Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 39 ÞJOÐARSKOMM VIÐ HVALFJÖRÐ UMRÆÐUM um stóriðju við Hvalfjörð er ekki lokið, þó að stjórnvöld láti sem ekkert sé og starfi eins og naut í flagi, þótt Alþingi hafi ekki afgreitt málið. Alþingismenn, sveitarstjórnar- menn á svæðinu, starfsmenn Holl- ustuverndar ríkisins, Skipulags ríkisins og iðnaðar- og umhverfis- ráðuneytis viðurkenna í orði að ekki hafi verið staðið rétt að mál- um og þessi staðsetning stóriðju sé óheppileg. Af hvetju er stað- setningunni ekki breytt? Af hveiju var þessari staðsetningu lofað áður en formlegum atriðum máls- ins var lokið? Kjósverjar og aðrir andmælend- ur eru fórnarlömb óvandaðra vinnubragða og skipulagsklúðurs stjórnvalda. Lýðræðið er fótum troðið, þó að ráðamenn segi að allt hafi verið „löglegt". Lög rétt- læta ekki rangar aðgerðir og vinnubrögð. Iðnaðarráðherra hrinti málinu af stað og hefur reist sér framtíð- ar minnisvarða við Hvalfjörð. Hann ber ábyrgðina gagnvart íbú- um þessa svæðis, gagnvart íbúum þessa lands og kynslóðum framtíð- arinnar. Ófullnægjandi upplýsingar - rangar ákvarðanir Þær stofnanir sem að málinu koma viðurkenna nauðsyn þess að ýtarlegar og auðskildar upplýs- ingar berist almenningi í tæka tíð um fyrirætlanir stjórnvalda í Grundartangamálinu og viður- kenna jafnframt að mikið hafi skort þar á, enda telur iðnaðarráð- herra nauðsynlegt að kanna hug Eyfirðinga til stóriðju áður en frekari umhverfisrannsóknir eru gerðar. Eitthvað hefur hann lært. Ennþá verra er í Grundartangam- álinu að þeir sem taka ákvarðanir og eiga að bera ábyrgð, svo sem alþingismenn, sveitarstjórnar- menn og embættismenn fengu ekki þær upplýsingar sem þurfti til að ákvarðanir þeirra gætu talist fullnægjandi og faglega ábyrgar. Slíkar upplýsingar verða að byggj- ast á faglegum forsendum en ekki tilfinningum, gildismati og jafnvel persónulegum skoðunum ein- stakra embættismanna og stjórn- málamanna. Þrátt fyrir það er hvergi nokk- urs staðar í opinberum gögnum tölulegar upplýsingar um hugsan- leg áhrif stóriðju á búskaparhætti, atvinnulíf eða lífríki í Hvalfirði. Aðeins að „ganga eigi fram af mikilli nærfærni" og að mengun sé „ásættanleg" eða „innan eðli- legra marka“. Þá er fullyrt að ekki sé skynsamlegt að nota vot- hreinsibúnað vegna þess að þá fari öll mengunin í sjóinn og eyði- leggi fiskinn í Hvalfirðinum“. Hvaðan hefur iðnaðarráðherra þessar upplýsingar? (Viðtal á Stöð 2). Vothreinsibúnaður er notaður með þurrhreinsibúnaði en ekki í staðinn fyrir hann. Það á ekkert af mengandi efnum að sleppa í sjóinn. Það gleymdist að upplýsa ráðherrann. Með notkun vot- hreinsibúnaðar er hægt að hreinsa um 90% af brennisteinstvíoxíðinu og minnka það úr 17,0 kg/tonn af áli í 1,9 kg/tonn af á!i. I þeim 7 álverum sem rekin eru í Noregi er notaður vothreinsibúnaður og í þessu eina sem rekið er í Svíþjóð. Hugsanlega var vitað að ekki var hægt að gera kröfur til Colombia fyrirtækisins um að setja upp slík- an búnað, vegna þess hversu veik- burða það er. Það „gleymdist" að rannsaka lífríkið og kortleggja um- hverfið áður en ákvörðun um stað- setningu var tekin. í stað þess á að rannsaka áhrifin eftirá og halda fundi með fólkinu. Það er ekki hægt að kanna áhrif á ástand lífrí- kis ef það er ekki þekkt áður en af- leiðingin verður. Umhverfisráðherra. Kristján Oddsson Ólafur Oddsson Sé ástæða til að kanna betur jarð- veg á Mýrunum vegna fyrirhug- aðrar urðunar sorps, hvað þá með Hvalfjörðinn? Þeir sem tóku ákvörðunina telja sig ekki þurfa að færa nein sér- stök rök fyrir því, önnur en efna- hags- og atvinnuleg, sem þó hafa þær takmarkanir að ekki er bent á aðra valkosti, hve mörgum störf- um eða atvinnutækifærum er fórn- að á svæðinu í staðinn né hver þjóðhagslegur ávinningur er af því annar en stundargróði. Sveitar- stjórnarmenn ofan fjarðar hafa Það „gleymdist“ að rannsaka lífríkið og kortleggja umhverfið, segja Kristján Odds- son og Ólafur Odds- son, áður en ákvörðun um staðsetningu var tekin. ekki þurft að kynna sér málin, heldur bergmála aðeins viðhorf iðnaðarráðuneytisins, sem kom með hugmyndina upphaflega, ekki þeir. Það kom skýrt fram á fundi sem haldinn var í Fjölbrautaskólanum á Akranesi 3. apríl sl. að einstakir bæjarstjórnarmenn eru hreint ekki vissir um að stóriðja sé besti val- kosturinn og óskuðu beinlínis eftir hugmyndum um aðra kosti, þar á meðal Pétur Ottesen formaður at- vinnumálanefndar Akranesbæjar. Formaðurinn var einnig tilbúinn til að stöðva rekstur álversins kæmi í ljós að það spillti búskap í Kjós. Þeir standa hins vegar frammi fyrir því nú að verja ákvörðunina en fátt er um fagleg rök og skít- kast og lítilsvirðingar í garð and- mælenda álversins síðasta hálm- stráið. M.ö.o. létu þeir iðnaðarráð- herra draga sig í gildru flokkspóli- tísks ofurmetnaðar og frumhlaups Markaðsskrifstofu MIL, sem situr uppi með loforð og skuldbindingar gagnvart pappírsfyrirtæki sem ekkert á. Þessum ákvörðunum verður umhverfisráðherra einnig að iúta. Mikil er ábyrgð iðnaðar- ráðherra. Við óskum eftir opinberu svari við því, hvenær fyrirtækinu Colombia var lofað byggingarlóð á Grundartanga, og með hvaða skilyrðum. Lýðræðið fótum troðið í jafn viðkvæmu máli og þessu er ekki nóg að byggja ákvarðanir á pólitísku stjórnsýsluvaldi. Þegar nánast 100% íbúa í Kjós og nokk- ur fjöldi íbúa ofan fjarðar lýsa sig mótfallin stóriðjurekstri á Grund- artanga, þá á það að nægja til að ákvörðun sé breytt. Strandlengja Hvalfjarðar Kjósarmegin er mun lengri en hinum megin, þar sem vogar og víkur ganga inn í landið með viðkvæmu lífríki, sem ber að taka tillit til. Svokallaður meiri- hluti íbúa ofan fjarðar hefur engan rétt til að taka ákvarðanir um mál sem hafa jafn mikil áhrif á aðra íbúa svæðisins. Líta verður á lífið beggja vegna fjarðar sem jafn mikilvægt og rétt íbúa jafn sterk- an. Vægi atkvæða ræðst ekki af fjölda þeirra. Það, að ekki ríkir sátt um málið, er nægjanlegt til að hætt verði við frekari uppbygg- ingu stóriðju þar, strax. Náttúran á að njóta vafans. Sjö járnblendiverksmiðjur að stærð Allir sem ekið hafa um Hvalfjörð þekkja Járnblendiverksmiðjuna. Verði af byggingu 180.000. tonna álvers mun það verða á stærð við 7 járnblendiverksmiðjur. Auk þess á eftir að stækka Járnblendið um meira en helming. Það eiga margir eftir að hrökkva við, m.a. þeir sem tóku ákvörðunina. Álverið í Straumsvík er 60.000. tonn. Skógrækt og stóriðja Sem kunnugt er hefur ríkis- stjórnin ákveðið að verja fram til aidamóta um 450 millj. kr. til land- græðslu og skógræktar til að greiða hluta af alþjóðlegri skuld landsins vegna koltvísýringsmeng- unar. Skógræktar- og landgræðslu- menn mótmæla ekki stóriðju m.a. vegna þess að hún gefur von um meira flármagn. Ekki einu sinni þeir sem standa að skógrækt í Hvalfirði og eiga fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Þannig hefur stjórnvöldum tekist að tryggja stuðning þess hóps við stóriðju- framkvæmdir sínar. í Hvalfirði stunda skógræktarfé- lögin í Reykjavík, Kópavogi, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós umtals- verða skógrækt, ásamt Skógrækt ríkisins og Landgræðslusjóði. Þar er nú fyrirhuguð öflug jólatijáa- rækt, enda hefur komið í ljós að svæðið er einkar hagstætt til slíkr- ar ræktunar. Útblástur frá stóriðju er óheppi- legur fyrir tijáplöntur og er stórt vandamál víða í Evrópu, einkum fyrir sígrænar plöntur. Þá er þeirra ógetið sem stunda skógrækt á Hvalfjarðarströnd, í Svínadal og Skorradal, sem er eitt besta samfellda skógræktarsvæði landsins. Það er til lítils að gróðursetja tré til að minnka mengun ef þau geta ekki lifað vegna mengunar. Við eigum ekki að leika okkur að því að búa til vandamál ef við höfum þekkingu og vitsmuni til að koma í veg fyrir þau. Mengunarfjármagn vegna stór- iðju á ekki að taka af almannafé, heldur á að skattleggja þau fyrir- tæki sem menguninni valda. Ein- staklingum er ætlað að greiða fyr- ir urðun á rafgeymum úr bílum sínum en ef stóriðja gusar brenni- steinssýru úr 15.000. rafgeymum á dag út í loftið þarf ekki að greiða neitt fyrir það, eins og fyrirhugað er á Grundartanga. Sjálfbær atvinna í hættu Vaxtarbroddur íslensks landbún- aðar felst m.a. í framleiðslu á lífræn- um afurðum á sjálfbæran hátt. Slík- an landbúnað er heppilegast að stunda sem næst markaðnum til að flutningsleiðir séu sem stystar. Með lífrænum búskaparháttum sunnan Skarðsheiðar og í Kjós er hægt að auka arðsemi og fjölga störfum. Leið stjómvalda til að réttlæta landbúnað á afskekktum svæðum, langt frá markaði, má auðvitað gera með því að koma í veg fyrir að hann sé hægt að stunda næst mark- aðnum, en það er hvorki neytenda- vænt né vistvænt. Heimskur - heimskari... Hugsanlega er það heimska að láta sér detta í hug að stjórnvöld breyti ákvörðun sinni í þessu máli. Það má þó teljast enn meiri heimska og jafnframt þröngsýni að taka hvorki tillit til íbúa svæðis- ins né þeirra náttúruauðlinda sem þar eru. Beri sá ábyrgð sem á held- ur í nútíð og framtíð. Vonandi verð- ur hægt að gera þann aðila skaða- bótaskyldan gagnvart þeim fjöl- mörgu sem eiga eftir að líða fyrir stóriðju á Grundartanga. Stækkun Járnblendisins og ekki meir Eftir að ákvörðun um breytingu á eignarhaldi í Járnblendinu var tekin og áform Elkem um stækkun verksmiðjunnar kynnt, er ljóst að allar forsendur fyrir rekstri álvers á þessum stað eru brostnar, hafi þær nokkurn tímann verið til stað- ar. Vegna þess að sú verksmiðja er risin, eru íbúar svæðisins tilbún- ari til viðræðu um stækkun hennar en byggingu nýrrar. Það skilja allir að það skiptir máli að rekstrarein- ingin sé hagstæð. Við munum gera kröfur um aukinn hreinsibúnað og mengunarvarnir. Rannsaka þarf lífríkið á svæðinu ýtarlega áður en til stækkunar kemur og meta áhættuþætti og auka mengunareft- irlit. Þessar ákvarðanir þarf að taka í samvinnu við íbúa svæðisins, þar sem þeir eru formlegir þátttakend- ur. Ekki tilkynna þær eftirá. Kristján er bóndi á Neðra-Hálsi í Kjós. Ólafur er sumarbúi í Kjós og starfsmaður Skógræktar ríkisins. Auglýsendur a breyttan stólafrest á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum. Auglýsingadeild Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 • Netfang: augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.