Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES
GUÐMUNDSSON
JÓNAS TEITUR
GUÐLA UGSSON
Jóhannes
Sverrir Guð-
mundsson fæddist
á Suðureyri 14.
ágpúsí 1944. Hann
lést á Borgarspít-
alanum 26. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
kapellu Fossvogs-
kirkju 7. maí.
Fyrir hönd starfs-
fólks íslensku kvik-
myndasamsteypunn-
ar langar mig í örfá-
um orðum að minnast vinar okkar
og samstarfsmanns Jóhannesar
Guðmundssonar grínara.
Okkar kynni hófust einn sólrík-
an sumardag þegar sameiginlegur
vinur okkar Egill Eðvardsson
kynnti okkur Ara Kristinsson fyr-
ir Jóhannesi. Tilefnið var að við
höfðum hug á að ráða hann til
að leika lítið hlutverk í kvikmynd-
inni Bíódagar. Jóhannes tók okkur
vel og varð þessi fundur upphafið
að farsælu samstarfi og vináttu
sem við héldum að myndi vara
mun lengur. Jóhannes lék eftir
þetta í öllum okkar
myndum og skilaði
hlutverkum sínum með
miklum sóma. Eins og
hjá flestum góðum
kvikmyndaleikurum
voru samviskusemi og
nákvæmni hans aðals-
merki. Af stakri sam-
viskusemi hringdi hann
í okkur á hvetjum degi
og spurði um fram-
vindu verksins. Þau
voru mislöng símtölin
sem maður átti við Jó-
hannes, það fór eftir
erli dagsins, en gæfi maður sér
tíma til að spjalla komu oft góðar
sögur og furðugrín frá honum.
Oft læddist að mér sá grunur að
á bak við grínarann Jóhannes
leyndist annar maður sem hafði
kosið sér ham spéfuglsins til að
umbera hversdagslífið og fordóma
samfélagsins. Jóhannes, hafðu
þökk fyrir að auðga verk okkar,
umhverfið verður snauðara án þín.
Einn aðalkarakterinn er horfinn
af sviðinu.
Guð geymi þig, vinur.
Friðrik Þór Friðriksson.
+
Kæru ættingjar og vinir.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og út-
för konunnar minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
MAGNEU DAGMAR
GUNNLAUGSDÓTTUR,
Tunguvegi 34,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki og læknum á deild 11E,
Landspítalanum.
Henning Karl Backman,
Guðrún Ólafsdóttir Regan, James Regan,
Viihelmína S. Ólafsdóttir, Kristinn Daníelsson,
Eyjólfur Ólafsson, Guðný J. Karlsdóttir,
Ólafur V. Ólafsson, Yvonne Ólafsson,
barnabörn, barnabarnabarn
og aðrir vandamenn.
*
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
föður okkar, tengdaföður, afa og vinar,
HÁKONAR HAFLIÐASONAR,
Vesturbergi 78,
Reykjavík.
Guðrún Birta Hákonardóttir, Trausti Valsson,
Magnús Óskar Hákonarson, Jórunn Ella Þórðardóttir,
Gíslína Hákonardóttir, Ólafur Þór Erlendsson,
Guðfinna Hákonardóttir, Sigurður H. Ólafsson,
barnabörn,
Ásta Kristný Guðlaugsdóttir.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför sonar míns,
sambýlismanns, föður, tengdaföður og afa,
JÓHANNESAR ÞÓRS JÓNSSONAR,
Hraunbæ 162.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á deild A-5 Sjúkra-
húsi Reykjavíkur fyrir góða umönnun.
%
Sigurveig Jóhannesdóttir,
Sæunn Guðrún Guðmundsdóttir,
Heiga S. Jóhannesdóttir, Guðmundur Paul Jónsson,
Jón Ólafur Jóhannesson, Hulda S. Kristinsdóttir,
Jóhanna Steinunn Jóhannesdóttir
og barnabörn.
+ Jónas Teitur
Guðlaugsson
fæddist í Reykjavík
28. maí 1928. Hann
lést á heimili sínu
30. apríl síðastlið-
inn.
Foreldrar hans
voru Guðlaugur
Guðmundsson,
bryti, fæddur 1.
mars 1899, dáinn 5.
ágúst 1967, og Sig-
urlín Valgerður
Jónasdóttir, fædd
31. október 1901,
dáin 23. janúar
1957.
Bræður Jónasar voru Jónas
Teitur, fæddur 12. október
1926, dáinn 12. apríl 1927, Ósk-
ar, fæddur 31. janúar 1931,
dáinn 18. desember 1984, eftir-
lifandi kona Óskars er Dýrleif
Jónína Tryggvadóttir.
Jónas var ógiftur og barn-
laus.
Jónas verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu föstudaginn
9. maí og hefst athöfnin klukk-
an 15.
Vort líf er svo ríkt af Ijóssins þrá,
að lokkar oss himins sólarbrá,
og húmið hlýtur að dvína
er hrynjandi geislar skína.
Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást
að hugir í gegnum dauðann sjást.
- Vér hverfum og höldum ríðar,
en hittumst þó aftur - síðar.
(Jóhannes úr Kötlum).
Með hlýhug minnist ég frænda
míns sem fallinn er frá á sjötugs-
aldri. Jónas bjó ávallt einn eftir að
foreldrar hans létust og var hann
mikill einfari.
Hans líf og yndi var að grúska
í ættfræði og dvaldi hann yfirleitt
á Landsbókasafninu
frá morgni til kvölds
og las _sér til um ættir
og íslendingasögur.
Hann var mjög svo
fróður um ættartölur
og skrifaði mikið og
fróðleikur hans fyllir
heilu skrifblokkirnar.
Jónas hafði mjög
gaman af að ferðast
og ferðaðist hann heil-
mikið til fjarlægra
landa.
Jónas var til sjós í
mörg ár, en nú síðustu
ár sat hann við skrift-
ir, sem voru hans áhugamál.
Kæri frændi, nú hefur þú hitt
foreldra þína og bræður og vona
ég að þú hafir tekið gleði þína á
ný og þér líði vel.
Guð blessi þig og varðveiti.
Anna Elín Óskarsdóttir.
straumur, áin straumharða grefur
undan, og hrífur með sér ýmislegt,
er hún ber með sér og færir fram
til sjávar.
Eins streymir og rennur elfur
tímans, eilíflega áfram - og hrífur
með sér ýmislegt sem öðrum er
kært.
Fyrst hreif straumurinn eilífi með
sér Sigurlín, næst Guðlaug, þá Ósk-
ar, bróður Jónasar, og núna seinast
Jónas sjálfan - og færði í hafið
endalausa.
Ugglaust hafði móðurmissirinn
fyrst, og því næst föðurmissirinn
mikil og djúptæk áhrif á Jónas
frænda minn, enda fór hann nú
oftar að sækja okkur heim frænd-
fólk sitt. Oft heimsótti hann móður-
systur mína, náfrænku sína, á með-
an hún Iifði, - en einnig hún hvarf
í hafið endalausa - þangað sem við
raunar öll rötum að lokum.
BJARNIÞÓR
ÞÓRHALLSSON
+ Bjarni Þór Þórhallsson
fæddist í Reykjavík 5. júní
1967. Hann lést í Reykjavík 23.
apríl síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Bústaðakirkju 2.
maí.
Lífið er hverfult. Okkur finnst
ekki langt síðan að við vorum í
samstæðum hópi ungs fólks um
tvítugt. Verslunarskólanemendur í
utanlandsferð. Þetta var tiltölulega
lokaður hópur og ekki auðvelt fyrir
utanaðkomandi að tengjast honum.
En með í för var kærasti einnar
bekkjarsystur okkar úr hópnum og
honum tókst hið ómögulega, - að
falla inn í hópinn eins og hann hefði
alltaf verið þar. Og þannig hefur
það verið síðan, Bjarni Þór hreif
okkur í einni svipan og hefur síðan
verið einn af okkur.
Hann var hrífandi persónuleiki,
maður augnabliksins, hress og
skemmtilegur og í heilan áratug
höfum við haldið hópinn og hist á
góðum stundum. Fyrstu árin áttum
við einnig samleið í athafnalífinu
og þar gat Bjarni Þór verið eins og
kraftaverkamaður. Hann var frum-
kvöðullinn, hugmyndaríki frumheij-
inn sem ýtti úr vör og kom víða
við. Flest fórst honum vel úr hendi;
bóksala, skemmtanastjóm á Borg-
inni og í Tunglinu, framkvæmda-
stjórn við íslenska kvikmynd, stjórn
og rekstur skyndibitastaða, allt gat
Bjarni Þór. Það er með hreinum
ólíkindum hversu miklu þessi þrí-
tugi ofurhugi kom í verk á skammri
æfi. En þessi mikla athafnasemi og
virkni hefur hugsanlega gengið
hart að manneskjunni Bjarna Þór.
Þó það væri alltaf mikið að gera
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 56911 15, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfiiega línulengd — eða 2.200 siög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+ ;
1 Íf“ -
Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur
hlýhug og stuðning við fráfall og útför ,
ÓSKARS ÖGMUNDSSONAR,
Kaldárhöfða.
Pálína Þorsteinsdóttir,
og fjölskylda.
Á fyrstu búskaparárum mínum
var hann tíður jólagestur okkar
hjóna. En tímarnir breytast, þá og
hagir, og fundum vor Jónasar fór
fækkandi, því miður, e.t.v. um of
fækkandi, hin seinustu ár.
Jónas var mikill grúskari og góð-
ur ættfræðingur, og sannaðist það
í góðum blaðagreinum.
Hann var eins og margir aðrir,
einfari og það miklll. Að vera ein-
fari er eigi gott og því miður eru
þeir of margir einfararnir.
Að vísu ræddi Jónas aidrei við
mig um sínar dýpstu og innilegustu
tilfinningar, en það þykist eg vita,
að ugglaust hefir honum eigi ávallt
vel liðið, og hin síðustu ár átti hann
við veikindi að stríða, og þrúgandi
einsemd.
Nú þegar horft er yfir tímans
haf, festast augun við ýmislegt sem
mjög hefði mátt á betri veg fara.
Þannig er það ávallt og þannig
var um samskipti vor Jónasar.
En það sem er liðið er liðið og
tjáir eigi lengur um að tala.
Genginn er drengur og nú er
hans einfaragöngu lokið, og hinzta
kveðjan ein eftir.
Hugurinn staldrar nú við heitustu
stundir horfinnar tíðar. Eg kveð
frænda minn og færi honum þökk
fyrir þær stundir - og óskir um
birtu á eilífðarlöndum.
Blessuð sé minning Jónasar.
Björn G. Eiríksson.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín. _
Gunnar Þór og Halldóra Ósk.
hjá Bjarna Þór gaf hann sér tíma
til að hjálpa öðru fólki og átti erfitt
með að segja nei. í góðra vina hópi
gaf hann líka mikið af sér, var hress
og skemmtiiegur, stundum galsa-
fenginn og stríðinn. Bjarni Þór var
óhræddur við að klappa á öxlina á
manni og faðma vini sína. Hann
var hugmyndaríkur, stundum jafn-
vel draumóramaður. Hvar sem hann
fór tóku menn eftir honum og hrif-
ust af honum, hann hafði sterka
nálægð og það geislaði af honum.
Maður sem var búinn svo miklum
kostum er að vonum ógleymanleg-
ur, og skilur eftir sig sterka mynd
og minningu.
Góða skapið, velviljinn og jákvæð
afstaða til umhverfisins, þessi við-
leitni að gera gott úr öllu var okkur
vinum hans mikils virði. Hann var
hrókur alls fagnaðar og okkur dýr-
mætur félagi í starfi og leik. Ein-
hvern veginn var eins og hann
væri svo glaðbeittur og lifandi að
það er eins og þögn slái á hópinn
þegar hann er farinn. Með honum
dó eitthvað í okkur öllum.
Þó Bjarni Þór hefði verið næmur
á líðan vina sinna og átt auðvelt
með að létta þeim lífið og gefa
þeim tíma var eins og hann ætti
erfiðara með að rækta sjálfan sig
og gefa sér tíma. Hann var dálítið
lokaður og byrgði inni eigin vanda-
mál og hleypti öðrum ekki eins
nærri sér. Hann lifði hratt, svo
hratt, að stundum fór hann fram
úr sjálfum sér. Þannig skilur hann
ekki bara eftir sig ljúfar minningar
um góðan vin heldur einnig boðskap
um nauðsyn þess að við flýtum
okkur hægt.
Við geymum dýrmæta minningu
um góðan dreng og biðjum allt
gott að vernda og blessa Sillu vin-
konu okkar og Breka litla og aðra
nána ættingja vinar okkar. Megi
allt hið góða sem Bjarni Þór gat
gefið fylgja þeim út lífið.
Birgir Bieltvedt, Björgólfur
Thor, Davíð og Frank Pitt.