Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 51 MINNINGAR JON HALLDOR HANNESSON + Jón Halldór Hannesson fæddist í Reykjavík 22. maí 1952. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 27. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kotstrandar- kirkju 3. maí. Þegar ungur maður í blóma lífsins er kall- aður burt úr jarðvist- inni frá einstakri fjöl- skyldu og mörgum óloknum verkum þá kemur það róti á tilfinningar og hug okkar sem eftir sitjum. Við þurfum jafnvel að glíma við reiðikennd vegna þess að við eigum svo erfitt með að skilja óréttlætið í því að vaskur og dásamlegur maður skuli frá okkur tekinn. Skammt undan býr svo sorgin, tómleikinn vegna þeirrar staðreyndar að góður frændi og vinur skuli ekki vera hér lengur til að leyfa öðrum að njóta tilvistar sinnar. Myndir frá því liðna renna um vitund okkar og vekja upp ljúf- ar minningar. Samtímis erum við minnt á þetta misskilda kapphlaup við nútímann sem hrekur okkur svo af leið í þeim mannlegu skyldum og ánægju að rækta vinskap og frændsemi. Eftir stendur svo minn- ingin. í þeirri veraldarhyggju sem ein- kennir samfélag okkar fækkar stöð- ugt þeim sem hafa sannfæringu fyrir lifandi hugsjónum, byggðum á manngildi og virðingu fyrir fram- tíðinni og lífinu i þess orðs víðustu merkingu. Og enn færri virðast þeir sem hafa kjarkinn til að fylgja eftir lífssýn sinni með því að láta verk og orð fylgjast að. Sag- an kennir okkur að til þess þurfi oft áræði þar sem fordómar van- þekkingarinnar eiga gjarnan til að kveða niður nýja sýn til fjalla. Jón Halldór Hannes- son, frændi og vinur, var einmitt einn þeirra kjarkmanna sem þroskuðu líf sitt með þeim hætti að hann hafði víðari íjallasýn en flest okkar. Útsýnis- pallur hans var byggður á mann- elsku, vísindum og ábyrgð gagnvart framtíðinni. Þess vegna átti hann líka sannfæringu og fylgdi henni eftir með þeim hætti að eftir var tekið. Nú er stundum sagt um ein- læga hugsjónamenn að þeir geti orðið með fádæmum leiðinlegir og upptendraðir. Á engan hátt gilti það um Jón Halldór. Hann hafði nefni- lega þroskann til að skilja og virða afstöðu viðmælenda sinna en ekki síður var ávallt stutt í skopskynið. Gilti þá einu hvort í hlut átti hann sjálfur eða samferðafólk. Þannig tel ég Jón Halldór hafa náð því þroska- stigi að fjalla um alvarleg málefni án yfirlætis og með þeirri hæfilegu kímni sem gerði öllum ljúft á að hlýða. Hugsjónir Jóns Halldórs beindu sjónum hans annars vegar að trú á möguleikum mannsandans og óbeislaðri innri orku. í því skyni hélt hann fjölmörg námskeið víða um landið - oft við takmarkaðan skilning. Einhyeiju sinni sagði hann mér að innan ekki svo margra ára myndi hann geta svifið ofar jörðu á hugarorkunni einni saman. Efa- semdum mínum svaraði Jón Halldór með því að heita því að einhvem tíma myndi hann svífa þannig niður Laugaveginn. Síðan hló hann inni- lega og útlistaði sposkur undrunar- svip vegfarenda við sjónina. En sannfæringin var eigi að síður til staðar. Hinn kúrsinn í hugsjónum Jóns Halldórs beindist að umgengni við umhverfi okkar og náttúruna. Lét hann í þeim efnum ekki orðin tóm duga heldur lærði og miðlaði þekkingu sinni og skoðunum með sömu smekkvísi og annað sem hann tók sér fýrir hendur. Þrátt fyrir harða gagnrýni ýmissa hagsmuna- aðila hélt hann festu sinni og tján- ingu enda knúinn áfram af heil- brigðri lífssýn. Trú mín er að smám saman hafi skoðanir hans í þeim efnum náð inn í vitund samfélags- ins. Þannig birtist líka hinn sanni hugsjónamaður - vinnur að hug- sjónum sínum með langtímasjón- armið í huga. Þegar nú leiðir skilur má segja að minningu Jóns Halldórs varðveit- um við best með því að virða lífssýn þá sem hann helgaði sig. Eftir stendur kær minning og aðdáun á dásamlegum frænda. Manni með lifandi og skemmtilegar hugsjónir, manni sem sýndi í verki hvað lífið getur verið dásamlegt. Ekki efa ég eitt augnablik að næst þegar ég geng niður Laugaveginn muni Jón Halldór svífa þar _með sínu fallega og sposka brosi. Ég þakka honum kennsluna. Guðrúnu og börnunum sendum við okkar dýpstu hluttekn- ingu, sem og Hannesi og Karenu, systkinum og öllu venslafólki. Fyrir hönd frændsystkina, Hjálmar Árnason. USTAKOKKAR OG DÁSAMLEGUR MATUR ! ITILEFN115 ARA AFMÆLIS OKKAR: Kvöldoghetgar- tilboð ♦♦♦ allan maímánuð Hefurðu boðið fjölskyldunni út að borða nýlega? íáatseSUí í forrétt: Rjómsveppasúpa Veljið: Okkar landsfræga LAMBASTEIK BERNAISE með bakaðri kartöflu GRÍSALUND meö gráðostasósu. NAUTAPIPARSTEIK meö villisveppum. isbaiHim í liœimm et' innifuliim í oeróinu og soo auðoitaðí(jlce&ile(ji salatiiaiHnn, AÐEINSKR. 1390,- Við erum á besta stað í bænum. POTTURINN OG PRNI Góð aðstaða í barna- hominu. BRflUTfiRHOLTI 22 SlMI 551-1690 VIVI fjallahjðl barna með hjálpardekkjum og fótbremsu. Vönduð og endingargóð barnahjól. Frá 3 ára 12,5“ kr. 9.600, stgr. 9.200. Frá 4 ára 14“ kr. 11.700, stgr. 11.115. Frá 5 ára 16“ kr. 11.900, stgr. 11.305. BRONCO TRACK 24" og 26" 18gíra fjallahjól á frábæru verði. Shimano gírar, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlif, keðjuhlíf og brúsafesting. 24“ Verð kr. 22.100, stgr. 20.995. 26“ Verðkr. 22.900, stgr. 21.755. BR0ND0 ULTIMATE 26“ 21 gíra ál fjallahjól. Shimano Aivio gírar, Grip-Shift, V-bremsur, álgjarðir, álsaetisstammi, stýri og stammi og sveifar, gírhlíf og keðjuhlíf. Otrúleg tilboosverð kr. 39.900, stgr. 37.905. Rétt verð'kr. 47.600. EUROSTAR FJALLAHJÓL dðmu frá V-Þýskalandi. 3 gira með fótbremsu, skítbrettum, bögglabera, ijósi, standara, giiti, bjöilu og keðjuhllf. 20" verö kr. 24.900, stgr. 23.655 24" verökr. 25.900, stgr. 24.605 26" verð kr. 27.900, stgr. 26.505 DIAMOND EXPLOSIVE 26“ 21 gira fjallahjól á ótrúlegu verði. Shimano gírar, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlff og keöjuhiíf. Tilboð kr. 23.100, stgr. 21.945. Verð áður kr. 27.300. Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og verslið í sérverslun 5% stgreiðslu afsláttur Armúla 40, Símar: 553 5320 568 8860 Verslunin DIAM0ND 0FF-R0AD 26" 21 gíra meö demparagaffli, drauma fjallahjól strákanna með oversize-stelli. Shimano gírar, Grip-Shift, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. Tilboð kr. 29.000, stgr, 27.550. Veröáðurkr. 32.600. BRONCO TERMINATOR FREESTYLE BMX 20" Cr-Mo stell, rotor á stýri, styrktar- gjarðir, pinnar og annar öryggisbúnaður. Verð kr. 24.900, stgr. 23.655 VIVI barnahjól meö hjálpardekkjum og fótbremsu. Létt, sterk og meðfærileg barnahjól. Frá 3 ára 12,5" kr. 9.600, stgr. 9.200 Frá 4 ára 14" kr. 10.400, stgr. 9.880 Frá 5 ára 16" kr. 10.900, stgr. 10.355 BR0NC0 TRACK 20" 6 gíra með Shimano gírum og Grip-Shift, átaksbremsum, álgjörðum, standara, brúsa, gliti, gírhlíf og tvðfaldri keöjuhlíf. Verð kr. 17.900, stgr. 17.005 VARAHLUTIR AUKAHLITTIR Hjálmar, barnastólar, grifflur, Ijós, fatnaöur, bjöllur, brúsar, töskur. hraðamælar. slöngur. hjólafestingar á bíla, plast skítbretti. bögglaberar, dekk, standarar. demparagaffiar, stýrisendar og margt. margt tleira. DIAMOND SAHARA 24“ og 26“ 18 gíra fjallahjól með skítbrettum og bögglabera á frábæru verði. Shimano gírar, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 24“ Verðkr. 24.200, stgr. 22.990. 26“ Verð kr. 24.900, stgr. 23.655. ITALTRIKE þríhjól, vönduð og endingargóð þríhjól margar geroir með og án skúffu. DIAMOND ROCKY16 og 20" fjallahjól barna með fótbremsu, skítbrettum, standara, keðjuhlíf og glitaugum, Blátt drengja og rautt stelpu. Frá 5 ára 16“ kr. 11.900, stgr. 11.305. Frá 6 ára 20“ kr. 12.900, stgr. 12.255. margar geroir meo og an skuitu. Verðfrákr. 3.450, stgr. 3.278 Lucy 10" kr. 4.500, stgr. 4.275 Transporter kr. 5.100, stgr. 4.845 Touring kr. 4.700, stgr. 4.465 FULL BUÐ AF HJOLUM Á FRÁBÆRU VERBI BRONCO PR0 TRACK 24“ 21 gíra fjallahjól á ótrúlegu verði. Shimano gírar, Grip-Shift, átaksbremsur, álgjarðir, brúsafesting, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlif. Verð kr. 24.900, stgr. 23.655. DIAMOND NEVADA 24“ og 26“ 18 gíra fjallahjól með skítbrettum og bögglabera á frábæru veröi. Shimano gírar, átaksbremsur, álgjarðir, brúsi, standari, glit, gírhlíf og keðjuhlíf. 24“ Verökr. 24.200, stgr. 22.990. 26“ Verðkr. 24.900, stgr. 23.655. 4 r*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.