Morgunblaðið - 19.03.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Silli
FJÖLMENNI var á ráðstefnunni á Húsavík.
m— 7w~r s IT-—
‘Jgfcj
Við getum betur
- Ráðstefna
um forvarnir
Húsavík - Mjög fjölmenn ráð-
stefna var haldin á Húsavík í
síðustu viku um forvarnir á
Norðurlandi eystra undir kjör-
orðinu „Við getum betur“, á
vegum áætlunarinnar Island án
eiturlyfja 2002 og Húsavíkur-
bæjar í samstarfi við önnur
sveitarfélög á Norðurlandi
eystra, Landssamtakanna Heim-
ili og skóli og SÁÁ.
Soffía Gísladóttir, félagsmála-
stjóri Þingeyinga, setti ráðstefn-
una og lýsti ánægju sinni yfír
hve fjölmenn hún væri, enda var
hvert sæti í samkomusal Hótels
Húsavíkur setið.
Einar Njálsson bæjarstjóri
ávarpaði viðstadda og gat þess
hvað það gleddi sig að þessa
ráðstefnu sætu fleiri ungmenni
en hann hefði búist við, en það
sýndi að sú æska sem hér væri
stödd, þekkti sinn vitjunartíma.
Hófust svo framsöguerindi
undir fundarstjórn Önnu Sig-
rúnar Mikaelsdóttur og fyrst tók
til máls Snjólaug Stefánsdóttir,
sem ræddi um Island án eitur-
lyfja 2002. Aðrir frummælendur:
Dr. Þórólfur Þórlindsson pró-
fessor ræddi um fíkniefnaneyslu
unglinga, Kristín Sigfúsdóttir
sagði frá forvarnastarfí á Akur-
eyri sem talið er að hafí verið
árangursríkt, Halldór Guð-
mundsson félagsmálastjóri sagði
frá starfínu á Dalvík og Soffía
Gísladóttir sagði frá starfínu á
Húsavík.
Að framsögu Iokinni var ráð-
stefnugestum skipt í málstofur,
sem tóku til sérstakrar umræðu
eftirfarandi viðfangsefni:
a) Samræmdar aðgerðir sveit-
arfélaga gegn sölu tóbaks og
áfengis til barna og unglinga.
Hópsljórar Kristín Sigfúsdóttir
og Þorgrímur Þráinsson.
b) Agi og gildismat í uppeldi.
Hópstjóri Svanfríður Jónasdótt-
ir, alþingismaður og Unnur
Halldórsdóttir.
c) Hlutverk nemendaverndar-
ráða. Hópstjóri Sturla Kristjáns-
son ráðgjafi og Halldór Guð-
mundsson.
d) Unglingar og forvarnir.
Umsjón Eiríkur Björn Björg-
vinsson og Sveinn Hreinsson.
Þessir hópar unnu vel og skil-
uðu athyglisverðum hugmynd-
um og tillögum, sem mikið voru
ræddar og vonandi bera árang-
ur í því mikla starfí sem framun-
an er.
Sameining
félagshyggju-
fólks í
Borgarbyggð
Borgarnesi - Á fundi félagshyggju-
fólks í Búðarkletti í Borgarnesi mið-
vikudaginn 11. mars sl. var stofnað-
ur nýr listi sem hlaut nafnið Borg-
arbyggðarlistinn.
í stofnfundarályktun Borgar-
byggðarlistans segir m.a.: „Með
opnun Hvalfjarðarganga og samein-
ingu sveitarfélaga skapast nýjar
forsendur sem þarf að nýta. Rjúfa
þarf áralanga kyrrstöðu í atvinnulífi
og samfélagsþróun og blása til
sóknar í stækkaðri Borgarbyggð.
í þeim tilgangi samþykkir stofn-
fundur Borgarbyggðarlistans ... að
bjóða fram til komandi sveitarstjórn-
arkosninga í Borgarbyggð. Markmið
Borgarbyggðarlistans með framboði
er að skapa raunhæfan valkost. Nýr
meirihluti í bæjarstjóm er forsenda
breytinga í sveitarfélaginu..."
í stjórn Borgarbyggðarlistans
voru kjörin Runólfur Ágústsson
Laufási, Ingigerður Jónsdóttir
Borgarnesi, Kristmar Ólafsson
Borgarnesi, Örn Einarsson Mið-
garði og Jórunn Jónsdóttir Borgar-
nesi. Til vara Lilja Ólafsdóttir
Borgarnesi og Sigurður Már Ein-
arsson Borgarnesi.
Að sögn Runólfs Ágústssonar
stjórnarmanns Laufási sóttu um 80
manns stofnfundinn í Búðarkletti
og alls væru um 100 manns búnir að
skrá sig á stofnskrá Borgarbyggð-
arlistans. Sagði Runólfur að ekki
væri búið að ákveða hvort haldið
yrði prófkjör en það væri ákvörðun
12 manna kosninganefndar sam-
kvæmt samþykktum Borgarbyggð-
arlistans. Taldi Runólfur að nokkuð
jafnt hlutfall fólks úr Borgarnesi og
sveitunum hefði mætt á fundinn.
Forvarnir í
þemaviku á
Eyrarbakka
og Stokkseyri
Eyrarbakka - Dagana 9. til 13. mars
unnu nemendur Bamaskólans á
Eyrarbakka og Stokkseyri á ýmsa
vegu með hugtakið forvamir.
Skólinn starfar bæði á Stokkseyri,
þar sem 1. til 5. bekkur em við nám,
og á Eyrarbakka, en þar eru 6. til 10.
bekkur. Þetta fyrirkomulag tók gildi
1. ágúst á fyrra ári og virðist ganga
bærilega vel að sögn forsvarsmanna.
Yngri nemendumir unnu með þann
þátt forvama sem felst í heilbrigðu
lífemi og áhugamálum. Hvemig má
varast þær hættur í umhverfi okkar
sem alls staðar eru íyrir hendi, svo
sem í umferðinni. Eldri nemendumir
unnu við sömu efni og þeir yngri, auk
þess að vinna sérstaklega með tóbaks-
og vímuefnavamir. Þess er vert að
geta að enginn hinna sautján kennara
við skólann reykir svo þeir era
nemendum sínum góð fyrirmynd.
í vikulok, fóstudaginn 13. mars, var
síðan sýning á vinnu nemenda.
Mánudaginn 9. mars sl. var stofnað
foreldrafélag við skólann sem nær til
beggja þorpanna.
Skólastofnun árið 1852
Árið 1852 stofnuðu nokkrir
áhugamenn bamaskólann á
Eyrarbakka, en þá vora Eyrarbakki
og Stokkseyri í sama hreppsfélagi,
Stokkseyrarhreppi. Kennsla fór þá
strax fram á báðum stöðunum. Málin
þróuðust þannig að Bamaskólinn á
Stokkseyri varð sjálfstæð stofnun,
þannig að um langt skeið vora tveir
bamaskólar í Stokkseyrarhreppi, eða
þar til Eyi-arbakkahreppur var
myndaður íyrir hundrað áram.
Á síðasta ári vora skólamir
sameinaðir á ný. Enn hafa
sveitarstjómarmenn ekki ákveðið nafn
á þessum endursameinaða skóla, sem
til bráðabirgða nefnist Bamaskólinn á
Eyrarbakka og Stokkseyri.
Bamaskólinn mun því enn um sinn
ganga undir bráðabirgðanafninu.
Snæfellsjökull
tekur ofan
Hellissandi - Oft heyrist á tali
fólks, að Snæfellsjökull sé ekki
eins mikilfenglegur og fallegur
þegar að honum er komið og hann
er tilsýndar sunnan úr Reykjavík
eða úr Borgarfirði. Flestir sjá eða
koma að suðurhlíðum hans. Ög víst
getur hann verið fallegur þar. En
Jökulinn að norðanverðu þekkja of
fáir, því miður, en líklega þykir
flestum sem hér búa hann vera fal-
legastur einmitt þar. Að sjá Jökul-
inn á heiðskírum og björtum degi
af Hólsbreiðinni, milli Rifs og
Ennis, verður flestum ógleyman-
leg sjón. „Nú tekur hann ofan
blessaður höfðinginn" sagði öldruð
kona við fréttaritara Morgunblaðs-
ins á góðviðrisdegi nýlega. Þá var
þessi mynd tekin. Og var auðfund-
in lotning og virðing í rödd hennar
yfir þessari miklu náttúruperlu
sem Jökullinn er. Þar býr líka
Bárður Snæfellsás vemdari
byggðarinnar eins og gamla fólkið
kallar hann oft.
«<nr«xx
Opin vika í
Nesjaskóla
Höfn - Sköpunargleðin skein úr augum allra nemenda í Nesjaskóla þegar
haldin var opin vika nýlega. Unnið var m.a. úr efni sem þau höfðu áður sótt
út á fjörur og nýttu þau allt það sem fjaran gaf. Ekki fór tónlistin heldur
varhluta af sköpunargleði barnanna.
Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir