Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 59
til. Afgangurinn var raunsæi, að
vísu upphafið, en raunsæi samt.
Sveinn fór ekki ieynt með að hon-
um þótti sér lítill sómi sýndur af
þeim sem réðu ferðinni á helstu
myndlistarstofnunum landsins.
Stundum tók hann undir með þeim
tortryggnu listamönnum sem vildu
skrifa alla vanrækslu á „sannri
myndlist" á kostnað listfræðinga.
■ Við Sveinn höfðum fylgst hvor með
öðrum úr hæfilegri fjarlægð um
nokkurra ára skeið, líkt og tveir eilít-
( ið tortryggnir kettir. Ég hafði þá
einungis kynnst hranalegu hliðinni
á myndlist hans og haft á henni
orð, en fyrir honum var ég ugglaust
innvígður í „myndlistarmafíuna".
Sennilega var það bæði til að ögra
mér og biðja um gott veður sem
listamaðurinn fór þess á leit við mig
að ég skrifaði grein um myndlist
| hans til birtingar í sýningarskrá. Til
að ögra sjálfum mér og fyrir for-
’ vitni sakir ákvað ég að slá til.
I Við upphaf okkar fyrsta samtals
vorum við báðir kvíðnir. Sveinn
hafði birgt sig upp af hnallþórum
og sætabrauði sem nægt hefðu
fimm manna fjölskyldu í viku og
ég byrjaði á því að setjast á olíu-
skissu á vinnustofunni hjá honum.
Sveinn tók óhapp mitt og tjón á
fatnaði svo nærri sér - „skítt með
( skissuna" - að hann klökknaði, sem
I varð til þess að ég fór að hlæja.
Við það bráðnaði ísinn og milli okk-
' ar myndaðist vinátta sem entist þau
ár sem Sveinn átti eftir ólifuð.
Þessi fundur varð einnig til þess
að breyta viðhorfi mínu til myndlist-
ar hans. Sveinn var fyrst og fremst
maður litarins, það vissum við báð-
ir, og nú hafði hann tekið þá rök-
réttu ákvörðun að keyra málverk
sín áfram á honum einum. Þannig
I urðu til litahleðslur hans, vörður eða
i veggir lita, sem stóðu ekki fyrir
I neitt annað en sjálfa sig og þær
tilfinningar sem bærðust með mál-
aranum við hverja stroku. Þarna
þótti mér sleginn nýr og merkilegur
tónn í þeirri hljómkviðu sem íslensk
málaralist er.
Sveinn eignaðist marga vini í
þeirri hetjuiegu baráttu sem hann
átti við banvænan sjúkdóm hin síð-
ari ár. Honum kom ekki til hugar
1 að gefa eftir og ganga bljúgur inn
í dimma nótt. Því meir sem kvalir
I hans ágerðust, því oftar ræddi hann
um framtíðina og áform sín; hann
ætlaði að sýna fleiri verk, gefa út
bækur, stofna einkasafn.
Síðustu sýningu Sveins Björns-
sonar lauk þann 28. apríl sl. Sama
dag andaðist listamaðurinn. Fjöl-
skylda og vinir syrgja góðan dreng,
myndlistin í landinu sér á bak stór-
brotnum og einlægum listamanni.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Kveðja frá Listasafni
Islands
í dag verður borinn til moldar
Sveinn Björnsson listmálari, einn
af litríkari einstaklingum í hópi ís-
lenskra listmálara.
Sveinn var að mestu sjálfmennt-
aður í list sinni og stundaði lengst
af ævinnar önnur störf jafnhliða
henni, var stýrimaður að mennt og
stundaði sjómennsku um árabil og
enn síðar lögreglustörf.
í blaðaviðtali árið 1954 við opnun
fyrstu sýningar sinnar, sem var í
Listamannaskálanum, sagði Sveinn
að ísrek á Halamiðum hafi komið
honum til að mála. Þar segir að í
myndum hans á sýningunni sé
„brimhljóð, sem sá einn heyrir sem
er vinur hafsins og á trúnað þess“.
Þessi orð má segja að hafi orðið
nokkurt leiðarstef í list Sveins æ
síðan eða þar til að hann söðlaði
um fyrir skömmu og fór að mála
abstrakt. í þeim verkum ríkti þó
áfram sama litagleði og áður og
sami þróttur.
Að leiðarlokum vill Listasafn ís-
lands þakka Sveini samfylgdina.
Karla Krisljánsdóttir.
Áratuga kynni af Sveini Björns-
syni, sem manni og listmálara, en
fyrst og fremst góðum dreng, hafa
gert það að verkum, að við andlát
hans verður tóm í lífi vina hans.
MIIMIMINGAR
Það var sama hvaða starfi hann
sinnti, hann var alltaf „drengur
góður“ í fyllstu merkingu þeirra
orða.
Ég vann sem listrýnir við eitt
dagblaðanna þegar hann hélt
fyrstu sýninguna sína og kvað þá
strax upp úr um að hann hefði
fært okkur „nýja málverkið“ í
ijölda mynda sinna. Þá gat ég þess
einnig að hans biði svipuð frægð
og Kjarvals á sínum tíma innan
málaralistarinnar. Ég man ekki
hvort nokkur var sammála mér þá.
Ekki einu sinni Sveinn sjálfur.
Honum fannst fullfast að orði
kveðið. Svo lengi sem ég skrifaði
um myndlist, þurfti ég aldrei að
taka þessi orð mín aftur, né draga
úr þeim, en hægt og rólega fóru
aðrir að taka í svipaðan eða sama
streng. Við höfðum þekkst lítils-
háttar fyrir fyrstu sýningu hans,
en eftir það var það vinafundur er
við hittumst, bæði í félagslífi og
almennt, alla tíð. Þetta var árið
1954, sem Sveinn hélt sína fyrstu
einkasýningu, en þær urðu marg-
ar, bæði heima og heiman. Var
stórkostlegt að fylgjast með
áræðni hans í sýningahaldi utan-
lands. Alltaf sló Sveinn í gegn.
Það var svo árið 1978 að ég leit-
aði til hans um hvort hann vildi
sýna á Vorvöku Vestur-Húnvetn-
inga á Hvammstanga. Þetta væri
svo sem enginn stórviðburður á
landsvísu, en myndir hans mundu
punta mikið upp á vökuna. Hann
hélt það nú og kom svo galvaskur
norður með myndirnar og sýndi.
Oft hefir Sveinn skilið eftir mynd
og skemmtilega áritun í gestabók-
um okkar. Orð hans sjálfs lýsa hon-
um best. „Aldrei mun ég sjá eftir
að hafa komið í þetta maleríska
pláss. Guð veri með ykkur. S.B“.
Þetta skrifar Sveinn hinn 28. mars
árið 1978. Hann sló meira að segja
í gegn á Hvammstanga, sem þá var
lítið þorp með fá hundruð íbúa og
tilfínnanlegum fímm kílómetrum úr
þjóðleið. Þátttaka hans í Vorvök-
unni varð meðal annars til að koma
Hvammstanga „á kortið“. Meðal
gesta á þessarri vöku var einnig
Ragnar Björnsson tónlistarmaður,
svo öll voru skæðin góð.
Þær stundir sem við hjón áttum
heima hjá Sveini, við skoðun mál-
verka hans uppi í geymslu þeirri
er hann hafði og í Krísuvík, voru
alltaf ómetanlegar. Sé hægt að tala
eða skrifa um líflegan og þroska-
mikinn listamann, þá var það
Sveinn. Morgunblaðið sagði við frá-
fall hans: „Einn helsti myndlistar-
maður landsins". Hver getur gleymt
til dæmis samsýningu hans og
Matthíasar Johannessen, þar sem
Matthías lagði til ljóðin og Sveinn
litinn og myndformið.
Einbeiting Sveins að verki sínu
var sérstæð. Hvernig hann gat unn-
ið tímunum saman og hversu miklu
hann gat afkastað. Eftir að hann
varð sjúkur var eins og það væri
eitthvað sem hann hefði ekki tíma
til. Hann átti eftir að mála svo
mikið, var byijaður með nýjan stíl.
Svo þurfti hann að sýna. Síðasta
sýning hans í Gerðarsafni í Kópa-
vogi tók enn einu sinni af allan
vafa um fjölhæfni hans, afkasta-
getu og einurð. Hann undirstrikaði
líf sitt með þessari sýningu.
Ég hitti Svein rúmri viku áður
en hann dó. Þrátt fyrir heilsubrest-
inn var hann jafn líflegur. „En
merkilegt að hitta þig núna. Ég var
að skrifa utaná boðskortið til þín á
næstu sýninguna mína, rétt áður
en ég fór út“. Tveim dögum síðar
hitti ég hann á fundi. Við spjölluð-
um saman stundarkorn á eftir. Sex
dögum síðar var þessi sterki maður
og listmálari allur. Sveinn hafði
þann sið eftir að ég hætti að skrifa
í blöð um listsýningar, að titla mig
„listunnanda" á bréfum sínum. List-
unnandinn kveður nú listamanninn.
Hafðu heila þökk fyrir að ég og
fjölskylda mín fengum að vera þátt-
takendur í lífí þínu og list, nú er
þú hverfur til austursins eilífa.
Sigurður H. Þorsteinsson.
Pyrir nokkrum árum síðan bar
fundum okkar Sveins saman á
myndlistarsýningu hér í borg. Við
tókum tal saman, þar sem við viss-
um deili hvor á öðrum og virtum
fyrir okkur málverkin, sem við
skoðuðum með mikilli aðdáun.
vakti þessi vaski, stórgerði mynd-
armaður strax athygli mína, ekki
síst vinsamlegt, hressilegt fas
hans og stutt var í hláturinn. Þeg-
ar við kvöddumst bauð hann mér
í heimsókn á vinnustofu sína í
Krýsuvík.
Nokkur tími leið, þá fann ég ríka
þörf til þess að þiggja þetta góða
boð Sveins, svo sterk voru fyrstu
kynni mín af manninum. Ferðin til
Krýsuvíkur á sólríkum nóvember-
degi varð mér upplifun frá upphafi
til enda. Náttúran skartaði sín feg-
ursta, hið dökka landslag, skugga-
spil umhverfísins og ekki síst spegil-
slétt Grænavatnið. Skyndilega birt-
ist mér „hús listamannsins“, blá-
málað og reisulegt.
Fagnandi að gömlum sveitasið,
tók Sveinn mér opnum örmum og
leiddi mig um veröld sína. Fyrst
sýndi hann nýju myndirnar sínar,
sem komu mér skemmtilega á óvart
hvað frumleika og áhugavert lita-
spil snerti. Hér var um að ræða
formbyltingu hjá listmálaranum og
augljóst að fijór hugur var að verki.
Alþjóðlegur blær sveif yfír mynd-
efninu.
Sveinn fór á kostum þegar hann
lýsti fyrir mér hugmyndunum á bak
við eldri verkin sín. Hinn þjóðlegi
ævintýraheimur þar sem allt er á
ferð og flugi, m.a. sjómenn við störf,
þorskurinn á þurru landi, máninn
sjálfur, að ógleymdri Krýsuvík-
urmaddonnunni sem Sveinn var í
beinu jarðsambandi við.
Listaverk Sveins virka við fyrstu
sýn grófgerð, en með nánari um-
gengni við þau finnur maður fyrir
fínlegum blæ og í þeim má ávallt
sjá eitthvað nýtt.
Frásagnir hans voru svo lifandi
og fróðlegar, að ég vissi á stundum
ekki hvort ég væri að upplifa mynd-
irnar eða frásögn sögumannsins.
í Ijósaskiptunum settumst við inn
í eldhúsið þar sem boðið var upp á
bleksterkt kaffí og sætabrauð. Á
meðan við Sveinn ræddum um list-
ina og lífíð, varð mér litið út um
austurgluggann og sá þegar fullt
tungl mjakaði sér smám saman upp
yfir Geitahlíðina. Máninn virkaði
risastór og varpaði frá sér skæru
tunglskini. Upplifði ég þá heim
listamannsins með öllum sínum
töfrum, bæði sýnilegum og ósýni-
legum. í niðamyrkri á heimleiðinni
tók ég eftir okkurgulri rák á nætur-
himninum, sem var á að líta eins
og gróf pensilrönd.
Góð kynni tókust með okkur
Sveini þann stutta tíma sem eftir
lifði ævi hans og gekk ég þess ekki
dulinn hvað verða vildi.
Ánægjulegt var að hitta hann á
mannamótum, því viðræðubetri
mann, sem fylgdist með flestu því
sem gerðist í myndlistarheiminum,
var vai-t hægt að fínna. Síðustu
misserin var það lífskraftur hans
að mála af kappi, eins og sjá má á
sýningu hans sem opnuð var í Gerð-
arsafni 5. apríl sl., en hún ber hon-
um fagurt vitni.
Með kynnum mínum af Sveini
hef ég enn einu sinni orðið vitni að
því hvernig sameiginleg áhugamál
geta tengt fólk sterkum böndum.
Við vorum eins og sveitungar, þrátt
fyrir töluverðan aldursmun, því
hann var síungur í sinni. Hann sýndi
mér góðan vinskap og ber að þakka
fyrir lærdómsrík kynni. Þar vitnast
mér að tímalengd og fjöldi vina-
funda skiptir ekki öllu, heldur
hversu vel hver stund er nýtt til
andlegs samneytis. Það er fágætið,
en ekki magnið sem skiptir öllu
máli í þeim efnum sem öðrum í líf-
inu.
Listaverk Sveins Björnssonar
lifa sínu sjálfstæða lífi og bera
anda hans og hróður til nýrra kyn-
slóða.
Ármann Reynisson.
• Fleirí minningargreinar um
Svein Bjömsson bíða birtingar og
munu birtast i blaðinu næstu
daga.
Kasparov
missti niður
vænlega stöðu
SKAK
N c w Yo r k
SEX SKÁKA EINVÍGI
KASPAROVS OG
DIMMBLÁRRAR
Teflt dagana 3.-11. mai. íjórða
skákin var tefld í gærkvöldi og
fimmta einvígisskákin hefst á laug-
ardaginn kl. 19 að íslenskum tíma.
ÞRIÐJA einvígisskák Kasp-
arovs og Dimmblárrar var gríð-
arleg baráttuskák frá upphafi til
enda. Kasparov stýrði hvítu
mönnunum og hélt ótrauður
áfram skákstíl sínum í einvíginu
að byggja upp rólegar stöður og
treysta á skákskilninginn í mið-
taflinu. Framan af skákinni bar
hemaðaráætlunin tilætlaðan
árangur. Dimmblá tefldi byijun-
ina ráðleysislega og hvítreita
biskup svarts lenti á hrakhólum
snemma tafls. Þá opnaði hvítur
taflið og virtist hafa öll ráð í
hendi sér. Stöðueinkennin
breyttust, staðan varð hvassari
og Dimmblá tefldi af útsjónar-
semi, hirti peð og hélt þeim
ávinningi fram í endataflið. í
staðinn hafði hvítur ríflegar bæt-
ur og virtist á tímabili eiga væn-
lega stöðu en eftir uppskipti jafn-
aðist staðan og eftir 48. leik
bauð Kasparov jafntefli sem að-
standendur Dimmblárrar ákváðu
að samþykkja eftir að hafa borið
saman bækur sínar.
Kasparov nagar sig vafalaust
í handarbökin fyrir að vinna ekki
skákina og slysið í annarri skák-
inni, þegar hann gafst upp í
jafnteflisstöðu. í því samhengi
er athyglisvert að aðstandendur
Dimmbláar viðurkenndu að töl-
van hafði ekki reiknað möguleik-
ana til enda í þeirri skák, en
Kasparov sagði að það hefði ekki
hvarflað að sér að gloppur væru
í útreikningi tölvunnar. Staðan í
einvíginu er nú jöfn, hvor kepp-
andi hefur 1 '/2 vinning en sama
staða var í einvíginu fyrir ári.
Þá vann Kasparov tvær síðustu
einvígisskákirnar og tryggði sér
sigur 4-2 í einvíginu.
Hvítt: Garrí Kasparov
Svart: Dimmblá Vængtafl 1.
d3 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. c4 - Rf6
4. a3 - d6 5. Rc3 - Be7 6. g3 -
0-0 7. Bg2 - Be6 8. 0-0 - Dd7
9. Rg5 Líkt og í 1. einvígis-
skákinni hverfur Kasparov frá
troðnum slóðum í bytjunarvali.
Taflmennska svarts er ráðleysis-
leg og síðasti leikur heimsmeist-
arans setur tölvuna í vanda því
það er alkunna að tölvur meta
biskupa umfram riddara.
9.. - Bf5 10. e4 - Bg4 11. f3
- Bh5 12. Rh3 - Rd4 13. Rf2 -
h6 14. Be3 - c5 15. b4 - b6 16.
Hbl - Kh8
Skákskilningur tölvunnar er
lítill. Þrettándi leikurinn var
vafasamur, eðlilegra var að leika
13..c6 og reyna bijóta upp mið-
borðið með d5. Kóngsleikurinn
er einkennandi fyrir tölvur, þeg-
ar engar hótanir eða taktískar
áætlanir liggja fyrir er mönn-
unum oft leikið án sýnilegs til-
gangs fram og til baka.
17. Hb2 - a6 18. bxc5 - bxc5
19. Bh3 - Dc7 20. Bg4 - Bg6
21. f4 - exf4 22. gxf4 - Da5!
SJÁ STÖÐUMYND 1
Fram að þessu hefur Dimmblá
verið í varnarhlutverki við illan
leik og hefur aðeins takmarkað
mótspil. Með drottningarleiknum
færist fjör í skákina, stöðuein-
kenninn breytast og staðan verð-
ur hvassari því Kasparov er til-
neyddur að fórna peði en fær
góð færi fyrir.
• b e d • f 8 h
23. Bd2 - Dxa3 24. Ha2 -
Db3 25. f5 - Dxdl 26. Bxdl -
Bh7 27. Rh3 - Hfb8 28. Rf4 -
Bd8 29. Rfd5 - Rc6 30. Bf4 -
Re5 31. Ba4 - Rxd5 32. Rxd5
- a5 33. Bb5 - Ha7 34. Kg2 -
g5? 35. Bxe5! - dxe5 36. f6! -
Bg6 37. h4! - gxh4
Framrás g-peðsins var van-
hugsuð enda eru báðir svörtu
biskupamir innilokaðir. Síðasti
leikur svarts var þvingaður því
hvítur hótaði að leika 38. hxg5
- hxg5 39. Kg3 og síðan tvöfalda
hrókana eftir h-línunni með
óveijandi máti eða mannsvinn-
ingi. Líklega var nú 38. Hhl
sterkari leikur.
38. Kh3 - Kg8 39. Kxh4 -
Kh7 40. Kg4 - Bc7 41. Rxc7
Uppskiptin voru gagnrýnd
enda riddarinn mun sterkari en
biskupinn í stöðunni. Þótti Kasp-
arov sýna efnishyggju líkt og
tölva væri með því að taka peðið
strax til baka því eftir það jafn-
ast staðan.
41.. - Hxc7 42. Hxc5 - Hd8
43. Hf3 - Kh8 44. Kh4 - Kg8
45. Ha3 - Kh8 46. Ha6 - Kh7
47. Ha3 -
STÖÐUMYND2
47.. - Kh8 48. Ha6
Kasparov bauð jafntefli og
aðstandendur tölvunnar sam-
• b c d • f g h
þykktu eftir að hafa borið saman
bækur sínar.
Jóhann Hjartarson efstur
á Aruna mótinu
Stórmeistararnir Jóhann
Hjartarson og Margeir Pétursson
tefla um þessar mundir á Aruna
stórmeistaramótinu í
Kaupmannahöfn. Þeir fara vel
af stað á mótinu og eftir 4
umferðir er Jóhann einn í efsta
sæti með vinningsforystu á
næstu menn. Jóhann hefur unnið
3 skákir og einungis gert
jafntefli við Margeir, sem er í
2.-5. sæti með 2‘/2 vinning.
Staðan að loknum 4 umferðum
er þessi:
1. Jóhann Hjartarsson 3’/! v.
2. -5. Sune Berg Hansen (AM, Dan-
mörk), Margeir Pétursson, Andrei
Sokolov (AM, Lettland), Ludger Keitl-
inghaus (AM, Þýskaland) 2'A v.
6. Henrik Danielsen (SM, Danmörk)
2 v.
7. -9. Erling Mortensen (AM, Dan-
mörk), Tiger Hillarp-Persson (AM,
Svíþjóð), Jacob Aagaard (AM, Dan-
mörk) 1 Vt v.
10. Flemming Fuglsang (Danmörk) 0
v.
Karl Þorsteins