Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 41
40 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 41 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VANDIÞING- EYRINGA ALVARLEGA horfir í atvinnulífi Þingeyringa. Níu - mánuðir eru liðnir síðan vinnsla stöðvaðist hjá Fáfni hf., sem var burðarásinn í atvinnu og afkomu íbú- anna á Þingeyri. Afleiðingin er víðtækt atvinnuleysi, sem að óbreyttu leiðir til verulegs fólksflótta úr byggðarlag- inu. Þróun mála á Þingeyri er því alvarlegt íhugunar- efni, ekki sízt í ljósi þess að velgengni hefur einkennt íslenzkan sjávarútveg á heildina litið nú um skeið. Ástæður þess hvernig mál hafa þróazt á Þingeyri eru efalítið ýmsar. Fáfnir hf. hefur þó trúlega reist sér hurðarás um öxl með dýrum breytingum á togara fyrir- tækisins, sem nú hefur verið seldur með og ásamt kvóta. Næstu nágrannar, Flateyringar, seldu togara á fyrri stigum máls og byggja hráefnisöflun á smærri bátum. Þeirra staða er í dag önnur og betri en Þingeyringa. Miklu skiptir, hvern veg tekið verður á þessum mál- um. í þeim efnum verður ekki fram hjá því litið að sá tími er liðinn þegar almannafé var ausið í taprekstur, án tillits til arðsemi fyrirtækja. Islenzka banka- og sjóða- kerfið tapaði feiknháum fjárhæðum á síðustu áratugum á altari þessarar mislukkuðu „byggðastefnu“. Þetta verklag seinkaði og varanlegum lausnum og vann gegn hagvexti, sem er forsenda batnandi kjara í landinu. Á þessum áratug hefur verið tekið á vandamálum atvinnu- lífsins með öðrum hætti og farsælli fyrir þjóðarbúskap- inn. Með miklum samgöngubótum, Vestfjarðagöngum, hafa byggðarlögin á þessu svæði verið færð saman í nánast eitt atvinnusvæði. Aðstæður til atvinnu- og byggðaþróunar ættu af þessum sökum að vera breyttar til hins betra. Auðveldara ætti að vera að flytja óunnið sjávarfang milli staða - sem og sækja vinnu á milli byggðarlaga, ef og þegar aðstæður kalla á slíkt. Þannig má nýta hráefni og vinnugetu heimafólks betur en áð- ur, en erlent fiskverkunarfólk hefur jafnan verið nokkuð á Vestfjörðum. Nauðsynlegt er engu að síður að bregðast við stað- bundnum vanda Þingeyringa, en það verður að gera með eðlileg arðsemi- og markaðssjónarmið að leiðar- ljósi. Stjórn Byggðastofnunar hefur nýlega veitt for- stjóra sínum heimild til að semja við stærstu lánar- drottna Fáfnis hf. um að leysa til sín frystihús, fiski- mjölsverksmiðju og fleiri eignir fyrirtækisins. Þá liggur fyrir að vestfirzkur fiskverkandi hefur áhuga á að leigja eignirnar og hefja í þeim rekstur á nýjan leik, m.a. með vinnslu á „Rússaþorski“. Vonandi leiðir þetta tvennt til þess að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik og sem fyrst á Þingeyri, íbúum byggðarlagsins og þjóðar- búinu í heild til gagns og gæfu. DAGURALDRAÐRA IDAG, uppstigningardag, er dagur aldraðra. Hann hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1982, en þá var hann fyrst tileinkaður eldri borgurum að tilstuplan þáver- andi biskups íslands, Péturs Sigurgeirssonar. í dag munu aldraðir predika í mörgum kirkjum landsins og leiða söng. Aldraðir hafa að undanförnu verið mjög gagnrýnir á þau kjör, sem ríkisvaldið hefur búið þeim og þeir telja sig hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna skerðingar á tekju- tryggingu og öðrum greiðslum úr tryggingakerfinu. Jaðar- skattar hafa ekki síður bitnað á kjörum þessa fólks en þeirra, sem yngri eru. Sérstök jarðarskattanefnd hefur haft að markmiði að draga úr áhrifum þeirra í skattkerf- inu, en aldraðir óttast að hlutur þeirra verði fyrir borð borinn. Þeir hafa með sérstakri aðgerðanefnd minnt á sig á undanförnum misserum og bent á versnandi kjör sín. Aldraðir í þjóðfélaginu eru nú rúmlega 27 þúsund og fer fjölgandi eftir því sem meðalævi landsmanna lengist. Þeir sem nú teljast til þessa hóps eru hluti þeirrar kynslóð- ar, sem leiddi þjóðina úr örbirgð til ríkidæmis. Þetta fólk á því allt gott skilið af þeim sem yngri eru og því er það skylda þjóðarinnar að skapa því mannsæmandi lífsskil- yrði, þann lagaramma, sem gefur því kost á góðum lífs- kjörum. + 23.2. 1985, Kanaríeyjum. Fullkomnun er ekki æskileg; að vera eitt- hvað, er númer eitt. Hvenær nær maður því? Það er gaman að kynnast mönnum sem eru ekki að hugsa um aukaatriði. Stórkostlegt; að til séu þannig menn, sannir og fínir. Fólk verður að trúa á lífíð, það er ekki nóg að trúa á lífið eftir dauðann. Vinna fyrir sínu brauði, vera duglegur, þó maður sjái aðra hafa lítið fyrir því. Verst er að á íslandi er mönnum hegnt fyrir það eitt að vera duglegir og jafn- vel eru duglegir menn og vel gefnir öfundað- ir. Það hefur kannski alltaf verið svo. En það er mörgu hægt að breyta. Skáldin vinna þeg- ar aðrir sofa. Ég held að fólk viti ekki hvern- ig list verður til. 4.3. 1985. Það er nú meira hvað þetta blessaða land okkar er gott. Þó maður sé í hita og sumar- sól, með pálma á báðar hendur, þá verð ég klökkur þegar ég hugsa um þetta skóglausa land og steinana mína. Eitt er þó skemmti- legt hérna. Það er byggingarstíllinn. Fallegur arkitektúr. Þeir gætu lært mikið af honum heima. Fór um daginn upp í fjöll að skoða hella sem fólk býr í. Laust við öll þægindi og munað. Hefur eina geit og eina belju. Virðist vera ánægt með lífið. Menn reykja sína pípu. Allir glaðir og syngjandi. Þetta er fallegt fólk. Það var talið til skammar fyrir spönsku þjóðina fyrir nokkrum árum og byggðar blokkir niðri í bæ. Allt fólkið horfið úr blokkunum eftir nokkra daga. Það var farið heim. Krýsuvík 24.7. 1985. Nú fínnst mér orðið langt síðan við hitt- umst. Hef haft mikið að gera og þú líka. í dag hringdi ég á Moggann og var sagt af blíðri röddu, að þú hefðir farið út á land í nokkra daga. Tók mér líka frí í dag og næstu daga. Það er svo gott veður. Er að mála þakið á húsinu, ekki myndir nema í hugan- um. Það kom kunningi minn úr RLR (Rann- sóknarlögreglu ríkisins) og vildi hjálpa til. Svona vini á ég þó ég vissi það ekki. Það er gaman og hann sagðist koma aftur á morg- un. Það er ýmislegt sem maður veit ekki. Það er mjög gott. Ég hef verið að reyna að komast í gegnum skriftina þína á ljóðunum. Lesa oft og leggja minn skilning í þau. Gera formyndir og skrifa þá ljóðin upp í sama hlut- falli og þú hefur gert. Einmitt í bókina sem ég sýndi þér. Það eru svipuð hlutföll og á pappírnum sem þú skrifaðir á. Þetta er gam- an. Þetta hef ég ekki gert áður og þótt þú eða aðrir verði ekki ánægðir með þessi verk, þá hef ég og á eftir að fá mikið út úr þessu. Hefí nú þegar gert sex myndir. Mikið vargaman að Morgunblaðið skyldi hafa viðtal við Vigni Jóhannsson. Þú veizt að ég sagði þér í bréfi fyrir nokkru (margt löngu eins og skáldin segja) að mér litist einna bezt á hann af ungum listamönnum. Vignir kom til mín hingað upp í Krýsó sl. mánudag. Sá myndir mínar í Óldutúnsskóla. Hrifnæmur ungur maður. Hann var mjög hrifinn, held ég, af myndunum mínum. Sagði að pensilstriksskriftin væri svo lífleg. Hann orðar hlutina skemmtilega. Égtek nú, vinur, allt með fyrirvara. Búið að ljúga því (svo lengi) að ég kunni ekki að teikna og mála. Það er samt allt að lagast, held ég. Gerir ekkert til. Ég fer nákvæmlega þá stefnu sem mér sýnist. Kannski er það í norð-suður eins og strákurinn sagði í Vest- mannaeyjum, þegar hann var spurður um, hvaða stefnu skipstjórinn hefði fyrirskipað til að komast á fengsæl mið. Las í Morgunblað- inu sl. sunnudag nokkurs konar leiðara (Reykjavíkurbréf) um Vestmannaeyjar sem ég veit að þú hefur skrifað. Það var helvíti gott. Gaman að einhver getur skrifað svona fallega. Og allt satt. Ég held nefnilega að fólk í dag hafi ekki skilið hvað í Vestmannaeyjum var fínt fólk, eiginlega sérþjóðflokkur af allri gerð. Þetta er kannski að verða nú eins og það var fyrir gos, en þó varla, held ég ennþá. Þetta var alveg sérstök grein og vel skrifuð, þú hlýtur að hafa gert hana. Mig minnir að þú hafir farið til Eyja nýlega. Annars hefðir þú ekki getað skrifað þetta. Gran Canaria, Playa del Ingles, 5.2. 1986. Svona er ég nú, að allt í einu langar mig að tala við þig og þá er skrifað. Ég vona bara að þú sért hraustur og hafír eitthvað getað ort. Ég er búinn að mála á allan papp- ír sem ég fór með. Það er dálítið skrítið að nenna ekki út að borða með ágætu fólki. Vil heldur vera einn og teikna og mála. Það held- ur áreiðanlega að ég sé eitthvað klikkaður og kannski er ég það? Hef ekki löngun Lii að setja mig niður eins og í gamla daga og teikna það sem augað Bréffrá Sveini Leiðir okkar Sveins Björnssonar lágu fyrst saman þegar við sigldum heim á Gullfossi, ásamt fjölskyldum okkar, í vitlausu veðri haustið 1966 ef ég man rétt. Við fórum frá Leith og fengum skaplegt veður fyrsta sólarhringinn, en þá brast hann á með vitlausu veðri og veðurofsinn jókst við Færeyjar og lít- ill bati þegar nær dró íslandi. Ráðgert hafði verið að efna til samkomu í skipinu þegar við sigldum framhjá nýjasta barni móður Jarðar, Surtsey. En veðurofsinn þá svo mikill að samkoman var blásin af. Sveinn kunni vel að stíga ölduna og betur en ég því hann hafði lengi verið á sjó, en ég einungis skamman tíma á Brúarfossi, sællar minningar. En sem sagt, þarna lágu leið- ir okkar saman og við þekktumst upp frá þvi. En kynni okkar hófust fyrir alvöru þegar ég skrifaði samtal við hann sem birtist í Samtöl M, V bindi 1985, Ég hef reynt að láta ekki fang á mér fá. Það var gaman að kynnast Sveini og gott að vera vinur hans. Hann var einhver vinfastasti maður sem ég hef kynnzt, einstaklega þakklátur fyrir allt sem fyrir hann var gert, hrein- skiptinn, opinskár, einlægur. Og af þessum eiginleikum óx list hans sem var eðlislæg, barnsleg og einlæg. Hún hefur náð fullum blóma í síðustu verkum hans og sýningin í Gerðarsafni í Kópavogi er bautasteinn sem mun þola verri veður en við upplifðum á Gullfossi. Ég hef endurskrifað samtalið við Svein, lagfært misfellur og gert það bet- ur úr garði og mun það, að ég held, verða birt í bók um listmálara sem kemur út á þessu ári eða því næsta, en þar er talað við mann sem lifði fremur sjó- mannslífi en sjónvarpslífi, og öll list hans ber þess einhver merki sem betur fer. Ég hef ekki í hyggju að tíunda hér samstarf okkar Sveins og vináttu. Þess sér stað víða annars og þá ekki sízt í nokkrum fallegum og eftirminni- legum myndum sem hann gerði við nokkur ljóða minna og Jón Karlsson í Iðunni var svo elskulegur að gefa út 1989, ef það mætti gleðja nokkrar haust- kaldar sálir hér norður á hjaranum. En að leiðarlokum langar mig miklu frem- ur til að vitna í nokkur bréf, ritstýrð, sem Sveinn sendi mér vegna vináttu okkar og áhuga á þeim hulduheimum sem eru ævintýri okkar og umhverfi. sér. Þarf að sýna þér einhvern tíma húsa- myndir frá því í gamla daga. Ég geng ekki aftur fyrr en ég er dauður. Ég hefði þurft að mála þær betur eins og allt. Ekki vilt þú, Matthías minn, fara að búa til kvæði eins og þú gerðir í gamla daga. Þú fyrirgefur þetta rövl í mér, en þetta hjá Spánverjunum, að hafa hús uppi á fjöllunum er dálítið skemmtilegt. Einnig þessi tré sem vaxa upp af grjóti, að manni fínnst. 19.7. 1987. Hvernig skyldi þér líka kápurnar? Ég fer auðvitað ekki langt frá sjálfum mér. Þetta er kærkomin æfing. Ykkar vinur, SB. (Hann er byijaður að teikna kápurnar á bók Iðunn- ar sem kom út rúmu ári síðar og hlaut nafn- ið Veröldþín.) Krýsuvík 18.12. 1987. Nú fékk ég löngun að skrifa þér á svona kápu. Það er miklu erfiðara en að mála hana. Það er mitt leyndarmál. En að skrifa þér er anzi erfitt, af því að ég veit að þú lest svo margt athyglisvert. Ég er ekki svo vitlaus að ég viti ekki að bók okkar er mest fyrir mig, en þó lítilsháttar fyrir þig. Ég lagði mig allan fram til að gera þessar myndir og sumir telja þær jafnvel það bezta sem ég hefi gert. Það er þeirra skoðun! Þú veizt að ég get nú ýmis- legt, er það ekki? Það eru ekki margir sem sjá mig, kannski er það þeirra feill! P.S. Er búinn að setja upp jólatré hér sem er úr náttúrunni, eins og var á Skálum á Langanesi. Ætla að hafa heima nýmóðins, en líka lifandi jólatré. Gaman væri að sjá ykkur hér eða heima um jólin, vinir mínir. Gerði fjórar kápur í kvöld. Krýsuvík 3.11.1988. Ég þakka kærlega fyrir síðast. Það var skemmtilegur sunnudagur og gaman að sjá vini sína í reynd. Nú hef ég ekki, vinur minn, heyrt í þér síðan og leiðist það. Veit reyndar að þú hefur í mörgu að snúast, þ.e.a.s. 75 ára afmæli Morgunblaðsins. Mér fannst það stórkostlegt að þið skylduð gefa bækluðum íþróttamönnum 1 milljón, svo og ungum skáld- um tækifæri. Þessa verður minnzt, vona ég. Það hlýtur að vera eftirtektarvert hvað Morg- unblaðið er menningarlegt í hugsun og verki. Ég hefi verið að reyna að mála, sem er mitt líf. Alltaf að reyna að gera betur. Mér finnst ég vera að þroskast. Líklega er ég frek- ar seinþroska. Örlög sem maður getur ekki flúið og reynir ekki. Það var mjög fagurt þeg- ar ég kom hér í dag. Allt svo tært og hljótt, undurkyrrt. Þegar ég kom úr göngutúr kl. 17.00 fékk ég löngun til að skrifa þér. Kannski vegna þess að ég held þú þurfír að komast í kyrrð öðru hvetju. Þú mátt ekki útkeyra þig meira en orðið er. Heilsan er allt og skáldskapurinn. Ég hlakka til að sjá nýju ljóðabókina þína. Lifið heil. 24.2. 1989. Það er ómetanlegt að vita að maður á tryggan vin. Þakka ykkur fyrir að nenna að koma til mín 19. febrúar sl. Góðir vinir eru Guðs gjöf. Veiztu það, Matthías minn, að ég gleymdi vatnslitakassanum heima. Hvort þetta veit á eitthvað vont, að ég eigi ekki að mála, veit ég ekki, en ég notaði svamp sem ætlaður er í eldhúsið. Málaði bara með honurn og viskustykkinu þar sem þörfin var mikil. Ég hugsa að ég myndi mála með fótun- um ef ég hefði ekkert annað. Ódagsett. Ég álít að Guðmundur (Daníelsson) hafi verið gott skáld. Hann þurfti að vinna með skáldskapnum og náði langt. Lengra en menn kannski halda í dag. Þetta var maður sem lifði og skrifaði mikið með sinni vinnu eins og við og fleiri. Það er enginn efi að hann var skáld, en þeir sem eru að bjástra við að setja menn í flokka í skáldskap, vissu ekki hver hann var. Hann skrifaði gott og fallegt mál; það mál sem ég skil. Mér fannst þap fallegt sem þú skrifaðir um hann látinn. Ég veit ekki hvort hann var minna skáld en Þórbergur. Ekki eins fastur í pólitík og Þórbergur sem mér finnst gott. Skáld eiga að vera fijáls. Kommúnisminn hefur ráðið of miklu í listum eins og þú auðvit- að veizt. Gáfaðir, en höfðu ranga hugmynd um lífíð. Það er gott að vera burtu frá þessu. Heyra ekki neitt í fjölrniðlum. Og sjá ekkert í sjónvarpi. Þannig var Sveinn Björnsson. Þannig minn- umst við hans og þannig söknum við hans. Það er ekki langt síðan Sveinn sagði, Ég má ekki vera að því að deyja, ég á svo margt ógert. Og nú er hann farinn, meira að starfa guðs um geim. Það var bjargföst sannfæring hans sjálfs, að svo yrði. Matthías Johannessen Hægt að fækka legii- dögum um helming Morgunblaðið/Þorkell IVO Abraham, prófessor í hjúkrun, hélt vinnufund um umsjónar- hjúkrun í tengslum við formlega opnun rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Nýleg bandarísk rannsókn sýnir að rúm 10% fólks eldra en 65 ára þjáist af alzheimer- sjúkdómi. Belgísk könn- un sýnir að aldraðir liggja 25 dögum lengur á spítala en nauðsynlegt er vegna skorts á viðeig- andi umönnun. Helga Kr. Einarsdóttir ræddi við dr. Ivo Abraham pró- fessor í hjúkrun. BELGÍSKAR rannsóknir sýna að fækka má legu- dögum á öldrunardeild- um um rúmlega helming með umsjónarhjúkrun, að sögn belgíska prófessorsins dr. Ivo Abraham. Abraham starfar í Bandaríkjunum og í heimalandi sínu og hélt vinnufund um umsjón- arhjúkrun í gær í tengslum við formlega opnun rannsóknastofn- unar í hjúkrunarfræði. Dr. Ivo Abraham er prófessor í hjúkrun við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum og kaþólska há- skólann í Leuven í Belgíu og hefur skrifað tíu bækur um alzheimer- sjúkdóminn auk fjölda ritgerða um sama efni. Abraham víkur fyrst að breytingum á aldurssamsetningu íbúa í iðnríkjum og meira langlífi, sem leiði til glimu við langvinna sjúkdóma. „Síðustu áratugi hefur verið lögð áhersla á að annast veika inni á sjúkrastofnunum og nú eru stjórnvöld víðast hvar að stemma stigu við kostnaði sem af hlýst. Gripið hefur verið til þess í Evrópu og Bandaríkjunum að setja þak á útgjöld og skera niður, en gildi þess er takmarkað því þróunin helst óbreytt," segir hann. Annar hver maður eldri en 85 ára með alzheimer-sjúkdóm Abraham segir alzheimer-sjúk- dóm ríkjandi meðal aldraðra og bendir á niðurstöður nýlegrar könn- unar meðal íbúa í austurhluta Bost- on. Samkvæmt henni þjást rúmlega 10% fólks eldra en 65 ára af sjúk- dómnum. Hlutfallið er 3% hjá 65-74 ára, 18-19% hjá fólki 75-84 ára og hjá 85 ára og eldri er hlut- fallið 47-48% að hans sögn. Lík- urnar á því að fá alzheimer-sjúk- dóminn aukast því eftir aldri, sam- kvæmt þessu, og þegar komið er yfir 85 ár þjáist einn af hveijum tveimur af hans völdum. Talið er að alzheimer-sjúklingar í Banda- ríkjunum séu 2-4 milljónir og seg- ir Abraham líklegt að þeir séu 140.000 í Belgíu. Abraham hefur beint sjónum sérstaklega að alzheimer-sjúk- dómnum því við honum er engin lækning. Hann segir hvorki hægt að segja fyrir um sjúkdóminn né bregðast við þegar greining er fengin, líkt og ef um háþrýsting væri að ræða eða þess háttar. Ein- kennin eru líka mismunandi eftir manneskjum og gera vart við sig misjafnlega hratt. Sumir eru með sjúkdóminn í 15-20 ár, aðrir styttra. „Manneskjan ber ekki lengur sama skynbragð á umhverf- ið, er gleymin, endurtekur sig, ráf- ar um og í sumum tilfellum lætur hún skammir dynja á nærstöddum eða ræðst á fólk. Einnig hættir hún að geta hugsað um sig sjálf og missir stjórn á hægðum," segir hann. Abraham segir til lyf sem hægja á hrörnunarferlinu en að þau hafi miklar aukaverkanir. „Að öllum lík- indum er um að ræða hóp sjúk- dóma. Alzheimer-sjúkdómurinn ber með sér ýmis einkenni sem hægt er að skoða í heilanum við krufn- ingu og unnið er að því að reyna að greina orsakir. Augljóslega er um að ræða erfðafræðilega þætti, þótt ekki sé vitað hvaða litningar koma við sögu. Hugsanlega hafa þættir í umhverfinu áhrif líka. Smátt og smátt munum við gera okkur grein fyrir orsökunum og geta skipt sjúkdómnum niður í ýmis afbrigði." Aldraðir eru upplýstir neytendur Hann segir jafnan litið á alzheim- er sem minnissjúkdóm en vill beina umræðunni að afleiðingum hans og áhrifum á daglegt líf viðkomandi manneskju. Hann bendir líka á að nútímafólk á Vesturlöndum vænti þess að eiga kost á hágæða heil- brigðiskerfi, hafi skýrar væntingar og að aldraðir séu jafn upplýstir neytendur þeirrar þjónustu. „Þar sem engin lækning er til felst þjónustan eingöngu í umönnun og spurningin er sú hvers konar kerfi við getum komið á til þess að hjálpa þessu fólki heima fyrir eins lengi og kostur er.“ Hann segir jafnframt að burtséð frá því að alzheimer-sjúklingar taki pláss frá öðrum sjúklingum á stofn- unum sé spurningin sú hvort spítal- ar séu æskilegasta umhverfið fyrir þennan hóp. Abraham segir að sýnt hafi verið fram á í Belgíu að umsjónarhjúkrun aldraðra, sem þurfa mikla umönn- un, fækki legudögum á spítölum úr 46 í 21 að meðaltali, eða um helming. „Athugunin leiddi í ljós að sjúklingarnir væru að meðaltali 25 aukadaga á sjúkrahúsinu án þess að læknisfræðileg sjónarmið krefðust þess,“ segir hann. Klæðskerasaumuð þjónusta Hugmyndin um umsjónarhjúkr- un kom fyrst fram í geðlækningum á sjöunda áratugnum og segir Abraham að belgíski heilbrigðisráð- herrann hafi tilkynnt nýverið, í Ijósi fyrrgreindrar niðurstöðu, að henni yrði komið á á landsvísu. Umsjónarhjúkrun tekur við þeg- ar spítalavistinni sleppir. Abraham nefnir sem dæmi að sjúkdómssaga viðkomandi sjúklings sé skoðuð ofan í kjölinn, sem og fjölskylduað- stæður, og þvínæst sé þjónustan klæðskerasaumuð með tilliti til þess. Gengið er úr skugga um að sjúklingurinn fái hjúkrun, eða aðra aðstoð ef makinn er sjálfur heilsu- veill, til dæmis hvað varðar ræst- ingu og fæði. Ekki bara skipulagning „ Umsjónarhjúkrunarfræðingur- inn starfar utan spítala og miðað er við að hver og einn annist 20-25 sjúklinga. „Mikilvægast er að ein- hver skipuleggi þjónustuna út frá þörfum hvers og eins en umsjónar- hjúkrun snýst ekki einvörðungu um skipulagningu, því hjúkrunarfræð- ingurinn er jafnframt í sambandi við aðstandendur. Tengslin milli hjúkrunarfræðingsins, sjúklingsins og fjölskyldunnar eru mjög mikil- væg. Þau styrkja hjúkrunarferlið * og gera aðstandendum kleift að annast hinn sjúka betur en ella.“ Margir alzheimer-sjúklingar eiga maka sem ekki geta annast þá og er því stefnt í voða ef ekkert eftir- lit er haft með þeim. Einnig geta þeir verið ofbeldishneigðir og ógnað öðrum. Gætu stofnanir komið í góðar þarfir í slíkum tilfellum? „Það hefur sýnt sig að ekki er hægt að vinna mikið með alzheimer-sjúkl- inga vegna skertrar hæfni til þess að læra og tileinka sér hluti. Ef hjúkrunin er skipulögð í samvinnu við aðstandendur eykst tilfinning þeirra fyrir því að geta orðið að liði því þeir læra að koma að gagni og a. bregðast við hegðun sjúklingsins.“ Auðvelt er að gagnrýna um- sjónarhjúkrun á þeirri forsendu að verið sé að varpa ábyrgðinni yfír á heimilin, segir Abraham. Ánnað úrræði fyrir alzheimer-sjúklinga er að setja á fót dagheimili fyrir aldr- aða sem af mörgum er talið lítil- lækkandi. „Nokkur slík dagheimili eru rekin í Bandaríkjunum en það er erfitt að fjármagna þau og sjúkl- ingarnir þurfa sjálfir að borga hluta kostnaðar,“ segir hann. Ársfundur norrænna félaga að- standenda alzheimer-sjúkra var haldinn í Reykjavík fyrir skömmu. Maríanna Haraldsdóttir hjúkrunar- A fræðingur og Sigrún Karlsdóttir félagsráðgjafi fjölluðu um skipulag heimahjúkrunar og heimilisþjón- ustu og vék Sigrún meðal annars að því að þeir sem önnuðust heimil- isþjónustu nytu ekki nægilegrar virðingar úti í þjóðfélaginu. Þegar erindunum lauk kom fram í umræðum fundargesta óánægja með það að heimahjúkrun og heimilishjálp heyrðu ekki undir sama ráðuneytið og töldu þeir að væri starfsemin undir einum hatti mætti samnýta þjónustuna betur. ’ Abraham hyggst kynna hug- myndir sínar um umsjónarhjúkrun á íslandi og telur allar forsendur til þess að sinna slíkri þjónustu hér. „Það er ódýrara að þjónusta hinn aldraða í 50 daga heima fyrir en 25 daga á spítala,“ segir hann loks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.