Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 _________LISTIR Þingeyskar ættir BÆKUR Ættf ræði ÆTTIR ÞINGEYINGA V. BINDI eftir Indriða Indriðason og Brynjar Halldórsson. Héraðsnefndir Suður- og Norður-Þingeyinga 1996,304 bls. FJÓRÐA bindið af hinu merka ritverki Indriða Indriðasonar, Ættir Þingeyinga, gefið út af Sögunefnd Þingeyinga, kom út árið 1983. Maður var því orðinn vondaufur um að framhald yrði á útgáfunni. Gleðilega kom það því á óvart þeg- ar nýtt bindi birtist, hið fimmta í röðinni. Indriði er nú allmjög til aldurs kominn og heilsan tekin að bila. En nú hefur annar maður, Brynjar Halldórsson, tekið upp merki hans, byggt á miklum og góðum grunni Indriða og haldið fram verkinu. í þessu nýja bindi eru sex niðja- töl, Ætt Ara Ólafssonar, Bjöms Halldórssonar, Erlends Jónssonar, Illuga Brandssonar, Jóns Árnason- ar og Þorláks Marteinssonar. Þess- ir ættfeður eru fæddir á árabilinu 1660-1793 og er því hér um nokk- uð gamlar ættir að ræða. Mjög eru ættir þessar misjafnlega niðja- margar. Ætt Ara Ólafssonar er fjölmennust með 618 niðja, en ætt Björns Halldórssonar mannfæst með 164 niðja. Þessar tölur villa þó fyrir þar sem ekki em taldir niðjar sem komið hafa fram í ætt- um fyrri binda, en þeir em býsna margir. Sá er hér háttur hafður á að uppsetning fylgir hefðbundinni skráningu niðjatala: elstu niðjar merktir tölunni 1 og systkinaröð í sama ættlið með bókstöfum, s.s. la, lb... ,2a, 2b o.s.frv. Upplýs- ingar um einstaklinga eru einnig með hefðbundnum hætti. Eina frá- vikið er að hver einstaklingur í ættinni fær sitt númer: sá elsti nr.l og sá yngsti nr. 618 (í ætt Ara Ólafssonar). Er hagræði að þessu t.a.m. við tilvísanir. Allmikið er þetta frábrugðið framsetningu Indriða í fyrri bind- um. Ef þessi skráningaraðferð er nefnd niðjatalsaðferðin mætti kalla aðferð Indriða ættrakningaraðferð- ina. Það er í raun sú aðferð sem allir nota, að ég held, þegar þeir rekja sig til forfeðra sinna. Þeir byija á sjálfum sér, síðan foreldr- um, öfum og ömmum, langöfum og -ömmum og svo koll af kolli. Vilji þeir forvitnast um frændfólk eru t.a.m. teknir langafar og -ömm- ur og niðjar þeirra raktir til nútím- ans. Þessi aðferð er, ef segja má, eðlilegri, en niðjatalsaðferðin er einfaldari og kannski auðskildari þeim sem ekki grúska mikið í ætt- fræði. Hér hefur sem sé verið breytt um aðferð og sé ég ekki ástæðu til að leggja dóm á hvort er betra. Aðra breytingu frá fyrri bindum kann ég ekki eins vel við. Brotið á fimmta bindi er nokkru stærra en á þeim fyrri. Mörgum er þetta við- kvæmt mál þegar um ritraðir ræð- ir, enda þótt vel megi skilja að breytt viðhorf og bókagerðartækni kalli á slíkar breytingar. Annars er prýðilega frá þessu bindi gengið og nú væntir maður þess eins að framhaldið gangi greiðlega fyrir sig. Sigurjón Björnsson ______ ^ _ Efþú veldu þá Sænska íyTntækið DUX INDUSTRIER AB hefiir í liðlega 70 ár framleirt rúmdvnur og annan svefnhúnað í hæsta gæðafloklá. Þeir framleiða áýnurnar í um og stífleikum til að M | § §1 jfttisliwtllftlffc MORGUNBLAÐIÐ Tónleikar í Laugar- neskirkju KÓR LAUGARNESKIRKJU heldur tónleika í Laugarnes- kirkju kl. 16 á uppstigningar- dag og lýkur þar með vetrar- starfinu. Kórinn hefur nú starfað í tvo vetur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organ- ista. Á tónleikunum koma fram auk kórsins, einsöngvararnir Þorvaldur Halldórsson, Jó- hanna Linnet og Bára Kjart- ansdóttir. í gospellögunum leikur djasskvartett undir stjórn Gunnars, sem leikur á píanó, en aðrir meðlimir eru Sigurður Flosason saxófón- leikari, Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari og Matthí- as M.D. Hemstock sem leikur á trommur. Kvartettinn hefur tekið virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar við kvöldmessur sem hafa verið mánaðarlega í vetur. Aðgangur er ókeypis. Vortónleikar á ísafirði ÁRLEGIR vortónleikar Tón- listarskóla^ ísafjarðar standa nú yfir. Á Isafirði verða haldn- ir fernir tónleikar með mis- munandi efnisskrá hveiju sinni og fara þeir allir fram í sal Grunnskóla ísafjarðar, laugar- daginn 10. maí kl. 15 og kl. 17 og sunnudag 11. maí kl. 15 og kl. 17. Vortónleikarnir eru einu tónleikar skólans, þar sem seldur er aðgangur og rennur ágóðinn til hljóðfærakaupa, segir í tilkynningu frá tónlist- arskólanum. Miðaverð er 400 krónur. Vortónleikar á Suðureyri og í Súðavík Tónlistarnemar á Suðureyri halda vortónleika í húsi Verka- lýðsfélagsins við Aðalgötu fimmtudaginn 8. maí kl. 17. Tónlistarnemar í Súðavík halda vortónleika í Grunnskóla Súðavíkur miðvikudaginn 7. maí kl. 20.30. Tónlistarskóli FÍH heldur vortónleika VORTÓNLEIKAR Tónlistar- skóla FÍH verða haldnir í sal skólans, Rauðagerði 27, laug- ardaginn 10. maí kl. 14 og 16. Fram koma nemendur á öllum stigum, einnig munu samspils- bönd skólans leika. Vortónleikar Grafarvogs- kirkju SÍÐUSTU vortónleikar á veg- um Tónlistarskólans í Grafar- vogi verða haldnir í Grafar- vogskirkju nk. laugardag kl. 14. Þar koma fram nemendur skólans sem lengst eru komnir í námi. 'Banana Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.