Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 63 FRÉTTIR Grænlensk ferðakynn- ing og sýning í Perlunni FLUGLEIÐIR innanlands, Græn- landsflug og Ferðamálaráð Græn- lands ásamt samstarfsnefnd íslands og Grænlands í ferðamálum verða með kynningu á ferðamöguleikum á Grænlandi dagana 9.-11. maí í Perlunni. Alls munu 27 fyrirtæki, grænlensk og íslensk, kynna þjón- ustu sína í ferðamálum, þar á með- al helstu ferðaskrifstofur og flugfé- lög. I tilefni af Grænlandskynning- unni kemur hingað fjöldi erlends ferðaskrifstofufólks sem hefur sér- hæft sig í sölu á ferðum til íslands og Grænlands. Kenna kántrýdans á Siglufirði KÁNTRÝDANS verður kenndur á Siglufirði næst- komandi laugardag 10. maí. Jóhann Örn Ólafsson dans- kennari mun kenna nokkra línudansa. Dansarnir eru ein- faldir og er ekki þörf á að hafa dansfélaga með sér í tíma. Kennt verður á Hótel Læk milli kl. 18 og 19. Ekki er nauðsynlegt að láta skrá sig en verðið 'er 500 kr. á mann fyrir tímann. Að kvöldi sama dags verður dansleikur á Hótel Læk. Hljómsveitin Farmalls leikur fyrir dansi en þeir spila mjög dansvæna kántrýtónlist í bland við alls kyns rokk og ról. Sérstakur gestur kvölds- ins verður Ómar Ragnarsson sem mun skemmta gestum. Fjáröflunar- ball Lions- klúbbsins LIONSKLÚBBURINN Mun- inn stendur fyrir harmoniku- balli í fjáröflunarskyni til líkn- armála. Ballið verður haldið föstudaginn 9. maí nk. og hefst það kl. 21. Ballið verður haldið í Lions- heimilinu Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi, og mun Hljóm- sveit Hjördísar Geirs halda uppi dúndrandi fjöri og góðri stemmningu sveitaballanna þar sem gömlu lögin munu hljóma. Ágóðinn af ballinu mun renna í líknarsjóð Lions- klúbbsins, sem m.a. hefur stutt við bakið á samtökum fatlaðra, einstaklingum og fleirum sem hafa þurft á að- stoð að halda. Erindi um að- lögun prótína að kulda MAGNÚS M. Kristjánsson, sérfræðingur við Raunvís- indastofnun Háskólans flytur erindi fóstudaginn 9. maí sem kallast „Hitastigsaðlögun meðal subtilísín-líkra serín próteinasa. Samanburðar- rannsóknir á stöðugleika sub- tilísín-líkra próteinasa úr kuldakærri, miðlungshita- kærri og hitakærri öi-veru". Fyrirlesturinn verður á Líf- fræðistofnun Háskólans í stofu G-6 að Grensásvegi 12, og hefst kl. 12:20. Erindið er opið fagmönnum og fróð- leiksfíklum öllum. Dagana 10. og 11. maí verður grænlensk framleiðsla af ýmsu tagi í sviðsljósinu, sýndur verður sel- skinnsfatnaður og grænlenskur matvælaiðnaður kynntur. Græn- lenskir skemmtikraftar munu troða upp, óvenjuleg tískusýning verður haldin og sýningar á handunnum grænlenskum vörum. Einnig verða fluttir fyrirlestrar og landkynning- armyndir sýndar af myndböndum. Sérstök athygli skal vakin á fyrir- lestri Kristjáns Friðrikssonar í fund- arsal Perlunnar sunnudaginn 11. maí, en Kristján hefur dvalið á Grænlandi meira og minna allt síð- astliðið ár. Þá daga sem kynningin stendur verður hægt að kaupa ein- staklega spennandi Grænlandsferð- ir á ótrúlega lágu verði. Þann 11. maí kl. 15 fer fram verðlaunaaf- hending í ritgerðasamkeppni barna um Grænland sem efnt var til á síðasta ári. Lars Emil Johansen, forsætis- ráðherra Grænlands, og Halldór Blöndal, samgönguráðherra ís- lands, opna ferðakynninguna sem verður opin almenningi laugardag- inn 10. og sunnudaginn 11. maí frá kl. 10-18 og er aðgangur ókeypis. VESTMANNAEYJAFERJAN Herjólfur. Heijólfur í Reykja- vík á laugardag VESTMANNAEYJAFERJAN Heijólfur heimsækir Reykjavík á laugardaginn. Skipið verður til sýnis fyrir almenning á laugardag og farið verður í stuttar siglingar út á sundin en um kvöldið verður efnt til kvöldsiglingar þar sem boðið verður upp á hátíðarkvöld- verð og dans. Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, segir að efnt hafi verið til svipaðrar uppá- komu síðasta vor sem hafi tekist mjög vel. Hann segir tilganginn vera að kynna skipið og um leið Vestmannaeyjar sem ferðamögu- leika í sumar. Herjólfur siglir til Reykjavíkur frá Eyjum eftir að skipið hefur lokið seinni ferð til Eyja, frá Þorlákshöfn, á föstudags- kvöld. Skipið mun liggja við Mið- bakka í Reykjavík á laugardag og verða til sýnis fyrir almenning frá klukkan 11 til 17 og klukkan 13 og 15 verður farið stuttar siglingar út á sundin. Um borð í Hetjólfí verða kynningar á ferðaþjónustu í Eyjum og ýmsu fleiru. Kvöldsigling um sundin Á laugardagskvöld verður efnt til kvöldsiglingar út á sundin þar sem gestum verður boðið upp á þríréttaðan kvöldverð og dans. Skipið verður opnað klukkan 20 með fordrykk en klukkan 21 verð- ur siglt út á sundin. Undir borðum mun hljómsveitin Hálft í hvoru taka lagið en síðan verður stiginn dans við undirleik hljómsveitarinn- ar fram eftir nóttu. Magnús segir að þessi kvöldsigl- ing hafi hlotið gríðarlega góðar viðtökur. Pláss sé fyrir 200 þátt- takendur í kvöldsiglingunni og séu aðeins örfá sæti enn laus. Norrænt skátaþing hefst á morgnn NORRÆNT skátaþing verður haldið dagana 9.-11. maí á Hótel Loftleiðum. Þingin eru haldin þriðja hvert ár, en Bandalag ís- lenskra skáta lýkur nú þriggja ára forystutímabili sínu í málefnum Norðurlandaskáta. Á þingið koma 120 þátttakendur frá Norðurlönd- unum 7. Er um að ræða forystu skátahreyfinganna í þessum lönd- um ásamt fulltrúum þeirra í stjórn Evrópu- og alheimshreyfingu skáta. Þingið verður sett á Hótel Loft- Ieiðum föstudagsmorgun kl. 9 að viðstöddum þátttakendum og gest- um. Á setningarathöfn munu m.a. koma fram „íbúar Uggeyjar“, 8 ára bekkur úr Skóla ísaks Jónsson- ar undir stjórn Herdísar Egilsdótt- ur, kennara, en þessir ungu nem- endur eru á nýstarlegan hátt að búa sig undir framtíðina. Þau hafa m.a. stofnað eigið lýðveldi, Uggey, og hafa eigin þjóðsögn sem þau flytja á esperanto við setninguna, klæda eigin þjóðbúningum. Olafur Ásgeirsson, skátahöfðingi íslands, mun síðan setja þingið. Eftir setn- ingarathöfn hefjast þingstörfin og mun frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands og fyrr- verandi verndari íslensku skáta- hreyfingarinnar, ávarpa þingið og flytja fyrirlestur um ýflrskrift þess. Síðar sama dag flytur Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ávarp og fjallar um framtíðarsýn á sviði stjórnmálanna í samvinnu Norðurlanda. Fransklog fjðrugt! Það er fransktjjör á laugardagskvöldum í Súlnasal. Skemmtikraftarnir Egill Ólafison, Sigrún Eva Ármannsdóttir, Rósa Ingólfidóttir ogfulltrúar frá hinni óborganlegu Spaugstofu: ÖmAmason og KarlAgúst Ulfison nueta ásamt Tamlasveitinni. Dansarar sýna can can og önnur frönsk spor undir stjórn Helenu Jónsdóttur. Tónlistarstjóri er Jónas Þórir. Aggi SLe og Tamlasveitin ásamt Sigrúnu Evu leikajyrir dansi til kL 3.00. Þríréttuð kvöldmáltíð að frönskum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.