Morgunblaðið - 08.05.1997, Page 1

Morgunblaðið - 08.05.1997, Page 1
96 SIÐUR B/C 102. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 Gagnrýni á Sviss í bandarískri skýrslu um nasistagullið Bandaríkj astj órn sökuð um linkind Washington, Berne. Reuter. í BANDARÍSKRI skýrslu, sem gefin var út í gær, eru stjórnvöld í Sviss gagnrýnd fyrir að hafa keypt stolið gull af þýskum nasistum í síð- ari heimsstyrjöldinni. Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru þar einnig gagnrýnd fyrir að hafa ekki lagt nógu hart að Svisslendingum að skila gullinu eftir að stríðinu lauk. Skýrslan er afrakstur sjö mánaða rannsóknar og þar kemur fram að hluti þess gulls, sem nasistar stálu af gyðingum, hafí verið bræddur og seldur til Sviss ásamt gulli sem nas- istar stálu í löndunum sem þeir her- námu í stríðinu. Stjórnvöld í Sviss hafí vitað að nasistar hafi stolið gulli í hemámslöndunum en hins vegar séu engar sannanir fyrir því að Svisslendingar hafi vitað að þeir hafí tekið við gulli sem stolið var af gyðingum. Skýrsluhöfundamir, Stuart Eizenstat, aðstoðarviðskiptaráð- herra Bandaríkjanna, og William Stanley, helsti sagnfræðingur bandaríska utanríkisráðuneytisins, segja að svissnesk stjómvöld hafi verið mjög ósveigjanleg í samninga- viðræðum við bandamenn um gullið eftir að stríðinu lauk. Þau hafi í fyrstu borið á móti því að hafa keypt stolið gull af nasistum og síðan neit- að að skila því á þeirri forsendu að bandamenn hefðu engan lagalegan rétt til að gera tilkall til þess. Bandarísk stjórnvöld á þessum tíma voru einnig gagnrýnd fyrir að sýna Svisslendingum of mikla lin- kind. „Það er engum vafa undirorp- ið að meðal háttsettra embættis- manna skorti stuðning við harða af- stöðu af hálfu Bandaríkjastjómar í viðræðunum við hlutlausu löndin,“ segir í skýrslunni. Svisslendingar greiddu rúmar 58 milljónir dala í gulli til nefndar sem bandamenn stofnuðu eftir stríðið. í skýrslunni er áætlað að á þessum tíma hafí Svisslendingar haft undir höndum stolið nasistagull að verð- mæti 305-409 milljónir dala. Varfæmisleg viðbrögð Viðbrögð Svisslendinga við skýrslunni voru varfærnisleg og Flavio Cotti, utanríkisráðherra Sviss, kvaðst fagna henni sem mik- ilvægum lið í því að upplýsa málið. Hann sagði hins vegar að svo virt- ist sem skýrsluhöfundarnir hefðu ekki gert sér grein fyrir sögulegu samhengi málsins og þeirri erfiðu stöðu sem Sviss hefði verið í sem lít- ið og hlutlaust land, umkringt Möndulveldunum í síðari heims- styrjöldinni. Ráðherrann bætti við að í skýrslunni kæmi ekkert fram sem réttlætti að samningaviðræður yrðu hafnar að nýju um málið. Skýrsluhöfundarnir gagnrýndu einnig önnur hlutlaus ríki fyrir við- skipti við þýska nasista, þeirra á meðal Argentínu, Portúgal, Spán, Svíþjóð og Tyrkland. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, meðal kvenna í þingmannahópi Verkamannaflokksins. Blair ávarpar þingmenn með vamaðarorðum BRESKA þingið kom saman fyrsta sinni í gær eftir stórsig- ur Verkamannaflokksins í kosn- ingunum 1. maí og var byrjað á því að endurkjósa Betty Boot- hroyd forseta neðri deildarinn- ar. Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, ávarpaði þing- menn Verkamannaflokksins og sagði að þeir yrðu að sýna kjósendum að þeir verðskuld- uðu traust þeirra. Blair bauð 418 manna þing- flokk flokksins velkominn með loforðum um að stjóm sín væri staðráðin í að efna gefin heit, en boðaði um leið aðgát. „Við emm þjónar almennings," sagði hann. „Ef þið gleymið því mun fólkið brátt sýna ykkur að það sem kjósendur geta gefið geta þeir tekið.“ ■ Hague og Dorrell/21 Mobutu í Gabon Mikið mannfall í Zaire Kinshasa. Reuter. MOBIJTU Sese Seko, forseti Zaire, fór í gær til Gabon til fundar við leiðtoga nokkurra Afríkuríkja og fregnir hermdu að mannskæðir bar- dagar hefðu geisað á vegi sem liggur til Kinshasa, höfuðborgar Zaire. Um 200 óbreyttir borgarar og 100 hermenn úr liði beggja fylkinga í stríðinu í Zaire biðu bana í átök- um á vegi nálægt bænum Kenge, 250 km austur af Kinshasa. Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, kvaðst treysta því að Laurent Kabila, leiðtogi uppreisn- armanna, myndi standa við loforð sín um að stöðva sóknina í átt að Kinshasa. Kabila sagði hins vegar að uppreisnarmennirnir stefndu að því að leggja höfuðborgina undir sig. „Hermönnum ber að sækja fram.“ „Hlébarðinn búinn að vera“ Mobutu, sem hefur stjómað Zaire í þrjá áratugi, er haldinn krabbameini og virtist þreytulegur þegar hann kom ásamt konu sinni til Libreville, höfuðborgar Gabons. Þúsundir manna söfnuðust saman á götum Kinshasa til að fylgjast með því þegar Mobutu var ekið til flug- vallarins í fylgd bryndreka og margir þeirra sögðust vona að hann sneri aldrei aftur. „Hlébarðinn er búinn að vera og kemur ekki aftur,“ sagði einn þeirra og vísaði til upp- nefnis forsetans, sem er oft með húfu úr hlébarðaskinni. Einvígi Dimmblárrar og Kasparovs Samið um jafntefli New York. Reuter. JAFNTEFLI vai-ð í fjórðu skákinni af sex í einvígi ofurtölvunnar Dimmblárrar og Garrí Kasparovs heimsmeistara í gærkvöldi og stað- an í einvíginu er jöfn. Kasparov var með svart og beitti Prybl-vöminni, sem kennd er við tékkneska alþjóðameistarann Jos- eph Prybl, og samið var um jafntefli eftir flókið endatafl. Skákskýrandinn Mike Valvo sagði að Kasparov hefði augljóslega breytt skákstfl sínum í einvíginu við tölvuna og væri ekki jafnsókndjarf- ur og hann er vanur. Kvikmyndahátíðin í Cannes 50 ára KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes í Frakklandi hófst í gær og þess var minnst að 50 ár eru liðin frá því hún var haldin í fyrsta sinn. Þeir sem skipuleggja hátíðina urðu að breyta dagskránni á síðustu stundu þar sem kínversk stjórnvöld neituðu að Ieyfa kínverska ieiksljóranum Zhang Yimou að taka þátt í keppninni um Gullpálmann þótt mynd hans hefði verið valin. Hins vegar verður ekki hætt við sýningu myndar eftir íranska leikstjórann Abbas Kiarostami þótt stjórnvöld í Iran hafi lagst gegn því að myndin yrði sýnd á hátíðinni. „Kvikmyndahátíðin í Cannes var stofnuð [árið 1939] til að vega upp á móti hátíðinni í Feneyjum sem var undir áhrifum frá nasistum,“ sagði franska leikkonan Isa- belle Adjani, formaður dóm- nefndar hátíðarinnar, þegar hún var spurð um þrýsting Kínveija og írana. Fyrsta kvikmyndahátíðin var fyrir- liuguð í september 1939 en henni var frestað vegna inn- rásar Þjóðveija í Pólland og hún haldin í fyrsta sinn 1947. Á myndinni eru liðsmenn Lýð- veldisvarðarins við hátíðarhöllina í Cannes. Reuter ■ Kasparov missti niður/59 Lögreglan beitir netbyssum London. The Daily Telegraph. LÖGREGLAN í New York hef- ur fengið hugmynd að nýju vopni úr teiknimyndabókum um Kóngulóarmanninn til að kló- festa glæpamenn sem reyna að flýja. Lögreglan hyggst síðar í mánuðinum taka í notkun byssu sem skýtur neti yfir glæpamenn- ina. Lögregluyfirvöld í Frakklandi og Bretlandi hafa einnig fengið að prófa byssuna og eru sögð hafa sýnt henni mikinn áhuga. Bandaríski herinn fjármagnaði hönnun vopnsins ásamt lögregl- unni og íhugar að beita því við friðargæslu í heiminum. „Þetta er mjög líkt netum Kóngulóarmannsins," sagði Arn- is Mangolds, sem stjómar verk- efninu. „Netið er inni í 37 mm byssukúlu sem er á stærð við filmuhylki. Það opnast rétt áður en það lendir á manninum og stöðvar hann.“ Dugi þetta ekki til að handsama glæpamennina eru til tvær aðrar gerðir af net- unum. Önnur þeirra er gegnsýrð lími og hin veldur raflosti sem dregur mátt úr glæpamönnunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.