Morgunblaðið - 08.05.1997, Side 28

Morgunblaðið - 08.05.1997, Side 28
OP -» 28 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÚŒípiff er kröftugur drykkur sem býr yfir miklu og hressandi ávaxtabragði og er ríkur að kalki og C-vítamíni. Uppistaðan er mysa en í henni eru öll helstu bætiefni mjólkurinnar. Garpw er góður á íþróttaæfinguna, í skólann, fjallið, bíltúrinn og bústaðinn. FAÐU ÞER EINN - DAGLEGA Bæjarskrifstofur Garðabæjar ö Bæjarskrifstofur Garðabæjar hafa opnað í nýju húsnæði við Garðatorg. A hinum nýju skrifstofum sameinast öll stjómsýsla bæjarins, en þar er um að ræða eftirfarandi meginsvið: Félags- og heilbrigðissvið Fjármála- og stjómsýslusvið Fræðslu- og menningarsvið Tækni- og umhverfissvið Vegna verkfalls símvirkja hjá Pósti og síma hf. ma fyrst um sinn búast við að það getí verið erfiðleikum háð að ná símasambandi við skrifstofuna. Bæjarstjóri LISTIR__ Operuvandi í Madríd TEATRO Real í Madríd, sem átti að opna að nýju sem óperuhús í haust, 72 árum eftir að það gegndi því hlutverki síðast, stendur nú frammi fyrir enn einum vandanum í kjölfar uppsagnar listræns stjórn- anda þess, Stéphane Lissners. Hann hafði aðeins starfað i nokkra mán- uði en hafði gert samning við húsið út árið 2002. Lissner var um átta ára skeið stjórnandi Théatre du Chatelet í París og hefur hann neit- að að gefa upp ástæður brottfarar sinnar. Þegar Lissner tók við Teatro Real í september sl. var ætlunin að endurreisa húsið sem eitt af bestu óperuhúsum heims. Áætlun hans hljóðaði upp á níutíu sýningar á fyrsta sýningartímabilinu, þar á meðal uppsetningu á Parsifal, sem Placido Domingo hefur verið ráðinn til að synguja aðalhlutverkið í. Auk þess má nefnda Porgy og Bess eft- ir Gerswin, La vida breve eftir Falla og Peter Grimes eftir Britten. Undanfarin átta ár hefur verið unnið að endurbótum á húsinu og er gert ráð fyrir að það kosti um 10 milljarða ísl. króna en árlegir ríkisstyrkir munu nema um 1 millj- arði ísl. króna. Hins vegar kom bakslag í seglin þegar í ljós kom upp úr áramótum að ekki höfðu verið gerðar neinar ráðstafanir til að ráða hljómsveit til hússins. Þá höfðu margir áhyggjur af áætlun- um Lissners um að setja upp nú- tímaverk og þvarr traust manna á Lissner. Hann lét sig hverfa, skýr- ingarlaust og í kjölfarið hafa fylgt margir þeirra sem hann hafði ráðið til að koma fram á fyrsta leikárinu, m.a. Lorin Maazel, Réne Jacobs og Eva Wagner. Domingo hyggst hins vegar standa við samning sinn. Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson. JOHANN P. Tannen, útgáfustjóri Die Horen, f.v. og Wolfgang Schiffer þýðandi. Býr íslending- ur hér? gefin út í Þýskalandi Hannover. Morgunblaðið SAGA fanga númer 68138 er saga bjartsýnismannsins sem hélt út í heim til að afla sér þekkingar en lenti í klónum á grimmum Gestapo-mönnum. Saga mannsins sem hataði Þýskaland svo mikið að hann gat ekki einu sinni hugsað sér að heyra ljóð lesin á þýsku hefur nú verið þýdd á það mál. Sagan er byggð á minningum Leifs Miillers kaupmannssonar frá Reykjavík og ber titilinn Býr ís- lendingur hér (Wohnt hier ein Islánder?). Garðar Sverrisson skráði söguna sem kom út hjá Ið- unni árið 1988. Franz Gíslason og Wolfgang Schiffer þýddu á þýsku. Útgáfufyrrtækið Edition die Horen gefur söguna út innbundna og var þýðingin kynnt á sérstakri bókar- kynningu á fundi Þýsk-íslenska verslunarráðsins sem fram fór í Bremerhaven 24. apríl. Nákvæmlega tveimur árum áð- ur, 24. apríl 1995, var leikverk byggt á sögunni sett upp í Gorki- leikhúsinu í Berlín. Sviðsverkið vakti athygli almennings sem og blaðamanna en á því ári voru liðin 50 ár frá stríðslokum. Leifur Miiller var leystur úr haldi 15. mars 1945 eftir fræga björgunar- aðgerð sænska Rauða krossins. Ingimundur Sigfússon sendiherra í Bonn sagði m.a. við frumsýningu Ieikverksins og ítrekaði orð sín við útkomu bókarinnar: „Það sem ger- ir ævisögu Leifs Mullers svo áhrifa- mikla er ekki aðeins frásögnin af verunni í fangabúðunum Sachsen- hausen, heldur einnig viðbrögð ís- lendinga er hann snéri aftur heim þegar friður komst á.“ Ingimundur sagði einnig að „bilið á milli sið- menningar og siðleysis er stutt ... Með minningum getum við komið í veg fyrir að sagan endurtaki sig, einvern tímann, einhvers staðar.“ Auk þess að gefa út bækur stendur útgáfufyrirtækið Die Hor- en aðallega að útgáfu samnefnds tímarits um bókmenntir og listir og er í mörgu sambærilegt við Tímarit Máls og menningar. Fyrir- tækið leggur aðallega áherslu á að gefa út erlendar bókmenntir og verk lítið þekktra eða gleymdra þýskra höfunda. Tímartið De Hor- en nýtur mikillar virðingar og það sem birtist á síðum þess vekur jafn- an mikla athygli. Nýjasta útgáfa tímaritsins fjallar um norrænan samtímaskáldskap og er þar m.a. að finna ljóð og aðra texta eftir Gyrði Elíasson, Steinunni Sigurð- ardóttur, Vigdísi Grímsdóttur, Diddu og Einar Má Guðmundsson. Þá var ein útgáfa af Die Horen tileinkuð bókmenntum frá Íslandi, en hún er nú uppseld í annað sinn og eru uppi bollaleggingar um þriðju prentun útgáfunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.