng Halldórs þremur árum seinna. Nefna skal eitt dæmi þess hversu skammt er síðan alþjóðarsátt varð um þetta Ijóð Halldórs. Sumarið 1985 var haldinn hér norrænn safn- mannafundur. Seint í lokahófinu var einsog fara gerir tekið að syngja ýmis lög frá öllum Norðurlöndum og urðum við Sveinn Einarsson eink- um til að stýra söng heimamanna. Meðal annars völdum við Maístjörn- una, enda hafði Sveinn nokkrum árum áður sett saman leikgerðina af Húsi skáidsins. Síðar um kvöldið átaldi mætur íslenskur vísindamaður mig harðlega fyrir að vera að þröngva sér og öðrum góðum mönn- um til að syngja kommúnistakvæði og það fyrir framan útlendinga! Sjálfum hefur mér reyndar ætíð fundist Maístjaman fremur vera ástarljóð en baráttukvæði. ÁRNI BJÖRNSSON, þjóðháttafræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.