Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 52
AUK / SÍA k844-20 52 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ * - •«, *-í LÁRA G UÐNADÓTTIR + Lára Guðna- dóttir fæddist á Búðum í Fáskrúðs- firði 7. febrúar 1914. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík hinn 30. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guðni Stefánsson, versl- unarmaður á Fá- skrúðsfirði og í Reykjavík, f. 19. október 1885, d. 6. mars 1954, og Val- gerður Björnsdótt- ir, húsfreyja, f. 2. júni 1881, d. 6. júní 1970. Systkini Láru voru: Margrét, f. 12. janúar 1910, d. 8. júní 1961, gift Benedikt Sveinssyni, og Stefán, f. 5. ágúst 1911, d. 3. apríl 1988, kvæntur Onnu Þórarinsdóttur. Sonur Láru og Stef- áns Gíslasonar versl- unarmanns, f. 7. maí 1912, d. 27. júní 1942, er Valgarður, f. 2. júní 1939, kvæntur Ingi- björgu Rannveigu Guðlaugsdóttur, f. 3. júlí 1939. Fósturdóttir Valgarðs og dóttir Ingibjargar og Sigur- jóns Jónassonar er Asdís, f. 29 nóvember 1959. Dætur Asdísar og Skúla Baldurssonar eru: a) Ingibjörg Helga, f. 27. október 1981, og b) Auður Olga, f. 27. mars 1985. Börn Ingibjargar og Valgarðs eru: 1) Guðlaugur, f. 22 janúar 1965 í sambúð með Guðrúnu Helgu Stefánsdóttur, f. 4. mars 1967. Börn þeirra a) ísold, f. 7. nóvember 1990, og b) Silfrún Una, f. 14 júní 1996. 2) Lárus, f. 21. apríl 1968, í sambúð með Sesselju Theodórs Ólafsdóttur, f. 10. janúar 1969. 3) Valgerður Rannveig, f. 16 júní 1975. Lára stundaði skrifstofustörf mestan hluta ævinnar, fyrst hjá Líftryggingafélaginu Andvöku og síðar hjá Samvinnutrygging- um; Utför Láru fer fram frá As- kirkju föstudaginn 9. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þessum línum er ætlað að vera þakkarorð til tengdamóður minnar, Láru Guðnadóttur. Fyrst og fremst vil ég þakka þá ást og umhyggju sem hún sýndi börnum mínum. Lára var amma í orðsins fyllstu merk- ingu. Fyrstu tíu ár hjónabands míns Borðstofuhúsgögn frá Spáni Vönduð og virðuleg húsgögn frá Toscano Mobil á Spáni og einkasonar hennar og einkabarns fékk Lára fá tækifæri til þess að njóta samvista við bamabörnin vegna búsetu okkar erlendis. Mikil var því gleði hennar þegar fjórða barnabarnið, sólargeislinn hennar, fæddist og hún fékk að vera með frá byijun. Lára tók þátt í lífi barna- barna sinna og gaf þeim bæði af sjálfri sér og af efnum fram. Mér var hún góð tengdamóðir og með tímanum góður vinur. Það skildi ég ekki síst af því hve fagnandi hún tók mér eftir að hún var farin að kröftum og orðin lasburða. Ég vil líka þakka Láru fyrir stuðn- ing og hvatningu sem hún veitti mér þegar ég réðst í langskólanám, kom- in á miðjan aldur og með barnahóp. Alltaf var hún boðin og búin að koma og hjálpa til þegar allt um þraut sem oft kom til vegna starfa eiginmanns langdvölum frá heimil- inu. Án hennar hefði þetta ekki gengið. Lára var „dama“ í orðsins fyllstu merkingu. Smekkvísi hennar var fágæt bæði hvað varðar framkomu, klæðaburð og heimili. Lára fékk hægt og fallegt andlát umvafin sínum nánustu. Södd líf- daga veit ég að hún hefði ekki kos- ið sér betra. Ég þakka hjúkrunar- fólki og starfsfólki Droplaugarstaða umhyggju sem það sýndi henni þessi síðustu æviár Láru. Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir. Kveðja frá barnabörnum og fjöl- skyldum þeirra. Með hlýhug, þakklæti og virðingu kveðjum við nú elsku ömmu og langömmu okkar. „Það er meira frammi." Þessi orð eru fleyg í fjölskyldu okkar. Þau eru tengd ömmu Láru, eins og við kölluðum hana öll, óijúf- anlegum böndum og vísa til þess gnóttar er jafnan var í matarboðum hennar. En þau geyma líka dýpri sannleik. Amma Lára veitti vel, það var hennar yndi; af sjálfri sér og öilu sem hún átti, og stundum meira til. Það var alltaf „meira frammi". Og við sem nutum þess að eiga hana að erum auðugri fyrir vikið. Amma Lára var röggsöm kona, kvik á fæti og hýr í bragði með hár sem glitraði, og sjálf glitraði hún alla tíð þrátt fyrir veikindi hin síðustu ár. Fyrir ailt sem hún var okkur og veitti erum við þakklát. Og minning hennar mun lifa. Asdís, Guðlaugur, Lárus og Valgerður Rannveig. ~ LAEERHREII\ISUI\I ~ á Laugavegi 81 hefst föstudaginn 9. maí kl. 10 vegna flutninga. Ótrúlega gott verð YERO mODA JW5W Amma Lára, sem var reyndar alls ekki amma mín, kom mér alltaf fyr- ir sjónir sem afar skörp og yndisleg kona með góða kímnigáfu. Hún var töffari. Síðast er ég sá hana, fyrir liðlega ári, fannst mér hún ekki hafa breyst neitt að ráði frá þeim tíma sem ég umgekkst hana sem mest fyrir um það bil 10-15 árum. Hún var hress og klár með ólíkindum og mér fannst^að hún ætti að vera einhverstaðar í París svartklædd með sólgleraugu að reykja vindla á kaffihúsi. Eftir að við kvöddum hana spurði ég Valgerði í forundran, hvort hún vissi nokkuð um leyndarmálið á bakvið þennan ódauðiega sjarma. Valgerður var snögg til svars: „Nei, ég veit bara að amma hefur aldrei misst kúlið.“ Sama hvað gekk á var hún alltaf jafn rík af þeirri léttúð og skarp- skyggni sem þarf líklega til að mæta nýjum degi í ellinni með sjálfs- virðingu. Þetta eru líka þeir eigin- leikar sem ég man best eftir frá pössunarárum okkar á Bræðraborg- arstígnum. Hún reyndi að ala okkur Valgerði upp með strangri léttúð. Hún gerði grín að sjálfri sér en aldr- ei þannig að hún gerði lítið úr sjálfri sér. Þessi hárfína og lífsnauðsynlega kaldhæðni gerði henni einnig kleift að skopast að lífinu og tilverunni að ógleymdum okkur gestunum og vitleysunni sem vall upp úr okkur. Fyrir utan að vera hjartahlý og góð var amma Lára í stuttu máli sagt flottasta gamla kona sem ég hef þekkt. Hún er mér fyrirmynd og þegar ég eldist vona ég að það verði á jafngóðan hátt og hún. Ég vona að hún sé núna frammi fyrir einhveijum guði glettin og keik að vanda og ég veit að hann tekur henni vel. Klemens Ólafur Klói. Tanta mín. Þá ertu farin á vit ljóssins. Laus úr viðjum lasins lík- ama. Brosandi varstu, glöð á góðri stund, fangið fullt af glaðningi. Sí- gefandi: nýbakaða köku, blóm eða spjör á lítið barn. Þannig mun ég minnast þín. Þú varst kátust allra á manna- móti, hlakkaðir til Spánarferða og heimsókna til Valgarðs í Svíþjóð. Komst til baka sólbrún, hvíta engla- hárið „orðið allt of sítt“! Tíminn leið og Valgarður flutti heim frá Svíþjóð. Ómmuhlutverksins naustu í ríkum mæli. Þú gekkst syst- ur-barnabörnunum í ömmustað, eftir að mamma lést, langt um aldur fram. Þau minnast þín með þakklæti. Svo fín, svo puntuð, sannkölluð dama - vildir vera fallega klædd, ekki bara spari, heldur alltaf. Ellin bankaði uppá og smám sam- an skildi ég þetta skrítna orðatil- tæki: Tvisvar verður gamall maður barn. Velti nú fyrir mér hvort ekki skuli þekkja eina þjóð á því hvernig hún hugsar um börnin sín í ellinni, ekki síður en í bernsku. Elsku Tanta, vertu öllu góðu fal- in. Fólkinu þínu bið ég blessunar. Áslaug Benediktsdóttir. Erfldrykkjur rryy■■<<«■*/.</ HÖTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 flnrrxixxixrg H H H H H H H H H H Erfidrykkjur H H P E R L A N h H Sími 562 0200 LXXXIIIIIXXin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.