Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Iðnaðarráðherra um hækkun á orku Full ástæða til að skoða málið FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að full ástæða sé til að skoða hvernig gjaldskrárhækkunum orkufyrirtækja sé háttað í tengslum við vísitöluhækkanir og málið sé til athugunar í ráðu- nejdi hans. Á aðalfundi VSÍ í fyrradag vék Ólafur B. Óiafsson, formað- ur VSÍ, að því í ræðu sinni að tími sjálfvirkra verðhækkana í takt við vísitölu væri löngu lið- inn. „Eg er með vinnu í gangi í ráðuneytinu í að skoða þetta. Þetta er kannski ekki alveg eins víðtækt eins og menn héldu kannski í fyrstu, en við munum í framhaldi af því að þetta hef- ur verið skoðað leggja mat á það hvort við þurfum að grípa til einhverra aðgerða og munum þá ræða um það við þau fyrir- tæk,“ sagði Finnur. Fjölskyldan á batavegi HJÓN úr Hafnarfírði og sonur þeirra sem slösuðust mikið þeg- ar tvær bifreiðar rákust saman á Reykjanesbraut skammt frá Kaplakrika 31. mars síðastliðinn eru nú öll laus af gjörgæsludeild og teljast á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Örnólfur Valdimarsson læknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur segir að hjónin liggi saman á deild en sonur þeirra er á bamadeild. „Það er hægur en góður gangur hjá báðum, en hins veg- ar á eftir að koma í ljós hvemig endurhæfíngin tekst. Þetta var mikið slys og í raun ótrúlegt hvemig þau virðast vera á bata- vegi,“ segir hann. Uppselt í sæti á Sting AÐGÖNGUMIÐAR í sæti á tón- leika Sting í Laugardalshöll 25. júní næstkomandi seldust upp á þremur klukkustundum á mánudag í hraðbönkum ís- landsbanka. Þar var um að ræða 1.300 miða. Á þriðjudag höfðu selst 1.500 miðar í stæði en alls verða 5.000 miðar í boði á tónleikana. Miðar eru enn til í stæði. Miði í sæti kostaði 3.900 krónur en miði í stæði kostar 3.600 krónur. Morgunblaðið/Golli LISTASAFN Reykjavíkur í Hafnarhúsinu verður opnað við setn- ingu Listahátiðar í maí á næsta ári. * Frá umræðufundi um sjálfstæði Háskóla Islands sína. Meðal annars taldi hann fjölda háskólastofnana of mikinn og þær væru of litlar, hlutfall starfsliðs við yfirstjórn og þjónustu væri og lítið, bæta þyrfti eftirlit með framgangi rannsókna, gera betri grein fyrir framvindu þeirra og gera þyrfti gæðakröfur á sem flestum sviðum. Miðstýring? Kristrún Heimisdóttir laganemi sagði merkilega iitla umræðu hafa farið fram um frumvarpið í tengsl- um við rektorskjörið. Sagði hún koma fram í því hugmynd um auk- in tengsl háskólans við atvinnulífið. Spurði hún hvort það væri rökrétt að háskólinn gæti helst aukið þau Ekki í anda sjálf- stæðis að ráð- herra skipi rektor Á OPNUM fundi um sjálfstæði Háskóla íslands og í umræðum um lagafrumvarp um skóla á háskóla- stigi sem nú liggur fyrir Alþingi komu fram efasemdir um gildi sllkr- ar rammalöggjafar og töldu sumir fundarmanna að rétt væri að fresta afgreiðslu frumvarpsins til hausts- ins til að tími gæfist til betri yfir- legu og lagfæringa. Sveinbjörn Bjömsson háskóla- rektor sagði kjör rektors og skipan háskólaráðs mestu breytingamar og taldi kafla frumvarpsins um stjórn háskólans óþarfan. Ef rektor væri skipaður af ráðherra væri spuming hverjum hann þjónaði og hvort sjálfstæði væri ekki betur tryggt með kjömum rektor. Sagði hann það mikla breytingu ef há- skólaráð skyldi aðeins skipað 10 mönnum, rektor, fimm úr starfsliði háskólans öðrum en deildarforset- um, tveimur fulltrúum ráðherra og tveimur úr hópi stúdenta. Rektor taldi jákvætt að fjárveit- ing til skólans tæki mið af fjölda nemenda og áætlun til nokkurra ára í senn gæfi svigrúm. Þá sagði hann það áhyggjuefni fyrir stúd- enta ef tekin yrðu upp viðbótarskil- yrði fyrir inngöngu, inntökupróf eða stöðupróf þar sem í dag hefðu allir með stúdentspróf rétt til að stunda nám í skólanum. Rektor kvað há- skólamenn hefðu kosið lengri tíma til að fjalla um frumvarpið, best væri að fá sumarið til að geta lagt til nauðsynlegar breytingar. Sturla Böðvarsson alþingismaður kvaðst treysta menntamálanefnd til að breyta því sem nauðsynlegt væri í frumvarpinu en taldi löggjöf um háskólastigð gefa Háskóla ís- lands tækifæri til að styrkja stöðu Morgunblaðið/Kristinn FRUMMÆLENDUR voru þau Sveinbjörn Björnsson háskólarekt- or, Sturla Böðvarsson alþingismaður og Kristrún Heimisdóttir laganemi. tengsl með því að í háskólaráð yrðu skipaðir tveir fulltrúar frá mennta- málaráðuneyti. Ef tengslin væru lítil gætu þá tveir fulltrúar í há- skólaráði aukið þau? Sagði hún frumvarpið fela í sér hættu á for- ræðishyggju og miðstýringu sem þessi gróna stofnun ætti ekki skilið og of margar greinar þess enduðu á því að ráðherra setti reglugerðir til nánari útfærslu. Slíkt væri ekki fallið til að auka sjálfstæði skólans. Athugasemdir gerðar við samræmt próf í íslensku Heyrnarlausir óánægðir SKÓLASTJÓRI Víðistaðaskóla hefur gert athugasemdir til Rann- sóknarstofnunar uppeldis- og menntamála vegna samræmds prófs í íslensku sem nemendur skól- ans þreyttu fyrir skömmu. Skólinn kennir heyrnarlausum og heyrnar- skertum og miðaðist prófíð ekki við það. Berglind Stefánsdóttir skóla- stjóri kveðst telja að prófið hafi verið óréttlátt og segist vilja fá formlegar skýringar frá RUM vegna þessa máls. Ósanngjarn hluti „í stafsetningarhluta prófsins var eyðufyliing þar sem nemendur gátu valið orð og sett inn í, og þurftu nemendurnir að lesa af vörum. Þegar lesið er af vörum skiljast um 70% af því sem sagt er en afgangurinn ekki, vegna þess að sum hljóð eru mynduð með sömu varahreyfingum. Þetta er því ekki hæfni sem á að prófa í, enda ekki sjálfsagt að heyrnarlausir séu færir í varalestri. Þessi hluti prófs- ins er því ósanngjarn að mínu mati,“ segir hún. Nokkru áður en prófið var lagt fyrir höfðu forráðamenn skólans rætt við Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála og fengið vilyrði fyrir því að prófinu yrði breytt til að aðlaga það þörfum heyrnarlausra. Annað hefði hins vegar komið í ljós. „Þegar nemendurnir fengu sfð- an prófið í hendur urðu þeir fyrir áfalli, því búið var að segja þeim að ekki þyrfti að lesa fyrir þennan þátt. Nemendurnir kvörtuðu ekki en þetta þýddi aukið álag á þá fyrir vikið. Eg hyggst skoða niður- stöður prófsins áður en frekari athugasemdir verða gerðar, en geri ráð fyrir að málinu verði fylgt eftir. Það er hins vegar alveg ljóst að í framtíðinni getur prófið ekki ver- ið með þessum hætti. Nemendurn- ir eru heyrnarlausir og eiga að sjálfsögðu að fá annars konar úr- vinnslu en þeir sem eru það ekki,“ segir Berglind. Gera þarf sérstakt próf Hún segir að skólakerfið leggi mikla áherslu á lestur, skrift og orðfæri og séu bæði kennsla og próf aðallega sniðin að þörfum heyrandi. Gera þurfti sérstakt próf fyrir heyrnarlausa, jafnþungt og fyrir aðra, en með öðrum úrlausn- um og hentugri. Hönnuðir Hafn- arhúss valdir FJÓRAR arkitektastofur gerðu tillögur um hönnun Hafnarhúss- ins, sem á að hýsa Listasafn Reykjavíkur og þar á meðal lista- verkagjöf Errós. í lok vikunnar verður ákveðið hvaða arkitektar vinna verkið, að sögn Guðrúnar Jónsdóttur, formanns menning- armálanefndar Reykjavíkur- borgar. Guðrún sagði að miðað væri við að salarkynni Hafnar- hússins yrðu tekin í notkun við setningu Listahátíðar í Reykja- vík í maí á næsta ári. Reykjavíkurborg keypti um 3.500 fermetra húsnæði í Hafnar- húsinu af Hafnarsjóði í fyrra. Auk Errósafnsins, gjöf Errós til Reykjavíkurborgar, verða í hús- inu m.a. sýningarsalir, lista- verkageymslur og fjölnotasalur, þar sem t.d. verður hægt að halda fyrirlestra og gætu önnur söfn borgarinnar einnig nýtt þann sal, að sögn Guðrúnar. Menningarmálanefnd borgar- innar auglýsti eftir tillögum hönnuða og voru tíu teiknistofur valdar í fyrstu umferð, en síðan var fjórum boðið að leggja fram samanburðartillögur sínar. Þetta eru Stúdíó Granda, sem arkitekt- arnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer reka, Teiknistof- an Tröð, sem Sigríður Magnús- dóttir og Hans-OIav Andersen reka, arkitektarnir Ögmundur Skarphéðinsson og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir og loks Stefán Örn Stefánsson, arkitekt á Teiknistofunni, Skólavörðustíg 28. Ekki dýrt „Menningarmálanefnd hefur farið yfir tillögurnar og í lok þessarar viku skýrist hvaða hönnuðir verða valdir,“ sagði Guðrún Jónsdóttir. „Þá verður fljótlega hægt að hefjast handa. Áætlaður kostnaður skýrist ekki fyrr en nær framkvæmdum dregur, en arkitektamir fengu ákveðna forsögn, þar sem tekið var fram að húsið ætti að fá að halda sínum sérkennum, en það þyrfti að tengja Kvosina og höfn- ina. Þá þarf listasafnið að mynda eina heild með Safnhúsinu á Tryggvagötu 15. Þessi fram- kvæmd á ekki að vera mjög dýr,“ sagði Guðrún, sem áður hefur lýst því yfir að Hafnarhúsið eigi ekki að verða dýr marmarahöll. Guðrún sagði að listaverkagjöf Errós fengi varanlegan sess í Hafnarhúsinu, en sýningar á verkum hans yrði breytilegar og misstórar. „Við stefnum að því að Listasafn Reykjavíkur í Hafn- arhúsinu verði opnað við setn- ingu Listahátíðar að ári.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.