Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ferðinni á tindinn frestað um tvo daga ÍSLENSKU Everestfararnir hafa frestað göngn sinni á topp Everest um tvo daga vegna slæms veðurs. Þrír leiðangrar lögðu af stað á tindinn í vikunni og hafa þeir allir neyðst til að snúa til baka vegna slæms veðurs. Veðurspá frá 9.-12. maí gerir ráð fyrir 70-90 hnúta vindi í 9.000 metra hæð, en það er meira en 12 vindstig. Leiðangurinn sem Is- lendingarnir eru í fyrir- hugar að fara í þremur hópum á tind Everest. Fyrsti hópurinn lagði af stað á þriðjudag. Hann fór fullseint af stað frá grunnbúðum og lenti í miklum hita og var rúm- lega 10 tíma upp í búðir 3. Fjallgöngu- mennirnir voru svo uppgefnir eftir daginn að þeir tóku sér hvíldardag í gær. Af þeim orsökum frestast fjallganga fslend- inganna um einn dag. í gærmorgun fengu þeir nýja veðurspá og hún var með þeim hætti að þrír leiðangrar, sem voru í búðum þijú, sneru til baka. Veðrið í dag á að vera viðunandi en 9.-12. maí er gert ráð fyrir norðlægum áttum, 70-90 hnútum í 9.000 metra hæð. Þess má geta að 65 hnútar er 12 vindstig. Þessi spá gerði það að verkum að fyrsti hópur stoppar í búð- um þrjú í 1-2 daga að auki til að sjá hvort veður skánar. Það þýðir að íslendingarnir fara ekki af stað fyrr en á laugardag og gætu þá verið á toppnum á þriðjudag ef allt gengur vel. Mikilvægt að meta aðstæður rétt í síðasta pistli Everestfaranna til Morg- unblaðsins fjalla þeir um lokaáfanga ferð- arinnar og hvernig hann er skipulagður. „ Astæðan fyrir þvi að við skiptum leið- angrinum í þrennt er ein- föld: Það kostar mikla vinnu og erfiði að koma tjöldum og búnaði upp í fimmtu og efstu búðir. Til að spara þá vinnu er komið nægum búnaði upp til að 6-7 menn geti dvalist þar í einu. Það þýðir 3-4 leiðangursmenn auk Sherpa í hvert sinn. Áætlun okkar er svo á þá leið að fyrsti hópur kemur upp í Suðurskarð úr fjórðu búðum snemma dags og hvílist þar í fimmtu búðum. Sá hópur leggur svo af stað undir miðnætti og er gert ráð fyrir að ganga alla nóttina og ná tindi ef veður og geta leyfir, í síðasta lagi um hádegi daginn eftir. Súrefni er notað alla leið frá Suðurskarði. Það er ekki oft sem unnt er að komast neðar en í Suðurskarð aftur og þarf hópurinn því að öllum lik- indum að dveljast þar um nóttina. Næsti hópur getur því ekki komið sér fyrir í Suðurskarði fyrr en daginn eftir. Þetta gerir því að verkum að a.m.k. tveir dag- HALLGRÍMUR Magnússon tók þessa mynd úr fjórðu búðum. Suðurskarð er fyrir miðri mynd, en þar verða fimmtu búðir. Þaðan gera fjallgöngumennirnir atlögu að tindinum sem blasir við á myndinni fallegur en ógnvekjandi. ar verða að vera á milli hópa. Það er ákaflega erfitt að ákveða hvenær skuli lagt í hann og hvar beðið skuli veð- urs, ef það er ekki gott. Það má gera ráð fyrir að ef of löngum tíma er eytt ofar- lega í fjallinu séu menn orðnir það þreytt- ir að þeir þurfi að fara niður aftur og hafi jafnvel ekki tíma til að hvílast og reyna aftur. Þarna spilar reynsla og góð- ar upplýsingar um veður máli en kannski ekki síst sjötta skilningarvitið, hugrekki og heppni. Það er hins vegar ljóst að ekki er hægt að bíða veðurs hér í grunnbúðum, það tekur a.m.k. þijá daga að komast í Suðurskarð og veður getur breyst mikið á þeim tíma og allir vita að ekki er hægt að treysta á veðurspár í blindni. Því verð- ur að bíta á jaxlinn og hrökkva eða stökkva og taka afleiðingunum. Sem dæmi má nefna að ef fyrsti hópurinn okkar þarf að koma niður aftur eftir nokkra . daga lenda þeir aftast i röðinni, okkar hópur er þá fyrstur og þá blasir við okk- ur að taka ákvarðanir um næstu skref.“ Björn Ólafsson sagði í samtali við Morg- unblaðið að venjulega hækkuðu hinir hvössu háloftavindar, sem að jafnaði leika um topp Everest, í byijun maí og þá sköp- uðust ágætar aðstæður til að ganga á tind- inn. Þetta virtist ætla að gerast heldur seinna í ár en venjulega og menn yrðu bara að taka því. Björn sagði áður en íslendingarnir lögðu af stað frá íslandi, að veðrið væri sá þáttur sem kæmi til með að ráða mestu um hvort þeim tækist ætlunarverk sitt, að ganga á tind Everest. Hann sagði í gær að ekkert tilefni væri til svartsýni þó að veðurútlitið væri slæmt þessa stundina. Reynslan sýndi að það væri hægt að ganga á tindinn allt fram undir 25. maí og menn . myndu því sæta færis þegar veður batnaði. Dauðaslys í hlíðum Lhotse Fjallgöngumennirnir voru í fyrradag minntir á að þeir eru að takast á við að- stæður þar sem stundum er skammt á milli lífs og dauða. Ungur Sherpi lést í fyrradag þegar hann hrapaði í hlíðum Lhotse, nálægt fjórðu búðum. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli slysinu, en flest bendir til að augnabliks óaðgæsla hafi ráðið mestu um hvernig fór. Þegar farið er yfir varasöm svæði eru fjallgöngu- mennirnir að jafnaði bundnir í línu, en af einhveijum orsökum var það ekki í þessu tilfelli. Everestsíða Morgunblaðsins: http://www.is/everest/ Samningur um kaup Danakonungs á Reykjavík kom með Vædderen til íslands birtist sjónum almennings von bráðar. Tímamótaverk J 'J s\b Bítlanna arts Cíub Band í Háskólabíói 6. júní kl. 20:00 7. júní kl. 17:00 7. júníkl. 20:00 Reykjavík seld fyrir þijárjarðir Kaupbréf fyrír Reykjavík er meðal þeirra íslensku handrita sem danska varðskipið Vædderen flutti frá Kaupmannahöfn. Bréfið er skráð á skinn á Bessastöðum 1615 og STEFÁN Karlsson forstöðumað- ur stofnunar Árna Magnússonar segir að meðal þessara fornbréfa sem stofnunin hefur nú fengið í hendur sé gríðarlegur fjöldi bréfa sem aldrei hafi verið prentuð. Kaup- samningurinn um Reykjavík sé eitt þeirra. Skemmtilegt bréf „Þótt þetta bréf sé kannski ekki merkilegra en ýmis önnur, er það sérstaklega skemmtilegt vegna innihaldsins. Þarna hafa óvenju margir staðir sem koma við sögu skipt um hlutverk, eins og Bessa- staðir sem hýsti þá danskan höfuðs- mann en er nú núverandi forseta- setur og Laugarvatn sem síðar varð skólasetur.“ Stefán segir vitað að Danakon- ungur hafi eignast Reykjavík á þessum tíma samkvæmt fyrri heim- ildum. „Kaupin fóru fram milli Herlufs Daa höfuðsmanns fyrir hönd konungs og þeirrar frómu dáindiskvinnu Guðrúnar Magnús- dóttur með samþykki sona hennar. Guðrún var ekkja eftir Narfa Orms- son lögréttumann. Með kaupsamningnum selur Guðrún 50 hundruð í Reykjavík með kirkjueign sinni, en áður hafði konungur eignast 10 hundruð í Reykjavík, sem var 60 hundraða jörð. Á móti fékk Guðrún jarðirnar Laugarvatn í Grímsnesi, Bakka á Kjalarnesi og Kiðafell í Kjós. Fimm vottar eru nefndir, sem sagðir eru hafa sett handskriftir sínar undir bréfið og á það trúlega við annað eintak af kaupsamningnum, því að undir þessu eru ekki undirskriftir heldur hafa þrír menn staðfest það með hangandi innsiglum. Annað varðveittu innsiglanna er með fangamarkinu L.R., og einn vottanna er nefndur Laures Ras- musson en það mun vera Lauritz Rasmussen umboðsmaður,“ segir Stefán. Hann segir að lög um að gera skyldi skriflega samninga um öll meiri háttar kaup hafi verið sett með Jónsbók árið 1281. Þau átti að votta með innsiglum og tíðkaðist ekki að setja eiginhandarundir- skriftir í staðinn fyrr en um 1600. Þúsundir bréfa um kaup séu varð- veitt, sum í frumriti en önnur í uppskriftum. Neyddur til að selja í grein sr. Þóris Stephensen í ritröðinni Landnám Ingólfs kemur meðal annars fram að þegar versl- unareinokun komst á árið 1602 varð Hólmskaupstaður verslunar- miðstöð stórs svæðis við innanverð- an Faxaflóa og því hafi verið eðli- legt að konungsvaldið hefði áhuga á að eignast Reykjavík eða ítök þar. „Lauritz Krus var höfuðsmaður á Bessastöðum um 1590. Hann mun hafa sótt þetta mál mjög fast, en í óþökk Narfa, sem var að reyna að tryggja sér alla ReykjavíK Narfi varð þó að láta undan. Hetfnildir segja, að hann hafi grátandi játað af sér 10 hundruðum úr landi Vík- ur, var enda hótað með gapa- stokki, ef hann neitaði,“ segir sr. Þórir. Ekki er talið ósennilegt að Guð- rún hafi búið um tíma í Reykjavík eftir lát Narfa, í ljósi þess hversu seint staðfesting konungs á kaup- unum kom. Samkvæmt fyrirliggj- andi heimildum var Narfi enn á lífi 1607, en hann hafði fengið stærstan hluta Reykjavíkur í arf eftir föður sinn, Orm Jónsson lögréttumann og sýslumann. Bræðurnir Jón og Þórður Ásbjörnsson áttu 20 hund- ruð í Reykjavík sem Munkaþverár- klaustur hafði áður átt, en seldu Narfa sinn hlut 1569. Kaupin voru hins vegar umdeild þvi Páll Vigfússon lögmaður á Hlíð- arenda var talinn eigandi og við skipti á búi hans 1570 kom Engey, Laugarnes og svokallaður Víkur- partur fyrir Seltjarnarnes í hlut Ónnu, systur Páls, kenndri við Stóru-Borg. Endanleg niðurstaða i málið fékkst að sögn Þóris ekki fyrr en á Öxarárþingi árið 1602. Stefán kveðst efast um að kaup- samningurinn hafi nokkurn tíma verið formlega ógiltur, en jörðin hafi hins vegar komist í eigu fs- lenska ríkisins um leið og aðrar eignir Danakonungs. Innréttingar á konungsjörð? „Hafnarljörður var meiri versl- unarstaður á þessum tíma og mað- ur hefur heyrt að ekki hafi verið sjálfsagt mál að Innréttingar Skúla Magnússonar fógeta risu í Reykja- vík. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ein ástæða þess að Inn- réttingarnar hafi verið settar niður í Reykjavík hafi verið sú að konung- ur átti jörðina," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.