Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Égvil
bara spila
Pétur Östlund er kominn heim til þess að taka upp
hljómdisk. Guðjón Guðmundsson ræddi við hann
um það sem drifíð hefur á dagana.
PÉTUR Östlund Morgunblaðið/Golli
PÉTUR Östlund er líklega þekktasti
núlifandi djasstónlistarmaðurinn
sem þjóðin hefur alið af sér. Hann
hefur leikið með mörgum að helstu
boðberum djassins og auk þess verið iðinn
við að miðla öðrum af þekkingu sinni. Hann
er kominn til íslands til þess að leika inn á
plötu með Eyþóri Gunnarssyni píanóleikara,
sænska tenórsaxófónleikaranum Fredrik
Ljungkvist og Þórði Högnasyni kontrabassa-
leikara, tónlist aðallega eftir sjálfan sig.
Þetta er fyrsta platan sem Pétur gerir undir
eigin nafni en hann hefur leikið inn á fleiri
plötur en hann hefur tölu á. í tengslum við
upptökuna, sem fer fram í sal FÍH í Rauða-
gerði, verða settir upp nokkrir tónleikar, þar
á meðal á Akureyri og í Reykjavík. Kvartett
Péturs leikur i Múlanum í Lækjargötu nk.
sunnudags- og mánudagskvöld.
Pétur hefur búið í Svíþjóð frá 1969, þar af
í Stokkhólmi frá 1972. Hann kenndi í sautján
ár í Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og
stundar einkakennslu meðfram spilamennsk-
unni. Nokkrir nemendur hans úr Tónlistarhá-
skólanum eru nú í einkatímum hjá Pétri.
„Ég vissi alveg upp á hár hvað var að
gerast meðan ég var í skólanum og þekkti
alla þessa ungu spilara. Núna hef ég ekki
hugmynd um hvað unga fólkið er að gera
og það fínnst mér dálítið leiðinlegt.“
étur kynntist einmitt Fredrik Ljung-
kvist í Tónlistarskólanum þegar
hann þreytti þar inntökupróf.
„Hann spilaði eins og engill og
fór beint inn í hjarta mitt. Þegar áheymar-
prófínu var lokið spurðu samkennarar mínir
hann spjörunum úr; hve lengi hafði hann
spilað og hvar hann hafði lært. Ég bað bara
um símanúmerið hans. Við höfum reyndar
ekki spilað mikið saman ennþá. En þó vomm
við saman í fjögur eða fimm skipti með
hljómsveit sem ég var með sem hét Into it.
Bassaleikarinn sá um allar bókanir en hann
var sjálfur ekki nógu spennandi spilari svo
þetta varð aldrei að neinu sérstöku. Mér datt
í hug að gera eitthvað með öðrum bassaleik-
ara en þá vantaði einhvern til þess að hringja
og bóka okkur því ég kann ekkert fyrir mér
í því. Ég vil bara spila _og bíð bara eftir því
að aðrir hringi í mig. Ég er frekar feiminn
og á erfitt með að hringja í fólk nema ég
hafi eitthvað alveg sérstakt að segja,“ sagði
Pétur.
Á plötunni sem þeir félagar eru að taka
upp verða lög eftir Pétur. Búið er að velja
sveitinni nafnið Power Flower.
„Þetta verður tónlist í frekar föstum form-
um en þó ekki rígbundin. Mér finnst gaman
að því vegna þess að ef tónlistin er í of föst-
um formum getur hún orðið dálítið stirð og
á sama hátt slöpp ef formið er of laust.“
Pétur sagði að hann hefði verið að hugsa
um það í nokkur ár að gaman gæti verið
að gera eins og eina plötu. „Þetta verður
fyrsta platan sem ég geri undir eigin nafni.
Eg er enginn hringjari,“ sagði Pétur til út-
skýringar.
Pétur segir að Eyþór sé í miklu uppáhaldi
hjá sér og segir að Þórður sé í einstöku formi
þessa dagana. Hann spilaði með þeim í tríói
á síðustu Rúrek djasshátíð og þóttu þeir
tónleikar einn af hápunktum hátíðarinnar.
Nú bætist í hópinn einn fremsti tenórsaxó-
fónleikarinn í Évrópu af yngri kynslóðinni,
Fredrik Ijungkvist, og kveðst Pétur vera
ánægður með nýju sveitina.
Pétur æfir sig ekki á hverjum degi. „Ég
er svona túramaður. Mér finnst þetta vera
orðið meira í höfðinu á mér en höndunum.
Mín tækni hefur á einhvem hátt samtvinn-
ast huga mínum og ég þarf ekki að pæla
svo mikið í henni. Þegar ég æfi þá æfi ég
helst samhæfingu. Mín trú og reynsla er sú
að ef maður er nógu þolinmóður og bíður
eftir tónlistinni þá kemur hún. Ef maður
ætlar að þvinga hana fram þá gerist ekkert."
Margt hefur drifíð á daga Péturs frá því
hann spilaði hér síðast á Rúrek hátíðinni í
fyrra. Hann lék m.a. í eina viku með Benny
Golson í Árósum ásamt sænska bassaleikar-
anum Sture Nordin og danska píanistanum
Nikolaj Hess. Golson kom síðan yfír til Sví-
þjóðar og lék með Pétri og félögum m.a. á
djasshátíð í Linköbing.
„Ég veit ekki alveg hvernig þetta sam-
starf kom til. Klúbburinn í Árósum heitir
Bent’s Jazz Bar og ég spilaði þar líka í fyrra-
sumar í eina viku með Sture, Clark Terry
og Butch Lacy, bandarískum píanóleikara
sem býr í Danmörku. Eftir það hafði Benny
samband og vildi spila með okkur. Honum
virtist líka það sem hann heyrði því eftir
fyrstu æfínguna okkar kom hann til mín og
sagði: „Man, you sound like a New York
drummer". Benny býr í New York en konan
hans er flutt til Frakklands. Við spiluðum
lög hans og þar er af nógu að taka.“
Benny Golson er eitt af stærstu tónskáld-
um djasssögunnar. Lög eftir hann, t.d. I’ll
remember Clifford, Stable mates og Blues
March eru á efnisskrá djassleikara um allan
heim og teljast til klassískra djasslaga.
Pétur spilar með nokkrum hljómsveit-
um í Svíþjóð og hefur mikið starfað
með Sture Nordin að undanförnu.
Fyrir síðustu jól var hann í Frakk-
landi og kom aftur til Svíþjóðar 17. janúar.
Næstu tvo mánuði var mikið að gera.
„Mér finnst vera meira djasslíf núna í
Stokkhólmi en áður. Það eru margir ungir,
upprennandi spilarar og margir litlir staðir
sem bjóða upp á djass. Þessir staðir bjóða
reyndar lága greiðslu fyrir spilamennskuna
svo þetta nýtist ekki okkur hinum sem viljum
fá eitthvað fyrir okkar snúð. Við förum því
mikið út á land þar sem betri laun bjóðast.
Ég er því talsvert mikið á ferðinni," sagði
Pétur.
Pétur spilaði fyrst eftir komuna frá Frakk-
landi með bandaríska gítarleikaranum Randy
Johnston, sem Pétur segir að sé hörkuspil-
ari. Þegar samstarfi hans og Johnston lauk
um miðjan febrúar lék Pétur inn á tvær tríó-
plötur með Sture Nordin og tveimur kven-
kyns píanóleikurum, japanskri og sænskri.
Pétur segir að sú japanska sé nokkuð þekkt
í sínu heimalandi sem klassískur píanísti og
á plötunni eru frumsamin lög eftir hana.
Hinum píanistanum, Ann Mortman, kynntist
Pétur nokkrum árum áður en platan var
gerð.
„Ég hitti hana fyrst þegar hún tók inn-
tökupróf í Tónlistarháskólann í Stokkhólmi.
Margir píanistar tóku þátt í prófinu og
reyndu allir að spila sem flesta hljóma. Ann
spilaði hins vegar C-jam blues. Hún briller-
aði en það varð reyndar aldrei úr að hún
settist á skólabekk hjá okkur því hún fór í
tónlistarnám í Brooklyn. Hún er dálítið sér-
stök stúlka, ég veit ekki hvað verður úr
henni en hún er mjög hæfileikarík," sagði
Pétur.
Pétur hefur reynt að koma til íslands
tvisvar sinnum á hveiju ári en hefur
samt orðið var við miklar breytingar
á djasslífínu hér. Mestu breyting-
arnar sér hann á áheyrendum. Þeir hlusti
mikið og séu vel með á nótunum.
„Það er mikill munur á viðhorfínu gagn-
vart svona músík. Svo eru líka komnir upp
hörkugóðir spilarar. Það hafa reyndar oftast
verið mjög góðir spilarar á íslandi, nema
helst á sjöunda áratugnum þegar allir voru
í poppinu. En það nægir að nefna Jón Pál,
Gunnar Ormslev, Björn R., Kristján Magg,
Þórarin Ólafsson, Jón bassa og Bjössa bassa.
En svo gerðist eitthvað úti um allan heim
með djassinn. Sá djass sem var leiðandi var
mjög argur, fijáls í formi og pólitískur. Fólk
nennti ekki að hlusta á hann. Djassinn tap-
aði þá mörgum áheyrendum. Þegar menn
fóru að nota formið til þess að spila músík
aftur en ekki til þess að miðla pólitík jukust
vinsældimar á ný. Músík er reyndar pólitík
en öll list hefur dýpri gildi en að stuðla að
pólitískum breytingum. Það er ekki hægt
að færa dýpstu gildi tónlistar í orð frekar
en dýpstu gildi kærleika eða trúar. Fyrir
mér er það guðdómurinn sem tjáir sig í tón-
listinni. Þegar maðurinn er of mikið í vegin-
um og vill reyna að breyta heiminum, gerist
ekkert. Maður verður að gera sig að engu
og láta tónlistina flæða. Það er mér mikil-
vægast í tónlist að upplifa þetta flæði. Áheyr-
endur skynja það þegar tónlistin flæðir,“
sagði Pétur.
Tónlistarskóli Rangæinga 40 ára
__ Sinfóníuhljómsveit
Islands á Laugalandi
Hellu. Morgunblaðið.
FJOLMENNI var á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands á Lauga-
landi í Holta- og Landsveit en þeir
voru nýverið haldnir í tilefni 40 ára
afmælis Tónlistarskóla Rangæinga.
Á tónleikunum léku og sungu nem-
endur skólans með hljómsveitinni.
Tónlistarskóli Rangæinga var
meðal fyrstu tónlistarskóla sem
stofnaðir voru úti á landsbyggðinni
en tónlistarfræðsla landsmanna
hefur aukist jafnt og þétt allt frá
því að Tónlistarskólinn í Reykjavík
var stofnaður árið 1930. Þróun
tónlistarfræðslu gekk hægt fyrir
sig í fyrstu, en fyrir rúmum tuttugu
ámm varð skyndilega mikil aukn-
ing í tónlistarfræðslunni, því marg-
ir tónlistarskólar voru settir á lag-
girnar víða um land. í dag eru
tæplega áttatiu tónlistarskólar
starfræktir vítt og breitt um landið
með hátt á annan tug þúsunda
æskufólks við tónlistarnám auk líf-
legrar lúðrarsveitarstarfsemi
gmnnskólanna. Fyrsti skólastjóri
Tónlistarskóla Rangæinga var
Guðmundur Gilsson, en sl. fimm
ár hefur Agnes Löve stjórnað skól-
anum. Við skólann starfa tíu kenn-
arar og nemendur em 250 talsins.
Á efnisskrá tónleikanna á
Laugalandi voru m.a. forleikur úr
Brúðkaupi Fígarós og tvær aríur
úr ópemnni Don Giovanni eftir
W.A. Mozart þar sem nemendur
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla Rangæinga lék með Sinfóníuhljómsveit íslands á
afmælistónleikum skólans á Laugalandi.
skólans sungu einsöng. í þeirri
fyrri, „Notte e giorno faticar", söng
Jón Smári Lámsson og í þeirri
seinni, „Vedrai carino", söng Guð-
ríður Júlíusdóttir. Þá lék Einar St.
Jónsson einleik með hljómsveitinni
í Konsert fyrir trompet og hljóm-
sveit í Es-dúr eftir Joseph Haydn.
Síðasta atriði fyrir hlé var leikur
Lúðrasveitar tónlistarskólans með
hljómsveitinni, „Syngdu gleðinnar
óð“ eftir Herbert H. Ágústsson.
Að loknu hléi lék hljómsveitin Kar-
eliasvítu op. 11 eftir Jean Sibelius
og lög úr söngleiknum „West Side
Story“ eftir Leonard Bemstein. Að
loknu up hljómleikagestir út í bjart
vorkvöldið.