Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ E ERLENT Fyrsta ferð breska utanríkisráðherrans Reuter ROBIN Cook ræðir við fréttamenn í París í gær ásamt Lionel Jospin, leiðtoga Sósíalistaflokksins. Cook ræddi við forystumenn sósíalista í heimsókn sinni til Parísar í gær. „Nýju skeiði“ í samskiptum ESB og Breta heitið París. Reuter. Vinstrimenn ekki alteknir af boðskap Chiracs París. Reuter. Upplýsing- ar um ESB í grænu númeri SENDINEFND framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins fyrir Island og Noreg, sem hefur aðsetur í Ósló, hefur opnað „grænt símanúmer“, sem íslenzkur almenningur getur hringt í til að fá upplýs- ingar um ESB og starfsemi þess. Sé hringt í númerið 800 8116 fæst beint samband við skrif- stofu ESB í Noregi. Þar er svarað á ensku, norsku og frönsku og skrifast símakostn- aðurinn á reikning sendiráðs- ins. John Maddison, sendiherra ESB hér á landi, segir að sendinefndin fái æ fleiri beiðn- ir frá íslandi um upplýsingar um Evrópusambandið, til dæmis frá einstaklingum, stofnunum og félagasamtök- um. „Ég vona að þessi þjón- usta geti auðveldað íslending- um að fá ókeypis upplýsingar beint frá framkvæmdastjórn- inni, að minnsta kosti þar til hægt verður að setja upp Evr- ópska skjalamiðstöð á Is- landi,“ segir Maddison. Hann hefur rætt við Há- skóla íslands og Þjóðarbók- hlöðuna um að slík miðstöð verði sett á lag- girnar, en þar yrðu öll opin- ber slyöl og út- gáfa ESB aðgengileg almenn- ingi. Maddison segist vona að inn- an tíðar verði hægt að svara spurningum þeirra, sem hringja, á íslenzku. Hann hygg- ist ráða íslenzkan starfsmann til sendiráðsins í Ósló, en ekki hafi fengizt fjárveiting fyrir stöðunni enn sem komið er. ROBIN Cook, nýr utanríkisráðherra Bretlands, sagði að stjórn Verka- mannaflokksins hygðist hefja „nýtt skeið“ í samskiptum við Evrópusam- bandið. „Við hyggjumst binda enda á þá ófijóu, neikvæðu og árangurs- lausu andstöðu, sem stefna síðustu ríkisstjórnar ein- kenndist af,“ sagði Cook við blaða- menn í París. Hann fór þangað sína fyrstu utanlands- ferð sem utanríkis- ráðherra og ræddi við ráðamenn. Cook sagði að Bretland og Frakk- land myndu nú leitast við að stilla saman strengi sína á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins, þar sem fjallað er um breytingar á stofnunum sam- bandsins. Ráðstefnunni á að ljúka með leiðtogafundi í Amsterdam í næsta mánuði. „Við ætlum að fara til Amsterd- am-fundarins í þeirri von að slá tón- inn fyrir ráðstefnuna," sagði Cook. „Um ieið mun Bretland hins vegar krefjast þess að grundvallarþjóðar- hagsmuna þess verði gætt, til dæm- is er okkur mikið í mun að viðhalda eftirliti á ytri iandamærum okkar." Stjórn Verkamannaflokksins hef- ur lýst sig reiðubúna að greiða fyrir innlimun Schengen-vegabréfasam- starfsins í Evrópusambandið, að því tilskildu að Bretland fái undanþágu frá samstarfinu. „Nýtt andrúmsloft" Cook vildi ekki ræða líkurnar á því að Bretland gengi í Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU), en Verkamannaflokkurinn hefur heitið þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Michel Barnier, Evrópumálaráð- herra Frakka, lofaði það sem hann kallaði uppbyggilegt viðhorf nýju brezku stjórnarinnar til ESB. „Við búumst ekki við neinni byltingu, en við vonuðumst eftir nýju andrúms- lofti. Við höfum til þessa fundið fyr- ir því andrúmslofti," sagði Barnier. LEIÐTOGUM vinstri manna og stjórnmálaskýrendum nokkurra blaða þótti lítið koma til afskipta Jacques Chiracs forseta af kosn- ingabaráttunni vegna þingkosn- inga, sem fram fara í lok maí og byijun júní. Sögðu þeir hann ekk- ert nýtt hafa haft fram að færa. Chirac beindi einkum spjótum að vinstrimönnum í grein, sem hann fékk birta í 14 stærstu landshlutablöðum landsins í gær, en þá voru tvö ár frá því hann var kosinn Frakklandsforseti. Þar bað hann kjósendur um áfram- haldandi umboð hægrimanna til að leysa fortíðarvanda Frakka og bæta hag þjóðarinnar, sem vinstri mönnum væri um megn. Ákallaði hann kjósendur á grundvelli trún- aðar og trausts. Elisabeth Guigo, talsmaður sós- íalistaflokksins í Evrópumálum, líkti grein Chiracs við misheppnað frauð, sem fallið hefði við bakstur- inn. Robert Hue, leiðtogi kommún- Haag.Reuter. STRÍÐSGLÆPADÓMSTÓLL Sameinuðu þjóðanna í Haag dæmdi í gær Bosníu-Serbann Dus- an Tadjic sekan um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni vegna þátttöku hans í þjóðernishreinsun- um Serba gegn múslimum í Bos- níustríðinu. Tadjic var fölur og var sýnilega brugðið er hann hlýddi á úrskurðinn en hann var fundinn sekur um ellefu ákæruatriði þar sem hann er sakaður um ofsóknir og barsmíðar. Ofsóknirnar leiddu til dauða tveggja manna en fallið var frá morðákæru í þeim tilfell- ista, sagði að kjósendur ættu að nota tækifærið sem þeim byðist og afturkalla umboð Chiracs. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, sagði að forsetanum hefði mistek- ist að hefja sig upp úr pólitísku dægurþrasi eins og þjóðhöfðingja bæri. Boðaði Jospin svargrein síð- ar í vikunni. Nokkur stærstu blöð Frakk- lands móðguðust yfir því að Chirac skyldi ekki senda þeim grein sína til birtingar. Blaðið Le Monde sagði að greinin væri í raun ákall forsetans til íhaldssamra kjósenda á landsbyggðinni um að drífa sig á kjörstað. Að öðru leyti væri greinin „ekki mjög áhugaverð". Nýjar skoðanakannanir benda til að stuðningur við alla vinstri- flokkana sé svo til sá sami eða jafnvel örlítið meiri en stuðningur við ríkisstjórnarflokkana. Þeir síð- arnefndu myndu eigi að síður halda þingmeirihluta vegna kosn- ingafyrirkomulagsins. um. Tadjic var hins vegar sýkn- aður af níu ákær- uliðum um morð, auk þess sem ell- efu liðum var vís- að frá. Þrír dómarar felldu dóminn einróma yfir Tadjic en hann var dæmdur fyrir að drepa tvo múslimska lögregluþjóna sem vopnaðar sveitir Serba höfðu tekið höndum. „í dag hafið þið orðið vitni að því er réttlætið nær fram að ganga, fyrir allra augum,“ sagði saksóknarinn Louise Arbour er dómur hafði fallið. Líkti Arbour niðurstöðu dómsins við úrskurði stríðsréttarhaldanna í Núrnberg í lok heimsstyijaldarinnar síðari, þar sem morð vegna þjóðernis eða kynþáttar voru skilgreind sem glæpir gegn mannkyni. Tadjic var hins vegar sýknaður af alvarlegustu ákærunum, morð- um og pyntingum í Omarska- fangabúðunum, þar sem fullyrt er að hann hafi verið fangavörð- ur. Myndir og frásagnir af með- ferð fanganna þar fylltu heims- byggðina hryllingi. Var Tadjic m.a. ákærður fyrir að hafa neytt fanga til að bíta eistu af öðrum fanga, en hann var sýknaður af henni. Dómnum áfrýjað Tadjic heldur fram sakleysi sínu, segir ákærurnar til marks um hefndarþorsta múslima sem leiti að blóraböggli. Lögmaður hans sagði hann mundu áfrýja dóminum og Arbour hefur gefið til kynna að hún muni áfrýja hluta hans. Tadjic var handtekinn í Þýskalandi árið 1994 og hefur setið þijú ár í fangelsi. Refsing hefur enn ekki verið ákveðin en hann á yfir höfði sér lífstíðardóm. Stríðsglæpadómstóllinn getur ekki kveðið upp dauðadóm. Átta menn eru nú í haldi stríðs- glæpadómstólsins í Haag vegna ákæru um stríðsglæpi en alls hafa verið gefnar út ákærur á 75 menn. fF fMmæmt MELGAmmem '’K FRABÆRT BIRKITILBOÐ Birki í poka 40-60 cm. Nú kr. 225- OPIÐA UPPS TIGNINGA RDA G ERT ÞÚ TILBÚIN(N) MEÐ ÞÍNA RÆKTUNARAÆTLUN ? Aldrei meira úrval af skógar- og garðplöntum, verkfærum, mold o.fl. o.fl. Kynntu þér úrvalið. Sendum um allt land. VIÐITILBOÐ 2 fyrir 1 PLÖNTUSALAN í FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8 -19. helgar kl. 9 -18. Sfmi 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG Loðvíðir í pt. 30 cm. kr.130- á EVRÓPA^ Bosníu-Serbi sek- ur um stríðsfflæpi l í I í I: I ■ í I I í I I i i k- í (
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.