Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 71

Morgunblaðið - 19.03.1998, Side 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1998 71^ FÓLK í FRÉTTUM LEVI’S DAGAR I DERES Komdu og fáðu Levi’s 501 gallabuxur frítt! PALLALVFTUR pór HF Reykjavfk - Akureyrl Reykjavík: Ármúla 11 -sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga Disney-gamanmyndina Rocket Man með Harland Williams, Jessica Lundy, Beau Bridges og fleirum í aðalhlutverkum. HOUSTON, það er komið upp nýtt vandamál! Fyrsta mannaða geimfarið er á leiðinni til Mars þegar aðalvisinda- maðurinn, eldflaugasérfræðingur- inn í áhöfninni, forfallast og kemst ekki með. Þá eiga stjórnendur í miðstöðinni í Houston úr vöndu að ráða. Það eru bara eftir tveir menn í heiminum sem hafa hæfni til þess að stjórna tölvu geimflaugarinnar. Annar heitir Peacock en honum líð- ur illa úti í geimnum vegna sjóveiki og flugveiki. Hinn er Fred Z. Randall, mjög snjall maður sem hannaði stýrikerfi geimflaugarinn- ar. Gallinn við Fred er að hann er svo mikill hrakfallabálkur. Hann hefur aldrei áður farið út í geiminn en samt stendur hann sig betur en Peacock á erfiðum prófum og er þess vegna valinn í þessa erfíðustu geimferð sögunnar. Aðrir í áhöfninni eru yfírleitt ekki mjög hrifnir. Yfirmaðurinn, Overbeck (William Sadler), og ljóskan Julie (Jessica Lundy) hefðu frekar viljað hafa Peacock úti í geimnum með sér og hið sama gild- ir um sjimpansann í áhöfninni, Ódysseif. Það er bara gamli geim- farinn, Bud, sem ber smátraust til Freds og getu hans til þess að leysa verkefnið. Á leiðinni til Mars fer allt í bál og brand um borð í geimfarinu. Fred lendir saman við Overbeck, verður ástfanginn af Julie og upp- götvar svo loks að það er líf á Mars. Rocket Man er Disney-mynd og leikstjórinn Stuart Gillard segir að þótt hann hafí enn enga staðfest- ingu fengið fyrir því að það sé líf á Mars í raun og veru þá viti hann að í myndinni sé húmor á Mars og það sé fyrst og fremst að þakka aðal- leikara myndarinnar, Harland Williams, sem þarna leikur aðal- hlutverk í sinni fyrstu mynd. „Frammistaða Harlands í mynd- inni er til marks um hvað hann er elskulegur náungi, ótrúlega hæfí- leikaríkur og ber næmt skynbragð á gamanleik,“ segir leikstjórinn. Framleiðandinn, Roger Birnbaum, segir að eitt það ánægjulegasta við myndina hafí verið að fylgjast með Harland springa út og blómstra í hlutverkinu. Harland Williams er Kanada- maður, eins og fleiri þekktir gam- anleikarar, t.d. Jim Carrey og Dan Ackroyd. Hann er fjölhæfur maður og naut lengi vinsælda fyi'ir uppi- stand og kom þá fram víða á sviði og í sjónvarpi. Hann hefur einnig leikið í gamanþáttum i sjónvarpi og komið m.a. fram í myndinni Dumb and Dumber með Jim Carrey og Down Periscope með Kelsey Grammer, betur þekktum sem Frasier. Williams er líka teikni- myndahöfundur og hefur skrifað barnabækur. 19.—22. mars Ath. opið sunnudag ÁHÖFNIN er toriryggin í garð Freds. Sjimpansinn, Ijóskan og yfir- maðurinn standa saman gegn honum. FÖRINNI er heitið til Mars. 2 bolir í pakka J-r990; - 990,- Levi's peysur 3A9&, - 2.900,- Levi's hettupeysur A-.49tJ, - 3.500,- ohSA Kringlunni, sími 5331718. Opið sunnudag ♦ Nýtt kortatímabil Komdu á Levi's daga og prófaðu í leiðinni Levi's „Shrink to fit“ gallabuxurnar. „Shrink-to-fit“ er jafngömul upp- finning og fyrstu Levi's buxurnar sem voru saumaðar árið 1853. Þá voru allar gallabuxur „hráar“ og óþvegnar. Maður fór í þær í baði og var í þeim þangað til þær þorn- uðu. Þannig fékk maður gallabuxur sem pössuðu full- komlega og voru sérstaklega slitsterkar. Nú getur þú prófað þetta sjálf(ur). Fimmtud. 19., föstud. 20., iaugard. 21. og sunnud. 22. mars verðum við með í búðinni Levi's baðkar oa tvo sérstaka Levi's burrkara. Þannig að nú getur þú fengið alveg hráar og óþvegnar Levi's gallabuxur frítt. Skelltu þér í baðið og síðan í þurrkarann og stuttu sfðar færðu Levi's gallabuxur frítt. Menn og apar á Mars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.