Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAUGLÝSINGA Frá Háskóla Islands Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar hjá Há- skóla íslands: ★ Starf dósents í hagnýttri stærðfræði við stærðfræðiskor raunvísindadeildar. Dósentinum er einkum ætlað að starfa á ein- hverju sviði hagnýttrarstærðfræði með rann- sóknaraðstöðu á reiknifræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskólans en undir hana heyra nú m.a. fræðasviðin aðgerðagreining, tölfræði og töluleg greining. Meðal kennslu- greina í grunngreinum hagnýttrarstærðfræði er sér í lagi æskilegt að dósentinn geti sinnt kennslu í aðgerðargreiningu. Æskilegt er að umsækjandi nefni 2-3 aðila sem eru reiðubúnirtil að veita umsagnir um störf hans fyrr og nú. Sömuleiðis er æskilegt að umsóknargögn séu á ensku eftir því sem við getur átt. Umsóknarfrestur ertil 19. júní n.k. en áætlað- ur upphafsdagur ráðningar er 1. janúar 1998. Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Hafi umsækjandi, sem ráðinn verður í starfið, prófessorshæfi getur hann sótt um framgang í starf prófessors, sbr. reglur um stöðu- og þrepahækkanirskv. framgangskerfi háskóla- kennara. Nánari upplýsingar um starfið gefur Jón Kr. Arason, skorarformaður, í síma 525 4800 og með tölvupósti jka@rhi.hi.is. ★ Starf dósents við lagadeild. Umsóknarfresturertil 5. júní n.k. en áætlaður upphafsdagur ráðningarer 1. september 1997. Laun eru skv. kjarasamningi Félags há- skólakennara og fjármálaráðherra. Frekari upplýsingar um starfið gefur Björn Þ. Guðmundsson, deildarforseti, í síma 525 4374. Umsækjendur um ofangreind störfskulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vís- indastörfþau erþeirhafa unniö, ritsmíðarog rannsóknir, svo og vottorð um námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu sendþrjú ein- tök af vísindalegum ritum og ritgerðum, birt- um og óbirtum, sem umsækjendur óska eftir að tekin verði til mats. Þegar fleiri en einn höf- undur stendur að ritverki skal umsækjandi gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að vinna að, og hver eru áform þeirra, ef til ráðningar kæmi. Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja umsagnir um kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftirþví sem við á. Umsóknum og umsóknargögnum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands, Aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Starfsmannasvið mun svara öllum umsóknum og greina umsækjendum frá því hvort og þá hvernig starfinu hefurverið ráðstafað þegar sú ákvörðun liggur fyrir. Slökkvilið varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða fólk til sumarafleysinga Umsækjendur séu á aldrinum 20-28 ára og hafi iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðs- manna eða sambærilega menntun og reynslu. Meirapróf bifreiðastjóra skilyrði. Umsóknum fylgi sveinsbréf eða staðfesting á annarri menntun eða reynslu. Umsækjendurskulu vera heilsuhraustir, reglu- samir og standist próf í ensku, þar sem mjög góðrar enskukunnáttu er krafist. Umsóknir berist til ráðningardeildar Varnar- málaskrifstofu, Brekkustíg 39, Reykjanesbæ, sími 421 1973, eigi síðar en 13. maí 1997. Suðurnes - Verslunarstjóri BYKO Suðurnes óskar eftir að ráða verslunarstjóra til starfa. Starfssvið: • Dagleg verslunarstjórn og umsjón með starfsmannamálum. • Skipulagning og framkvaemd daglegrar sölu. • Persónuleg samskipti við viðskiptavini, gerð tilboða og samningagerð. • Umsjón með og ábyrgð á innkaupum og vörumóttöku. •Hafa umsjón með framstillingu vöru, daglegt uppgjör og skýrslugerð. Við leitum að jákvæðum og drífandi starfsmanni með haldgóða menntun og/eða reynslu sem nýtíst í þessu mikil- væga starfi. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson n.k. föstud. mánud. þriðjud. og miðvikud. kl. 8.30-9.30. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „BYKO 016" fyrir 17. maí n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http:/Awvw.apple.is /hagvangur HAGMANGUR RADNINGARMÚNUSIA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Grunnskólinn í Ólafsvík Okkur vantar áhugasama og metnaðarfulla réttindakennara til starfa næsta skólaártil við- bótar við þá þróttmiklu kennara sem nú þegar starfa við skólann, sem er einsetinn og telur 200 nemendur. í skólanum er mjög góð vinnu- aðstaða fyrir kennara. Skólastarf í endurmótun í skólanum er nú unnið að markvissara og ár- angursríkara skólastarfi. Því er hér auglýst eftir kennurum til að vinna með okkur að settum markmiðum skólans í þessum efnum og nánari útfærslu þeirra. Kennslugreinar íþróttir, sérkennsla í sérkennsludeild, tón- mennt, handmennt-smíðar, myndmennt og almenn kennsla. í Ólafsvík er nú hafinn undirbúningur að byggingu nýs íþróttahúss, sem þjóna á öllum Snæfellsbæ. Við skólann er starfrækt sérdeild og auk þess félagsmiðstöð barna og unglinga í Ólafsvík. Þá er á staðn- um staðsett framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Vesturlands. Við skólann er starfrækt öflugt foreldrafélag í góðri samvinnu við skólann og metnaðarfulla og áhugasama skólanefnd. Þessi góða liðsheild leitar nú með þessari auglýsingu að góðum kennurum til samstarfs að frekari framþróun skólamála á staðnum. Nánari upplýsingar veita: Gunnar Hjartarson, skólastjóri í símum 436 1150, 436 1293 og Sveinn Þór Elinbergsson, aðstskstj. í símum 436 1150 og 436 1251. Kennarar — íþróttakennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla næsta skólaártil að kenna íþróttir og bóklegar greinar. Skólinn erfámennur, nemendur á næsta vetri verða um 50 í 1. —10. bekk. Aðstaða til kennslu er öll hin besta og nýtt íþróttahús og sundlaug eru við skólann. Gott húsnæði ertil reiðu fyrir kennara. Umsóknarfresturertil 17. maí. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla- stjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131. Framhaldsskóla- kennarar Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi auglýsir lausar til umsóknar eftirfarandi kennarastöður við skólann næsta skólaár: " í efnafræði, líffræði, stærðfræði, málmiðnaði, tölvufræði (1/2 staða) og hlutastarf í fatasaum og myndmennt. Einnig gefst kostur á að sækja um stunda- kennslu í dönsku, sérkennslu, samskiptum- ^áningu og tréiðn. I Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi starfa áhugasamir kennarar í nútímalegum skóla með rúmlega 600 nemendum. Vinnuað- staða er ný og mjög góð. Ráðið verður í kenn- arastöðurfrá 1. ágúst nk. og stundakennara- stöður frá 1. september nk. Laun samkvæmt kjarasamningum HÍK og KÍ. Umsóknir sendist Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi. Umsóknarfrestur er til 23. maí nk. Nánari upplýsingar veitir skólameistari/aðstoðarskólameistari í síma 431 2544. Skólameistari. Sölumaður Innflutningsfyrirtæki í austurborginni óskar að ráða sölumann til starfa, sem fyrst. Starfið felst í heimsóknum til viðskiptavina og verður viðkomandi að geta unnið sjálf- stætt og skipulagt sinn eigin tíma. Leitað er að kröftugum og metnaðargjörn- umeinstaklingi meðeinhverja reynslu af sölu- mennsku. Tölvuþekking er nauðsynleg. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 16. maí nk. Guðní Tónsson RÁDGjÖF & RÁDNINGARÞjÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 Áttu langt sumarfrí? Ertu á leið út í heim? Langar þig til að blanda saman ferðalagi, fríi og vinnu í stórborg eða landssvæði sem þú hefur valið sjálf(ur)? Ef þú átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti og ert framsækin(n), þá höfum við verkefni fyrir þig erlendis. Okkur vantar fólk sem á létt með mannleg sam- skipti og með einhverja reynslu af sölu- mennsku og notkun Internetstil að koma á fót ákveðnu verkefni. Æskilegt er að viðkomandi geti tjáð sig á tungu- máli þess lands sem hann áætlar að heimsækja eða hafi einhvertengsl við landið. Einnig eru möguleikar á sama verkefni á íslandi, utan höfuðborgarsvæðisins. Áhugasamirsendi línutil afgreiðslu Mbl., merkt: „Randburg — 856", fyrir 12. maí nk. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík, auglýsireftir hjúkrunarfræðingum til sumarafleysinga og í fastar stöður á sjúkradeild, sem er 22ja rúma blönduð deild. Á Suðurnesjum búa um 16 þúsund manns. ÁSjúkrahúsi Suðurnesja hefur megináhersla verið lögð á bráðaþjón- ustu, skurðlæknisþjónustu, öldrunarhjúkrun og fæðingarhjálp. Unnin er 3ja hver helgi á 12 klst. vöktum. Áhugasamir hjúkrunarfræðingar vinsamlegast hafið samband við hjúkrunarforstjóra eða framkvæmdarstjóra og fáið upplýsingar um laun og kjör í síma 422 0500, eða komið í heimsókn. BYKO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.