Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIINIAR BÆJARSTJÓRN ísafjarðarbæjar og bæjarstjóri liggja nú undir ámæli fyrir af- skiptaleysi í sambandi við atvinnuástandið á Þingeyri. Athygli vek- ur að bæjabréf til ríkisstjórnar sem rétti- Íega ætti ekki síður að vera hlutverk ísafjarð- arbæjar, berst frá hér- aðslækni og presti Þingeyrar, þar sem talin er full ástæða til þess að benda á erfið- leikana og óska að- stoðar. Forsvarsmenn bæjarfélagsins hafa kosið að opinbera samstöðu sína með Dýrfirðingum með árásum á þá sem hafa um skeið barist fyrir framtíð aðalatvinnufyrirtækjanna á Þingeyri. Það er sú hjálp sem þaðan er að hafa. Ummæli Þor- steins Jóhannessonar, forseta bæj- arstjómar Isafjarðarbæjar, um þessi mál í svæðisútvarpi Vest- fjarða og Ríkisútvarpinu 2. maí sl., voru á þann veg að valda furðu þeirra sem hér þekkja sæmilega til mála, enda sannarlega í engu sam- ræmi við þær staðreyndir sem fyr- ir liggja. Aður hafði í Bæjarins besta á ísafirði birst viðtal í síðustu viku við Þorstein Jóhannesson. Viðtalið er hið furðulegasta og af hálfu Þorsteins einhver klaufalegasta til- raun sem hugsast getur til þess afsaka aðgerðarleysi bæjarfélgsins gagnvart atvinnumálum Þingeyjar. En það er eitt til sem er verra en gera ekki neitt en það er að reyna að spilla fyrir mögulegum árangri heimamanna í gegnum atvinnufyr- irtækin á Þingeyri með því m.a. að gera lítið úr þeirri baráttu sem þar hefur farið fram og telja hana vonlausa. Þetta er þokkalegt hlut- verk kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn ísafjarðarbæjar og verður ekki flokkað undir annað en póli- tíska niðurrifsstarf- semi. Varla væri því vel tekið af íbúum ísa- ijarðarbæjar ef það væri stefna bæjar- stjórnar að öll veik- burða atvinnufyrirtæki bæjarfélagsins væru lögð af eða gildir ef til vill þessi regla aðeins fyrir Fáfni og eitthvað gagnstætt fyrir önnur fyrirtæki. Hvað væri eðlilegra en ráðamenn ísafjarð- arbæjar kæmu ein- huga að vandamálum atvinnulífsins á Þingeyri og vildu leysa þau og þótt fyrr væri. Og slíka vinnu er Hvað væri eðlilegra, spyr Sigurður Krist- jánsson, en ráðamenn ísafjarðarbæjar kæmu einhuga að vanda- málum atvinnulífsins á Þingeyri? best að framkvæma í gegnum starfandi atvinnufyrirtæki, með því styrkja þau en ekki með því að tala um uppgjöf og gjaldþrot. Þrátt fyrir samvinnureksturinn á Þing- eyri um áratuga skeið, sem greini- lega fer fyrir brjóstið á sumum, er Fáfnir hlutafélag sem er háð sömu lögum og reglum og önnur hlutafé- lög. Þegar Þorsteinn gefur í skyn að Fáfnir sé lokað félag, segir að það komist enginn að fyrirtækinu fyrir núverandi stjórn, þá verður að segja að slík ummæli eru varla svara verð. Það hefur ekki staðið á stjórnendum Fáfnis varðandi náið samstarf við bæjarstjórn ísafjarð- arbæjar í tíð núverandi stjórnar Fáfnis og þar er hægt að leggja fram ýmis bréf til sönnunar, bréf sem yfirleitt hefur ekki verið svarað af hálfu bæjarfélagsins. En þegar allt er komið í eindaga, reynir for- seti bæjarstjórnar einmitt ekki að axla ábyrgð þótt viðtalið sé skráð undir fyrirsögninni „Skorumst ekki undan ábyrgð“. En þótt Þorsteinn reyni að vísa allri ábyrgð á þessu stórkostlega klúðri bæjarfélagsins, á stjórnendur Fáfnis gengur sá málflutningur einfaldlega ekki upp. Forseti bæjarstjórnar getur ekki verið svo illa að sér um málefni Fáfnis að hann viti ekki að það varð að leita sérsakra leiða, þegar bæjarstjóri kom sér hjá viðtölum og fundum með fulltrúum Fáfnis sl. sumar. Sem betur fer voru aðil- ar í bæjarstjórn sem áttu skilning á því að málefni Þingeyrar væru brýn og sáu til þess að fundi væri að lokum komið á um þessi mál og meira að segja með þátttöku bæjarstjóra. Annað mál er það að engu virtist vera fylgt eftir af hálfu bæjarfélagsins. Forseti bæjarstjórnar getur ekki verið svo illa að sér um málefni Fáfnis að hann viti ekki að ísaijarð- arbær og Olíufélagið hf. höfðu það nánast í hendi sér hvort Fáfnir yrði tekinn með í Básafellið nýja. Fáfnir sjálfur er félag eða eignirnar keyptar af félaginu. Þegar Þor- steinn talar um það að á hluthafa- fundinum 26. apríl, hefði verið „ósköp lítil svör“ getur hann þess ekki að óskað hafi verið svara á þessum sama fundi varðandi þátt Isafjarðarbæjar gagnvart ósk Fáfnismanna að gerast aðili að Básafelli. Það skyldi nú ekki vera að fulltrúar ísafjarðarbæjar hefðu sofið á verðinum gagnvart því að tryggja Dýrfírðingum þátttöku í þessu stóra fiskvinnslu- og útgerð- arfyrirtæki. Ef ísafjarðrbær hefði ekki gjörsamlega svikist undan ábyrgð í þessu máli, þá væri frysti- hús Fáfnis nú undir sömu stjórn og Sléttanes ÍS og væntanlega full vinna í frystihúsinu á Þingeyri. Svo geta þessir sömu menn leitað að blórabögglum um allar jarðir en þeir komast aldrei undan sinni ábyrgð á þessum mistökum gagn- vart fólkinu á Þingeyri. Það má síður minnast á Slétta- nes ÍS-808 og aðkomu Sléttaness hf. að Básafelli með svo til allan aflakvóta Þingeyrar í umræddu við- tali og segir Þorsteinn að það mál hafi ekki byijað með sameiningu sveitarfélaganna á norðanverðum Vestflörðum. Þetta er rétt hjá Þor- steini en það breytir engu um það að talandi um stöðuna í dag er ekki nema tvennt sem bæjarstjórn ísafjarðarbæjar getur beitt _sér fyr- ir, annaðhvort að Sléttanes IS verði áfram og óbreytt gert út frá Þing- eyri eða þá að hlutur bæjarins í Básafelli, sá hlutur sem kom inn í félagið frá Sléttanesi hf., verði seld- ur og andvirðinu varið til atvinnu- rekstrar á Þingeyri. Það hljóta allir að sjá að þetta sameinaða bæjarfé- lag, þótt það hafi á stefnuskrá sinni að koma ekki nálægt atvinnu- rekstri, sem er auðvitað algjörlega út í hött að útiloka, getur ekki haldið sveitarfélaginu saman með grófu afskiptaleysi af þáttum sem bærinn getur hæglega stýrt til betri vegar. Þegar stjórn Fáfnis barst bréf frá ísafjarðarbæ, dags. 9. apríl sl., sem var beiðni um hluthafafund í Fáfni til þess að hluthöfum væri gerð grein fyrir stöðu fyrirtækis- ins, þá vakti það veika von hjá undirrituðum um það að nú vildu ráðamenn ísaijarðarbæjar reyna að bæta fyrir sinnuleysi sitt og koma að málum Fáfnis. Á þessum fundi voru hluthafar upplýstir mjög ítarlega um tilraunir stjórnenda Fánis hf. til þess að vinna fyrirtæk- ið út úr erfiðri stöðu. Það var ekki sök heimamanna og örugglega ekki Þorsteins heldur að hann missti af þessu erindi en úr því er hægt að bæta. Þingeyrarhreppur átti sér- stakan fulltrúa í stjórn Fáfnis og þá ísafjarðarbær núna og sá full- trúi hefur sýnt fulla samstöðu og ábyrgð með öðrum stjórnarmönn- um um ákvarðanir félagsins. Það hefur aldrei brotið á því að tillögum þessa stjórnarmanns, væri hafnað. Þegar Þorsteinn leyfír sér að fara lítilsvirðingarorðum um stjórn Fáfnis ber honum að tilgreina ávirðingar stjórnarinnar og hvað hefði átt að gera á annan hátt en gert var. Skýrsla sú sem flutt var á umræddum hluthafafundi, bendir til þess að fátt hafi verið vanrækt í tilraunum til þess að halda at- vinnu áfram á Þingeyri eins lengi og mögulegt var og jafnframt að leita að traustari undirstöðu undir rekstur fískvinnslunnar. Saga síð- ustu 2ja ára segir okkur að þessar tilraunir hafi margar strandað á félagslegu sinnuleysi, kröfum um þá hagnaðarvon sem nú tíðkast og svo pólitískri andstöðu sem fær að hluta til sitt fóður fyrir skort á já- kvæðri byggðastefnu og að hluta til fyrir gamalkunna andúð á sam- vinnurekstrinum af hálfu íhaldsafla. Það er ekki sanngjarnt að hlutur Þingeyrar sé fyrir borð borinn af slíkum ástæðum, ekki slst eftir að þessi félög samvinnumanna hafa byggt atvinnurekstur á Þingeyri það vel og myndarlega upp að af því gætu stærri staðir veri stoltir. Þingeyri hefur í þessu notið þess að hér hefur búið harðduglegt fólk sem hefur tekið þátt í fiskveiðum og fiskvinnslu með góðum ár- angri, allt þar til ný fiskveiðilög vörðuðu veg hnignunar og sam- dráttar á Vestfjörðum. Eitt geta Vestfirðingar gert í erfiðri stöðu en það er að standa saman og kreijast réttar síns til fiskveiða, réttar síns til lífsafkomu i litlu sjávarþorpunum og góðbýlum sauðfjárbúskaparins. Ef fólk gerir það ekki, þá verður það einfaldlega undir í sviptingunum í þessu ís- lenska þjóðfélagi. Höfundur hefur verið framkvæmdastjóri Fáfnis. Yill bæjarstjóm ísafjarðar- bæjar eyðileggja Fáfni hf.? Sigurður Kristjánsson Aldraðir o g fjölskyldan ÉG ÁTTI því láni að fagna að alast upp í nánum samskiptum við ömmur mínar og afa. Ég eignaðist vináttu þeirra og fékk að skynja umhyggju þeirra í minn garð og velvilja. Ég átti mörg samtölin við IÐNAÐARHURÐIR þau um lífið og tilveruna þar sem ég fékk tækifæri til að reifa skoðanir mínar og leggja þær und- ir þeirra mat og heyra síðan við- brögð þeirra. Þau komu fram við mig af virðingu, hlustuðu á það sem ég hafði til málanna að leggja, gáfu mér ráð og leiðbeiningar, sýndu mér fram á aðrar hliðar og víkkuðu þannig sjóndeildarhring minn. Þegar ég lít til baka yfir æskuárin sé ég hversu dýrmætt það var fyrir mig að hafa fengið að kynnast á þennan hátt þeim sem voru mér eldri og upplifa hvernig þau miðluðu til mín af lífsreynslu sinni. Ég hef orðið þess vör að þegar talað er um fjölskyldu dagsins í dag er oft eins og aldraðir séu þar undanskildir og þeir ekki álitnir vera hluti af fjölskyldu. Málefni íjölskyldunnar eru iðulega tekin til umíjöllunar á ýmsum vettvangi en FI estd víngcrðarefni Nú loksins faraíverð og gæði samai Eitt af vinsælustu víngerðarefnum á Norðurlöndum er nú komið til íslands. \ Verðdæmi: Rósavín 1.700 • Hvítvín 1.700 * Vermouth 1.900 Ath. 30 flöskur úreínVi lögn Höfurrueinnig víngejAarefpi fyrir .rauóvín, sérréog púrtvín. jíterídum í póstkröfu Vínstofan Laugarnesvegi 52, * ^ sími 533 1888, FAX, 5: þá ber svo við að aldraða ber yfir- leitt ekki á góma. Sterk tilhneiging hefur verið í þá átt að taka aldr- aða út úr og .einangra þá frá fjöl- skyldunni eins og þeir væru ekki hluti af þeirri heild sem hún mynd- ar. Fólki er skipað í sérhópa eftir aldri og nýlega sat ég ráðstefnu sem gerði þessa aldursflokkun m.a. að umtalsefni. Greint var frá flokkuninni, börn, unglingar, full- orðið fólk og aldraðir og í fram- haldi af því var þeirri spurningu varpað til áheyrenda hvort þeim þætti eitthvað bogið við flokkun þessa eða hvort aldraðir væru ekki fullorðið fólk. í mínum huga var aldrei neinn vafí á því að ömmur mínar og afar voru hluti af fjöl- skyldu minni og uppruna mínum þó svo við byggjum ekki undir sama þaki. Fjölskyldan rúmar kyn- slóðirnar og þar eiga bæði ungir og aldnir sinn sess. En með breytt- um þjóðfélagsháttum þar sem sér- hæfingin hefur rutt sér til rúms er okkur gjarnt að setja fólk í hópa og skilgreina það út frá þeim hópi sem það tilheyrir. Hópar þessir mega þó aldrei verða það aðgreind- ir né fjarlægir hver frá öðrum að ekki sé hugað að bæði eðlilegri og nauðsynlegri samræðu og tengsl- um. Nauðsynlegt er að við séum meðvituð um að halda í samskipti og tengsl kynslóðanna og stuðla jafnframt að eflingu þeirra. Við þurfum að efla og hlúa að tengsl- unum milli ungra og aldinna. Fjöl- skyldugerðin hefur breyst í áranna rás og nú sjáum við meiri fjölbreytileika í þeim efnum en áður. Hlutverkin í fjölskyld- unni hafa tekið breyt- ingum, kynslóðunum hefur ijölgað og oftar en ekki eru þær fjórar kynslóðirnar sem mynda fjölskylduna. Tengsl kynslóða á milli eru afskaplega mikil- væg m.a. í því skyni að miðla og viðhalda ákveðnum viðhorfum og gildum sem við telj- um vera undirstöðu þess sem við byggjum samfélag og líf okkar Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir á. Jákvæð og uppbyggileg tengsl eru gefandi fyrir alla sem þar eiga hlut að máli og eru ómetanlegt veganesti fyrir ungan einstakling sem er að búa sig undir lífið. Kirkjustarf aldraðra vex með ári hverju. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir fjallar um málefni aldraðra í þessari grein. í kirkjustarfi ríkir mikil íjöl- breytni og þar hafa kynslóðirnar gott tækifæri til að nálgast og mætast á jafnræðisgrunni. Kirkju- starfið inniheldur bæði starf sem er sérstaklega miðað við ákveðna aldurshópa og starf þar sem allir óháð aldri geta sameinast og fund- ið tengsl og samkennd. í almenn- um guðsþjónustum, barnaguðsþjónustum og fjölskylduguðs- þjónustum verðum við vitni að því þegar foreldrar, ömmur og afar, jafnvel langömmur og lan- gafar koma með börnin og sameigin- lega taka þau þátt í helgihaldi safnaðar- ins. í gegnum aldirn- ar hefur trúararfinum verið miðlað frá einni kynslóð til annarrar, þar sem bænir hafa verið beðnar og þjóðin öll verið lögð í Guðs hendur. Aldraðir gegna mikilvægu hlutverki í því að bera áfram krist- inn trúararf, kristna siðfræði, líf- sviðhorf og gildi til komandi kyn- slóða. Mörg eigum við vafalítið minningu um ömmuna eða annan okkur eldri sem kenndi bænir og bænavers sem síðan hafa fylgt okkur út í lífið og verið okkur til halds og trausts. Þannig megum við sem yngri erum þiggja af visku og lífsreynslu þeirra eldri um leið og við gefum þeim einnig innsýn inn í þann veruleika sem við stönd- um frammi fyrir og hvernig við upplifum hann. Með því að tala saman nálgumst við hvert annað og getum sameinast um grundvali- aratriði sem við teljum skipta máli og viljum gera að hagsmuna- og baráttumálum okkar allra. Höfundur er prestur við öldrunurþjónustudeild Félagsmálastofnunar Reykja víkurborgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.