Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 23
ERLENT
Björgun með
afli að ofan
Santa Sindone, líkklæði Krists, bjargaðist
úr miklum bruna í dómkirkju Tórínó á
dögunum. Nú hefur sá sem á heiðurinn
af þessu gefíð sig fram og kardináli í
borginni lýst yfir kraftaverki. Þórunn
Þórsdóttir komst að því að málið er um
margt dularfullt, myrkraöflum kennt um
brunann, halastjömu eða bilun í rafmagni.
„HEILAGUR andi innblés mér
kraft, og einhvernveginn, ég mun
aldrei skilja hvemig, tókst mér að
ná kistunni með líkklæðinu." ít-
alski slökkviliðsmaðurinn Mario
Trematore er nú hetja í Tórínó.
Hann bjargaði einsamall líkklæði
krists, dýrgripnum úr dóm-
kirkjukapellu borgarinnar, en gaf
sig ekki fram við blaðamenn fyrr
en nokkru síðar. Trematore var
búinn á vakt föstudagskvöldið 11.
apríl og kominn heim til sín, á hæð
yfir borginni, þegar sonur hans sá
reykjarský útum gluggann. Tre-
matore skildi strax að alvarlegur
bruni væri í miðbænum. Hann
hringdi í vinnuna og fékk þau svör
að höllin brynni og kapellan með.
„Ég fann að ég varð að fara,“ seg-
ir Trematore. Hann hljóp umsvifa-
laust út, flýtti sér sem mest hann
mátti niður í bæ og æddi inn í
reykinn í kirkjunni.
Þar var hann aleinn því allir hin-
ir höfðu forðað sér. Brunaliðsmenn
og öryggisverðir biðu þess úti sem
verða vildi, stolt Tórínó hafði orðið
eldi að bráð. Skelfdir borgarbúar
hópuðust á torgið framan við kirkj-
una. Hallarkapellan tók að brenna
klukkan ellefu um kvöldið, ómetan-
legt verk arkitektsins Guarino Gu-
arini. Þarna hefur líkklæðið, Santa
Sindone, verið varðveitt í 303 ár.
Þetta er helgur gripur, sem sjaldan
er tekinn úr rammgerðri kistu og
sýndur almenningi. Katólikkar láta
ekki á sig fá þær niðurstöður vís-
indamanna að klæðið hafí ekki
hjúpað líkama Krists, gerð efnisins
og liturinn sem notaður er bendi
til að þetta sé 13. aldar verk. „Ég
bjargaði tákni kristninnar," hróp-
aði Trematore þegar hann kom út
úr kirkjunni klukkan hálftvö um
nóttina með silfurkistuna sem
geymir klæðið. Hann er trúaður
maður, ættaður frá Suður-Ítalíu en
hefur starfað í Tórínó í fimmtán
ár. Þar hefur hann bunað úr slöng-
um og vaðið reyk, en aldrei, hvorki
fyrr né síðar, þolað annað eins.
Raunar á hann sér fyrirrennara,
ekki síður hugrakkan. Árið 1532
náði Vilhjálmur af Chamberry
klæðinu úr ljósum logum, á nótt
heilagrar Barböru. Frásagnir
herma að Vilhjálmur hafi brotið
upp fjórlæstan skáp og náð brenn-
heitri kistunni. Þegar hann hafí
gengið til svefns hafi engill komið
og grætt brunasár á höndum hans.
Þannig hafí Vilhjálmur hlotið þá
gáfu að geta læknað sjúka og anná-
lar segja holdsveika hafa leitað til
hans úr gervöllu Savoie-héraði.
Trematore segir að síðustu daga
hafí veikt fólk hringt mikið til sín:
„Krabbameinssjúkur maður sagði
mér að hann hefði endurheimt von-
ina.“ Fleiri sögur um trú og hjátrú
tengjast brunanum. Tórínó er ein
þriggja borga í svarta þríhyrningn-
um svokallaða í Evrópu. Hún er
þekkt fyrir svartagaldur og sértrú-
arhópa. Eldar hafa oft geisað í
borginni og sumir segja djöfulinn
að verki. Margir minnast nú bruna
13. febrúar fyrir 15 árum, sem olli
dauða 64 manna í kvikmyndahúsi
í borginni. Þar var sýnd myndin
„La chevre", saga manns sem flutti
með sér ógæfuna. Og fyrir 60 árum
brann konunglega leikhúsið, við
hliðina á dómkirkjunni.
En hvað kapellubrunann um
daginn varðar mun vinsælt að
kenna um áhrifum halastjörnunn-
ar Hale-Bopp, sem sést hefur
Reuter
ELDTUNGUR teygja sig upp úr þaki dómkirkjunnar í Tórínó.
„NEGATÍFA" af andlits-
myndinni á líkklæði Krists.
greinilega á himni undanfarið.
Arkitektinn Guarino Guarini
(1624-1683) var maður seinhepp-
inn því flest verk hans eyðilögðust
í sprengingum eða eldsvoðum ef
þau voru ekki rifin. Guarini var
fæddur í Modena en starfaði við
hirð hertogans Carlo Emanuele II,
sem gekkst fyrir endurbótum á
höfuðborg svæðisins, Tórínó. Þar
hóf Guarini aðalverk sitt árið 1667,
kapelluna Santa Sindone f dóm-
kirkjunni. Hún er álitin perla síð-
barokks á Ítalíu og sýnishorn af
tæknitilraunum í lok 17. aldar.
Af verkinu spruttu skólastefnur
í heimspeki og stærðfræði, lausnir
Guarinis þóttu fráleitar og frábær-
ar í senn: Þyngdarlögmálið var létt-
vægt fundið í undnum formum þar
sem segja mætti að tóm og fylling
skiptist á. Innviðir kapellunnar sem
kennd var við Santa Sindone eru
ónýtir. Kapellan var nýuppgerð,
þriggja ára vinnu 60 verkamanna
lokið. Þetta kostaði kostaði 2 millj-
arða líra og til stóð að fagna endur-
bótunum á næstu dögum. Ljóst er
að vinnupallar úr tré, sem enn
stóðu uppi, ollu mestum skaða.
Marmaraklæðning sprakk og
brotnaði, gifsskreytingar molnuðu.
Kirkjan er eins og beinagrind í
miðborginni. í bili segja byggingar-
yrirvöld í Piemonte að tjónið nemi
mörgum tugum milljarða líra og
ómögulegt sé að ná fyrra horfí.
Ríkisstjórnin hefur þó nú þegar
látið 12 milljarða til endurgerðar
kapellunnar. Logamir í henni sáust
ekki utan frá og ekki náðist að
slökkva þá fyrr en klukkan fjögur
um nóttina, sex stundum frá upp-
hafínu. En klæðið helga er óhult
og nú á enga áhættu að taka leng-
ur. Ríkisfyrirtækið Italgas hefur
gefíð milljarð líra til gerðar kistu
úr styrktum kristal og steini þar
utan um, með rafeindabúnað til að
gæta rakajafnvægis og öryggis.
Klæðið, sem nú er í ónefndri
geymslu í borginni, verður ekki
lengur vafíð á stranga heldur lagt
flatt á líndúk, yfír fjögurra metra
langan og tveggja metra breiðan.
Hægt verður að ná því úr kistunni
með skjótum hætti. Fyrirhugað var
að sýna klæðið á næsta ári og
kardínálinn í Tórínó, Giovanni
Saldarini, segir björgun þess
kraftaverk. Hann staðfestir að
klæðið verði afhjúpað eins og ætlað
var. Skrifað stendur að engill hafi
borið klæðið til Tórínó, en aðalsætt-
in í Savoie, sem seinna varð kon-
ungsfjölskylda Ítalíu, eignaðist það
árið 1578 og lét reisa um kapelluna
um dýrgripinn. Ástæður brunans
eru ennþá óþekktar, en talið er að
upptök hafi verið á þaki hallarinn-
ar, sem liggur að dómkirkjunni.
Höllin sjálf skemmdist lítið, aðeins
þakið er ónýtt og minniháttar mál-
verk, á ítalskan mælikvarða, urðu
að ösku. Eldsvoðinn er í rannsókn
og búist er við að henni ljúki eftir
hálfan annan mánuð. Þá verður ef
til vill vitað hvort kviknað hafí í
út frá rafmagni eða hvort kveikt
hafi verið í. Fjölmiðlar minna á að
fyrr um kvöldið hafi framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofí
Annan, verið í veislu í höllinni. En
allir hafi verið famir klukkustundu
áður en brunaboðar fóru í gang.
Bandaríkjaher
Fleiri
herstöðv-
um lokað
WILLIAM Cohen varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna mun leggja
það til við þingið í sumar, að fleiri
herstöðvum og hernaðarmann-
virkjum verði lokað á árunum 1999
og 2001, að sögn Reuters-frétta-
stofunnar. Tengist það áformum
hans um að biðja þingið um tveggja
milljarða dollara viðbótarfjárveit-
ingu til eldflaugavarna.
Talsmenn varnarmálaráðuneyt-
isins, Pentagon, staðfesta að Co-
hen áformi frekari lokun herstöðva
og varnarmannvirkja í samræmi
við mannfækkun í heraflanum eft-
ir lyktir Kalda stríðsins.
Tom Shultz ofursti í Pentagon
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær, að Cohen myndi senda þinginu
ársfjórðungslega skýrslu um vam-
armál í næstu viku og á grundvelli
hennar myndi þingið ákveða hvort
lokun mannvirkja væri nauðsynleg
til að mæta þeim markmiðum sem
ráðherrann myndi setja fram.
„Á þessu stigi hafa engin mann-
virki verið nefnd í sambandi við
hugsanlega lokun og málið er ekki
komið á það stig að varnarmann-
virki erlendis séu komin inn í
myndina," sagði Shultz.
Talsmenn Pentagon segja nýjar
tillögur Cohens í vamarmálum
hafa það að markmiði að viðhalda
styrk hersins með nýtísku vopnum
og því verði gömul mannvirki að
víkja.
Sagt er að hann muni leggja til
að hermönrium verði fækkað um
60 þúsund til viðbótar því sem
áður hefur verið ráðgert og enn-
fremur að herskipum verði fækk-
að. Sömuleiðis verði dregið úr fyr-
irhuguðum orrustuflugvélakaup-
um flughers og flota, úr samtals
1.438 flugvélum í 1.124.
Á morgun, föstudag, er við því
búist að Cohen varnarmálaráð-
herra skipi sérfræðingasveit til
þess að gera tillögur um uppstokk-
un í varnarmálaráðuneytinu. Hann
hefur opinberlega lýst því yfir að
það sé alltof stórt og skrifræði þar
of mikið. Ætlast er til að tillögur
sérfræðingahópsins, sem lúta mun
forystu Arnolds Punaros fyrrver-
andi skrifstofustjóri leyniþjónustu-
nefndar öldungadeildar Banda-
ríkjaþings, liggi fyrir í síðasta lagi
um næstkomandi áramót.
■elsi til að dvelja
• ••
Verð frá:
10.550.-
...þar sem þú vilt.
Þú siglir með þína fjölskyldu og þinn bíl til Danmerkur á tveimur
sólarhringum með Norrænu á ótrúlegu verði. Síðan hefur þú
ótakmarkað frelsi til að velja ferðamöguleika. Þú skoðar Norðurlöndin
og Evrópu á eigin hraða og siglir svo aftur heim ( rólegheitum
með Norrænu frá Bergen. Þetta er hið eina sanna
frelsi í ferðalögum.
Börn yngri en 3 ára ferðast ókeypis.
*Verð á mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu á eigin bfl til Evrópu I 2 vikur. Siglt frá Seyðisfirði þann 05.06. Siglt heim 18.06.
CE>
TBBT
NDRRÆNA
FERE3AS KRIFSTD FAN
Laugavegur 3, sími: 562 6362
Austfar ehf. Seyðisflrði, slmi: 472 I 11 I og umboðsmenn.