Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ W MARKHÓPUR tíW Málþingið er ætlað öllu áhugafólki um ■ gæðamál og innra eftirlit, en einkum stjórnendum og millistjórnendum í matvælafyrirtækjum, ráðgjöfum og opinberum eftirlitsaðilum. SKRÁNING OG UPPLÝSINGAR: Á skrifstofu SI í síma 511-5555 eða með tölvupósti: arney@vsi.is ® Síðasti skráningardagur er mánudaginn 12. maí. Féi GS An Ne Hótel Sögu MIÐVIKUDAGINN 14. MAÍ DagskrÁ: VERÐ: Félacsmenn GSFÍ og SI: Aðrir: Nemendur: KR. 3.900,- KR. 5.900,- KR. 1.900,- 12.30 13.00 13.10 13.40 14.10 14.40 15:10 15:30 15:50 16:10 16:30 17:00 Innskráning Setning málþings YFIRLIT UM LÖGGJÖF OG EFTIRLIT f MATVÆLAIÐNAÐI: Jón Gíslason, Hollustuvernd ríkisins FRAMKVÆMD INNRA EFTIRLITS í FISKIÐNAÐI: Friðrik Blomsterberg, Islenskum sjávarafurðum hf. Framkvæmd innra eftirlits við landbúnaðarframleiðslu: Gunnar Guðmundsson, Bændasamtökum Islands Kaffihlé Reynslusögur: SÖLUFÉLAG GaRÐYRKJUMANNA: Kolbeinn Ágústsson gæðastjóri VoGABÆR: Guðmundur Sigurðsson framkvæmdastjóri KjÖRÍS: Valdimar Hafsteinsson framkvæmdastjóri HaGKAUP: Ólafur Sigurðsson gæðastjóri Ai.mennar umræður Málþingsslit Fundarstjóri: Anna Margrét Jónsdóttir, Útgerðarfélagi Akureyringa SAMTOK IÐNAÐARINS GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS 17. júní 1997 Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í atriði sem flutt yrðu á 17. júní í ár. Um er að ræða leikþætti, tónlistarflutning og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Skemmtidagskrá mun standa í miðbænum kl. 14.00- 17.30 og 20.00-01.00. Umsóknum skal skila fyrir 15. maí á skrifstofu ITR Fríkirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingum í síma 562 2215. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. Iþrótta- og tómstundaráð. JlfargmiÞIftfeÍfr - kjarni málsins! GUÐRÚN DÝRLEIF ÞORKELSDÓTTIR + Guðrún Dýrleif Þorkelsdóttir var fædd í Neðri- Sandvík í Grímsey 17. júní 1902. Hún andaðist á Elli- heimilinu Grund að morgni 30. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þorkell Árnason, f. 18.8. 1878, d. 28.6. 1941, útvegsbóndi, Neðri-Sandvík, son- ur Árna Þorkels- sonar, merkisbónda sem ættaður var frá Núpum í Aðaldal, og kona hans Hólmfríður Ólavía Guðmunds- dóttir, f. 19.6.1878, d. 3.6.1969, dóttir Guðmundar Ásgrímsson- ar bónda, Staðarhóli við Siglu- fjörð. Dýrleif var næstelst af sjö systkinum. Hin eru: Krist- jana Jóna, f. 9.1. 1900, d. 28.11. Þegar Dýrleif var 11 ára réðst hún í vist sem matvinnungur til Kristjáns Sigtryggssonar bókbind- ara og konu hans Kristjönu Guðna- dóttur frá Grænavatni, sem bjuggu í Hliðskjálf á Húsavík. Hjá þeim vann hún í tvö sumur en gekk í barnaskóla í Grímsey á veturna. Um fermingaraldurinn vann Dýrleif sem vinnukona hjá Jóni Gunnars- syni og Sigurhönnu Sörensdóttur, Móbergi, Húsavík, og síðar hjá Ein- ari Sörenssyni og Guðnýju Áma- dóttur í Dvergasteini á Húsavík. Einnig var hún í vist i tvö ár hjá Birni Jósefssyni héraðslækni og Lovísu Sigurðardóttur, konu hans. Nítján ára að aldri fór Dýrleif til Færeyja og vann þar í tvö ár í Vest- mannahöfn á Straumey. Eftir heim- komuna réðst Dýrleif í vist austur á land að Brekku í Fljótsdal. Þar vann hún í nokkur ár hjá læknunum Ólafi Lámssyni og Bjama Guð- mundssyni. Á Brekku kynntist hún Sigurði Sigurbjörnssyni frá Búðareyri á Seyðisfirði og gengu þau í hjóna- band í okt. 1926. Þeim varð ekki bama auðið og slitu samvistum. Eftir það gerðist Dýrleif bústýra hjá Jóni Aðalgeir Jónssyni, vélstjóra, í Stapa á Húsavík um nokkurra mán- aða skeið. Kona Jóns, Guðrún Eg- gertsdóttir, var heilsulaus og andað- ist 1936. Þau Jón áttu fjögur börn og var hið yngsta þeirra Unnur á öðru ári, þegar Dýrleif tók að sér heimilisstörfin í Stapa. Unnur var mjög hænd að Dýrleifu og fór svo að Dýrleif tók Unni í fóstur þegar hún sjálf fór að búa í Hvammi á Húsavík. Eftir stuttan búskap í Hvammi flutti Dýrleif aftur í Stapa. Eftir lát Guðrúnar tók Dýrleif að sér uppeldi barnanna og tókst henni að skapa þeim kærleiksríkt og bjart heimili, sem kunnugir vita að var til mikillar fyrirmyndar. Jón og Dýrleif bjuggu á Húsavík til 1972 er þau fluttu tii Kópavogs. Árið 1973 fluttu Jón og Dýrleif til Unnar og Kristjáns Jónassonar á Ásvallagötu 58, þar sem Jón lést 1977. Eftir það naut Dýrleif ástar og umhyggju Unnar og Kristjáns og barna þeirra, meðan heilsan leyfði. Seinustu árin dvaldi hún á Elljheimilinu Gmnd. Ég minnist Nöfnu frá því að ég var lítil stúlka í Ártúnum, þar sem foreldrar mínir bjuggu. Þar kom 1992; Hólmfríður Selma, f. 29.5. 1904, d. 14.5. 1958; Árni, f. 6J0. 1907, d. 27.10. 1950; Guð- varður Finnur, f. 23.7. 1910, d. 27.3. 1982; Björn Frið- geir, f. 9.5. 1913, d. 9.2. 1981; Frímann Sigmundur, f. 13.9. 1917. í október 1926 giftist Guðrún Dýr- leif Sigurði Sigur- björnssyni. Þeim varð ekki barna auðið og slitu þau samvistum. Sambýlismaður hennar frá 1937 var Jón Aðalgeir Jónsson vélstjóri, d. 1977. Útför Guðrúnar Dýrleifar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn 9. maí, og hefst athöfnin klukkan 15. Nafna oft til að heimsækja okkur, þó kannski mest til að heimsækja litla bróður sinn eins og hún kallaði föður minn alltaf. Það var mjög kært á milli þeirra eins og reyndar allra þessara systkina. Nafna, eins og við kölluðum hana öll í fjölskyldu minni, var mér ætíð mjög kær. Þeg- ar ég fæddist kom hún og sá þessa litlu stúlku og bað foreldra mína um að ég yrði látin heita eftir sér og það var auðsótt mál. Þessari litlu stúlku var gefið nafnið Dýrleif. Ég minnist einnig minnar fyrstu bílferð- ar þegar ég fékk að fara með ömmu til Húsavíkur, til hennar, þá var ég fimm ára gömul. Þá tók hún á móti okkur með sínum stóra faðmi og sinni miklu gestrisni, sem hún og Jón maður hennar voru þekkt fyrir. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Ég var hjá þeim á Hring- brautinni á Húsavík í einn vetur, þegar ég var í gagnfræðaskóla. Hún reyndist mér sem besta móðir og góð vinkona eins og ætíð. Nafna var stór kona og glæsileg með þykku flétturnar sínar, hún var eins og drottning þegar hún klædd- ist íslenska búningnum sínum, hún var svo glæsileg að ég var feimin við hana, þessa fínu stóru konu með göfuga hjartað. Elsku nafna, ég ætla ekki að. telja allt upp sem þú hefur gert fyrir mig, allar okkar samverustundir geymi ég í hjarta mínu, það verður aldrei hægt að taka þær frá mér. Ég minnist þó okkar síðustu funda. Þú lást í rúminu þínu slétt og falleg sem fyrr og ég kyssti vanga þinn og það gerðu einnig litli bróðir og mágkona. En nú ertu svifin til æðri staða þar sem þín var beðið og þér líður vel. Unni, kærri dóttur og öllum að- standendum votta ég samúð mína. Mig langar að lokum til að fara með þessa bæn sem þú kenndir mér þegar ég var hjá þér forðum: I>egg þú augun mín til svefns og hjartað mitt til Guðs, syngdu mig sofandi, varðveittu mig vakandi, svo ég megi sofa í friði, vakna mínum góða Guði til eilífs lífs, amen. (Hof. óþ.) Yertu ætíð Guði falin. Dýrleif Eydís Frímannsdóttir. Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró r Islensk framleiðsla Sendum myndalista MOSAIK Hanxarshöfdi 4 - Reykjavík sími: 587 1960-fax: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.