Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ HELENA RUBINSTEIN KAUPAUKI SEM MUNAR UM Með 50 ml R-Vincaline og Skin Life TPA dag- og næturkremum íylgir glæsilegur kaupauki: ✓ Gyllt snyrtibudda ✓ 50 ml hreinsivatn ✓ 15 ml Force C dagkrem p' Khol blýantur Verðmæti kaupaukans er kr. 2.500 (Stkröhi- Snyrtívöruverslunin Brá Laugavegi 66, s. 551 2170 Hljómsveit Hjördisar Geirs. Allir velkomnlr Verður haldið föstudaginn 9. maí nk. í Lionsheimilínu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi. Allur dgóði rennur til líknarmóla. Húsið opnað kl. 21.00 Lionsklúbburinn Mun inn. Léttir meðfærilegir viðhaldslitlir. Avallt fyrirliggjandi. Góð varahlutaþjónusta. A undan timanum i 100 ár. fyrir i steinsteypu. Armúla 29, sími 38640 FYRIRLIGGJANDI: GÚLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DJELUR • STEYPUSAGIR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLÖfl - Vönduð framleiðsla. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Börnunum gefið tilefni tilað fá sér bjór? KONA hringdi eftir að hafa lesið grein eftir móður barns í 10. bekk sem birtist í Velvakanda sl. laugar- dag. „Eftir að hafa lesið greinina hef ég mikið hugsað um setninguna: „Ég óttast að með þessu hafi bömunum verið gefið tilefni til þess að fá sér bjór“. Og þá er virkilega verið að halda þeirri stefnu að bömum að verði þau fyrir vonbrigðum eða fái verkefni sem þeim, af ein- hverjum ástæðum er of- viða, og þau ná ekki að átta sig á strax, þá sé af- sakanlegt að gefast upp og fá sér bjór. Er ekki verið að vísa þeim leið í framtíðinni, en þá verða vandamálin stærri og þá em bara sterkari efni til að flýja til. Ég á börn sem gengu í gegnum samræmd próf og þeim gekk bæði vel og illa, eins og gengur og gerist. Ég held að þeim hafi aldrei dottið í hug að flýja frá vandanum á einhvem hátt eða fá sér bjór ef ilia gekk. Það er greinilega eitthvað að með þetta umdeilda stærðfræðipróf, en það þarf að ræða á öðrum grundvelli. Við megum ekki gefast upp, heldur benda börnunum á aðra leið frá vandamálunum, en þessa." Tapað/fundið Réttingargómur og reiðhjálmur í óskilum RÉTTINGARGÓMUR (fyrir barn) fannst í ísbúð- inni við Álfheima. Einnig er reiðhjálmur í óskilum á sama stað. Uppl. í síma 553-5010. Útprjónuð peysa týndist ÚTPRJÓNUÐ peysa, (norskt munstur) á tveggja ára gamalt barn tapaðist á leiðinni frá Akureyri til Egilsstaða 11. apríl sl. Peysan er dökkblá í gmnn- inn og í aðra ermina er saumaður leðurþríhym- ingur, nk. merki. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í s. 471-1153 og er fundar- launum heitið. Úlpa fundin í Vesturbæ GÓÐ úlpa (Lego) fannst 4. maí við Ægisíðu. Upp- lýsingar í síma 551-5671. Tveir barnahjálmar töpuðust TVEIR barnahjálmar, bleikur og fjólublár, töpuð- ust við Vallengi fyrir 2 vik- um. Skilvís fmnandi vin- samlega hafi samband í síma 586-1163 og 586-1315. Tvær lyklakippur töpuðust á ísafirði TVÆR lyklakippur töpuð- ust á ísafirði fyrir jól. Onn- ur er með tveimur húslykl- um hin með bíllyklum. Skilvís fmnandi vinsam- lega hafí samband í síma 451-3389. Af hvetjum er myndin? ÞESSI mynd fannst ásamt fieira dóti við húsgarð í vesturbænum fyrir skömmu. Ef einhver les- enda blaðsins ber kennsl á manninn á myndinni er hann beðinn að hafa sam- band í síma 892-0127. Kettlinga vantar heimili MJALLHVÍTI vantar heimili fyrir kisubörnin sín bráðlega. Ef þið hafið áhuga hringið í síma 565-5068. HOGNIIIREKKVISI „Hann er&uinn aS þjálfa. uryvi&á / huertinu. Pennavinir TUTTUGU og eins árs finnsk stúlka með áhuga á tónlist, bréfaskriftum o.fl.: Marika Lehto, Kivel&ntie 13, 16200 Arljarvi, Finland. TUTTUGU og átta ára japönsk húsmóðir með áhuga á popptónlist, kvik- myndum og bréfaskriftum: Mayumi Matsumoto, 101, 227-5, Ootake, Kawagvchi-shi, Saitama-ken, 334 Japan. BRIDS llmsjón Guómundur Páil Arnarsun UNGUR Tyrki, Aydin að nafni, náði fram hinu sjald- gæfa djöflabragði á Evrópu- móti yngri spilara í Cardiff í Englandi sl. sumar. Þetta var í viðureign Tyrkja og Þjóðveija. Norður ♦ Á965 T G952 ♦ Á32 ♦ Á9 Vestur Austur ♦ G84 ♦ D2 ▼ Á1063 llllll *874 ♦ 97 ♦ KD85 ♦ D1074 ♦ KG32 Suður ♦ K1073 ¥ KD ♦ G1064 ♦ 865 Aydin varð sagnhafí í þremur spöðum eftir nokkra sagnbaráttu. Útspilið var lítið lauf, sem tekið var með ás og hjarta spilað á kóng og ás. Vestur skipti yfir í tígulníu og austur fékk slaginn á drottningu. Hann spilaði laufi til makkers, og enn kom tígull. En nú drap Aydin á ás. Tók svo hjarta- drottningu, trompaði lauf, henti tígli niður í hjartagosa og trompaði hjarta. Staðan var nú þannig: Norður ♦ Á96 V - ♦ 3 ♦ - Vestur ♦ G84 ¥ - ♦ ~ II Austur ♦ D2 ¥ - ♦ K ♦ D ♦ K Suður ♦ KI07 V -- ♦ G ♦ - Austur fékk næsta slag á tígulkóng, en vestur henti laufi. Austur spilaði lauf- kóng og vestur gerði sitt besta þegar hann yfirtrom- aði suður með gosa. En Aydin lauk verkinu með því að svína næst spaðatíu. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI heyrði hrakfaUasögu konu nokkurrar, sem lenti í vanda með debetkortið sitt, og getur ekki varist þeirri hugsun að koma mætti í veg fyrir vanda af þessu tagi. Þannig var, að fyrir nokkru festi konan kaup á 200 þúsund króna tölvu, sem skiptir svo sem ekki máli í sjálfu sér. Hún greiddi með debetkorti, en þegar því var rennt í posann kom á skjá hans viðvörun um að kortið væri vákort, sem taka ætti úr umferð. Til allrar hamingju gerði konan kaupin á þeim tíma, sem bankar voru opnir og sá sem afgreiddi hana samþykkti að hringja í bankann og athuga málið nánar. Hjá bankanum fengust þau svör, að ekkert væri athugavert við kortið og það ætti að nægja að þurrka vel af segulrönd þess. Það var gert og gengu tölvukaupin hratt og vel. Konan velti þessu ekki meira fyrir sér fyrr en föstudaginn 2. maí, þegar hún kom við í sjoppu. Hún rétti fram debetkortið, enda nýbúin að fá greidd laun inn á reikn- inginn, svo feikinóg var innistæðan. Þá endurtók leikurinn sig, posinn sagði kortið vákort. í þetta sinn voru bankar hins vegar lokaðir og sá sem afgreiddi tók kortið í sína vörslu, enda dugði ekki það ráð að þurrka vel af segulröndinni. Konan var því peningalaus yfir helgina. Eftir því sem Víkverji best veit lendir fólk með kreditkort aldrei í þessum vanda, því ávallt er hægt að ná sambandi við kortafyrirtækin og kanna hvernig í málunum ligg- ur. Það virðist hins vegar ekki eiga við um debetkortin. Ef kerfið er ekki betra en svo, að posinn gefur röng boð, þá hlýtur að vera tíma- bært að huga að einhverju öryggis- neti fyrir korthafa. xxx BÖRN eru fljót að átta sig á að ekkert fæst ókeypis. Lítill drengur, sem beið hinn 1. maí eftir að kröfugangan á Laugaveginum færðist nær, taldi alltént öruggara að spyija pabba sinn: „Er ókeypis í skrúðgönguna?" Pabbinn gat glað- ur sagt honum, að ekki þyrfti að borga neitt fyrir að fylkja sér undir fána verkalýðshreyfingarinnar þennan dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.