Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Þorsteinn Pálsson um innlimun Schengen-samningsins í Evrópusambandið Með yfirþjóðlegn valdi væri þátttaka Islands úr sögunni ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra segir að innlimun Scheng- en-samningsins í stofnsáttmála ESB muni flækja málin varðandi aðild íslands að samstarfinu. Verði niðurstaðan sú að vegabréfasam- starfið heyri undir yfirþjóðlegar stofnanir ESB, hafi það sennilega í för með sér að þátttaka íslands sé úr sögunni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir bæði kosti og galla við að Schengen verði hluti af ESB, en innlimunin geti falið í sér tækifæri til áhrifa fyrir ísland. Morgunblaðið greindi frá því í gær að samningamenn á ríkjaráð- stefnu ESB hefðu færzt nær sam- komulagi um innlimun Schengen í sambandið eftir að Bretar hefðu látið af andstöðu sinni. í tillögu Hollands um þetta efni er gert ráð fyrir að gert verði sérstakt sam- komulag við ísland og Noreg um Halldór Ásgrímsson telur tækifæri til áhrifa felast í sameiningn Schengen og ESB aukaaðild þeirra að breyttu sam- starfi. „Þetta flækir stöðu málsins. Það hefur alltaf verið ljóst að kæmi til þessa, yrði erfiðleikum háð að að- laga samninga okkar þeirri nýju stöðu,“ segir Þorsteinn Pálsson. „Það getur hins vegar skipt mjög miklu máli hvernig ESB-ríkin haga þessari ákvörðun. Ef ákvörðunin verður sú að færa vegabréfasam- starfið undir fyrstu stoð bandalags- ins og þar með yfirþjóðlegt vald, sýnist mér að þátttaka íslands sé úr sögunni. Hins vegar kunna að vera möguleikar á áframhaldandi samstarfi ef samstarfið fellur undir þriðju stoðina. Það þarf hins vegar að skoða nánar og ekki er hægt að fullyrða um það á þessu stigi.“ Þorsteinn segir að sér þyki trú- legt að norrænu aðildarríkin í ESB reyni að tryggja að ísland og Nor- egur sjái sér áfram fært að taka þátt í Schengen-samstarfinu. Um það sé þó ekkert hægt að segja fyrirfram. Leið til betra samstarfs án aðildar að ESB Áformað er að taka samstarfs- samning íslands við Schengen-ríkin til meðferðar á Alþingi á komandi hausti. „Við verðum sjálfsagt að endurmeta það í ljósi nýrra að- stæðna, ef þær verða fyrir hendi í haust,“ segir Þorsteinn. Halldór Ásgrímsson segir að í tillögu Hollands sé ekki tekið á samstarfs- og stofnanavandanum, sem komi upp að því er varðar ís- land og Noreg. „Þetta fer mikið eftir því með hvaða hætti þessi mál koma inn undir væng ESB, hvort þau verða í þriðju eða fyrstu stoð,“ segir Halldór. Hann segir að það hafi bæði kosti og galla að Schengen-sam- starfið verði hluti af ESB. „Gallarn- ir eru þeir að gera þyrfti sérstakan nýjan samning um aðkomu okkar að málinu innan ESB. Kosturinn er hins vegar sá að með þessu næðum við meira samstarfi við æðstu stig Evrópusambandsins en hingað til hefur verið kleift. Mér finnst ástæðulaust að örvænta um málið á þessu stigi. Ég tel að í því geti falizt tækifæri til að ná betra samstarfi við Evrópusambandið án þess að ganga í það,“ segir Halldór. Torgsala og útimark- aður í mið- borginni BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að leyfa torgsölu í Vallarstræti og útimarkað á Ing- ólfstorgi. í tillögum borgarskipulags sem samþykktar voru þannig að borgarskipulagi og Þróunarfélagi Reykjavíkur var falið að útfæra reglur um torgsölu er lagt til að heimiluð verði torgsala í Vallar- stræti frá mánudegi til föstudags aðilum sem ekki reka fyrirtæki en sami aðili fái aðeins einum sölubás úthlutað og verði settir skilmálar um vöruval. Sölutjöld verði í eigu borgarinnar og innifalin í leigu. Á Ingólfstorgi verði heimilaður útimarkaður um helgar þar sem einstaklingum og verslunum verði heimilað að leigja sölubás. í greinargerð með tillögunni segir að markmiðið með götu- og torgsölu sé að laða að og efla mannlíf í miðborginni auk þess sem hún geti verið vettvangur til að kynna heimilis- og listliðnað og stuðla að meiri verslun ferða- manna. Mikilvægt sé að gera kröf- ur um útlit bása og söluvagna og að vöruval sé í þeim gæðaflokki að það veki áhuga á íslensku hand- verki og framleiðslu. „Ekki er mælt með að tekin verði upp götusala eins og tíðkuð hefur verið í Austurstræti og versl- anir í nágrenninu áttu í samkeppni við enda hafa verslunareigendur í miðborginni mótmælt slíkri starf- semi,“ segir í bréfí borgarskipu- lags. ■ 'mHéP-'s u Slökkt með jakkanum HLYNUR Aðalsteinsson, að- stoðarslökkviliðsstjóri á Þing- eyri, gekk vasklega fram við að slökkva sinubruna í hlíðum Sandafells I vikunni, rétt fyrir ofan efstu hús bæjarins. Hann kom fyrstur á vettvang og tók með sér kúst sem hann ætlaði að nota við verkið. Þegar það dugði ekki greip hann til jakk- ans en allt kom fyrir ekki, eld- urinn breiddist út. Fljótlega komu fleiri til hjálpar og loks slökkviliðsbíll staðarins og tókst þá að ráða niðurlögum sinueldsins. Eldurinn hafði kviknað við fikt barna. Morgunblaðið/Golli Lélegar skipateikn- ingar ÁSTA Ragnheiður Jóhannes- dóttir, Þingflokki jafnaðar- manna, segir að teikningar af skipum sem berast til Sigl- ingastofnunar séu stundum svo lélegar að starfsmennirnir neyðist til að hanna skipin að nýju að_ hluta eða jafnvel öllu leyti. Ástæðuna segir Ásta vera þá að engar hæfniskröf- ur séu gerðar til skipahönn- uða. „Það er augljóst að þessi staða samræmist ekki lögum um Siglingastofnun, þar sem hún sinnir bæði hönnuninni og eftirliti með henni, og þarf þannig að meta eigin verk,“ sagði þingmaðurinn við utan- dagskrárumræður á Alþingi í gær. Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra svaraði því til að þriggja manna starfshópur ynni að því að setja reglur um þessi málefni. „Ég vissi ekki að skipaverkfræðingar og aðr- ir hönnuðir skipa gætu gengið í smiðju til Siglingastofnunar og beðið hana að yfirfara verk- ið fyrir sig og láta laga sigl- ingagalla. Það er fróðlegt og gott að vita að það eru hæfir menn sem vinna við þá stofn- un,“ sagði ráðherrann. Tvær millj. til heyrnar- lausra ÁKVEÐIÐ var á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær að veita tvær milljónir króna til að auka þjónustu við heyrnar- lausa. Var félagsmálaráðu- neytinu falið að ráðstafa fénu. Jafnframt er þeim tilmæl- um beint til starfshóps, sem forsætisráðherra skipaði fyrir nokkru til að fara yfir verka- skiptingu ráðuneyta í þágu fatlaðra, að skoðuð verði sér- staklega málefni heyrnar- lausra. Afdrif lífeyrisfrumvarps gætu ráðist á morgun ASÍ og VSÍ útfæra hug- myndir um breytingar EKKI tókst að afgreiða frumvarpið um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða úr efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis á fundi nefndarinnar í gærmorgun. Fulltrúar ASÍ, VSÍ og Samtaka áhugafólks um lífeyrissparnað komu á fund nefndarinnar og gerðu athugasemdir við þær málamiðlun- artillögur sem kynntar voru sl. mánudag. Að sögn Vilhjálms Egilssonar, formanns nefndarinnar, má reikna með að í ljós komi á næsta fundi nefndarinnar á morgun hvort frek- ari breytingar verða gerðar á frum: varpinu vegna athugasemda ASÍ og VSÍ og hver afdrif málsins verða. Önnur nálgun „Fulltrúar ASÍ og VSÍ spurðu hvort vilji væri til þess að þeir könn- uðu aðra nálgun á ákvæðum um lágmarkstryggingu, þannig að lág- markið yrði skilgreint út frá trygg- ingaverndinni en ekki út frá ið- gjaldsgreiðslunni. Við tókum því vel og þeir eru að skoða hvort þeir geta sett fram hugmyndir um breytingar á frumvarpinu með ein- földum hætti sem gengju í þessa átt,“ sagði Vilhjálmur. Hann kvaðst þó vonast til að þrátt fyrir breyting- ar ættu grundvallaratriðin sem fól- ust í málamiðlunartillögunni að standa. Glæsilegt úrval af sumarjökkum frá SKILA, ETAGE OG TOKKA TRIBE ÚTILÍF GLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM 74 ■ SÍMI681 2922 Ýtt á eftir viðræðum um sjávarútvegsmál við Rússa HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir íslenzk stjórnvöld hafa gengið eftir því við stjóm Rússlands að tvíhliða viðræður ríkj- anna um sjávarútvegsmál, sem samþykkt hefur verið að efna til, hefjist fljótlega. Að sögn Halldórs er Jóhann Siguijónsson sendiherra, aðalsamningamaður íslands í fisk- veiðimálum, á leið til Moskvu til að leitast við að ýta á eftir upphafi viðræðnanna. Halldór nefndi þetta mál m.a. í samtali við Jevgení Prímakov, utan- ríkisráðherra Rússlands, er þeir hittust á ráðherrafundi Evrópuráðs- ins í Strassborg í fyrradag. Halldór og Prímakov samþykktu á fundi í Rússlandi í nóvember að efna til tvíhliða viðræðna um samskipti ríkj- anna á sviði sjávarútvegsmála og um lausn fiskveiðideilna. Slíkar við- ræður hafa enn ekki hafizt. „Okkur fmnst að þetta mætti ganga hraðar," segir Halldór. „Það hefur verið nokkur óvissa í sjávarút- vegsmálum í Rússlandi vegna mannabreytinga í sjávarútvegsráð- inu og hugsanlegra skipulagsbreyt- inga.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.