Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ - LISTIR ORÐ UM S VEIN BJÖRNSSON MÁLVERKIÐ „Hveralitir“ frá 1992, olía á léreft, er skýrt dæmi um myndstíl Sveins Björnssonar síðustu árin. Myndin er í eigu Listasafns íslands, keypt á sýningu listamannsins / Hafnarborg 1994. MÁLVERKIÐ „Madonna yfír Kleifarvatni", málað 1982. AÐ var í Rómaborg vorið 1954, að nafn listamanns- ins bar fyrst fyrir augu mín. Blöð að heiman hermdu af sjómanni af Halamiðum, sem hóf að mála á togara úti á reg- inhafi og væri með sýningu á at- hafnaseminni í Reykjavík. Við fé- lagarnir við nám í borginni eilífu, kannski frekar í skýjunum fyrir ævintýrið að vera á staðnum, hent- um tilvitnuna á lofti. Svo virtist sem Halamiðin væru að verða mikilvæg- ari uppsláttur á útskerinu í norðrí, en að bergja af brunni heimslistar. Var okkur í fersku minni, að áður hafði söngvari einn kenndur við sömu fískislóðir, þá við nám í Mflanó, troðfyllt sali Gamla bíós kvöld eftir kvöld, ungir og aldnir vart haldið vatni. Nú beið fingrafimi einstaklingurinn í hópn- um eftir píanóleikaranum af Hala- miðum, menntamaðurinn glúrni eftir hagfræðingnum af Halamið- um, en fógur spúsa hans eftir hús- móðurinni af Halamiðum. Þetta var í eina tíð, en menn verða að lúta þvi lögmáli að listin hefur alltaf þurft á ákveðnum skammti af rómantík að halda sér til fulltingis, var í sjálfu sér engu lakara að hafa hlotið eld- skírn á togara úti á rúmsjó. Það var einungis, að flestir höfðum við að baki hin margvíslegustu störf, þótt ekki væru þau líkleg til samsvar- andi uppsláttar í dagblöðunum er sá dagur nálgaðist, að við kæmum fram. Síðan eru liðin nákvæmlega 43 ár, en þvert á raunhæfa getspeki stóð sjómaðurinn sjálflærði með pentskúfinn af sér alla brotsjói og sviptivinda á listabrautinni. Hélt sér alla tíð keikum á brúnni og bauð máttarvöldunum byrginn eins og horskir gerðu er sjóir ýfðust og risu á þessum fengsælu miðum. Tímar liðu og tók það okkur Svein árafjölda að nálgast hvor annan, sem var svo sem að vonum, í Ijósi hins gjörólíka menntunarlega bakgrunns og uppeldis í listinni. Einnig að ég var hallur undir hið óhlutbundna, en sjómaðurinn vígð- ur hlutvöktum minnum átaka við ægi. Skiljanlega bar rýni mín þessum andstæðum vitni framan af, og álit sjómanns- ins þar af leiðandi ekki mik- ið á skrifunum, frekar en annaira skuggabaldra er fjölluðu um fram- kvæmdir hans á listasviði. En svo brá við að einn góðan veðurdag bar fyrir sjónir rýnisins sýningu sem kom honum í opna skjöldu, svo sem gat að lesa í umsögn hans. Frétti mánuðum seinna úti í Kóngsins Kaupinhavn, að listamaðurinn hefði í því tilefni sagt við íslenzkan starfsbróður í móttöku nokkurri í borginni: „Bragi er ekki jafn vitlaus og ég hélt“! Mér var skemmt, en svona geng- ur þetta til í myndlistinni og má vera eðlilegt. Þá áttu eftir að líða nokkur ár áður en við Sveinn urð- uðum málkunnugir, rétt blimskökk- uðum augunum kunnuglega hvor á annan á fórnum vegi og mannamót- um, og enn fleiri ár þar til við urð- um góðkunningjar. Minna en áratugur er þannig frá því Sveinn bauð mér í stóra jepp- anum sínum í Krýsu- víkina, að skoða óðal sitt og afurð- ir myndræns pataldurs. Sagði á leiðinni ýmsar furðusögur af merki- legum mannlífskvistum skrímslum og kennileitum. Áði um stund á Innristapa, Stefánshöfða, við Kleif- arvatn, svo hann gæti komið til skila sögu af Stefáni Stefánssyni, sem lýðveldisárið lét dreifa ösku jarðneskra leifa sinna þar í vatnið. Falleg saga en athöfnin þótti giska skondin á sínum tíma og alveg tek- ið fyrir að slíkt gæti endurtekið sig. Er á áfangastað kom reyndist Sveinn ólatur við að draga fram myndverk sín, þannig að um síðir hafði hann snúið flestu við í húsinu, og áttum við langar samræður yfir kaffi og góðum viðurgjörningi. Glugguðum jafnframt í bækur og sýningarskrár, gömul listtímarit frá stríðsárunum sem Júlíana Sveinsdóttir frænka hans hafði víst einhvern tíman gefið honum, eða hann erft eftir hana. Sótti ég í þau ýmsan óvæntan og nytsaman fróð- leik. Á bakaleiðinni var komið við á heimili hans í Hafnarfirði, og þar blasti við mér fjölþætt safn mynd- verka keypt af öðrum málunim, sem gerði mig forviða, því slík söfn- unarárátta er næsta sjaldgæf með- al hérlendra málai’a, nema um nána félaga og samherja sé að ræða. Eins og verða vill, þá menn uppgötva yfirburði og hollustu opinna skegg- ræðna, ákváðum við að endurtaka slíkar samverustundir og vildi ég sértaklega endurgjalda honum gestrisnina með spaghetti og rauðvíni og ámálgaði það oft- sinnis við hann er við hittumst. Af því varð illu heilli ekki, fórst fyrir, en við bundumst þó mun nán- ari böndum er frá leið, því nú var andrými okkar ógnað og báðir harðir málsvarar málverksins. Hins vegar skeði það einn dáindis sunnu- dag á vori fyrir fáum árum, að þær þokkafullu valkyrjur Svava og Svala í listhúsinu Nýhöfn, tóku mig óvænt í drossíuferð til Sveins í Krýsuvíkina. Hafði listamaðurinn stefnt þeim til sfldarfagnaðar og þeim hugkvæmst fyrir einhverja óræða skikkan að taka rýninn með sér. Er sá dagur jafn hugstæður þeim fyrri, þótt honum tengist allt aðrir litir, því nú voru það margar tegundir af sfld auk góðs mjaðar sem á borðum voru. I það skiptið var ei heldur vanrækt að snúa við ábúðarmiklum flekum er stóðu í röð uppi við alla veggi, fletta bók- um og tímaritum né rýna í uppi- hangandi skilirí húsráðandans. Þrenningin lék skiljanlega á als oddi er lagt var úr hlaði síðdegis, og á fögrum stað nálægt vatninu miðleiðis var gerður nokkur stanz, tiplað um stund eftir vinalegii strandlengju mjúkra útlína. Jafn- framt eyðilegum berangri, þar sem fólk eins og samsamast tímalausri eilífð. s Aseinni árum höfum við Sveinn skiptst á póstkort- um frá ferðalögum okkar út í heim, hann jafnvel sent mér línur upp á margar siður, þar sem hlutirnir voru reifaðir á þann umbúðalausa hátt sem ein- kenndi allt atferli mannsins. Frá Flórída móttók ég minnisstætt bréf og stóð þar, að ferðalangurinn hefði fengið nóg af skoðun listasafna stór- borga, étið yfir sig og hann hættur, sjálft mannlífið og náttúran væru nú einu áhugasviðin. Þessi blóðríku skrif voru ekki aðeins einstaklega opinská, heldur báru þau í sér and- blæ vinarþels og lífsfuna. Ennfrem- ur ríkrar þarfar til að opna sál- arkirnuna og losa um tilfinningar, eiga eintal við einhvern um mál sem á hjarta lágu þá og þá stundina, þótt heimsálfur skildu. Sveinn var ekki að leyna veikindum sínum, sem að vísu öngruðu hann, en gerði það af sömu óvflsemi og hann tók öllu öðru sem að höndum bar. Nú býður mér svo hugur, að eld- skírnin á Halamiðum hafi hert og styrkt manninn til átaka við sjói lífsins, verið viti og birtugjafi á veg- ferð hans allri. Málarinn Sveinn Björnsson var hress og sterkur persónuleiki sem lá ekki á skoðun- um sínum, opinn, einlægur, lifandi og herkinn til hins síðasta, eins og undangengnar athafnir hans eru til vitnis um. Vettvangur íslenzkrar samtímalistai’ fátækari og mikill sjónarsviptir að listamanninum. Bragi Ásgeirsson i í \ \ \ \ \ \ \ 1 , I i P I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.