Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVEINN BJÖRNSSON + Sveinn M. Björnsson fæddist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925. Hann lést á Land- spítalanum 28. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigur- veig G. Sveinsdóttir, fædd í Reykjavík 10.1. 1887, d. 21.3. 1972, en fluttist fæðingarár sitt til Vestmannaeyja, þar sem hún ólst upp. Sigur- veig var tvígift, en eign- aðist börn með þremur mönnum. Áður en hún giftist eignaðist hún Baldur, f. 22.10. 1910, með Sigfúsi Johnsen, f. 28.3. 1886, d. 9.1. 1974. Fyrri maður Sigurveig- ar var Hans Hermann Wilhelm Isebarn, f. 12.5. 1894, d.26.6. 1974. Með honum eignast hún þrjú börn: Clöru Guðrúnu, f. 26.2. 1914, d. 29.10. 1987, Ing- ólf, f. 14.10. 1915, og Júlíönu, f. 20.1. 1917. Fjölskyldan bjó í Noregi á árum heimsstyijaldar- innar fyrri. Leiðir Sigurveigar og Isebarn skildu eftir stríðið og kom Sigurveig heim til ís- lands árið 1919, en Isebarn neyddist til að setjast að í Þýskalandi. Nokkrum árum síð- ar kynnist Sigurveig Birni Sæ- Á kveðjustund við lífsins leiðaskil er litið yfir genpar ævislóðir. Og þó að riki hryggð og harmaspil er hlýtt og bjart við minninganna glóðir. Góðan vin og frænda kveðjum klökk það koma í hugann ótal fagrar myndir. Fyrir kynnin hljóttu hjartans þökk svo hrein og tær sem öræfanna lindir. Hvað sem býr á bak við lífsins tjöld þú bregður pensli og mótar hugans drauma. Er sérðu glitra ljóssins litafjöld í landi himinblárra orkustrauma. (Þorfínnur Jónsson) í dag kveðjum við kæran vin og föðurbróður, Svein Björnsson list- málara. í huganum ríkir sorg og söknuður í hjarta. Sveinn fæddist á Skálum á Langanesi 19. febrúar 1925, næst- elstur fimm barna sem afi minn, Björn Sæmundsson og amma, Sig- urveig Sveinsdóttir, eignuðust þar, en þau voru auk Sveins, Bryndís, Sæmundur, Elín og Knútur. Áður hafði gengið á ýmsu í lífi ömmu. Hún eignaðist ung stúlka son utan hjónabands og átti síðan þrjú börn í hjónabandi sem upp úr slitnaði. Atvinnuleysi og erfiðleikar lögðu byggð í eyði á Skálum og svo fór að leiðir skildu hjá þeim hjónum. Amma hélt með börnin fimm til Vestmannaeyja í apríl 1934 þar sem móðir hennar, Guðrún Runólfsdóttir skaut yfir þau skjólshúsi í sumar- húsi sem hún átti. Þau Guðrún og Sveinn Jónsson, faðir Sigurveigar, höfðu þá slitið samvistum og stund- aði Guðrún útgerð og fískvinnslu í Eyjum, en Sveinn var fluttur til Reykjavíkur og var þar bygginga- meistari. Sveinn M. Sveinsson, bróðir Sig- urveigar, lét síðan byggja hús yfír fjölskylduna og þar ólust þau systk- inin upp hjá einstæðri móður. Hús- ið nefndist þá Stremba og er í það í brekkunni ofan við bæinn. Þó fjöi- skyldan ætti þannig góða að voru kjörin heldur kröpp, en þau lærðu að bjarga sér með dugnaði, útsjón- arsemi og umfram allt samheldni og samhug, sem einkennt hefur þennan systkinahóp allar götur síð- an. Sæmundur og Knútur settust á skólabekk í Flensborg í Hafnarfírði á árunum 1945 og 1946, en Sveinn flutti síðastur bræðranna að heim- an, enda elsti sonur og fyrirvinna. Bryndís fór til ísafjarðar í vist til elsta hálfbróður síns Baldurs John- sen læknis og Elín til frænku sinn- ar, Karólínu Guðmundsdóttur vefn- aðarkonu í Reykjavík. mundssyni, farandsala, f. 7.11. 1888, d. 24. 1. 1979, og fluttist með honum norður á Langanes. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Kristín Bryndís, f. 10.3.1924, Sveinn, f. 19.2.1925, d. 28.4.1997, Sæmundur, f. 31.10. 1926, Elín, f. 24.7. 1928, og Knútur, f. 1.5. 1930. Sveinn kvæntist Sólveigu S. Erlendsdóttur frá Hafnarfirði, f. Sveinn fór 14 ára til sjós og var á ýmsum bátum og í stríðinu í físk- flutningum á Skaftfellingi. Þegar hann fluttist upp á land settist hann í Stýrimannaskólann og lauk þaðan fiskimannaprófí, en gerðist lög- reglumaður og starfaði á þeim vett- vangi þar til fyrir tveimur árum er hann lét af starfí yfírlögregluþjóns rannsóknarlögreglunnar í Haftiar- fírði, fyrir aldurs sakir. Enginn hefur skilið eða skilgreint mannlegt eðli og að því eru engar uppskriftir. En hvort sem það voru þessar aðstæður í æsku sem ég hef drepið á, eða eitthvað annað, þá er það víst að Sveinn Bjömsson hafði öðlast jámvilja og var slík ham- hleypa til allra verka að illskiljan- legt er hvernig einn maður gat fengið öllu því áorkað sem hann gerði. Hann vai einstaklega sjálf- stæður í allri hugsun, hispurslaus og hreinskilinn svo sumum þótti nóg um. En undir bjó gott hjartalag og löngun til að láta gott af sér leiða. Sem dæmi má nefna að í starfi sínu sem rannsóknarlögreglumaður nægði honum ekki að upplýsa mál og koma lögum yfir hina seku. Ef í hlut áttu t.d. unglingar sem vom að leiðast á glapstigu las hann þeim pistilinn á þann hátt að þeir tóku eftir og hugsuðu sinn gang. Hið innra með Sveini bjó mikill kraftur, næstum ofurmannlegur, og hann braust út í myndlistinni. Sveinn fór að tjá sína hugsun á pappír og striga þegar hann var til sjós. Reyndar er sú hneigð nokkuð rík í hans fjölskyldu og fyrir sér hafði hann móðursystur sína Júlí- önu Sveinsdóttur, sem gert hafði myndlistina að sínu ævistarfi. Nám stundaði hann eitt ár við listaka- demíuna í Kaupmannahöfn, - reif sig upp frá húsbyggingu og öðm dagsins amstri til að auka þekkingu sína og víðsýni í listinni. Reyndar er ekki á mínu færi að gera þeim kjarna í lífi hans nein skil. En það sem blasir við mér og öðmm í verk- um hans er hinn sterki tjáningar- kraftur og hið óbundna form sem hann hefur skapað, einkum hin síð- ari ár. Þrátt fyrir alvarleg veikindi, sem ljóst var hvert leiða mundu, stund- aði hann hina eilífu leit og tjáði sig í nýjum formum og með nýjum lit- brigðum, af óbilandi elju. allt fram undir hið síðasta. Og listsköpun hans var hrein og ósvikin, hún var hans á allan hátt, til orðin af innri þörf en ekki til að mæta eftirspum. Vissulega vonaðist hann eftir góð- um viðtökum og síðasta sýning hans í Gerðarsafni, sem lauk degin- 9.3.1930, d. 3.1.1982. Foreldrar hennar voru Guðríður Sveins- dóttir, húsmóðir, f. 27.3. 1898, d. 25.5. 1988, og Erlendur Hall- dórsson, brunavarnaeftirlits- maður, f. 31.7. 1900, d. 10.5. 1980. Sveinn og Sólveig eignuð- ust þijú börn. Þau eru: 1) Er- lendur, f. 18.12. 1948, kona hans er Ásdís Egilsdóttir og böm þeirra: Hlín, f. 7.8. 1971, og Hallur, f. 19.7. 1974. 2) Sveinn Magnús, f. 26. 4. 1950, kona hans er Guðrún Ágústa Kristj- ánsdóttir. Þeirra böm em íris (uppeldisdóttir Sveins), f. 8.11. 1967, Hildur, f. 5.4. 1978 , Júl- íana, f. 15.2. 1990, ojg Sólveig Katrín, f. 13.2. 1992. Aður hafði Sveinn Magnús eignast eitt barn, Ólaf Áma, f. 2.11. 1973. 3) Þórð- ur Heimir, f. 20.5. 1963. Kona hans er Sólveig Lilja Einarsdótt- ir og bam þeirra er Sveinn Andri Brimar, f. 5.2. 1989. Birg- itta Engilberts, f. 4.11. 1934, hefur verið lífsfömnautur Sveins Björnssonar hin síðari ár. Utför Sveins fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn 9. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Krýsuvíkurkirkju- garði og um leið vígð ný altaris- tafla eftir Svein í Krýsuvíkur- kirkju, en kirkjan er í vörslu þjóðminjavarðar. um áður en hann lést, var frábær endir á löngum sýningarferli, þar sem vissulega höfðu skipst á skin og skúrir. Eg kynntist Sveini strax sem barn, enda mikill samgangur milli íjölskyldna okkar. Ég man að þá bar ég fyrir honum óttablandna virðingu, hann hafði svo sterk áhrif. En alltaf var samt spennandi og skemmtilegt að koma á heimili þeirra hjóna Sveins og Sólveigar og vinátta tókst á milli mín og sona þeirra sem þá voru fæddir og á mínu reki, þeirra Erlendar og Sveins Magnúsar. Yngsti sonur þeirra hjóna, Þórður, var þá ekki fæddur. Lifandi minningu á ég frá einu sumrinu er fjölskyldur okkar slógu upp tjöldum í Helgadal ofan Hafn- arfjarðar, - ég mun hafa verið á níunda eða tíunda ári. Þarna áttum við dýrðardaga í frábæru veðri og nutum lífsins í faðmi náttúrunnar. Sveinn fór að sjálfsögðu með trönur sínar upp í hraun og málaði. Ég fór í humátt á eftir honum einn daginn og fylgdist með álengdar hvemig á striganum varð til falleg hraun- mynd, hans upplifun og tjáning á því sem fyrir augu bar. Ég fylltist löngun til að geta tjáð og skapað eins og hann, en eftir tilraunir sem stóðu yfir í laumi í nokkur ár komst ég að þeirri niðurstöðu að best væri að láta kyrrt liggja. Á síðustu árum höfum við átt saman margar ánægjustundir, - á golfvellinum, við bridsborðið og fjöl- mörg önnur tækifæri og margar skemmtilegar minningar eigum við hjónin frá heimsóknum hans og vin- konu, Birgittu Engilberts, á okkar heimiii. Sameiginlegt áhugamál átt- um Sveinn við þar sem Krísuvík er annars vegar og gaman var að heimsækja hann í Ráðsmannshúsið, þar sem hann átti sér dvalarstað og vinnustofu. Þar var hugur hans hálfur hinn síðari ár og þar málaði hann flestar sterkustu myndimar sem sýndar voru á síðustu sýning- unum. Sveinn gekk ekki heill til skógar hin síðustu ár. Líkaminn var hrjáð- ur, en andinn var óbugaður. Að- dáunarvert er hve æðrulaus hann gekk sinn veg og naut ánægju- stunda við leik og störf þrátt fyrir stöðugt hnignandi heilsu. Hann háði sína baráttu þó ekki einn, með honum stóðu vinir og vandamenn. Birgitta vinkona hans reyndist hon- um traustur förunautur og hjálpar- hella. Við hjónin vottum sonum Sveins, tengdadætrum, bamabörnum, Birgittu, systkinum og öðram vandamönnum og vinum innilega samúð og óskum þeim Guðs bless- unar. Söknuður okkar allra er sár, en við varðveitum minningarnar og þær lifa í myndunum hans. Blessuð veri minning Sveins Björnssonar. Eyjólfur Sæmundsson, Gerður Sigurðardóttir. Elsku bróðir minn er farinn frá okkur og skilur eftir óskaplega mikinn söknuð. Þótt við vissum að hann var mikið veikur, var þessi síðasta vika sem hann lifði mikið áfall, ég gerði mér aldrei grein fyr- ir að svona gæti farið og svona fljótt, við erum víst aldrei viðbúin. Hann var yndislega góður mað- ur, vildi öllum vel, var alltaf hress og kátur og hrókur alls fagnaðar þar sem hann var. Við ólumst upp í Vestmannaeyj- um sem var alveg yndislegt og eig- inlega mikil forréttindi, við elskum öli eyjuna okkar. Mamma var ein með okkur fímm systkin svo bræður mínir fóra fljótt að vinna fyrir heimilinu, fyrst Sveinn, þá fjórtán ára gamall, og Sæmundur fljótlega á eftir og þeir létu mömmu fá allt sem þeir unnu fyrir, lífsbaráttan var hörð, en skemmtileg og við vorum fijáls og lifðum dásamlega æsku uppi á Strembu þar sem útsýnið var ægi- fagurt yfír allar eyjarnar. En þar sem enginn pabbi var á heimilinu stóðum við systkinin þétt saman og urðum við bundin sterkum bönd- um sem alltaf hafa haldist, þótt hver hafi farið sína leið. Sveinn varð fljótt mjög listrænn og sá eitt- hvað í öllu, hann var yndislega hreinn og beinn og hafði orð á því sem honum fannst, hann tók alltaf eftir hvernig maður var klæddur og hvernig höfuðfatið var. Þar sem hann var í veislu í heimahúsi lét hann alla skála fyrir húsmóðurinni og þakka fyrir, hann hafði mikla þörf fyrir að gleðja fólk og einnig kom það fram í gjafmildi hans. Það er svo margs að minnast sem ekki verður skráð hér. Sveinn hélt undanfarin ár þrett- ándagleði heima hjá sér og lengi var hann með jólatré eins og vora í eldgamladaga sem hann tíndi lyng á rétt fyrir jólin úti í guðsgrænni náttúrunni en síðari ár keypti hann sitt tré eins og aðrir, en eitt árið var hann seinn fyrir og fékk tré sem enginn vildi því það hafði tijá toppa. En Sveini fannst það allt í Iagi og tók það, og þegar við komum i þrettándagleðina trónaði tréð hjá honum með þremur glitrandi topp- um, bláum, gulum og rauðum, svona var Sveinn, sá eitthvað út úr öllu. Elsku bróðir, vertu þú sjálfur á Guðsvegum, minningarnar mínar munu alltaf lifa, þakka þér sam- fylgdina. Ég votta sonum hans, fjölskyld- um og elsku Birgittu vinkonu hans mína innilegustu samúð. Elín Björnsdóttir. Listamaðurinn hjartahlýi Sveinn Björnsson er genginn til feðra sinna. Andlát hans átti ekki að koma á óvart þar sem Sveinn hafði ekki gengið heill til skógar um all- langt skeið. Hinsta sjúkrahúsdvölin varð þó óvænt og snörp. Sveinn Björnsson andaðist á Landspítal- anum að kveldi 28. apríl síðastlið- inn. Svanasöngur Sveins Bjömssonar var sýning í Gerðasafni sem lauk daginn áður en hann lést. Þessi síð- asta málverkasýning Sveins sýndi ótvíræða stöðu hans í listinni eins og hún var orðin, enn ein sönnun þess hve miklum árangri hann hafði náð. Hann var á hátindi ferils síns þegar hann lést. Þróun hans í mynd- listinni spannaði hálfa öld. I fyrstu hefðbundnar teikningar en síðan tók málverkið við. Hann notaði að- allega olíuliti, en málaði þó einnig með vatnslitum og pastel. Á tíma- bili þreifaði hann sig áfram með klippimyndum en snerti t.a.m. aldr- ei á grafík. Um langt skeið málaði Svein myndir sem sýndu sjómenn að störfum og mótíf af landslagi en skemmilegast þótti honum þó að mála fantasíur. Framan af lista- ferli sínum átti hann nokkuð undir högg að sækja og öðlaðist ekki al- menna viðurkenningu sem lista- maður fyrr en hann stóð á fimm- tugu. Ein eftirminnilegustu verk hans síðustu ára eru myndir málað- ar við ljóð Matthíasar Johannessen. Þar tókst tveimur Jistamönnum að spinna saman list orðsins og lita, magnþrungin verk. Á allra síðustu árum hvarf hann frá hefðbundnum mótífum og málaði því sem næst eingöngu abstraktion, óhlutbundin verk, óvenju persónulegur stíll sem að margra áliti skipuðu Sveini með- al fremstu listamanna þjóðarinnar. Hin nýrri málverk hans eru einstök. Þar era það tök Sveins á viðfangs- efninu og efnismeðferðin sem skapa honum sérstöðu. Endurteknar lá- réttar strokur þykkra olíulita með spaða eru sérstaklega áleitnar og krefjandi og fanga athygli áhorf- andans. Hver stroka lifir sjálfstæðu lífi á myndfletinum, ótrúlega ein- falt form en um leið svo margrætt. Allir sannir listamenn óttast stöðnun, því er baráttan við formið sífelld og endalaus. Leit Sveins að nýsköpun listarinnar varð stöðug. Hjá honum varð leiðin að þessu ein- falda formi bæði löng og ströng en leit hans bar árangur þótt hún tæki tíma. Málverk Sveins Bjömssonar eru einlæg og full af sköpunar- og lífsgleði en umfram allt áhrifamik- il, sum hver hreinustu perlur. Víða í fyrirtækjum og stofnunum má sjá stórar myndir eftir Svein og í Suð- urbæjarlauginni í Hafnarfirði er mikið mósaikverk. Alla tíð tókst Sveini að skapa sér persónulegan stíl. Myndir hans era auðþekktar, breytir þá engu hvort um er að ræða sjávarmynd, landslagsmynd eða fantasíu. Þótt stílbrigðin séu mörg leynir handbragðið sér ekki. Myndimar hans Sveins munu lifa áfram þótt listamaðurinn hafí verið kallaður heim af velli um miðjan dag. Sveinn Björnsson var á fertugs- aldri þegar hann hóf störf í lögregl- unni í Hafnarfírði. Hann varð fljót- lega varðstjóri þegar fjölgaði í liðinu og sinnti síðan rannsóknarstörfum í lögreglunni frá 1965. Tveim árum síðar var rannsóknarlögreglan í Hafnarfírði stofnuð. Var Sveinn ráðinn yfirlögregluþjónn og til liðs við hann komu þeir Jóhannes P. Jónsson og Eðvar Ólafsson sem störfuðu með Sveini óslitið fram til 1995 þegar Sveinn lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá lauk nær þriggja áratuga samstarfi. Þeir þre- menningar unnu óvenju náið saman og á milli starfsfélaganna sköpuð- ust náin og góð tengsl. Samheldni og ósérhlífni einkenndu störf þeirra og þeim tókst að upplýsa mörg al- varleg afbrot á þessum árum. Rétt- arfarsbreytingar árið 1977 tak- mörkuðu verksvið rannsóknarlög- reglunnar í Hafnarfirði nokkuð en fram að þeim tíma hafði þessi litla liðsheild oft á tíðum vakið þjóðarat- hygli fyrir störf sín. Sveinn Björnsson var óvenjuleg- ur lögreglumaður, laginn í sam- skiptum við fólk og snjall yfirheyr- andi. Hann sá strax hvort viðmæ- landinn var að segja sannleikann eða leiða hann á villigötur. Með einlægni tókst honum oft á tíðum að fá hörðustu afbrotamenn til að sjá að sér. Hann bar skynbragð á hluti sem fæstir höfðu, eins konar sjötta skilningarvitið, sem oft á tíð- um hjálpaði honum í starfi. Hann var góður leiðbeinandi og góður yfirmaður. Hann þótti e.t.v. ekki mjög formfastur embættismaður og sjálfsagt kom hann yfirboðurum sínum og ráðuneyti oft á óvart. Hann lagði metnað sinn í að upp- lýsa mál og leysa úr vandamálum borgaranna. Sveinn rak stofnun sína af ráðdeild og réttsýni og gætti þess að réttur sökunautar væri alltaf virtur. Hann átti gott samstarf við lögreglumenn alls staðar á landinu og fyrir honum var borin virðing hvar sem hann fór. Það var fyrir réttum 22 árum sem kynni okkar Sveins Björnssonar hófust. Hann hafði ráðið mig, há-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.