Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 15
GÍSLI Óskarsson ræðir við Vigdísi Finnbogadóttur
og Davíð Egilsson fyrir útsendingu.
FREYDÍS Vigfúsdóttir og Þórhildur Ögn Jónsdóttir.
750 þúsund unglingar fylgjast
með beinum útsendingum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
ÞÁTTTAKENDUR í Jason-verkefninu i Eyjum f.v.: Davíð Guðmundsson, Rob Birkner, Jón Kristinn
Sverrisson, Bjarki Traustason, Þórhildur Ógn Jónsdóttir, Gísli Óskarsson, Vigdís Finnbogadóttir,
Davíð Egilsson, Freydís Vigfúsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Keith Wood.
BEINAR sjónvarpsútsendingar frá
Vestmannaeyjum til skólabarna
beggja vegna Atlantsála hafa stað-
ið yfir undanfama daga. Utsending-
ar þessar era liður í svokölluðu
Jason-verkefni sem unnið hefur
verið að frá síðastliðnu sumri. Fimm
skólakrakkar í Eyjum hafa unnið
að þessu verkefni ásamt Gísla Ósk-
arssyni kennara sínum, en Páll
Marvin Jónsson, forstöðumaður
Rannsóknarseturs Háskóla Islands
í Eyjum, hefur haft yfirumsjón með
verkefninu.
Páll Marvin sagði í samtali við
Morgunblaðið að vinna við þetta
verkefni hefði gengið ákaflega vel.
Verkefni krakkanna í Eyjum hefði
verið að gera ýmiskonar rannsóknir
á lunda ásamt því að gera hitamæl-
ingar í Eldfelli. Þessar rannsóknir
hafi byijað síðastliðið sumar og
staðið yfir síðan en lokapunkturinn
í verkefninu væra síðan beinu sjón-
varpsútsendingarnar frá Eyjum.
Hann sagði að frá Eyjum væri sam-
band gegnum alnetstengingu við
Yellowstone í Bandaríkjunum þar
sem útsendingunum væri stjórnað.
Frá Yellowstone færu útsending-
arnar síðan um gervihnött víða um
Bandaríkin, til Englands, Þýska-
lands, Mexíkó og Bermuda. Á þess-
um stöðum fylgdust skólabörn með
útsendingunum og vörpuðu fram
spurningum til krakkanna í Eyjum
um það sem þau hefðu verið að
rannsaka. Páll sagði að um 750
þúsund skólakrakkar í þessum lönd-
um myndu fylgjast með útsending-
unum og því væri þetta gríðarleg
kynning á Islandi og þá sérstaklega
Vestmannaeyjum. Hann sagði að
Gísli Óskarsson kennari hefði séð
um rannsóknir og stjórnað vinnu
krakkanna í Eyjum og lægi mikil
vinna að baki þessu starfi.
Krakkarnir sem fylgjast með út-
sendingunum erlendis hafa í vetur
unnið verkefni um ísland og lært
um lundann til að búa sig undir
þátttökuna í útsendingunum en þau
beina ýmsum spurningum til krakk-
anna í Eyjum meðan beinu útsend-
ingarnar standa yfir.
Allur frítími í heilt ár
farið í verkefnið
Þórhildur Ögn Jónsdóttir og
Freydís Vigfúsdóttir, sem tekið
hafa þátt í verkefninu í Eyjum,
sögðust vera búnar að leggja gríð-
arlega mikla vinnu í þetta. Þátttak-
an hefði verið ákaflega skemmtileg
og umfram allt mjög lærdómsrík.
Rannsóknir þeirra hefðu hafist síð-
astliðið vor en þá byijuðu rannsókn-
ir á lunda í Stórhöfða. Þá hefðu þau
mælt stærð lundabyggðarinnar,
reiknað út holufjölda í byggðinni,
fylgst með nýmyndun á lundaholum
og útbúið holur til að athuga hvort
lundi settist þar að. Þau hafi rann-
sakað lundamerkingar og upplýs-
ingar sem fengist hafa með þeim
auk þess sem þau hafa aldursgreint
lunda og krufið.
Hinn þáttur rannsókna þeirra
hafi verið að mæla hitann í Eldfelli
reglulega til að fylgjast með breyt-
ingum á honum, rannsaka salt-
myndun og fleira í Eldfellinu.
Þær segja að nær allur frítími
þeirra síðasta árið hafi farið í þetta
verkefni og meira að segja hafí aðal-
áhugamál þeirra, íþróttir, orðið að
sitja á hakanum. Krakkarnir sjái þó
ekki eftir þeim tíma sem í þetta
hefur farið því þetta hafi skilað þeim
miklum fróðleik. Öll hafi þau áhuga
á líffræði og náttúrafræði og stefni
á nám sem tengist þeim greinum
og því eigi þetta öragglega eftir að
nýtast þeim vel í framtíðinni. Þær
segja að á meðan þær vora í sam-
ræmdu prófunum hafi þau verið á
kafi í undirbúningi og beinum út-
sendingum vegna verkefnisins auk
þess að stunda á fullu annað nám
svo þetta hafi verið strembið.
Krakkarnir skiptast á að vera í
beinu sjónvarpsútsendingunum
ásamt Gísla kennara sínum og segja
þær Freydís og Þórhildur Ögn að
útsendingarnar hafi gengið vel. Þau
þurfi að flytja mál sitt á ensku og
svara fyrirspurnum og hafi það
gengið nær snurðulaust enda hafi
þau fengið mjög góða enskukennslu
í skólanum sem nýtist vel nú.
Stórsnjöll tækni
sem nýta má meira
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum
forseti íslands, var í Eyjum í tvo
daga og kom fram í beinum útsend-
ingum. Vigdís sagði að síðasta sum-
ar hefði Haraldur Sigurðsson, pró-
fessor í jarðfræði, sem unnið hefur
að þessu verkefni í Bandaríkjunum,
rætt við sig og beðið sig um að
taka þátt í þessu og hafi hún tekið
því vel. Hennar þáttur sé að segja
frá hvernig sé að búa í landi eld-
fjalla , hættunum sem því fylgja
og einnig gæðunum sem fylgja því
að búa á slíkum stöðum. Hún seg-
ist hafa lagt áherslu á að heita
vatnið væri gullnáma líkt og olíu-
lindirnar en munaðurinn við það sé
að það sé ómenguð og sjálfbær
auðlind.
Saumuðu
þjóðbúninga
á níu dögum
Hellu - Kvenfélagið Eining í
Holta- og Landsveit stóð nýlega
fyrir saumanámskeiði þar sem
Sólveig Guðmundsdóttir fata-
gerðarkona kenndi konum að
sauma íslenska þjóðbúninga. Alls
saumuðu sex konur sér ýmist
upphlut eða peysuföt og hófu
þær verkið á laugardagsmorgni
og luku verkinu á mánudegi
rúmri viku síðar.
Námskeiðið fór fram hjá Jónu
H. Valdimarsdóttur í Raftholti
sem lagði stofu sína undir verk-
efnið og var unnið við sauma
alla dagana auk þess sem kon-
urnar saumuðu heima. Það voru
Vigdís sagðist hafa haft ákaflega
gaman af þátttökunni í útsending-
unum. Með þeim væri verið að nýta
stórsnjalla tækni með gagnvirkum
upplýsingum. Það mætti gera meira
af því að nýta tækni sem þessa og
til að mynda hefði hún aldrei áður
tekið þátt í gagnvirku verkefni.
„Þetta verkefni, sem unnið hefur
verið að hér, er ákaflega áhuga-
vert. Þetta er mjög lifandi efni sem
tendrar áhuga á að vita meira og
erfðagripir, stokkabelti, víra-
virki og brjóstnælur, sem höfðu
verið endurgylltir, sem fengu
verðskulduð ný hlutverk á ný-
þannig er kveiktur áhugi hjá vís-
indamönnum framtíðarinnar sem
skapar fleiri góða vísindamenn á
komandi árum,“ sagði Vigdís.
Óborganlegt gaman
Gísli Óskarsson kennari, sem
stjórnað hefur rannsóknunum í
Eyjum, sagði að rannsóknarferlið
hjá þeim spannaði heilt ár og margt
merkilegt hefði komið fram í rann-
sóknunum. Hann sagði að þær
hefðu leitt í ljós að í Stórhöfða
væri lundabyggðin um 87.000 fer-
metrar eða um 10% af flatarmáli
Höfðans. í lundabyggðinni væru um
100.000 lundaholur og um 17.000
nýmyndanir ættu sér stað á ári.
Hann sagði að rannsakað hefði
verið hvort lundaveiðin hefði áhrif
á stofninn og teldu þau svo ekki
vera því um 8.600 fuglar væru
veiddir í Stórhöfða hvert ár sem
væri helmingi minna en nýmyndun
hvers árs og miðað við holufjöldann
þá þyrftu ekki nema um 8% af varp-
inu að heppnast til að fjölgun í
stofninum héldi í við veiðina. Hann
sagði að það kæmi sér ekki á óvart
að hægt væri að nota ástand lunda-
stofnsins til að fá vísbendingu um
ástand lífríkisins í sjónum sem
gæti haft mjög hagnýtt gildi því
fæða lundans væri sú sama og
nytjafiskistofnanna.
Gísli sagði að vinnan við þetta
verkefni hefði tekið mikinn tíma og
nær allur frítími hans hefði farið í
vinnu við þetta og allt annað hefði
verið lagt til hliðar en þetta hefði
veitt sér mikla ánægju. „Það er
hægt að segja að þetta sé óborgan-
legt gaman í tvennum skilningi því
vinnan við þetta er ólaunuð og unn-
in af áhugamennsku,“ sagði Gísli.
Gísli sagði að mjög vel hefði tek-
ist til við verkefnið sem kæmi fram
í miklum áhuga þátttakenda og
ánægju forsvarsmanna Jasons. Al-
netið væri notað til útsendinga og
allir þeir sem hefðu aðgang að því
gætu fylgst með og hefði oft verið
mikið álag á netinu. Þeir sem hafa
áhuga á að fýlgjast með Jason-
verkefninu geta gert það á slóðinni
www.eyjar.is þar sem þeir fá tilvís-
un á Jason-verkefnið.
Gísli sagði að auk útsendinganna
frá Eyjum, sem færa fram fimm
sinnum á dag, þá hefðu verið settar
upp tvær myndavélar í Eyjum, önn-
ur sem vísaði yfir bæinn og hin
yfir höfnina, sem hægt væri að
fylgjast með á alnetinu. Þetta verk-
efni væri einhver besta auglýsing
og landkynning sem fengist hefði.
Gísli sagði að sú gagnvirka
tækni, sem notuð hefði verið við
útsendingarnar, væri ákaflega
spennandi kostur. Samband við
umheiminn hefði verið haft í gegn-
um Tölvun í Vestmannaeyjum, sem
hefði borið hitann og þungann af
tæknimálum. Hann sagðist sjá fyrir
sér að í framtíðinni yrði komið upp
alþjóðlegum skóla sem íslendingar
gætu tekið þátt í. Þetta verkefni
og þátttakan í því væri stökkpallur
inn í slíkt samstarf.
saumuðum búningunum. Sumar
konurnar áttu skotthúfur frá
ömmu og ein var að hressa upp
á sinn gamla upphlut.
Kvenfélagskonur í Holta- og Landsveit
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
STOLTAR konur í glæsilegum búningum að loknu námskeiði.
F.v. Sólveig Guðmundsdóttir fatagerðarkona, Herdís Hallgríms-
dóttir, Helga Sveinsdóttir, Ágústa Hjaltadóttir í upphlut sem
móðir hennar, Jóna H. Valdimarsdóttir, sem er lengst til hægri,
saumaði, Hanna Einarsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir. Á inyndina
vantar Önnu L. Hafsteinsdóttur sem saumaði sér upphlutsbúning.