Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Móöir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG EGILSDÓTTIR,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudag-
inn 4. maí sl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 13. maí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent
á Foreldrasamtök fatiaðra, Laugarnesapóteki,
sími 553 8331.
Hildur Sigurðardóttir,
Jóhanna Halldóra Sigurðardóttir, Jón Zimsen,
Agla Þórunn Sigurðardóttir, Matthías Sígurpálsson,
Þóra Jónsdóttir
og önnur barnabörn.
t
SVEINN M. BJÖRNSSON,
Köldukinn 12,
Hafnarfirði
sem lést mánudaginn 28. apríl síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 9. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á
Krabbameinsfélagið eða Líknar- og hjálpar-
sjóð Landssambands lögreglumanna.
Erlendur Sveinsson, Ásdís Egilsdóttir,
Sveinn M. Sveinsson, Guðrún Ágústa Kristjánsdóttir,
Þórður Heimir Sveinsson, Sólveig Lilja Einarsdóttir
Birgitta Engilberts,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
BJÖRN GESTSSON
frá Björgum,
lést á dvalarheimilinu Hlíð aöfaranótt 6. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sigríður Magnúsdóttir,
Magnús Björnsson, Fanney Þórðardóttir,
Gestur Björnsson, Ingibjörg Kjartansdóttir,
Sigrún Lára Björnsdóttir, Jón Aðalsteinsson,
Kristín Björnsdóttir.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar,
langamma, og systir,
PÁLÍNA VIGFÚSDÓTTIR,
frá Flatey, Breiðafirði,
Fannborg 1, Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum 3. maí, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
9. maí kl. 15.00.
Rafn Ólafsson,
Ólafur Páll Rafnsson,
Vigfús Rafnsson,
Unnur Björg Jóhannsdóttir,
Guðlaug Vigfúsdóttir,
Þóra Friðgeirsdóttir,
Kristín Sif Gunnarsdóttir,
Jóhann G. Rafnsson,
Lilja Vigfúsdóttir,
Fjóla Guðmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför mannsins míns, föður,
sonar okkar, bróður og tengdasonar,
BJARNA ÞÓRS ÞÓRHALLSSONAR,
Laugavegi 40,
Reykjavík.
Sigurbjörg Benediktsdóttir,
Þórhallur Borgþórsson,
Diljá Þórhallsdóttir,
Borgþór Rafn Þórhallsson,
Benedlkt Steindórsson,
og aðstandendur.
Þórhallur Breki Bjarnason,
Gróa R. Bjarnadóttir,
Sveinbjörg Þórhallsdóttir,
Þórey Eyjólfsdóttir
HANSÍNA METTA
KRISTLEIFSDÓTTIR
+ Hansína Metta
Kristleifsdóttir
var fædd í Efri-
Hrísum, Fróðár-
hreppi á Snæfells-
nesi, 25. maí 1918.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
að morgni 1. maí.
Foreldrar hennar
voru: _ Soffía Guð-
rún Arnadóttir, f.
10.2. 1886, d. 13.9.
1981, og Kristleifur
Jónatansson, f. 2.1.
1873, d. 1946,
bændur í Efri-Hrís-
um lengst af. Hansína átti sjö
systkin og einn uppeldisbróð-
ur. Á unglingsárum flutti hún
til Reykjavíkur og bjó þar til
æviloka.
Árið 1939 giftist hún Guð-
birni Sigfúsi Halldórssyni,
leigubifreiðasljóra og verka-
manni í Reykjavík, f. 26.12.
1916, d. 25.2. 1960. Foreldrar
Guðbjörns voru: Halldór Þórð-
arson, verkamaður í Reykjavík,
f. 10.6. 1882, d. 21.3. 1959, ætt-
aður úr Biskupstungum í Ár-
nessýslu, og Þorbjörg Aldís
Björnsdóttir, húsmóðir í
Reykjavík, f. 7.10. 1893, d.
Frídagur verkamanna rann upp,
síminn hringir og tilkynnt er að
Hansína Metta Kristleifsdóttir sé
dáin. Minningar streyma fram í
hugann. Það var fyrir 37 árum að
undirritaður kom fyrst á heimili
hennar á Bergþórugötu 41 í Reykja-
vík. Unnusta mín vildi að ég kæmi
með sér til að hitta væntanlega
tengdamömmu. Ég var hálf kvíðinn
út af þessu en það var ekki eftir
neinu að bíða. Og þama stóð hún
í dyrunum, lágvaxin, glaðbeitt og
ekki laust við að hún glotti. Hún
tók þétt í hönd mína og bauð mér
inn. Þetta var upphafið að traustum
vinskap okkar í milli.
Þetta var árið 1960, árið sem
hún missti elsku eiginmann sinn,
Guðbjöm Sigfús Halldórsson. Nú
var hún eina fyrirvinnan á heimil-
inu, börnin vom orðin sjö og þau
elstu að fara að heiman.
Vinna var það sem hún þekkti.
Það varð að beijast áfram, svo ein-
falt var það. Hún vann langan
vinnudag í bæjarþvottahúsinu og
síðar á ævinni vann hún mörg ár
hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Upp komust börnin og tengda-
sonum og tengdadætrum fór að
fjölga. Öll glöddu þau Hansínu.
Seinni maður hennar, Guðmundur
Kristjánsson, var búinn að missa
konu sína og átti uppkomin börn.
Þeim búnaðist vel, eignuðust fallegt
heimili í Stórholti 26. Það var oft
mannmargt á þessu heimili. Hanna
tók vel á móti fólkinu sínu og var
oft undur fljót að búa til veislumat.
Tengdamamma var létt á fæti,
snaggaraleg og gustaði af henni.
Hún var ákveðin í skoðunum og
skóf ekki utan af hlutunum, ef því
var að skipta. Ég sé hana fyrir mér
þar sem hún þmmar yfir mér af
því að ég styð íhaldið, það var ekki
hennar flokkur.
Hún var mjög ánægð yfir því
þegar dætur hennar giftust vestur
á Snæfellsnes, það tengdi hana við
sínar æskustöðvar, sem hún var svo
stolt af. Hún ólst upp á Efri-Hrísum
I Fróðárhreppi. Við hittumst oft
fyrir vestan í fermingarveislum og
við ýmis tækifæri, þá var oft farið
í skoðunarferð um æskustöðvarnar
og ekki skemmdi það að enda úti
í Rifi hjá Dóru systur hennar.
Þeim sjúkdómi sem hún var búin
að vera með í nokkur ár gerði hún
lítið úr, enda ekki kvartsár. Hún
dó á Landspítalanum eftir stutta
sjúkrahúslegu. Kæra tengda-
mamma, þín verður sárt saknað,
þínu hlutverki hér á jörð er lokið.
Ég kveð þig og þakka allt sem þú
gafst okkur.
24.11. 1957, ættuð
úr Flóanum í Árnes-
sýslu.
Hansína og Guð-
björn eignuðust sjö
börn sem öll eru á
lífi. Þau eru: 1)
Kristleifur, kvænt-
ur Margréti Ólafs-
dóttur. 2) Aldís Þor-
björg, ekkja, var
gift Guðmundi Ei-
ríkssyni og síðan
Birni Haraldssyni,
sem er látinn. 3)
Guðrún Soffía, gift
Gylfa Sigurðssyni.
4) Halldór, kvæntur Guðfinnu
Ólafsdóttur. 5) Sólbrún, gift
Víkingi Halldórssyni. 6)
Hrefna, gift Agli Þráinssyni 7)
Gíslný, gift Jóhanni Óskarssyni.
Seinni maður Hansínu var
Guðmundur Kristjánsson, f.
11.5. 1914, vélstjóri, ættaður
úr Vestmannaeyjum og lifir
hann konu sína.
Barnabörn Hansínu eru 25,
og barnabarnabörn eru orðin
24.,
Útför Hansinu fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 9. maí og hefst athöfnin
klukkan 15.
Eftirlifandi eiginmanni, Guð-
mundi Kristjánssyni, svo og ætt-
ingjum öllum votta ég mína dýpstu
samúð.
Mitt við andlát augum fyrir mínum
upp, minn Drottinn, haltu krossi þínum.
Gegnum myrkrið lífsins ljós að sjá
leyf mér, góði Jesú. Vert’ mér hjá.
(Stefán Thorarensen.)
Gylfi Sigurðsson.
Elsku amma, þú svafst svo rótt
þegar ég sá þig síðast.
Margar minningar koma upp í
hugann, þar sem ég var alltaf hjá
þér þegar ég var í Reykjavík. Mér
fínnst ekki langt síðan þú varst
hlaupandi um allt, og ég átti fullt
í fangi með að halda í við þig. Eða
þegar ég bjó í Reykjavík, og þú
varst að passa fyrir mig. En ég
veit að lífíð var stundum erfítt hjá
þér, en þú sagðir alltaf svona er
lífíð, og kvartaðir aldrei.
En ég kveð með miklum söknuði.
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendi ég Guðmundi og öðrum
aðstandendum.
Matthildur Víkingsdóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, söknuðurinn er
mikill. Hvíl í friði.
Ingibjörg, Jóhanna,
Hansína Metta og
Halldóra Jóhannsdætur.
Hún amma mín er dáin. Ég var
hjá ömmu deginum áður og náði
að kveðja hana. Ég fór heim um
kvöldið en mamma og Gilla voru
hjá henni um nóttina. Ég vaknaði
snemma þennan morgun, þá var
amma dáin. Þetta er mikill söknuð-
ur. Það eru svo margar góðar minn-
ingar um góða konu eins og hún
amma var. Það var svo gott að
koma í Stórholtið. Hún var alltaf
svo glöð að sjá okkur. Ég veit að
afi er búinn að bíða eftir ömmu.
Ég vona að þér liði vel, amma mín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, guð, þinn náðarkraftur
min veri vöm í nótt. .
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S.E.)
Mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendi ég Guðmundi og öðrum
aðstandendum.
Hansína Metta Víkingsdóttir.
Að morgni 1. maí á hátíðisdegi
verkamanna, var fógur sólarupp-
koma og mikið sólskin. Þennan sama
dag slokknaði lífsljós einnar af verka-
konum þessa lands, hennar ömmu
okkar, og erum við ekki í vafa um
að það hefur verið hennar vilji að fá
að deyja einmitt á þessum degi.
Hún amma hefur alltaf verið
baráttukona. Þessi litla granna
kona bjó yfír miklu starfsþreki og
dugnaði enda þurfti hún oft á krafti
að halda hér áður fyrr. Þau eru sjö
bömin hennar og þau bjuggu alltaf
þröngt og höfðu kröpp kjör, en
amma bjó yfír þeim eiginleikum að
gera mikið úr litlu. Hún vann mikið
úti og hún vann mikið heima við.
Hún saumaði mest allt á bömin sín
og þegar þau vom hætt að nota
flíkurnar voru þær teknar og úr
þeim saumuð önnur föt.
En börnin uxu upp og þá fóru
bamabörnin að koma í heimsókn.
Við systkinin bjuggum úti á landi
þegar við ólumst upp og það voru
miklar ævintýraferðir, þegar haldið
var af stað til að heimsækja ömmu
í Reykjavík eins og hún var alltaf
kölluð á okkar heimili. Alltaf var
hún jafnánægð að sjá okkur, beið
með mat þótt búin væri að vinna
tíu tíma þann daginn.
Þegar við fómm að eldast fómm
við að koma til hennar hvert í sínu
lagi. Hafþór fékk inni hjá henni
meðan hann var í skóla í Reykjavík
og systurnar þegar leið okkar lá í
bæinn. Erfiðlega gekk að greiða
gistinguna með heimboði til baka,
því amma var með eindæmum
heimakær. Ef hún átti frí þá vildi
hún eyða því heima hjá sér. Og
eftir að hún hætti að vinna, sem
ekki var fyrir löngu, fann hún allt-
af einhveijar afsakanir til að þurfa
ekki að fara að heiman.
Hún var afskaplega geðgóð hún
amma og skipti sjaldan skapi nema
ef vera skyldi að pólitík væri rædd
á heimilinu og íhaldið væri á dag-
skrá. Þá mátti eiga von á ófagurri
ræðu um þeirra stefnur og afrek
en síðan hló hún mikið eftirá. Veik-
indi sín talaði hún ekki um, hún lét
sem þau væru ekki til staðar og
talaði um flensur og gubbupestir
ef við hittum illa á hana. Viku áður
en hún dó fómm við systur á sjúkra-
húsið að heimsækja hana, þá var
hún fársjúk en gerði óspart að
gamni sínu og var að sjálfsögðu á
leiðinni heim.
Nú er hún komin til nýrra heima,
Guðbjörn afí hefur eflaust tekið á
móti henni, hann var búinn að bíða
lengi.
Við vottum Guðmundi, eiginmanni
ömmu, samúð okkar með von um
að Guð styrki hann í sorg sinni. Einn-
ig vonum við að minningin um góða
og dugmikla konu styrki afkomendur
hennar á erfiðum stundum.
Með kærri þökk fyrir allt, elsku
amma.
Hafþór, Guðbjörg
Hanna og Jóney Hrönn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku amma, þakka þér fyrir all-
ar góðu stundirnar.
Víkingur Þórir Víkingsson,
Anna Soffía Víkingsdóttir.