Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.05.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1997 35 LISTIR AÐSENDAR GREINAR Finnskur barnabókahöf- undur í Norræna húsinu FINNSKI barnabókahöfundurinn Ir- melin Sandman Lilius er gestur Norræna hússins um næstu helgi. Laugardaginn 10. maí kl. 12 verður dagskrá ætluð börnum og ungling- um og þá les hún á sænsku úr barna- bókum sínum. Sunnudaginn 11. maí kl. 16 verð- ur hún fyrirlesari í fyrirlestarröðinni „Orkanens eje“ og talar þar um nýjustu bók sína „Hand i hand“, sem hún skrifaði ásarnt systur sinni Heddi Böckman. Á undan fyrirlestr- inum syngur telpnakór frá Ábo í Finnlandi, sem er á ferð hér á landi. Irmelin Sandmann Lilius segist hafa skrifað fyrir börn, en bætir við að mörgum börnum líki það sem hún skrifar. Hún hefur samið bækur af ýmsu tagi, ljóðabækur, smásögur, skáldsögur og barnabækur. Hún myndskreytir einnig bækurnar. Af Vortónleikar Hreims Húsavík. Morgunblaðið. Karlakórinn Hreimur í Suður-Þing- eyjarsýslu hélt sína árlegu vortón- leika í Húsavíkurkirkju um síðustu helgi að Ioknu miklu og f|ölbreyttu vetrarstarfi. Kórinn skipa um 45 söngmenn frá Húsavík, Bárðardal, Mývatnssveit og sveitum þar á milli, sem sýnir að söngvararnir leggja mikið á sig til æfinga. Stjórnandi Hreims er Robert Faulkner og píanó- undirleikari er kona hans, Juliet Faulknar, ásamt Aðalsteini ísfjörð, sem leikur á harmoníku. Einsöngv- arar með kórnum eru Ásmundur Kristjánsson, Baldur Baldvinsson, Einar Hermannsson og Sigurður Þórarinsson. Söngskráin var ijölbreytt og kórn- um vel tekið af fjölmörgum áheyr- endum. Kórinn fyrirhugar söngferð í júní um Dali og Snæfellsnes. Skálholts- kórinn til Vest- mannaeyja SKÁLHOLTSKÓRINN fyrirhugar söngferð til Vestmannaeyja nú um helgina. Hann syngur á tónleikum í Félagsheimilinu, laugardaginn 10. maí kl. 17 ásamt Mosfellskórnum. Meginhlutverk Skálholtskórsins er að syngja við kirkjulegar athafnir í Skálholtsdómkirkju, en hann hefur þó einnig lagt talsverða áherslu á flutning veraldlegrar tónlistar í bland, segir í tilkynningu. Stjórnandi Skálholtskórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Finnskur stúlknakór á Islandi HÉR á landi er nú staddur YMCA stúlknakórinn frá Turku í Finnlandi. Stúlkurnar, sem eru á aldrinum 17-22 ára, eru hér í boði Kórs Flens- borgarskóla í Hafnarfirði og munu á næstu dögum halda tónleika m.a. fyrir menntskælinga á Laugarvatni barnabókum hennar má nefna „Tomteluvan", „Kubb Karagg“, „Bonades bát“, „Apelsintradshuset", „Observatoriet" og „Löpande orm- en“. Sögupersónur hennar eru litlar telpur sem leita á vit ævintýranna frá heimilum sínu til þess að upplifa allt hið dularfulla sem bíður á næsta leiti; skóginn, ána eða hafið. í nátt- úrunni búa ýmsar kynjaverur sem vekja ímyndunaraflið hjá börnunum. „Hand i hand“ kom út hjá Schildts útgáfunni í Finnlandi 1996. Bókin fjallar um æsku þeirra systra og rifja þær upp minningar frá stríðsárunum í Finnlandi. Irmelin Sandmann Lilius er fædd 14. júlí 1936. Hún giftist 1957 finnska myndhöggvaranum Carl- Gustav Lilius og eiga þau eina dótt- ur. og syngja á tónleikum Vörðukórsins í Aratungu. I dag, fimmtudag, syngur kórinn í messu í Víðistaðakirkju kl. 11 og heldur síðan sína eigin tónleika í kirkjunni kl 20 sama kvöld. Sunnu- daginn 11. maí heldur kórinn loka- tónleika sína hér á landi í Listasafni Sigutjóns Ólafssonar kl. 20.30. Á efnisskrá kórsins er að finna negrasálma, madrígala og kirkjuleg verk svo og finnsk og lappnesk þjóð- lög. Kórinn er hér undir stjórn Ara Hynyen. Tónleikar á Hvamms tanga ÁRNI Arinbjarnarson, organisti Grensáskirkju, heidur orgeltónleika í Hvammstangakirkju 8. maí, upp- stigningardag, kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Tónlist- arfélags Vestur-Húnvetninga sem var stofnað 1991, en félagið hefur það markmið að halda eina tónleika í mánuði, þ.e. frá september til maí, alls níu tónleika á ári. Þessir tónleik- ar eru áttundu tónleikar starfsársins. í kirkjunni er 13 radda pípuorgel frá Bruno Christensen og sonum 1985. Árni leikur m.a. verk eftir Sveel- inck, Buxtehude, Jón Þórarinsson og Bach. Vorsýning MHÍ í Lista- skólahúsinu VORSÝNING Myndlista- og hand- íðaskóla, MHÍ, verður opnuð í List- skólahúsinu, Laugarnesvegi 91, laug- ardaginn 10. maí kl. 14. Þar sýna útskriftarnemar lokaverkefni sín. Á þessu vori verða brautskráðir 52 nemendur eftir þriggja ára nám við einhveija af sérdeildum skólans. Sýningarstjóri er Anna Eyjólfsdóttir myndhöggvari. I tilefni sýningarinnar kemur út sýningarskrá með efni frá útskrift- arnemum og verður hún til sölu á sýningunni. Hana hannaði Haukur Már Hauksson, nemandi í grafískri hönnun, ásamt ritnefnd nemenda í MHÍ. Sýningin stendur til 19. maí og er opin daglega frá kl. 14-19. SYSTURNAR Irmelin Sand- man Lilius og Heddi Böckman. Irmelin Sandmann Lilius hefur hlotið margar viðurkenningar og verðlaun fyrir bækur sínar, m.a. Litteraturfrámj andets barnbokspris 1969, Astrid Lindgrenspriset 1976, Statens barnkulturpris 1985, Stat- ens litteraturpris 1987, Svenska Akademins pris 1987 og 1985 Ny- grenska stiftelsens stipendium. Bækur hennar hafa verið þýddar á 15 tungumálum. Líkön af Sví- þjóðarbátum „FÖÐURLAND vort hálft er hafið“ er yfirskrift á sýningu sem opnuð verður í anddyri Norræna hússins föstudaginn 9. maí kl. 17. Hér er um að ræða sýningu á skipslíkönurn af Svíþjóðarbátum sem komu til íslands fyrir hálfri öld. Einnig eru sýnd líkön af eldri og yngri skipum sem áttu sinn frægðar- feril og ljósmyndir sem tengjast haf- inu piýða sýninguna. Líkönin gerði Grímur Karlsson, skipstjóri í Njarð- vík, en hann á mikið safn af skipslík- önum sem hann hefur gert. Eftir heimssyijöldina síðaðri voru um 50 skip sérsmíðuð fyrir Íslend- inga í Svíþjóð og að auki keyptu íslendingar 30 skip af Svíum, sem höfðu verið smíðuð fyrir heimamark- að. „Koma Svíþjóðarbátanna fyrir hálfri öid átti stóran þátt í einum mestu framförum sem orðið hafa fyrr og síðar til bættra lífskjra á íslandi. Við hvern Svíþjóðarbát eða bát af svipaðri stærð höfðu 25 manns atvinnu, þ.e.a.s. við veiðar, þjónustu og vinnslu aflans. Það hafa því 2.000 manns haft atvinnu ein- ungis af Svíþjóðarbátunum," segir í kynningu. Súningin í anddyri Norræna húss- ins stendur til 10. júní og er opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga frá kl. 12-19. Aðgangur er ókeypis. Br. >£] 1 |p' - L If M SIGMAR Vilhelmsson og Erla Sigurbergs við verk sín. Málverkasýning í Grindavík ERLA Sigurbergs og Sigmar Vil- helmsson opnuðu sýningu í Kvenfé- lagshúsinu (Kvennó) í Grindavík 1. maí sl. Erla sýnir verk unnin með olíu, en Sigmar sýnir vatnslita-, pastel- og blekmyndir. Sýningin er opin virka daga kl. 17-20 og laugar- daga og helgidaga kl. 15-20 og lýk- ur henni nk. sunnudag, 11. maí. Hekla Björk á Næstu grösum HEKLA Björk Guðmundsdóttir kynnir olíumálverk sín á matstofunni Á næstu grösum, Laugavegi 20B. Verkin sem hún sýnir nú einkenn- ast einna helst af íslensku sauðkind- inni og lóu litlu á grænni grund. Opið er á Næstu grösum mánu- daga til föstudaga frá kl. 11.30-14 og 18-22, laugardaga frá kl. 17.30-22 og sunnudaga frá kl. 18-22. í GREIN minni um Maístjörnu Halldórs Laxness vék ég að vin- áttu skáldsins og Vil- mundar Jónssonar læknis. Athvarfi og skjóli er jafnan stóð opið ungum og um- deildum rithöfundi. Síðan sagði í grein minni: „Það vekur því undrun að lesa kafla í ritsafni Vilmundar þar sem hann fer niðrandi orðum um stíl Hall- dórs, og hæðist að ýmsu í ritverki hans.“ Þórhallur Vilmund- arson benti mér á að þessi ummæli sem birt eru í ritsafni Vilmundar á bls. 308-309 I bindi séu tilvitnun í bréf Þórbergs Þórðarsonar. Það er hverju orði sannara og skal hafa það, sem sannara reynist. Hinu má þó ekki gleyma að ekki fer milli mála að Vilmundur er sjálfur höf- undur að skrá er hann nefnir „Nokkrar persónulegar stíltegundir og birt er á bls. 307 í I bindi rit- safnsins. Þar segir um 15 stílteg- undir sem greindar eru: I bréfi til Stefáns Einarssonar prófessors í Baltimore 29. júní 1953, sem birt var í Helgarpóstin- um 28. ágúst 1981, segir Þórbergur Þórðarson, að Vilmundur Jónsson sendi honum stílfræði eftir sig á hjálögðu blaði. Með fylgir listi yfir stíltegundir og höfunda. Eru stíl- tegundirnar hinar sömu og hér að framan voru taldar, en höfundar nokkru færri en hér. Þórbergur lætur að ósk Vilmundar fylgja nokkrar skýringar á sumum stíl- heitunum og hefur þær að nokkru eftir Vilmundi. Þórbergur segir: „Vilmundur landlæknir sendir þér á hjálögðu blaði stílfræði sína. Hún er ekki mikil fyrirferðar. En þess eru dæmi í bókmenntum og vísindum, að fáorðar hugsanir hafa opinberað mikil sannindi, jafnval valdið aldahvörfum. Höfundurinn hefir mælzt til þess, að ég léti fylgja lítilsháttar útlistanir á þeim stílheit- um, sem ekki skýra sig sjálf svo greinilega, að af hljót- ist uppljómun með les- andanum. Af þessu má sjá að Vilmundur er hvata- maður að samantekt Þórbergs um nefndar stíltegundir, sem gerð er „að ósk Vilmundar" og Þórbergur segist hafa þær „að nokkru eftir Vilmundi". Margt styður þá til- gátu að Vilmundur hafi skemmt sér hið besta er hann las út- listanir Þórbergs gerð- ar „að ósk Vilmundar". Eg hvet alla til þess að lesa ritsafn Vilmundar. Hann var hverjum manni skemmtilegri. Ég minnist margra stunda er hann kom í aðset- Af þessu má sjá, segir Pétur Pétursson, að Vilmundur var hvata- maður að samantekt Þórbergs um nefndar stíltegundir. ur Alþýðublaðsins og staldraði við stundarkorn. Ég starfaði þar um skeið sem auglýsingastjóri. Vil- mundur var fjölfróður, gamansam- ur, fyndinn og stundum meinhæð- inn. Áhugi hans á félags- og menn- ingarmálum var einlægur. Afköst hans, skrif og störf á vettvangi heilbrigðis- og stjórnmála fyrnast eigi. Hann var Þórbergi innblástur og Halldóri Kiljan hlíf og skjöldur, en þakka má Margréti (Mömmu- göggu) fyrir húsagann sem hún setti á Þórberg. Annars hefði hann eytt öllum dögum í að skemmta Vilmundi og minna orðið um afköst á ritvelli. Höfundur er Pétur Pétursson fyrrv. þulur. Stökktu til Costa del Sol 28. maí í 14 daga frá kr. 29.932 Síðusm s&tiu Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð þann 28. maí til Costa del Sol. Þú tryggir þér sæti í sólina og 5 dögurn fyrir brottför færðu að vita á hvaða hóteli þú gistir. Á Costa del Sol fmnur þú glæsilegasta aðbúnað á Spáni og heillandi mannlíf sem er engu líkt og þú nýtur rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. 29.932 Verð kr. M.v. hjón með 2 börn í íbúð, 28. maí, 14 nætur, flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli, skattar. Vikulegtflug í allt sumar. 'jSpY' 11P ^ m 'ý' m 39.960 & r Verð kr. M.v. 2 í íbúð, 14 nætur, 28. maí. 7 HEIMSFERÐIR 19V2 C 1997. Austurstræti 17,2. hæð • Sími 562 4600 Morgunblaðið/Silli. KARLAKÓRINN Hreimur ásamt sljórnandanum Robert Faulkner í Húsavíkurkirkju. Fáein orð um stíltegundir Pétur Pétursson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.