Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Kirkjan og Reykj avíkurborg gera ýmislegt fyrir aldraða ÉG TEL mig vera í flokki Qöldans, sem hefur sína barnatrú, sæki sjaldan kirkju, nema á stórhátíðum. Ég viðurkenni það, að þegar ég fer í kirkju og hlusta þar á góða ræðu og fallegan kirkjusöng þá er ég, eftir á, ánægður yfir því að hafa notað þenn- an tíma til góða fyrir mig. En svo fer ég í sama farið aftur og hugsa lítið um þessi mál. Núna síðustu árin, eftir að ég komst í eft- irlaunaflokkinn, fór ég að taka eftir, - og taka þátt í því félagsstarfi, sem kirkjan m.a. býður upp á. Ég las það einhvers staðar, að einn kirkjunnar maður hefði kvartað yfir því við tónskáldið Jósep Haydn, að kirkjumúsík hans væri of glaðleg. Ég neita því ekki, svar- aði Haydn, en þegar ég hugsa um Drottin minn og Guð minn þá get ég ekki að því gert að ég verð glað- ur. Mér fannst þetta eftirtektarvert svar, og fór að hugsa hvort nóg væri gert af því að rækta gleðina í trúnni eða samfara henni. Ég er núna í Neskirkjusöfnuði og mér hefur skilist að prestur þeirrar kirkju geri meira af því en flestir aðrir prestar að koma á safn- aðarsamkomum utan hins hefð- bundna messutíma. Þetta er fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að laða fólk innan safnaðarins til að koma saman, kynnast í samstarfi og finna að það er, hver fyrir sig, meðlimir í þessu kirkjufélagi. Flesta eða alla daga er eitthvað um að vera innan kirkjunnar. A virku dögunum eru t.d. bama- og unglinga- samkomur, mömmu- morgunn, bænastundir og fleira. Ég tek t.d þátt í tvennu, sem þar er gert fyrir eldri borg- arana. í fyrsta lagi er þar starfandi kór, fyrir eldri meðlimi safnaðar- ins, undir stjórn Ingu Backman söngkonu og Reynis Jónassonar hljómlistarmanns. í þessum kór eru ellilíf- eyrisþegar. Sumir hafa sungið í kirkjukórum áður, en þó ekki allir. Þarna eru æfð þrí- og fjórrödduð falleg lög og valin sálma- Kirkjan vinnur gott verk, segir Hans Jörg- ensson, í safnaðar- þjónustu við aldraða. lög inn á milli. Fyrst og fremst eru þetta ánægju- og gleðisamkomur með þeim, sem gaman hafa af því að syngja og kynnast góðu fólki. Ég held að þetta sé eini kórinn, sem kirkjufélag stendur að fyrir eldri safnaðarmeðlimi sína. Ég segi ekki að þetta sé neinn glæsikór, en þó gerir hann ánægju við tilteknar samkomur innan kirkjunnar og hjá elli- og hjúkrunarstofnunum í borg- inni og nágrenni hennar, - en söng- ferðir eru farnar á slíka staði. Auk þess að taka þátt í kórstarf- inu hefi ég af og til sótt samkomur fyrir aldraða innan kirkjunnar, sem eru alla laugardaga. Þessar sam- komur eru þannig, - að eftir að samkoman er sett með nokkrum vel völdum orðum, þá eru sungin nokkur falleg lög, sem flestir kunna, - en kirkjan hefur látið taka saman myndarlega söngbók, með almennum söngtextum, til að nota við slíkar hátíða- og gleðistundir. Svo eru á dagskrá skemmtiatriði og eða fróðleikur um ýmis mál og sungið inn á milli. Kaffi er fram- reitt með miklum myndarbrag, sem safnaðarkonur sjá um, og endað með hátíðastund. Stundum er brugðið út af þessu og farið í stutt- ar ferðir innan borgarinnar eða nágrennis til að heimsækja fyrir- tæki eða stofnanir, eða koma á fal- lega staði, njóta veitinga eða fá sér kaffi saman. Ég hefi orðið var. við það, að hugarfar stjórnenda og gestanna líka skapar kunningjatengsl milli manna við að hittast á þessum sam- komum, og auk þess bætir þessi starfsemi viðhorfið til kirkjunnar sjálfrar, skapar meiri vilja til þátt- töku í hinu almenna helgihaldi inn- an hennar. Við finnum að við erum meðlimir í þessum kirkjusöfnuði. Kirkjan vinnur gott verk þegar hún stuðlar að vinskap innan safnaða sinna. Ég trúi því, að þar sem kom- ið er saman í vinsemd og gleði þar sé Guð mitt á meðal okkar, fagni með okkur í söng og gleðskap. Eflaust er mikið af þessu fram- kvæmt líka í öðrum söfnuðum, þó að ég viti að aðstæður eru misjafn- ar til svona aukastarfa og lítt fram- kvæmanlegar víða, en ég tel þetta framtak Neskirkju í safnaðarþjón- ustu til fyrirmyndar og þess vegna umtalsvert. En þetta starf innan kirkjunnar er þó lítill hluti af því, sem gert er fyrir okkur, gamla fólkið, innan Reykjavíkur. Bylting varð í ellimálunum þegar Elliheim- ilið Grund var stofnað og í fram- haldi af því var svo Hrafnista stofnuð og síðan hjúkrunarheimilin Skjól og Eir. Öryrkjabandalagið má kannske líka telja þarna með, þó það sé í sérflokki og fyrir fleiri en gamalt fólk. Reykjavíkurborg byijaði svo að byggja þjónustu- íbúðir, leiguíbúðir, með þjónustu- aðstöðu fyrir aldraða og þaðan hefur þróast það þjónustufyrir- komulag sem nú er mest starfrækt. Vitað er að á Reykjavíkursvæð- inu eru að hlutfalli til fleiri ellilíf- eyrisþegar en annars staðar á land- inu. Sjáanlegt var að þessi félaga- samtök og Reykjavíkurborg gátu ekki komið því í framkvæmd, sem gera þurfti fyrir aldraða borgara. Þá kom fram sú hugmynd að stofna „Samtök aldraðra" til að byggja söluíbúðir fyrir félaga sína. Þannig hófst fyrsta bygging Samtakanna við Akraland í Reykjavík. Reykja- víkurborg kom svo síðar í samvinnu við þetta félag og önnur er síðar komu fram, og byggði í tengslum við þær þjónustuaðstöðu og starf- rækir þær með myndarbrag. í þessum þjónustumiðstöðvum er unnið mikið og gott starf á ýmsum sviðum. Auk matsölu er þarna unnið að allskonar handa- vinnu, sem er kærkomið verkefni fyrir marga. Og í tengslum við handavinnuna eru þarna námskeið, Hans Jörgensson sem margir nota sér, sem ekki hafa áður átt kost á því að læra það sem þar er kennt, þó löngun til þess hafi verið fyrir hendi. Þarna má sjá mikla vinnugleði. Einnig eru þarna mikið stunduð svokölluð afþreyingarverkefni, mikið er spilað á spil, dans er kenndur og æfður innan þjón- ustumiðstöðvarinnar og einnig eru kórar æfðir innan þjónustumið- stöðvanna og líka sungið einraddað í skipulögðum sönghópum. Nú hef- ur einnig verið ráðinn prestur fyrir þjónustumiðstöðvarnar, svo að nú eru guðsþjónustur til skiptis á þess- um stöðvum. Ég tel þetta mjög gott að þarna skuli prestur vera starfandi fyrir gamla fólkið, því að hann gerir meira fyrir það en að prédika, hann heimsækir þá, sem sérstaka þörf hafa fyrir trúar- aðstoð. Trúin og trúaraðstoð eru viðkvæm mál og einstaklingsbund- in, en þar þarf engu að síður að koma til móts við þarfir gamla fólksins, en á verklega sviðinu. Þetta framtak að ráða prest til þjónustumiðstöðvanna er mjög gott mál. Tímarnir hafa breyst mikið til bóta, fyrir gamla fólkið hér í Reykjavík og víðar á landinu síð- ustu 20 - 30 árin. Þetta ber að þakka áhuga einstakra hugsjóna- manna og ráðandi mönnum Reykjavíkurborgar og þjóðarinnar í heild. En núna síðustu tvö árin hefur mér fundist ráðamenn þjóð- arinnar vilja draga úr aðstoðinni við öryrkja og gamla fólkið. Ég tel að þó mikið hafi áunnist í bættri aðstoð við gamla fólkið, þá sé þar hvergi hægt að tala um bruðl eða misnotkun á almannafé heldur nauðsynlegar framkvæmdir, sem yngra fólkið á eftir að taka við og njóta góðs af. Það sem gert er til að öryrkjar og gamalt fólk geti Iif- að sem sjálfstæðustu lífi er öllum til góðs og þjóðinni til sóma. Höfundur er skólastjóri. Sálgæsla aldraðra HÓPUR aldraðra, þ.e. fólk 70 ára og eldra, stækkar ört í hinum vestræna heimi. Betri aðbúnaður fólks og framfarir í lækna- vísindum eru meðal þeirra þátta_ sem hafa þar áhrif. í nýlegum fréttaauka Ríkissjón- varpsins um hag aldr- aðra, kom fram að ver- ið er að tala um 11% íslensku þjóðarinnar. Það að eldast hefur í för með sér ýmsar breytingar og fólk er misvel undir það búið. Stærsti sjúklingahóp- urinn inni á sjúkrahúsum svo og þeir sem njóta heimahjúkrunar og heimilishjálpar eru aldraðir einstakl- ingar. Margir samverkandi þættir gera það að verkum að með hækk- andi aldri minnkar mótstaða okkar gegn sjúkdómum og þeir öldnu hafa ekki þá krafta sem þeir yngri hafa til _að betjast við illvíga sjúkdóma. I starfí mínu sem hjúkrunarfræð- ingur og djákni á Landspítalanum í Reykjavík, hef ég starfað innan öldrunardeilda _ sjúkrahússins við sálgæslu m.a. í viðtölum mínum við við fólk eru ákveðin andleg vanda- mál áberandi algengust. 1) Kvíði. 2) Óöryggi. 3) Einmanaleiki. 4) Þunglyndi. Kvíðinn og óöryggið tengjast á margan hátt því þjóðfé- lagsmunstri sem við búum við þ.e.a.s. við höfum ekki úrræði til að mæta þeim aukna fjölda sem þarfnast þjónustu frá samfélaginu. Heimahjúkrun og heimilishjálp gegna stóru hlutverki en þar hefur auknu álagi oft ekki verið hægt að mæta og sífelldur niðurskurður und- anfarið hefur bitnað mjög á þessari þjónustu. Þegar fólk getur síðan ekki verið heima hjá sér, af hvaða orsökum sem það nú er, verður biðin eftir þjónustu eða hjúkrunarrými oft löng og ströng. Þá heflast hjá mörgum síendur- teknar innlagnir á bráðasjúkrahúsin með öllu því álagi sem það er fyrir þessa einstakl- inga. Einmanaleiki er því miður alltof algeng- ur meðal þessa hóps, og þar eru ekki síður þeir sem eiga stóra íjöl- skyldu en hinir sem eru einstæðingar. I þessum hópi eru gjarnan ein- staklingar sem hafa sig ekki út í það að leita eftir félagsskap eða hafa ekki fundið stað við hæfi. Þess- Það að gera ævikvöld aldraðra sem bezt er, að mati Rósu Kristjánsdóttur, verðugt viðfangsefni. ir einstaklingar þafnast mikillar hvatningar og uppörvunar og jafn- vel fylgdar í að taka fyrstu skrefin. Fyrir aðra sem eru mjög heimakær- ir er heimsóknarþjónusta t.d. frá kirkjunni góður kostur, en heim- sóknarþjónusta kirkjunnar hefur verið að aukast mikið undanfarið og gerir vonandi enn meir á næstu mánuðum og árum. Þunglyndi er örugglega oft afleiðing af þeim þátt- um sem fyrr hafa verið nefndir, einnig er mjög misjafnt hvemig fólk tekur því að eldast, fólk er missátt við þá staðreynd. Með því að hjálpa fólki að takast á við þessar breyting- ar og reyna að vekja upp jákvæða umræðu og fá fólk til að horfa á það sem er jákvætt við það að eld- ast má örugglega breyta miklu. Það er vissulega staðreynd og vert að minna á það að mikill meirihluti aldraðra býr við góðar aðstæður og nýtur lífsins við góða andlega jafnt sem líkamlega heilsu. Við sem störf- um á sjúkrastofnunum erum að sinna þeim hluta sem býr við sjúk- legt ástand af einhveijum ástæðum. Þegar við eldumst verður ákveðin breyting á högum okkar, við verðum fyrir ákveðnum missi, þ.e. líkamleg- um, andlegum og ekki síst félags- legum. Eins og fyrr hefur verið nefnt minnkar getan til að mæta líkamlegri vangetu, þ.e. sjúkdómum ýmiskonar. Minnissjúkdómar eru algengari með hækkuðum aldri, geta og áhugi á að mæta nýjum viðfangsefnum minnkar. Helstu félagslegu breytingarnar eru: Ástvinamissir. Makamissir hefur mjög svo víðtæk áhrif á líf fólks og ekki síst þeirra öldnu. Það sem ger- ir það, er að þegar árin færast yfir eru börnin í flestum tilvikum flutt að heiman og hjónin orðin ein aftur og hafa meiri tíma fyrir hvort ann- að. Þegar maki fellur frá er sá sem eftir er orðinn einn og breytingin því mjög víðtæk. Sagt hefur verið að aðlögun eftir missi maka felist í því að hefja nýtt líf! Það er mörgum erfitt á efri árum, og hægara sagt en gert þegar samveran við annan einstakling hefur náð yfír jafnvel hálfa öld. Sálgæsla er mjög nauð- synleg þeim sem eftir lifa. Oft hafa mikil og langvarandi veikindi sett mark sitt á fólk, tilfinning eins og sektarkennd er mjög rík, gerði ég allt sem ég gat fyrir ástvin minn Rósa Kristjánsdóttir eða hefði ég getað gert meira eða eitthvað öðruvísi eru algengar spurningar. Þessi sami hópur horfír einnig á eftir vinum og samferða- fólki sínu í gegnum árin hverfa á braut og dauðinn og sorgin er þeim ofarlega í huga. Atvinnumissir. 011 vitum við að það er frekar undantekning frá hefðinni að fólk sé í vinnu eftir sjö- tugt. Það að hætta að vinna ætti að vera ferli sem fólk gæti aðlagast á nokkrum árum, minnka vinnuna smám saman þar til verklok svo verða. Með þessu held ég að áfallið verði minna, en það er staðreynd að mörgum er það mjög sárt að viðurkenna að þeir séu að ná þeim aldri að komast á eftirlaun. Auðvit- að eru aðstæður margra líka þannig að þeir hafa tækifæri á að taka að sér tiltekna vinnu þó aldur þeirra sé yfir sjötugu. í fyrrnefndum fréttaauka í Ríkissjónvarpinu fyrir stuttu kom fram hjá einstaklingum í Félagi eldri borgara að þeim væri gert ókleift að stunda einhvetja vinnu sem hefðu til þess heilsu og tækifæri vegna skattastefnu ríkis- stjómarinnar. „Við erum eins og fangar,“ sagði einn þeirra og finnst mér það dapurlegt að heyra. Þetta er kynslóðin sem hefur gert þetta land okkar að því sem það er í dag og á skilið að vera tekið gott og gilt. Missir þjóðfélagsstöðu. Sú stað- reynd að vera kominn í þann hóp sem almennt er nefndur ellilífeyrir- þegi, er mjög erfitt að kyngja fyrir marga. Þeir upplifa visst umburða- lyndi við þennan hóp, en ekki þá virðingu sem þetta fólk á skilda, sem skilað hefur okkur sem yngri erum afrakstur áratuga vinnu. Skyldi aldrei hafa komið til tals að setja á fót öldungaráð hér, sem væri okkur yngri kynslóðinni til ráðgjafar? Möguleikar minnka. Af mörgum ástæðum sem áður hafa verið nefnd- ir þ.e. andlegum, líkamlegum og félagslegum ástæðum. Hiutverkabreyting. Hinn aldni verður í mörgum tilfellum þiggjandi þjónustu ýmiskonar í stað þess að vera veitandi eins og áður var. Þetta sér maður sérstaklega þegar ein- staklingur sem alltaf hefur séð um sig að öllu leiti verður sjúkur og þarf annað hvort tímabundið eða til frambúðar að fá heimilisaðstoð eða heimahjúkrun. Það er stórt skref að taka og þarf að sýna fólki skiln- ing og stuðning. Fólki gengur mjög misjafnlega að aðlaga sig nýjum aðstæðum, tak- ast á við þessa þætti sem á undan hafa verið nefndir. Við gerum mörg hver ekki neinar ráðstafanir til að mæta því sem við vitum að er óhjá- kvæmilegt þ.e.a.s. við eldumst öll. Hvernig getum við heilbrigðisstarfs- fólk sem best mætt þessum einstakl- ingum stutt það í gegnum þá erfið- leika sem það margt á við að etja? Frá mínum bæjardyrum séð er það númer eitt að gera sér grein fyrir þeim þáttum sem fyrr hafa verið nefndir. Reyna að kynnast mann- eskjunni sem á í hlut, úr hvaða umhverfi kemur þessi ákveðni ein- staklingur, hvernig hefur lífsstíll hans verið og hvernig getum við nýtt okkur þessar upplýsingar til að bæta líðan hans. Mikið er rætt um mikilvægi þess að líta á mann- eskjuna sem heild, skoða persónu- sögu fólks og lífshlaup og gera okk- ur grein fyrir hveijar eru sterku hliðar viðkomandi og hveijar veikar. Þannig eigum við auðveldar með að beina umönnun okkar að því að styrkja þessa sterku þætti og draga úr kvíða og óöryggi fólks. Mikilvægt er að byggja upp góð tengsl milli meðferðaraðila og skjólstæðingsins og fjölskyldu hans. Til að þetta áform takist sem best, er gott sam- starf og gagnkvæm virðing mikil- vægir þættir, jákvæðni í garð hinna öldnu og að kærleikurinn til með- bræðra okkar fái notið sín. Það að gera ævikvöld aldraðra sem ánægjulegast er að mínu mati verð- ugt viðfangsefni. Höfundur er Iijúkrunarfræðingur og djákni á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.