Morgunblaðið - 19.03.1998, Page 56
56 FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Marx og Bakkus
í Kópavogi
SAMTÍMASÖGU er alltaf erfitt að
rita. Jóreykur lífreiðarinnar er ekki
sestur og byrgir sýn á farinn veg.
Við vissum það alltaf að lýsingin á
umhverfi unglingsára okkar yrði erfið
þeim sem það tæki að sér. Kópavogur
á áttunda áratugnum var að reyna að
sýna manndóm eftir að hafa verið
einskonar smíðavöllur fullorðna fólks-
ins í vel á annan áratug. Skólamir
voru að rifna utanaf gríðarstórum ár-
göngum bama og unglinga í skyldu-
námi og framhaldsnám var að verða
til í þessu bæjarfélagi sem var orðið
það næststærsta á landinu.
Það var óvænt ánægja að lesa þá
sögu frá sjónarhóli valds, mennta og
yfirboða einsog raun varð á við lest-
ur uppvaxtarsögu Menntaskólans í
Kópavogi eftir Ingólf A. Þorkelsson
sem var fyrsti skólameistari skólans.
Það sem kom mest á óvart var
hversu ótrúleg hún var þrátt fyrir að
maður kannaðist við næstum allt
sem frá var greint. Þrátt fyrir að
vera mjög nærri í tíma er þessi saga
og sá hugarheimur sem hún lýsir svo
n* víðs fjarri þeirri veröld sem við
þekkjum í dag.
Ungt fólk og saklaust.
Eða hvað?
Það sem einkenndi hugarheim
okkar menntskælinganna í Kópavogi
fyrir um hálfum öðrum áratug og
rúmlega það ef marka má ritaðar
heimildir á borð við skólablöð, var
einkum tvennt; byltingarkenndar og
einarðar stjórnmálaskoðanir og
áfengisdrykkja. Okkar ágæti skóla-
meistari sýnir okkur þann sóma í
sinni söguritun að setja þessa æsku-
menningu, sem nú er farið að kalla, í
víðara samhengi - jafnvel alþjóðlegt.
Jú, vissulega náðu vestrænir
straumar írelsis, friðar og jafnréttis
til Kópavogs.
Skærustu birtingarmyndir þess
voru ugglaust þörfin fyi-ir að koll-
varpa eldra gildismati og forakta
vald, trúin á marxískar lausnir og
brennivísndrykkja. Allt var brúkað
hvunndags nema brennivínið. Það
var spari.
í einkar athyglisverðum kafla um
tíðarandann á áttunda áratugnum
sem Ingólfur kýs að kalla „Stjórn-
andinn í kröppum sjó“, nær skóla-
meistarinn fýrrverandi að tengja líf
og hegðun menntskælinga í Kópa-
vogi bylgjum menningar og tísku
sem gengu þá yfir allan hinn vest-
rænan heim. Auðsýnilegur skilningur
höfundar á hreyfiöflum þjóðfélagsins
setur busavígslur, byltingaráróður,
mótmælafundi, ræflarokk og brenni-
vínssukk í Ijós sögulegrar frmvindu.
Skin og skúrir milli forystumanna
nemenda og stjórnenda skólans sem
Utu mætingakerfi, félagslíf og
kennslu ekki sömu augum, fá sömu-
leiðis þá sögulegu dýpt sem okkur í
þá daga gat ekki órað fyrir. Nemend-
ur sem eins og gengur voru misjafn-
lega vopnum búnir til að takast á við
bardaga lífsins, eru ekki í augum
skólameistarans einstaklingar með
eða án vandamála heldur ungmenni
að takast á við umhverfi sitt.
í köflum um félagslíf í skólanum
birtist veröld þessara ungmenna á
skýran hátt. Ingólfur dregur upp
glettilega góða mynd af því hve bylt-
ingarkenndar stjórnmálaskoðanir
lituðu a.m.k. yfirborð félagsmála.
Hann birtir tilvitnanir úr skólablöð-
Uppreisn æskunnar
fyrir um aldarfjórðungi
átti sér tvo guðspjalla-
menn. Annar er fallinn
af stalli, segja Asgeir
Friðgeirsson og Jón
Kristinn Snæhólm.
Ingólfur A. Þorkelsson
hefur skemmtilegt
sjónarhorn á þetta
tímabil, þar sem hann
var skólameistari
Menntaskólans í
Kópavogi.
6u pÍAÁAAxLcLCjAs - CUjp EV /TLOAA/.
SIMI: S62 02 00
Perlan er afbragðs veitingastaður þar sem allt snýst um fólk. Kvöldstund í Perlunni
er öðruvísi. Veitingar eru fyrsta flokks og þjónustan snýst um þig
meðan þú snýst um borgina. Til að fullkomna
rómantíska stund er svo tilvalið að fá sér snúning
á dansgólfinu við Ijúfan söng og undirleik.
Þar sem allt
snýst umfólk
*Kvöldverður og dans.
cuyþmiáiandUs nxattuiÁiÆ
mjiÁAXuavcui/ t a£dÍi uA Ín-ív
UoaÁia.' lí ajð.i.no
Fjórir sérvaldir'sjávarréttir, hver öðrum betri.
0nd< esi' oJcÍcxut. jxuj/
A) e/tfiÁ cL 6 íPesvbvntiú
- íc.e.m u<v o. ó.Jxut/L.
INGÓLFUR A. Þorkelsson, fyrrverandi skólameistari, afhendir Guðna
Stefánssyni, forseta bæjarsfjórnar, eintak af sögu MK 1983-1993 við
útskrift stúdenta 1995.
Ásgeir Jón Kristinn
Friðgeirsson Snæhólm
um og greinir á hlutlægan og skýran
hátt frá einstaka málum sem ýmist
drógu dilk á eftir sér, voru stormur í
vatnsglasi eða leiddu til framfara.
Örugg vinnubrögð höfundar gera
frásögnina trúverðuga en á því þarf
hún að halda þar sem í pólitísku tillit
hefur bylting átt sér stað, - en hún
var þó ekki á þann veg sem boðberar
marxismans ætluðu.
Hugarheima framhaldsskólanema
í dag þekkjum við ekki vel en við
teljum okkur fara nokkuð nærri um
að tilvitnunum í Marx, Lenín og Maó
formann er ekki hent fram í rökræð-
um um þjóðfélagsmál. Það þætti
gamansemi í umræðunni um launa-
mál kennara í dag ef það yrðu sett
fram sem rök að styðja bæri kröfur
kennara þar sem að þeir væru hluti
hinnar smáborgaralegu millistéttar
sem líkleg væri til stuðnings við
verkalýðsöflin þegar dagur byltingar
rynni upp.
Það er ljóst við lestur þessa rits að
hjá háværum hluta menntskælinga á
áttunda áratugnum var Karl Marx
hálfguð á stalli.
Sá guð er nú af stalli fallinn. Ann-
ar Guð virðist ætla að lifa lengur hjá
ungmennum hér sem víðar enda er
hann til muna eldri en þýski félags-
fræðingurinn sem fyrst lét í sér
heyra um miðbik síðustu aldar.
Bakkus leiðir enn unglingana um
öngstrætin eins og hann gerði fyrir
nærri aldarfjórðungi. Ingólfur A.
Þorkelsson greinir frá því í þessu riti
hversu snúið það gat verið að hafa
hömlur á áfengisnotkun menntskæl-
inga. I þeim efnum voru skólastjórn-
endur ekki öfundsverðir og ólíklegt
þykir að það hafi eitthvað breyst.
Vaxtarverkir skóla
Húsnæðismál skólans voru fljót-
lega eftir stofnun hans í mikilli
óvissu. Stofnunin óx hratt og íyrr en
varði var upphaflegt húsnæði engan
veginn fullnægjandi. Skólinn var á
hrakhólum og var í nokkur ár komið
fyrir hjá vandalausum í húsnæði
Barnaskóla Kópavogs. Deilur komu
upp í bæjarstjóm Kópavogs um hús-
næði skólans. Ingólfur rekur þær
deilur allítarlega og er þar skráður
góður annáll þessa máls. Ljóst er af
þessari lesningu að skólinn þorskað-
ist ekki án vaxtarverkja en það stytti
upp um síðir og eins og alþjóð veit er
skólinn nú starfræktur í einu full-
komnasta skólahúsnæði landsins.
Verkföll
Það markverðasta við siðara bindi
sögu MK (1983-1993) er umfjöllun
um verkfóll opinberra starfsmanna
1984 og kennara í BHMR á árunum
1985, 1987 og 1989 og þeim miklu
deilum sem stóðu um launakjör kenn-
ara og þann tíðaranda sem einkenndi
félagslíf nemenda á þessum árum. Er
þetta merk heimild um
þá togstreitu sem skap-
aðist í skólakerfinu þá
ekki bara milli yfirvalda
og kennara, heldur milh
nemenda, foreldra og
stjórnenda menntaskól-
anna annars vegar og
opinberra starfsmanna
og kennara hins vegar
þegar sýnt þótti að
verkfallsátökin myndu
seinka skólagöngu
margra nemenda og
framtíðai-áformum
þeirra.
MK kom einna best
út úr þessum hremm-
ingum og er það
merkilegt að lesa
hvernig stjórnendum skólans tókst
að sigla milli skers og báru í þessum
deilum og halda skólanum í kennslu
að mestum hluta og ná þannig því
markmiði sínu að útskrifa nemendur
á réttum tíma. Þetta eru merkar
heimildir um þessi miklu átök og
varpa þessi skrif nýju Ijósi á þau
vegna skírskotunar til þeirra sem
ekki stóðu í átökunum miðjum s.s.
launalega séð, heldur til þeirra sem
höfðu sem mestu að tapa vegna
deilna ríkisins við opinbera starfs-
menn í BSRB og BHMR þ.e. nem-
enda heimilanna í landinu.
Sjónarhomið
Þessi saga telst merk heimild,
ekki einungis fyrir skólamál í Kópa-
vogi, heldur fyrir skólamál almennt í
landinu. Hún lýsir bæði þeim stefn-
um og straumum í skólamálum þjóð-
arinnar og þeim tíðaranda sem ríkj-
andi var meðal kennara og nemenda
á þessum timum.
Út frá sagnfræðilegu sjónarhomi
má um það deila hvort saga MK sé
best rituð af þeim sem næst stóð
stofnun og rekstri skólans. Ljóst er
að einhver annar hefði nálgast við-
fangsefnið á hlutlægari máta en
Ingólfur gerir. Getur verið að saga
skólans sé ef til vill önnur en sú saga
sem Ingólfur dregur upp, þ.e.
kannski hafa aðrir sem komu nálægt
skólanum aðra sögu að segja?
Ingólfur virðist hafa tekið mið af
þessum spurningum og látið sam-
tímaheimildir um að tala sjálfar, þ.e.
vitnað í blaðagreinar, bækur og viðtöl
sem birtust um málefni skólans sem
og skoðanir nemenda um þá hluti sem
efstir voru á baugi í skólanum og í
þjóðmálaumræðunni allri. Með þessu
hefur höfundur skapað rúm fyrir all-
ar skoðanir og virðist hann hafa leit-
ast við að gefa sögunni sem hlut-
lægastan blæ með því að hafa beinar
tilvitnanir í samtímaheimildir en ekki
sína eigin túlkun á þeim heimildum
sem fyrir liggja varðandi efnið. Bein-
ar tilvitnanir studdar með heimilda-
skrá slá því á allan vafa um að þama
sé skrifuð saga sem eingöngu þjóni
þeim aðila sem mestan þátt átti í upp-
byggingu þessarar menntastofnunar
og er það vel.
Saga Menntaskólans í Kópavogi
(1973-1993) er þarft rit. Nú, um ald-
arfjórðungi frá upphafi sögutíma,
vekja margir þættir undrun og
áhuga. Það er trú okkar að þegar
lengra frá líður verði þessir annálar
og viðleitni til að túlka nýhðna at-
burði enn forvitnilegri og gagnlegi’i
þeim sem áhuga hafa á sögu bæjar-
félags sem óx hratt og sprengdi utan
af sér hverja flíkina á eftir annarri.
Höfundar eru fyrrverandi formenn
Nenwndíifclngs Menntaskólans í
Kópavogi.