Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli BOLFISKUR hf. í Bolungarvík sérhæfir sig í vinnslu rússafisks. Ketill Helgason í Bolungarvík vill leigja frystihús Fáfnis Rússafiskur uiminn? Raforku- verð til húshitun- ar lækkar STJÓRN Veitustofnana Reykja- víkurborgar hefur ákveðið að þeir íbúar á veitusvæðinu sem kynda með raforku, greiði sama verð fyrir húshitun og væru þeir með hitaveitu. Þetta þýðir 60% lækkun rafmagnsverðs til þeirra sem ekki eiga kost á að kynda hús sín með heitu vatni, segir í frétt frá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Þetta nær til rúmlega 250 orku- kaupenda, einkum þá sem búa í útjaðri svæðisins, t.'d. á Kjalarnesi þar sem hitaveita hefur ekki verið lögð og mun niðurgreiðslan kosta Rafmagnsveituna 6,3 milljónir króna á þessu ári. Notkun allt að 30 þúsund kíló- vattstunda á ári verður niður- greidd í rafhitun íbúðarhúsnæðis og lækkar kílóvattstund úr 2,82 krónum í 1,12 krónur, án virðis- aukaskatts. Frá 1. maí síðastlið- inn þurfa þessir 250 neytendur því að greiða 33.600 krónur fyrir 30.000 kílóvattstundir af raforku til húshitunar í stað 84.600 króna áður. „EF þetta gengur upp munu Þing- eyringar njóta góðs af því þróunar- starfi sem hér hefur farið fram,“ segir Ketill Helgason, fram- kvæmdastjóri Bolfisks hf. í Bolung- arvík en hann hefur áhuga á að leigja frystihús Fáfnis hf. á Þing- eyri til að vinna rússafisk. Bolfiskur og fleiri aðilar hafa hug á að stofna fyrirtæki á Þing- eyri til að leigja frystihús Fáfnis. Stjórn Fáfnis vildi taka tilboði fyrir- tækisins en helstu lánardrottnar og Byggðastofnun töldu betra fyrir atvinnulíf staðarins að leysa fyrst til sín helstu eignir Fáfnis. Ketill segir að ef áætlanir Byggðastofn- unar ganga eftir og samkomulag næst um yfirtöku eigna Fáfnis muni hann sækjast eftir að fá eign- irnar til að hrinda áformum sínum í framkvæmd. Það ætti síðan eftir að koma í ljós hvort þau hlytu náð fyrir augum þessara stofnana. Bolfiskur hefur síð- ustu þijú árin þróað vinnslu á frystum rús- safiski og hafa afurð- irnar m.a verið mark- aðssettar í Bandaríkj- unum á vegum sölu- fyrirtækisins Norfisk hf. í Reykjavík. Hægt að byrja um miðjan mánuð Ketill segir að áformin á Þingeyri gangi út á það að byggja fyrirtækið þannig upp að það geti borið sig eingöngu á vinnslu rússafisks og ef annað hrá- efni fengist yrði það hrein viðbót. „Við höfum hráefni, vinnsluaðferð og markað fyrir afurð- irnar. Annað þarf ekki til að starfrækja frysti- hús,“ segir Ketill og bendir á að ekki þurfi að íjárfesta í skipi og kvóta til þess að koma vinnslunni af stað. Bolfiski hf. hefur gengið vel að afla sér hráefnis og hefur varla fallið niður dag- ur í vinnslunni undan- farin þrjú ár. Hráefni- söflunin hefur verið erfiðari nú síðustu vik- ur en Ketill segir að það sé tímabundið ástand. Hann fær farm um miðjan mán- uðinn og segir að hann gæti farið beint á Þingeyri til að hefja vinnslu þar. Ketill Helgason fram- kvæmdastjóri Bol- fisks hf. Erfiðar aðstæður við björgun Þjóðverja Nístingskuldi og mjög hvasst ERFIÐAR aðstæður torvelduðu björgun tveggja Þjóðverja af Vatnajökli á mánudag og þurftu þeir ásamt björgunarmönnum sín- um, starfsmönnum Jöklaferða á Höfn, meðal annars að ganga í blindbyl og miklum kulda í á sjötta tíma. „Frostið var svo mikið að vélsleð- arnir stöðvuðust um kílómetra frá þeim stað sem við sóttum Þjóðveij- ana á og við gengum ríflega tíu kílómetra í erfiðu færi. Við sukkum í snjóinn og það var gaddgrimmdar- frost. Kuldinn var svo mikill að það ísaði framan í okkur,“ segir Sigur- steinn Brynjólfsson sem sótti ferða- langana ásamt félaga sínum, Þór- arni Oiafssyni. Sigursteinn segir að ekki hafi tekið langan tíma að finna mennina en þegar halda hafi átt til baka hafi vélarnar stöðvast og meðal annars frosið í blöndungi. „Þarna var bijálað rok og skafrenningur, þannig að skyggnið var ekki meira en um metri. Eg hugsa að vindstig- in hafi verið um níu og með vind- kælingu hafi frostið verið um þtjá- tíu stig,“ segir Sigursteinn. Þeir báru farangur Þjóðveijanna fyrir utan skíðabúnað og juku klyfj- arnar á erfiðleikana. Skömmu fyrir klukkan 21 komust þeir í skála Jöklaferða. Í sama mund hafi björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði komið að og aðstoðað við að koma mönnum til byggða. Þjóðverjunum varð að eigin sögn ekki meint af volkinu fyrir utan fyrsta stigs kal á höndum. Þeir komu hingað til lands 1. maí og hyggjast dveljast til 18. maí næst- komandi. Þeir eru 26 ára og 32 ára gamlir og hafa talsverða reynslu af fjalla- og jöklaferðum, meðal annars í austurrísku Ölpun- um þar sem sá eldri þeirra, Andre- as Stark, hefur starfað sem leið- sögumaður. „Þetta var erfitt ævintýri og ég átti ekki von á að erfiðleikarnir yrðu svona miklir í ljósi reynslu minnar. En veður breytist hér miklu hraðar en á þeim slóðum sem ég þekki til og jökull- inn var erfiður viðureignar," segir Stark. „Á tveggja tíma fresti þurftum við að fara út úr tjaldinu til að moka snjó frá innganginum svo að hann lokaðist ekki. Snjórinn var mikill og tjaldið var að kikna und- an þunganum," segir hann. „Þetta var hræðilegt en ég held ekki að við höfum verið í tvísýnu. En ef við hefðum hins vegar ekki óskað aðstoðar hefðum við án efa verið að stofna öryggi okkar í voða og hjálparbeiðnin byggðist á því mati.“ Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva íslendingar að öllum líkindum úti ÍSLENDINGAR taka að öllum lík- indum ekki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þegar hún verður haldin í næsta skipti á Englandi. Þetta er mat Sigurðar Valgeirssonar dagskrárstjóra Sjón- varpsins. Enn hefur þó ekki borist endanleg niðurstaða frá skrifstofu keppninnar. „Ég held að það sé alveg öruggt að við séum úti. Það er árangur fimm síðustu ára sem gildir og þessi fimm ár hafa íslensku keppendurnir hafnað neðarlega," sagði Sigurður. Skráning Vaxtarsjóðsins hf. á Verðbréfaþingi íslands Samþykkt hefur verið að skrá Vaxtarsjóðinn hf. á Verðbréfaþingi íslands. Nafnverð hlutafjár Vaxtarsjóðsins hf. er 250.000.000 kr. Skráningarlýsingu og allar upplýsingar um Vaxtarsjóðinn hf. má nálgast hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka hf., Kirkjusandi, sími 560 8900 og hjá Fyrirtækjaþjónustu íslandsbanka, Kirkjusandi, sími 560 8000. ISLANDSBANKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.