Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ríkisstjórnin fellst á tillögur starfshóps um hvalveiðar Islendinga Kynning og samráð áður en ákvörðun verður tekin Morgunblaðið/Þorkell TILLÖGUR í hvalveiðimálinu kynntar. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og full- trúar í starfshópi um hvalveiðar, Tómas H. Heiðar frá utanríkisráðuneyti, Arnór H. Halldórsson frá sjávarútvegsráðuneyti, Ámi R. Árnason þingmaður, formaður, Steingrímur J. Sigfússon þing- maður og Albert Jónsson frá forsætisráðuneyti. Lengst til hægri er Árni Kolbeinsson ráðuneytis- sljóri sjávarútvegsráðuneytisins. STARFSHÓPUR um hvalveiðar leggur til að leitað verði eftir póli- tískri samstöðu um að afgreiða á Alþingi ályktun um að hefja skuli hvalveiðar á nýjan leik. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra kynnti á blaðamannafundi í gær þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fallast á tillögur hópsins en kynna öðrum ríkjum stöðu málsins og beita sér fyrir formlegu samráði allra þingflokka áður en ákvörðun yrði tekin um að leggja fram þings- ályktunartillögu. Álit starfshópsins var lagt fram á blaðamannafundinum. í því kem- ur fram að hópurinn hafi leitað eft- ir sjónarmiðum íjölmargra, sem eigi hagsmuna að gæta eða sjónarmið fram að færa varðandi hvalveiðar. Meðal annars hafi verið kallað eftir áliti sendimanna íslands erlendis um afstöðu þeirra ríkja, sem helzt hafi haft sig í frammi í umræðum um hvalveiðar. Grundvallaratriðin óbreytt „í vinnu hópsins hafa ekki komið fram neinar upplýsingar sem breyta pólitískum, efnahagslegum og við- skiptalegum grundvallaratriðum málsins eins og þau hafa legið fyr- ir á síðustu misserum," segir í álit- inu. „Spurningin er því hvernig er unnt að þoka málinu áfram þannig að hvalveiðar í einhveijum mæli geti hafizt. Óljóst er hvort forsend- ur verði fyrir útflutningi hvalafurða og þar með hvalveiðum í líkingu við þær sem áður voru stundaðar frá Islandi.“ Starfshópurinn bendir á að Al- þjóðahvalveiðiráðið hafi enn ekki heimilað hvalveiðar í atvinnuskyni. Hins vegar sé ráðið helzti vettvang- ur umræðu um hvalveiðar og bar- átta fyrir endurupptöku þeirra fari enn fram á vettvangi þess. Innan þess starfi enn helztu hvalveiðiþjóð- imar, en jafnframt ríki sem hafni hvalveiðum í atvinnuskyni. „Starfshópurinn leggur áherzlu á forræði íslands yfir auðlindum sín- um og á rétt þjóðarinnar til að nýta þær með sjálfbærum hætti af var- úð, í samræmi við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslands og að teknu tilliti til heildarhagsmuna. Hópurinn lítur svo á að til grundvallar starfí hans liggi sú stefna að nýta beri þá hvalastofna við landið sem þola veiðar,“ segir í áliti hópsins. Fram kemur að í áliti hópsins hafí orðið miklar umræður og „að nokkru leyti komið fram ólík sjónar- mið hvað varðar mat á stöðu máls- ins, hveijar eigi að vera næstu að- gerðir í málinu og í hvaða röð.“ Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins var hluti nefndarmanna á þeirri skoðun að fyrsta skrefið ætti að vera að Alþingi lýsti því yfir að hvalveiðar yrðu hafnar að nýju, en að því búnu yrði ákvörðunin kynnt öðrum ríkjum og samráð haft um framkvæmd hennar. • Leitað verði eftir pólitískri sam- stöðu um að afgreiða á Alþingi ályktun um að hefja skuli nýtingu hvalastofna hér við land hið fyrsta og um að ríkisstjórninni skuli falið að undirbúa það. • Náið samráð og samstarf verði haft við öll ríki sem hlynnt eru hvalveiðum. Þá verði teknar upp viðræður við stjórnvöld ríkja sem lagst hafa gegn hvalveiðum, til þess að kynna okkar málstað og leita samkomulags við þau um fram- kvæmd þeirrar stefnu að hefja á ný hvalveiðar í atvinnuskyni. • Uppbyggingu Norður-Atlants- hafssj ávarspendýraráðsins (NAMMCO) verði haldið áfram með sérstakri áherslu á að fjölga aðildar- ríkjum. • Starfshópurinn telur rétt að kanna hvaða möguleika endurnýjuð aðild íslands að Alþjóðahvalveiði- ráðinu kunni að bjóða upp á. • Samráð verði haft við helstu út- flytjendur og aðra aðila sem mikilla viðskiptahagsmuna eiga að gæta. • Utanríkisráðuneytinu verði falið að efla samráð ráðuneyta og stofn- ana um þátttöku í alþjóðasamstarfi sem tengst getur hvalveiðum. Kannað verði hvort æskilegt sé að ísland gerist aðili að fleiri alþjóða- samningum á þessu sviði. • Gerð verði áætlun um hvernig verði með sem hagkvæmustum og árangursríkustum hætti staðið að fræðslu- og kynningarstarfí um málstað íslands á erlendum vett- vangi, þ.ám. gagnvart umhverfis- samtökum. • Kannaður verði sá möguleiki að taka frá sérstök svæði vegna hvala- skoðunar. Þorsteinn Pálsson sagði að ríkis- stjórnin myndi kynna áform um að heija nýtingu hvalastofnanna fyrir erlendum ríkjum, bæði þeim sem hlynnt væru hvalveiðum og hinum, sem væru þeim andvíg. Málið yrði kynnt stjórnarandstöðunni og leitað eftir formlegu samstarfi allra þing- flokka. Fulltrúum jafnaðarmanna og Kvennalista yrði því bætt við þann starfshóp, sem hefði skoðað málið til þessa. Þegar þessi kynning og samráð hefðu átt sér stað yrði tekin ákvörðun um framlagningu þingsályktunartillögu, en ekki fyrr. Þorsteinn tók fram að þessu starfi hefðu ekki verið sett ákveðin tíma- mörk. Skynsamlegt skref fram á við Morgunblaðið spurði Þorstein hvort hann teldi að með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar yrði ekki aftur snúið eða hvort enn væri möguleiki að þegar þar að kæmi yrði ákvörðunin sú að leggja enga þingsályktunartillögu fram. „Málið er hér komið í ákveðinn farveg. Sú ákvörðun verður hins vegar ekki tekin fyrr en að höfðu þessu samráði," svaraði Þorsteinn. „Hér er auðvitað verið að fallast á tillögur nefndarinnar og þar er bein- línis lagt til að hvalveiðar verði teknar upp að nýju. Sú stefnumörk- un er samþykkt, en þetta skref verður ekki stigið fyrr en að höfðu víðtækara samráði.“ Þorsteinn bætti við að hann teldi álit nefndar- innar og samþykkt ríkisstjórnarinn- ar „skynsamlegt skref fram á við í málinu". Þarf að vinna málinu fylgi Árni Ragnar Árnason, formaður starfshópsins, sagði á fundinum að það væri jafnvel veigameira að skoða hvernig hvalveiðum yrði unn- ið fylgi en að taka ákvörðun um að hefja veiðar að nýju. „Við, sem störf- uðum með þessum hópi, teljum raun- ar að það muni ekki takast mjög lengi að halda uppi þeim skoðunum, að við munum heíja hvalveiðar að nýju, en vinna ekki frekar að málinu gagnvart öðrum ríkjum," sagði Ámi. „Við verðum að kynna þetta mál og vinna því fylgi með öðrum þjóð- um. Meðal annars þurfum við að fá fram þá afstöðu ríkisstjórna annarra ríkja að þær muni við una.“ Sama þvælan „Þetta er bara sama þvælan og verið hefur. Menn eru ennþá laf- hræddir og ég gef óttalega lítið fyrir þetta,“ segir Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf., um tillögur nefndarinnar og samþykkt ríkis- stjórnarinnar. „Það fylgir enginn hugur þessu máli. Það hefur engin breyting orðið á þeim yfirlýsingum, sem hafa verið gefnar árum saman. Af hveiju á að taka þetta alvarleg- ar í dag en fyrir þremur eða fjórum árum? Á góðri íslenzku heitir þetta bara að draga fólk á asnaeyrunum." Áttatíu grófar líkams árásir rannsakaðar Samtök iðnaðarins um skýrslu um veiðigjald og skattbyrði Gjaldtaka í stað skatt- lagningar æskileg ÁTTATÍU grófar líkamsárásir komu til rannsóknar hjá RLR 1. janúar 1993 til 1. maí 1997. Þar af voru 59 mál send ríkissaksókn- ara, átján kærur felldar niður eða vísað frá og fímm mál eru í rann- sókn. Þetta kom fram í svari Þor- steins Pálssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar- dóttur á Alþingi. Þijátíu mál sem varða grófar lík- amsárásir komu til kasta Héraðs- dóms Reykjavíkur og sjö fóru fyrir Héraðsdóm Reykjaness, en færri fyrir aðra héraðsdómstóla. Sautján var áfrýjað til Hæstaréttar. „SKÝRSLA sjávarútvegsráðherra sýnir glögglega hvað hægt væri að gera atvinnulífinu mikið gott með því að færa fjármögnun sam- neyslunnar frá sköttum sem valda sóun mannauðs yfir í gjaldtöku á borð við veiðigjald sem ekki hefur slíka annmarka," segir í umsögn sem forsvarsmenn Samtaka iðnað- arins hafa tekið saman um grein- argerð háskólakennaranna Ragn- ars Árnasonar prófessors og Birg- is Þórs Runólfssonar dósents um áhrif veiðileyfagjalds á skattbyrði. Skýrsluhöfundar eru jafnframt gagnrýndir fyrir ranga túlkun á niðurstöðum sínum. „Skýrsluhöfundar reikna út að með veiðigjaldi megi lækka tekju- skatt á íbúa um 22-60 þúsund krónur og draga mjög úr þeim slævandi áhrifum sem háir jaðar- skattar í tekjuskattskerfinu hafa á vinnuframlag. Yrðu tekjurnar af veiðigjaldinu nýttar til að greiða niður erlendar skuldir, sem síðar leiddi til lækkunar tekjuskatta eða annarra skatta, líkt og Samtök iðnaðarins hafa mælt með, mætti jafna sveiflur og tryggja uppbygg- ingu samkeppnis- og útflutnings- greina, þ.m.t. fiskiðnaðarins. Þannig mætti auka hagvöxt til langframa hér á landi,“ segir í umsögn Samtaka iðnaðarins. Skattbyrði Vestfirðings gæti lækkað um 25-68 þús. „í skýrslunni er reiknað hvern- ig skattbyrði á byggðarlög breyt- ist við töku veiðigjalds sem varið er til lækkunar tekjuskatta. Sam- tímis vara skýrsluhöfundar við því að niðurstöðurnar séu túlkað- ar sem mælikvarði á breytingar á persónulegri skattbyrði á við- komandi stöðum. Handhafar kvóta deili ekki út arðinum af eign sinni til íbúa í því byggðar- lagi þar sem útgerðin, sem nýtir kvótann, er rekin. Það er því rangj, að túlka niðurstöðurnar með þeim hætti að skattbyrði kvótalauss einstaklings sem vinnur hjá fyrir- tæki á Vestfjörðum hækki um 46-123 þús. kr. ef veiðigjald yrði lagt á og tekjuskattsprósentan lækkuð. Raunar er nær lagi að skattbyrði þessa dæmigerða Vestfirðings gæti lækkað um 25-68 þúsund krónur eins og út- reikningar skýrsluhöfunda sýna. Að sjálfsögðu myndu handhafar kvóta greiða gjaldið en ekki aðr- ir. Veiðigjald er tilflutningur á fjármagni frá handhöfum kvóta, sem eru fáir og ekki eru endilega búsettir í sama byggðarlagi og þau útgerðarfyrirtæki er nýta kvótann, til allra launþega í land- inu,“ segir í umsögn Samtaka iðnaðarins. W .III n 'ii i .............. jgg' FASTEIGMAMIDSTÖÐIN ? !M jZZZ SKIPHOLTI 50B - SIMI 553 6000 - FAX 553 6005 tS7!!7 Dofraborgir 17 Kynningarverð aðeins 8,9 millj. OPIÐ HÚS FRÁ KL. 13-15 Glæsilegt nýtt einbýli á þessum frábæra útsýnisstað. Um er að ræða 198 fm hús á einni hæð þ.m.t. tvöf. bllskúr. Grunnur hússins er steinsteyptur (skriðkj.) en húsið er sjálft stálgrindarhús. útveggjaklæðning (máluð) sementstsundin borðaklæðning. Stálgrindin er einangruð með 8“ steinull. Húsið hefur hlotið vottun skv. grein 3.4.9 I Byggingareglugerð. Verð miðað við fokhelt að innan en fullbúið að utan, útveggir og gólf fulleinangruð 8,9 millj. Byggingaraðilinn verður á staðnum í dag milli kl. 13 og 15. SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.