Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 55 MARGRÉT ANDRÉSDÓTTIR + Margrét Andr- ésdóttir fæddist 22. október 1915. Hún lést á dvalar- heimilinu Barma- hlíð á Reykhólum 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 15. mars. Mig langar til að setja þessar fátæklegu línur á blað og minnast hennar Margrétar Andrésdóttur, sem hefði orðið 83 ára í dag, 8. maí, hefði hún lifað, en hún lést hinn 20. fyrra mánaðar. Þar með er horfínn síðasti tengiliðurinn við eldri kynslóðina á bernsku- heimili mínu. I bernskuminningunni skipar hún Margrét stóran sess og góðan. Og það er vissulega bjart yfir henni. Heimilið í Móhúsum á Stokkseyri var fjölmennt að minnsta kosti á nútíma mæli- kvarða, því auk okkar systkinanna þriggja og foreldra okkar, voru þar í heimili Þórdís Bjarnadóttir, móðuramma okkar, og Magga Jún og Magga And, eins og við kölluð- um þær gjarna til aðgreiningar nöfnurnar, Margréti Júníusdóttur, ijómabússtýru og Margréti Andr- ésdóttur. Hún kom ung á heimilið sem vinnukona og var þar viðloð- andi síðan meðan við bjuggum í Móhúsum, en þaðan fluttum við haustið 1960. Magga gekk í öll útiverk og það munaði aldeilis um hana. Hún var burðamanneskja mikil og dugleg með afbrigðum, karlmannsígildi að því er sagt var og afar verklagin. En hún var líka félagi okkar systkinanna og vænt- umþykja hennar og kærleikur í okkar garð leyndi sér aldrei. Glað- vær var hún og gat verið stríðin og hafði oft gaman af uppátækjum okkar. En hún var líka afar vönd að virðingu sinni. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekkert í launkofa með þær. Það var borin von að ætla að hafa áhrif á það. Hreinlynd var hún og bænrækin og hafði yndi af því að sækja kirkju og hlýða messu og lestur Passíusálmanna í útvarpinu. Ég held að blótsyrði hafi aldrei hrokkið af vörum hennar Möggu, jafnvel þótt við systkinin reyndum með ýmsu móti að leiða hana í þá gildru. Magga var mikill dýravinur, allir mál- leysingar áttu í henni tryggðavin og banda- mann. Ég gleymi aldrei hvemig hún kjassaði kýmar við mjaltir og talaði við þær. Einu sinni sá ég hagamús í fjósinu. Það stimdi á svört augun í skímunni af olíulampanum. Ég greip stein og ætlaði að henda í hana, en Magga kom í veg fyrir það: „Leyfðu henni að lifa,“ bað hún svo blíðlega, „sjáðu hvað hún er fallega hvít á bringunni.“ Hún Magga var fádæma trygg- lynd manneskja. Og engan hef ég vitað minnugri á merkisdaga í lífí vina sinna en hana, nema vera skyldi hana Lóu, systur hennar. Þær vom samstilltar í því sem öðm. Ekki leið sá afmælisdagur að þær hringdu ekki og árnuðu heilla, og það átti ekki bara við um afmæli þeirra sem lifa heldur og þeirra ástvina sem á undan era gengnir. Það hefur verið dýrmætur þáttur í lífí okkar allra, kveðjurnar hlýju úr Hellukoti og fyrirbænim- ar. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka ...“ Ég bið góðan Guð að geyma hana Margréti Andrésdóttur og þau öll sem hún unni, lífs og liðin. Kristín Guðjónsdóttir. Margrét Andrésdóttir átti sex systkini og em þau öll látin nema Lóa Andrésdóttir sem býr á Stokks- eyri. Því miður komst ég ekki til að fylgja Margréti en vil bæta fyr- ir með þessum fátæklegu orðum. Foreldrar mínir reistu árið 1967 lítið hús á sumarbústaðarlóð gegnt Hellukoti á Stokkseyri. Smám saman stækkaði húsið með tilheyr- andi skjólveggjum og svo var ákvörðun tekin um að byggja al- vöm sumarhús og vomm við þá orðin nokkurs konar Stokkseyring- ar. Tíminn líður afar fljótt. Það em komin þijátíu ár síðan við fórum með fyrstu spýturnar austur og einnig er vináttan við systumar í Hellukoti og þeirra ætt orðin þijá- tíu ára. Alltaf fannst manni allt vera eins í Hellukoti, gestrisni og einlægni réðu þar alltaf ríkjum. Vinir vina sinna og einlægir íslend- ingar á allan hátt. Ég hlustaði stundum á þætti Hermanns Ragnars Stefánssonar í útvarpinu og aldrei brást það að þar væri leikin kveðja til eða lag fyrir systurnar í Hellukoti. Her- mann var þeirra aðalvinur á öldum ljósvakans enda eru það menn eins og Hermann sem vinna ómælt gagn við að viðhalda íslenzkum hefðum og festu við þáttagerð. Hann og aðrir hans líkar leika þá tónlist sem hinn venjulegi maður vill og talar þannig mál að venju- legt fólk skilur. Hafí hann þökk fyrir. Þau skipti sem ég kom með börn mín og fjölskyldu í Hellukot var alltaf tekið á móti með minnst sjö tegundum af meðlæti enda rammíslenzkur siður. Júlía, þriggja ára dóttir mín, fór einu sinni með mér í Hellukot til þeirra systra og eftir það talaði hún mikið um Margréti, sem átti kermna með öllum dúkkunum og spurði mig oft af hveiju svona margar dúkkur væm í einni kerra. Þær systur vom ákaflega barngóðar og miklir vinir vina sinna og höfðu nákvæmt bókhald yfir alla helztu afmælis- og tyllidaga. Aldrei brást að hringt væri heim á afmælisdögum og hafi þær þökk fyrir þá hugulsemi. Það er puði sé lof enn til venjulegt fólk á íslandi, sem umgengst með venjuiegum hætti og talar þannig tungu og umgengnismál sem venjulegt fólk skilur. Nóg er af GSM-síma verðbréfapappírsljónum sem æða um landsbyggðina á kaupleigubifreiðum með fijáls- hyggjuna í rassvasanum. Því hrað- ar sem þessir menn og konur aka um lífíð því fljótar þurrkast hin íslenzka þjóðemisvitund þeirra út. Heill sé góðu fólki og jarð- bundnu og kann ég Margréti beztu þakkir fyrir að hafa ekki hvikað frá umhverfi sínu og vottum við Jóhanna, Júlía, Ragna, Villi og Hanna, Lóu og öllum ættingjum og öðmm hlutaðeigandi okkar inni- legustu hluttekningu við fráfall Margrétar Andrésdóttur. Friðrik Ásmundsson Brekkan. GRÓA ÓLAFSDÓTTIR + Gróa Ólafsdóttir Thorlacius fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1908. Hún lést á Hrafnistu i Reykjavík 29. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 6. maí. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eipast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Það er svo ótrúlegt hvað árin líða fljótt, þegar litið er til baka er eins og það gerst hafi í gær, sem gerðist þó fyrir rúmum 22 árum, en þá kynntist ég Gróu Ól- afsdóttur. Við vorum saman 34 hressar konur sem dvöldum í hús- mæðraorlofí í Sælingsdalslaug í Dölum. Þetta var góður hópur og öil vikan sem við dvöldum þar sannkölluð sæluvika. Margar konur í hópnum voru félagskonur í Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík, og við leiðarlok hafði Gróu tekist að ná í þijár nýjar konur í félagið, og var ég ein af þeim. Með okkur Gróu tókst strax góð vinátta og viss hlýja sem alltaf var til staðar síðan. Gróa starfaði mikið fyrir Slysa- varnadeild kvenna og var í stjórn deildarinnar um árabil og í mörg- um nefndum. Hún var gerð að heiðursfélaga á 50 ára afmæli deildarinnar 1980. Gróa var mjög listræn og gerði marga fallega muni úr leir og hún var einnig lagin við tréskurð og fleira er að handavinnu laut. Hún skemmti oft á fundum og hafði gott auga fyrir leiklist og gat leið- beint með ýmislegt á því sviði. Já, margs er að minnast, og þá er mér efst í huga hvað mér þótti gott að leita til Gróu í sambandi við ýmis störf innan Slysavarna- deildarinnar eftir að ég kom þar í stjórn og fékk alltaf greinargóð svör. Það var sannarlega gott að eiga hana að. Slysavarnakonur í Reykjavík þakka henni af alhug fyrir allt hennar óeigingjarna starf í marga áratugi og við minnumst hennar með virðingu. Börnum hennar og ástvinum öll- um sendi ég samúðarkveðju og bið Guð að blessa minningu Gróu Ól- afsdóttur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Guðrún S. Guðmundsdóttir. Frágangur afmælis- og minningargreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Word- Perfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða (jóð takmark- ast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, PÉTUR BJÖRNSSON, Álftamýri 58, lést á heimili sínu mánudaginn 5. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Dagmar Ingólfsdóttir, Anna Bára Pétursdóttir, Ingólfur Guðmundur Pétursson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför frænku okkar, ÞÓRUNNAR ÓLAFÍU ÁSGEIRSDÓTTUR, Háaleitisbraut 43, Reykjavík. Ásgeir Þorvaldsson, Erla Alfreðsdóttir, Pétur Þorvaldsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Stefán Þorvaldsson, Guðríður A. Waage, Kristín Þorvaldsdóttir, Tryggvi V. Traustason. + Útför EINARS BJARNASONAR fyrrv. bankamanns, Grænumörk 1, Selfossl, sem lést mánudaginn 5. maí síðastliðinn, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 10. maí nk. Athöfnin hefst kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Stefán Bjarnason, Gunnar Einarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir. + Okkar elskulegi sonur og bróðir, SIGURÐUR FREYR PÁLSSON, Áhaven 13, Kong, Danmörku, fæddur 26. desember 1986, lést af slysförum þann 20. apríl 1997. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Páll Sigmundsson, Sigrún Fanndal Sigurðardóttir, Páll Axel Pálsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNBERGUR GÍSLASON frá Vinaminni í Borgarfirði eystra, er lést á Garðvangi miðvikudaginn 30. april si., verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju föstu- daginn 9. maí kl. 14.00. Guðný S. Arnbergsdóttir, Margrét L. Arnbergsdóttir, Grétar G. Arnbergsson, Jóhanna Arnbergsdóttir, Gfsli Arnbergsson, Friðbjörg Ó. Arnbergsdóttir, Rúnar Ágúst Arnbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ægir B. Bessason, Sigurður Magnússon, Salóme Jónsdóttir, Jón Hallvarðsson, Lovfsa Þórðardóttir, Sævar Ólafsson, Ragnheiður Sigurjónsdóttir, Glæsileg kaffihlaðboÞð ■ FALLÉGIR SÁLIR OG MJÖG CÓO ÞJQNÚSTA J, • UPPLÝSÍNGAR Í sfMUM . ' ' S62 7S7S & 5050 925 Ut HOTEL töFTLÐQlK ' I C E L A N O A I R ‘ , H O T E ><,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.